Morgunblaðið - 07.10.1962, Síða 3
Sunnudagur 7. okt. 1962
MORGITSBIAÐIÐ
3
Landiö
okkar
ÞEGAR Sunnlendingur
kemur í fyrsta skipti til Bol-
ungarvíkur og Veit ekkert um
kauptúnið af eigin raun og
fátt annað en nokkrar tölu-
legar staðreyndir, þá. fer ekki
hjá >ví, að nokkurrar undr-
unar gæti.
Undirritaður hafði gert sér
í hugarlund, að í Bolungarvik
gæti að líta ýmlslegt frá gamla
tímanum, gamlar verbúðar-
byggingar, fiskhjalla og ann-
að, sem horfið er að öllu eða
mestu úr heimahögum. Þessu
er hins vegar farið á annan
Horft af enda nýja brimbrjótsins í Bolungarvík, inn yfir bæinn. Allar nt.yndir með grein-
inni tók Árni Matthíasson Ijósmyndari Mbl. á ísafirði.
Bolungarvík
bær framkvæmda
veg. Að vísu má sjá gömul
hús, nærri höfninni, en
þau eru í algerunt. minnihluta
og virðist ekki hafa neinu
meginhlutverki að gegna í
dag. Því verður að grípa til
hugmyndarflugsins, ef reynt
skal að bregða upp mynd frá
liðnum tíma. Hann er á förum
nýi tíminn er búinn að taka
yfirhöndina.
Þetta voru nokkur von-
brigði, fyrir augunum var
ekki staður í lifandi tengslum
við frásagnir af sjósóknurun
um, sem börðust á frumstæð-
an hátt við úthafið á opnum
bátum.
Ef hugurinn beindist ekki
ósjálfrátt að slíkum fráisögn-
um, við komuna til Bolung-
arvíkur í fyrsta skipti, þá
myndi sú skoðun verða ofan
á, að Bolungarvík væri stað-
ur nútímans, reistur á ein-
um eða einum og hálfum ára
tug.
Gengið um bæinn og litazt um
Með það í huga, að á Vesit-
fjörðum er útgerð töfraorð-
ið, lá leiðin fyrst niður að
höfn, sem með sanni má
sagja, að sé stoít Bolvíkinga.
Flestum mun kunnugt um,
að Bolungarvík liggur nær
við opnu hafi. Þann sólbjarta
lygna síðsumarsdaig, seim und
irritaður kom í heimsókn, var
hafið í sínu blíðasta skapi og
gjáilfraði letilega við brim-
brjótinn. En hafið á sér mörg
andilit, sum all ófrýnileg.
Því er brimbrjóturinn, hið
mikla mannvirki Bolvíkiniga
til orðið. Hann er raunveru-
laga hornsteinn útgerðarinnar
þar, án hans ættu bátar sér
ekki það athvarf, sem raun
ber vitni og brottflutninigar
afurða á sjó væru meira og
minna háðir duttlungum veðr-
áttu.
Stækkun brimbrjótsins.
Síðar um daginn átti frétta-
maður Mbl. kost á því að
skoða mannvirkið nánar og
heyra frásögn Jónatans Ein-
arssonar, oddvita, sem er
framkvæmdum við brim-
brjótinn manna kunnugastur.
Er ákveðið var að stækka og
endurbæta brjótinn, voru fyrst
gerðar botn- og straumrann-
sóknir, sem framkvæmidar
voru af Guðmundi Gunnars-
syni og dönskum verkfræð-
ingi unddr yfirstjórn vita-
málastjóra.
í maí í vor hófust fram-
kvæmdir þessa árs, undir
verkstjórn Sverris Björnsson- •
ar.
Verkefnið var fyrst og
fremist þriiþætit, þ.e. endur-
bygging sjálfs brjótsins, mynd
un dýpis við garðinn og loks
römmun á járnþili meðfram
brjótnum.
Framkvæmdum lauk í ág-
ústlok og hafði brimbrjótur-
inn þá verið endurbyggður
á um 150 m kafla á tveimur
árum, þannig, að gamli brim
brjóturinn var felldur inn í
hinn nýja. Veruieg breikk-
un átti sér einnig stað, enda
er brjóturinn nú um 5-6 m
breiðari en áður var.
Þaim megin á brjótnum,
sem skip leggjast ekki að hon-
um, er hér varnarveggur, um
hálfri annarri mannhæð hærri
en sjálft brjótsgólfið. Hann
tekur við úthafsöldunni á
vetrum, en þótt hár sé, rýk-
ur brimið yfir hann. Hins
vegar fæst af honurn það
skjól, sem nauðsynlegt er
öryggi skipa og báta í höfn-
inni.
Verkið í sumar var mikið
þótt unnið væri á tiltölu-
lega stuttum tíma. Um 5000
tonn af grjótfyllingu þurfti,
auk annars efnis, og alls kost
aði verkið hálfa sjöundu
milljón króna.
1 mikið ráðizt.
Þetta eru miklar fjárhagsbyrð
ar fyrir lítið bæjarfél. Gert er
ráð fyrir, að ríkissjóður greiði
40% af kostnaði við slíkar
framkvæmdir, en framlag á
f járlögum rikisins svarar ekki
til þeirra framkvæmda, sem
gerðar hafa verið, og greiðsi-
ur hans nokkuð á eftir.
Miðað við framkvæmdir
ársins hafði ríkissjóður því
átt að greiða 2.6 milljónir
I róna, en á fjárlögum ríkis-
ins voru hins vagar aðeins
600 þús. krónur.
Jónatan tók þó fraim, að
Nokkur íbúðarhúsanna nýja, sem verið er að reisa
Jónatan Einarsson, odddviti
hann vildi sérstaklega þakka
velvild og skilning ríkisstjóm
arinnar og fleiri forvígis-
manna á þessu mikla fram-
faramáli Bolvíkinga.
Hins vegair sagði Jónaitam í
þessu sambandi, að augljósí
væri, að ríkssjóður þyirfti að
verja meina fé til þessaira fram
kvæmda.
Haldið áfram næsta ár.
Næsta ár verður haldið á-
fram endurbyggingu brim-
brjótsins á um 40 m. kafla og
er það síðasti áfangi verks-
ins. Þá er og í hygigju að gera
næsta sumair vamairgarð,
bornrétt á brjótinn bannig að
betra skjól fáist á skipaleg-
unni, en jaínframt mun sé
garður vama því, að sandur
berist inn á höfnina. Er hann
verður fuligerður, má snúa
skipum í skjóli því, sem þá
verður fyrir innan brjótinn og
vamargairðinn.
Frystihús', fiskvinnsla og
gatnagerð.
Brimbrjóturnn er ekki eina
framkvæmdin í Bolungairvík
í sumar, þar sem sement hef-
uir komið við sögu. Hafin er
gerð steinsteyptrar götu frá
brjótnum, fram með sjónum
og er ætlunin að framlenigja
hana og tengja annarri aðah
götunni, þannig, at hringaksl
ur fáist.
í sumar var lokið við að
steypa gangstéttir og akbraut
frá brjótnum, að íshúsfélagi
Bolungarvikur h.f.
Undirritaður gekk með Jón-
atan, oddvita, eftir akbraut-
inni nýju, sem varin er sjáv-
armegin með varnarvegg (sem
tengdur er vamarvegg brim-
bjótsins), að frystilhúsinu, og
naut þar leiðsagnar hans sem
annars staðar.
Frystihúsið er mikil bygg-
ing, sennilega 80—100 m löng.
f öðrum enda hennar, á meðri
hæð, er fiskmóttaka. Þar er
fiskurinn flokkaður sundur en
flyzt síðan með fætriböndum
upp á efri hæðinia, þar sem
við taka flökunarvélar. Flak-
arar taka þó við stærsta fisk-
num.
Flökunarsalurinin er stór
og rúmgóður og þar er einnig
fiskinum pakkað. Áður cn
að því kemur, er séhvert flaik
skyggnt með ljósi og „snyrt“,
þ.e. öll bein, sem vélin hefur
ekki nurnið á brott, fjarlægð.
íshúsfélag Bolungarv. viar
stofnað fyrir um 3C árum af
Einari Guðfinnssyni og eitir
hann því enn ferstöðu. Uim
síðustu áramót var 30 ára af-
mælisins minnzt með því, að
nýbygging frystiihússins var
tekin í notkun.
Þar er til húsa fiskmóttak-
an, flökunarisalur, og verið er
að innrétta þar sérstakam
matsal fyrir starfsfóLk. Um
sama leyti voru tekin í notk-
un sérstök frystitæki, emskrar
gerðar, sem frysta allt að því
helmingi hraðar, em þau tæki,
er áður hafa verið á mark-
aðnum.
Frystihúsið er mikii bygg-
img eims og áður segir, og er
húsrýmd þess nú um 40 sinn-
um meira en var, er það fyrst
tók til starfa.
Mikil vinna f sumar.
Jónatan skýrði svo frá, að
mikil vinna hefði verið í BoL-
ungarvík í sumar og vantaði
frekar fólk en verkefni.
Mili 30—40 bátar, sem ver-
ið hafa á handfæra- og línu-
veiðum, hafa liagt upp hjá ís-
húsfélaginu í sumar og unn-
ið hefur verið fraim á kvöld
við verku« flesta daga.
Þá hafa 7 bátar verið gerð-
ir út á síld frá Bolungarvik
og nam heildarafli þeinra í
vertíðarlokin rúmlega 90.000
málum. Hæstur þeirra var
Hafrún með rúm 21.000 mái.
Afkoma hefur verið mjög
góð nú sem undamfarið, svo
sean greinilega má sjá, þegar
gengið er frá höfninni og of-
ar í bæinn.
Frh. á bls. 4.