Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 11
Sunnuddgur 7. okt. 1962 MoncrnvfíLAÐiÐ 11 Uulda Steinunn Blöndal frá Gilsstöðum — minning H Ú N var fædd að Gilsstöðum í Vatnsdal 1/7. 1912. Foreldrar hennar voru Kristján sonur Lárusar Blöndals sýslumanns að Kornsá í Vatnsdal og Jósefína Magnúsdóttir, Steindórssonar stórbónda að Hnausum í Þingi. Bæði voru þau foreldrar hennar settuð frá stórbýlum og heimilin annáluð fyrir gestrisni og mynd arskap. — Húsfreyjurnar á þess- um bæjum létu heldur ekki sitt eftir liggja. Kristín Ásgeirsdótt- ir á Kornsá var höfðingi mikill og vinnusöm með afbrigðum. — Sagt var að hún hefði prjóna í hverju herbergi á Kornsá, sem hún gæti gripið í, ef hún kæmi þar inn stundarkorn, þar var ekki setið auðum höndum. Og þá var Guðrún í Hnausum einn- ig mikill búforkur. Góðir stofnar stóðu að Huldu sál., enda varð hún snemma bráðgjör. — Það eru nú liðin 39 ár síðan ég kom fyrst að Gils- stöðum, kom ég þar stuttu eftir að ég fluttist í Húnavatnssýslu. Móðir mín var í heimsókn hm mér og við riðum fram að Gilsstöðum til að hitta þar vina- fólk hennar frá æskudögum. Oft hafði ég heyrt talað um þau Gilsstaðahjón, og vissi ég, að móðir mín hlakkaði til endur- funda við þau. Okkur var líka vel fagnað þá riðið var í hlað, kynnti hús- bóndinn okkur barnahópinn sinn. Lítil stúlka kom hlaupandi utan tún. Þarna er Hulda Stein- unn, sagði Kristján og mikill kærleika gætti í röddinni. — Hulda var yngst átta systkina og augasteinn allra á heimilinu. Engum sem kom að Gilsstöðum blandaðist hugur um það, að heimilið var mjög skemmtilegt og talsvert frábrugðið því, sem almennt gerðist. Húsbóndinn söng og spilaði, fallegur systkina hópur tók undir. Þá var Kristján mikill hag- leiksmaður, smíðaði hvað sem var, batt bækur og var lista- skrifari. Hann var einn þessara þúsundþjalasmiða, sem leyndust víða í sveitum íslands. Húsfreyjan annaðist börn og heimili af mikilli alúð og var traustur vinar vina sinna. Á Gilsstöðum ólst Hulda upp og fór í Kvennaskólánn á Blönduósi haustið 1931. Þar fór mikið orð af henni fyrir Ijúf- mennsku og samvizkusemi við nám og starf. Heyrði ég oft kennara hennar minnast á hana og töldu þeir hana einhvern skemtmilegasta nemanda, er þar hefði verið. Hún hefði ætíð ver- ið gleðigjafi, reynt að bæta úr því sem miður fór, og verið skólasystkinum sínum góður fé- lagi. — Árið 1937 giftist hún Albert Eðvarðssyni frá Helgavatni í Vatnsdal, sveitunga sínum og xiágraftna. Var Albert mikill mannkostamaður, eins og hann átti kyn til. En samvistir þeirra urðu ekki langar, missti Hulda mann sinn eftir þriggja ára sam búð og var það henni þungur harmur. Ungu ekkjunni veitti ekki af öllu sínu þreki til að standast þá raun og kom sér þá vel eins og fyrr að eiga góða ættingja og vini auk einlægrar trúar til að létta henni byrð- arnar. Eftir að Hulda missti mann sinn var hún heima á Gilsstöð- um og vann að búinu þar með foreldrum og systkinum. Hún þótti afburða dugleg til allra verka og lá ekki á liði sínu. Allt sem fagurt var dáði hún, fegurð sveitarinnar og blómleg býli vöktu henni fögnuð. Hún unni blómum og ræktun allri, ber garðurinn á Gilsstöðum þess glöggan vott, en þar átti hún mörg handtök; og vafalaust margar unaðsstundi^. Árin liðu, hún sá á bak for- eldrum sínum, systkinahópurinn tvístraðist og Hulda fann að starfsorkan var ekki eins mikil og áður. Hún fluttist til Reykjavíkur haustið 1956 og gerðist bústýra hjá Haraldi Guðbrandssyni, góð- um Húnvetningi. Ekki er nokk- ur vafi á því, að henni hefur fallið illa að yfirgefa æskuheim- ili sitt og sveitina, sem hún unni mjög. Það er sjaldnast sársauka laust að yfirgefa æskustöðvarn- ar, það vita þeir bezt, sem reynt hafa. En hún kom heim á hverju sumri og lagði þeim lið er heima voru. Með Huldu og Haraldi tókst góð vinátta, heimilið þeirra var hlýlegt og ilmur fagurra blóma fyllti hús þeirra. Reyndist Har- aldur henni góður og umhyggju- samur vinur, kom það bezt í Ijós þegar henni reið mest á og veikindin steðjuðu að, því eftir að hún fluttist til Reykjavíkur gekk hún ekki ætíð heil til skógar. Þann 1. júlí sl. hélt Hulda upp á fimmtugsafmælið sitt. Hana langaði til að fá heim til sín ættingja og vini og geta veitt af rausn og höfðingslund. Henni var það svo eiginlegt að gleðja samferðafólkið og veita af auði hjarta síns. Það tókst henni líka þennan afmælisdag, eins og svo oft síðan. En ekk-i leið á löngu þar til veikindin heltóku hana þannig, að við ekkert varð ráðið. Hún lézt á Landsspítalanum í Rvík 21. ágúst, eftir harða baráttu og var jarðsett við hlið manns síns á Þingeyrum síðasta dag ágúst- mánaðar. Húskveðja fór fram á Gilsstöðum sama dag. Kistan stóð í garðinum hennar og úrsvöl döggin draup af trjánum niður á hana. Litlu blómin voru hníp- in eins og þau syrgðu góðan vin. Fjölmenni var við jarðarför- ina og vafalaust hafa margar minningar sótt að þeim sem þarna voru viðstaddir. Minning- ar frá gamla Gilsstaðaheimilinu þegar allur bærinn kvað við af söng og gleði. En allir dagar eiga kvöld og tímans elfa verður eigi stöðvuð. — Blessuð gömlu hjónin eru horfin yfir móðuna miklu, og stór skörð höggvin í systkinahópinn. f þetta skipti vorum við sam- an komin til að fylgja yngsta barninu á Gilsstöðum til grafar og hugurinn fylltist söknuði og trega. Þegar ég kveð nú nöfnu mína frá Gilsstöðum í síðasta sinn, þakka ég margar gleði- stundir og bið guð að blessa ást- vini hennar og skyldulið. — Blönduósi, 17. sept. 1962 H. A. S. BILA LCKK Grnnnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón EINKAUMBOÐ Asgeir Ólafsson, heildv. Vonanstræti 12. - Sími 11073. Húsmæbur Húsrádendur ....| Munið j hina þægi- ■jSLIu ‘ vélahrein- ? •- ' germngu. | Fljót og ] _____ *"______ afgrc-iðsla. ÞRIF HF — Sími 35357. HANSA-hillur HANSA-skrifborð HANSÁ; S lf ' ' u LftUgavegV'lWi. Sími 3-52-52. skólastjóri, minntist ég með sér- stöku þakklæti þess, að Skip- stjórafél-aig fslands valdi hann sem fulltrúa sinn til að vinna að stofnun Sjómannadagsins. Hann var þá kjörinn einn af þremur rruönnum til að koma á fót hinni fyrstu sýningu hér á landi er sýndi þróun íslenzkrar sjósólknar frá fyrstu tíð. Sjómannasamtökin studdu hann ósleitilega við að koma upp bygg ing’u hins nýja Sjómannaskóla en hann var formaður byglgingar nefndarinnar. Þagar lagður var hornsteinn byggingarinnar á Sjómannadag- inn 1944 sæmdi forseti íslands hann riddarakrossi fálkaorðunn- ar í sjómannahófinu um kvöldið Friðrik Ólafsson skólastjórj F. 19. 2. 1895. D. 19. 9. 1962. Þegar mætir menn falla í val- inn frá þýðingarmiklum störf- um, sem þeir hafa verið eins og skapaðir til að gegna og sem þeir hafa þjónað með alvag sér- stakri ábyrgðartilfinningu oig trú mennsku, þá setur flesta hljóða, því þeim er ljós sá hnekkur sem þjóðfélagið hefur beðið við and- lát slíkra manna, Þannig var það með Friðrik V. Ólafsson skólastjóra Stýrimanna- skólans, að það voru fleiri en hans nánustu sem fundu þann missi sem varð við fráfall hans. Friðrik heitinn skólastjóri var orðinn þjóðkunnur maður löngu áður en hann varð skólastjóri Stýrimannaskólans, sem hann hef ur veitt forstöðu með mikilli prýði undanfarinn aldarfjórðung. Þau eru því orðin mörg sjómanns efnin sem hann hefur veitt farar beina út á hvítfextar öldur út- hafsins og sem nú minnast hans með innilegum söknuði og hlýj- um hug fyrir þá handleiðslu og góðar leiðbeiningar sem hann veitti þeim í andlegt nesti áður en þeir hurfu að stjórn á skipum við veður öll válynd. í nafni Sjómannasamtakanna og í nafni Slysavai.nafél. íslands vildi ég mega minnast hans með sérstöku þakklæti fyrir mikils- verð störf hans í þágu þessara samaka. Ég minnist Friðriks aðeins ó- ljóst frá æskuárum mínum á ísafirði, fyrst er hann fór til sjós á Kútter Haraldi, sem þá var gerður út frá ísafirði og mun þá hafa verið stærst skipa er þaðan gekk. Friðrik var aðeins rúmlega 15 ára og yngsti maður um borð. Næst man ég eftir Frið- riki þegar hann er orðinn lærður stýrimaður í Vestmannaeyjum um jólaleytið 1921. Hann var þá stýrimaður á björgunar og eftir- lisskipinu Þór sem var nýkeypt til landsins fyrir áhuga og fram tak Vestmannaeyinga. Heyrði ég þá mikið talað um hina glæsi legu ag áhugasömu yfirmenn þessa fyrsta björgunarskips er fyllti alla þjóðina stolti. Ég var þá vikapiltur á Skonn- ortunni „Svalan“ sem var að lesta þarna saltfisk til Spánar en 2. stýrimaður um borð hjá okkur var jafnaldri Friðriks og skólabróðir frá ísafirði, og kom Friðrik um borð til að kveðja hann er við létum úr höfn. Þegar jólahátíðin var gengin í garð leystum við landfestar og létum í haf. Sólahring síðar var þessi kunningi og starfsbróðir Friðriks drukknaður. Hann tók fyrir borð í ofviðri sem barst á nóttina eftir Þannig er lífið, sumir devja ungir þegar þeir eru að hefja lífsstarf ið og með þeim margar brostnar vonir, öðrum auðnast að ljúka góðu ævistarfi. ú Þannig var það með Frtðiök V. Olafsson, mest hans ævistavf hef— að Hótel Borg í viðurkenningar- skyni fyrir mikilsverð störf hans. Þegar sjómannadagssamtökin minntust 25 ára afmælis síns sl. vor, og ákveðið var að heiðra þá fulltrúa aðalstarfsgreina sjó- mannastéttarinnar, er taldir voru hafa haft mest áhrif á menntun og félagsmálastarfsemi sjómanna samtakanna, varð Friðrik V. Ólafsson fyrir valinu af hálfu skipstjórnarmanna. Engan mann hefi ég þó þekkt sem er hlédrægari en Friðrik í þessum efnum. Hann vildi helzt vinna bverju máli eins vel og hann gat, en hann vildi gera það svo að ekkert bæri á því. Þegar Friðrik V. Ólafsson var kjörinn forseti Slysavarnafélags íslands, var það mikill fengur fyrir félagssamtökin og honum var mjög ljúft að vinna fyrir Slysavarnafélagið eins og hann hafði áður unnið björgunarstarf- inu á sjónum. Hann baðst þó undan að verða endurkjörinn forseti af ótta við að hann sem skólastjóri gæti ekki sinnt þvi eins og hann vildi, en hann féllst á að verða meðstjórnandi og vara forseti sem bann hefux gegnt samfleytt í tvo áratugi. Við sem samstarf höfum átt með honum í þessi ár, minnumst með þakklæti þess dýrmæta starfs sem hann hefur þar lagt af mörkum byggt á þekkingu hans og reynslu. Þess skal getið að á fyrsrta stofnfundi Slysavarnafélags ís- lands eftir síðasta landsþing var hann kjörinn heiðursfélagi fyrir framúrskarandi starf hans í þágu félagsins. Ef velja ætti starfi Friðriks heitins einhver einkunnarorð vær enginn betur til þess fallinn en: Stjórnsemi, nákvæmni og ábyrgð artilfinning. Honum var mjög umhugað að a 11ar ályktanir og samþykktir frá Slysavarnafélag- inu væru rétt grundvallaðar og vel og einarðlega orðaðar. Hin margvíslegu trúnaðarstörf sem Friðrik V. Ólafssyni skóla- stjóra voru falin, sýndu líka að hann naut óskoraðs trausts enda ávann hann með starfi sínu og þægilegu viðmóti sínu bæði virð- ingu og velvild allra þeirra sem kynntust honum og samskipti áttu við hann. Þetta á ekki síst við hinn fjöl- menna hóp Slysavarnafólks er minnist samstarfsins við hanri með sérstöku þakklæti og sendir eftirlifandi eiginkonu hans og öðrum ástvinum innilegustu sam úðarkveðjur. Henry Hálfdánsson. Innbrot lijá Vísi Fyrir npkkru - var brotizt irtn 4 afaréioslu dagblaðsins Vísis í Ingójfsatræ'tis, Brýiit Þjófurinn vyaý koriiinn inn í af- gJVÍðs-uðft er lögreglan kom þar og I mdtók þjófinn hann fékk stolið bjorgunar og leiðbeiningarstarf1 bæði á sjó og landi4 Sama árið og Friðnk varð að.iiKeinum áður en nokkru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.