Morgunblaðið - 07.10.1962, Page 14

Morgunblaðið - 07.10.1962, Page 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. okt. 1962 Stríðið um stóðhrossin M I K I L tíðindi gerast nú um þessar mundir í fjöllunum suð- ur og vestur af Sauðárkróki. — t>ar geisar hin mesta graðhesta- styrjöld og má margur illt af hljóta. Hæfir það aðeins komm- únistum að bíta sig svo í trúar- kerfi einhvers fyrirkomulags að úr verði stórdeilur og illindi. — Öðrum skoðanagangi er það sam boðnara að vinna á hér og hliðra til þar en hafa fátt að höfuð- sök. En af því að hér er um mál að ræða, sem ég, er þetta rita, hefi nokkuð veitt athygli og fengizt við, en reynslan er ólyg- in og xáðholl, vil ég segja frá sönnum atburðum, sem nokkru ljósi mega bregða yfir málefnið í heild sinni, eðli þess og afleið- ingar. f einni af hrossasveitum lands ins fæddist leirljóst hestfolald á einu hrossaflesta búi sveitarinn- ar. Foli þessi var snemmþroska og vakti því athygli i haga strax á ungum aldri, en ekki að sama skapi vonir né hrifningu. Hann slampaðist áfram á Ijótu belju- brokki flesta tíma og hestvön- um mönnum, sem áttu merar í námunda við hann, þótti hann hið mesta meindýr, því eigandi hans lét hann ganga óvanaðan fram að tamningaraldri annað hvort vegna dulinnar trúar á hann eða sökum stríðni og stifni. Var hermt eftir bóndasyni á næsta bæ við klárinn að hann hefði bent á hann með mikilli andúð og sagt: „Mér er nú illa við þennan „djöful“.“ Var mað- ur sá þó óheimskur og flestum líklegri til að gera sér rökstudda hugmypd um orkumesta folalda- föður í sameiginlegum högum beggja bæja. Þó lét einn af ná- grönnum folans til sín heyra hlýlegri umsagnir og betri spá- sögu hestinufn viðkomandi, svo eigandinn bað hann að temja fyrir sig ungviðið þegar til þess kom. Það var að ráðum gert og tók sú tamning þrjár vikur fyrir bónda, sem varla kom á hest- bak nema um helgar og entist til þess að heimafólki barst þar í bætur snillingshestur eftir námið og hélt kostum til elli. Við eftirgrennslun hafðist það upp hjá tamningamanninum, að hann hafði fengið álit á hestin- um fyrir það að hafa eitt sinn séð hann prjóna sig áfram á brunandi tölti, þar sem hann í graðalátum var að rexa í hópi sínum. Þar birtist fimleiki, snerpa og ganglag, sem skar úr um eðlið. Ein skynsjón af hend- ingu, fárra mínútna fyrirbæri í fimm ára ævi hests réði örlög- um. Annars biðu aktygin, ó- heppilegt verk og óvinsælt til dauðadags eða að minnsta kosti klaufskari og heimskari tamn- ingamaður. Þessi litla saga bregður nokk- urri birtu yib Jann við ís- lenzka hr"" kt. Úr kj ,.ii, sem eiga sér ólík svipmót og skortir — enn að minnsta kosti — ótvíræð auð- kenni, eiga skólasveinar um hálft árið, horfnir frá verkum og sam- neyti við hross, að velja undan eldisgripi handa heilum héruð- um og hafa til þess eina andar- taksstund á sýningu, þar sem allt kallar að. Þeir eiga nýkomn- ir frá prófborðinu út frá reynslu annarra þjóða og öðrum stofn- um hrossa að vita betur en þrautvanir starfsmenn, sem lif- að hafa allt að þrjár ævirnar þeirra og æ íð með hross við hönd, og sem hafa séð hvaða eiginleikar verða helzt sámferða í þessari ættinni eða hinni qg- eru því einir manna ‘eða helzt manna eru dómbærir um hvort höfuðlag, hfeý'fihgarhá&úí’, lim'a- setnihj;''eða litur, svo sem leist- ar á löpp eða hringur í auga, er ekki ' eínmitt' sjálít ■ áðalsffi'erkið, þótt búfræðin telji það galla. Við slík skilyrði, sem nú er lýst, er engu öðru að tjalda en persónuþekkingu kunnugra manna. Dæmin um mistökin í vali updaneldis hesta og um ætt- arspjöll af uppátækjum að- komumanna eru svo mörg, að varla verður valið úr til sönn- unar máli sínu nema með því móti að sanna upp á sjálfan sig alveg hátíðlega vanþekkingu á enn verri dómum. Fjöldaframleiðsla út af einu kyni eða fáum veldur og því að nafn á ættföður eða formóður með hæfilegri umsögn gæti leitt yfir sannfróðan mann og sann- sögulan þann aragrúa af stefn- um fyrir atvinnuróg, að hann gæti við engu öðru snúizt, allra sízt því að koma upp betri hross- um en hann hafði áður lastað. Annað dæmi: Eyjólfur Jónas- son, bóndi í Sólheimum í Döl- um, fékk um hendur Guðbrands fsbergs, fyrrverandi sýslu- og alþingismanns, bleikálóttan fola norðan úr Eyjafirði. Hestur sá átti að verða reið- hestafaðir og vitlausara fjörof- stæki en var í móður hans, Litladals-Gránu Magnúsar Árna sonar bónda þar og smiðs, má vera ófundið. Sjálfur var hesturinn að vilja- magni líkari föðurætt sinni miklu venjulegri hrossum. Undan honum komu samt gæðingar, skörulegri og harðari en hann sjálfur. Vilji nú hestatökumenn Skag- firðinga rýra hrossaræktarfyrir- tæki þeirra Eyjólfs og ísbergs, einkaframtak hreinræktað, er þeim rétt að hefja þá styrjöld með því að hrinda skeiðmeti Glettu Sigurðar ólafssonar, en hún er einn afkomandi þessa bleikálótta, þótt rangt sé talið í síðustu sýningarskrá (þar vant- ar lið og hvergi sé upplýst að móðurætt hennar var næsta misjöfn. Kostlítil meðalhross og fótaveik eru þar nær í ætt en Fauti Eyjólfs með karllegginn). Það má auk heldur svona til léttis benda þeim á líklegan grip til verksins, þar sem er Litla-Gletta sama manns, skag- firzk í föðurkyn, undan Hreini frá Þverá.'Þar ætti móðurættin að vera nógu vökur og föður- ættin fágæt, ef trúa má bók- færslu hestamannasambandanna, því Hreinn er 1950 skráður með ákveðna feðrun en óvíst móð- erni. Er það ekki kraftaverk að koma upp slíkum grip? Nálgast það ekki eingetningu að vegsemd? Hlýtur ekki slík tilkoma hverr ar veru sem er, að verða til sér- stakrar blessunar? Hindrun einstaklinga við að reka bú sín eftir eigin viti er ætíð tvíeggjað sverð. Um rækt- unarmál er það sannast, að í þeim efnum eru flestir all- heimskir. — En því vert gefast heimskra manna ráð sem fleiri „koma saman“. Alþingismönnum hefur verið fjölgað hvað eftir annað. Hefur ekki alltaf versnað lagasetningin? Nú síðast kemur lögfræðingn- um og lagasmiðnum á Blöndu- ósi ekki saman við grjótpála hrossaræktunarinnar um hvað það þýði í framkvæmd, sem hann og aðrir fulltrúar félaga og þjóðar hafa sett saman af reglum og lögum. Ékki er nú skilningurinn skarpur eða stíllinn Ijós. Hrossakyn Ásgríms í Mikley, i Svaðastaðakynið, •' Hoiðarhrossin, Eldjárhsstaða-Blesi, Hindisvíkur- ættin pg Þorbergsstaðahrossin í Dölurrj/ allt mun þetta vera úr- val og ræktunarárangur einstak- linga, sem tókst betur upp á* sltt 'e'ÍTtdærni érr þeim 'hefði getað tekizt í félagi við „sjö anda sér verri“. Sérstaklega æpir upp á mann útkoman af Skugga frá Bjarna- nesi, margföldum afkolnanda Óðu-Rauðku. Hann fékk til fylgilags úrval fjögurra landsfjórðunga af mer- um, en frægð Árnaness- og Dilksness-stofna er enn að mestum hluta heiffia í Horna- firði. Hvernig væri að losa um grað- hestalöggjöfina, ef hún er svo föst sem hestamannasambandið trúir nú að sé? Það mætti setja dóm um úr- þvætti, þráneyrð hrekkjakyn og fælnisættir, en láta þá, sem ekki eru augsýnileg flón treysta eig- in reynslu og smekk betur en úrræðum félaga og ráðunauta, eiga þess kost að kaupa með hækkuðum skattstiga eða á ann- an hátt þeim hestum frelsi, sem þeim þykja líkur til að borgi slíkan tilkostnað. Þetta er að sumu leyti gaman- mál. Það er svo spaugilegt að hugsa sér næturferðir trúnaðar- manna ræktunarsambanda í annarra lönd til að taka þar það, sem þeir hafa enga þekkingu á, nema gefa kynni sjálfum þeim gýligjafir, ef það fengi að vera kyrrt. Hitt er alvörumál, ef lög eru svo hroðvirknislega samin, að ekki verður farið eftir þeim af því að eitt ákvæðið þversker annað, eða einstaklingar leyfa sér að hafa tvímælalaus laga- boð að engu. Hvort sem heldur er, er hrossastríðið yfirstand- andi af hinu vonda og alveg jafnt á hvora hliðina frekjan og lögbrotin liggja, en verst ef lög- gjöfinni sjálfri er um að kenna, sem líklegast er að nokkru. Niður með ólætin, allra helzt þá heilastarfsemi þinga, sem svíkst um að gera ákvæði svo samræmd að reynsla fáist á hverja raun aðalstefna þeirra gefur og svo ótvíræð að farandi sé eftir þeim. Sigurður Jónsson frá Brún. sem hægt er að leggja saman, fyrirliggjandi. Rúmin eru létt í með- förum, auðveld til stækkunar og spara pláss. — Verð kr: 1995. — Afborgunarskilmálar Sendum gegn póst- kröfu hvert á land sem er. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13 — Sími 13879. BEX Gólfteppahreinsari Glæsilegt nýtt heimilistæki, sem gerir yður kleift, að halda gólfteppunum tandurhreinum — fyrirhafnarlaust BEX-BISSELL teppahreinsarinn ásamt BEX-BISSELL gólfteppashampoo, eru langárangursríkustu tæki, sinnar teg- undar, á markaðnum. ★ Reynið BEX-BISSELL þegar í dag ★ Notið isTS^-Bissell ★ Notið aðeins það bezta Söluurnboð: Reykjavík: Teppi h.f., Austurgtr. 22 Kcflavík: Verzi. Kyndill Selfoss: Kaupfélag Árnesinga Akranes: Verzl. Drífandi ísafjörður: Husgagnaverzl. ísa- ! fjarðíir íU u Sauðárkrókur: Verzlunin Vökull Siglufjörður: Bólsturgerðjn, Haukur Jónasson Akureyri: Bólstruð Húsgögn h/f, Hafnarstræti 106 Húsavík: Vej-ziunih Askja h/f Neskaupst.: Hóskuldur Stefánsson Vestnr.eyjajr.h Marjpó Guðmundsson, Brimhólabraut 1. ——íi . i... ' n li

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.