Morgunblaðið - 07.10.1962, Side 17
Sunnudagur 7. okt. 1962
MORGl’NBLAÐIÐ
17
Alþýðusambands-
kosningarnar
TJM ÞESSAH mundir standa nú
yfir kosningar til Aiþýðusam-
bandsþings, og er baráttan all-
hörð milli lýðræðissinna og
kommúnista. Áríðandi eir nú, að
lýðræðissinnar geri sitt ítrasta
til þess að sigra í þessum kosn-
ingum. Alþýðustéttirnar verða
nú að gera sér ljóst að ekki er
lengur stætt að styðja niðurrifs-
stefnu kommúnista, því með
áframhaldandi stuðningi við
þessa óvini verkalýðsins, eru
menn að kjósa yfir sig versnandi
lífskjör eins og sýnt mun og
sannað með eftirfárandi stað-
reyndum. Á undanförnum árum,
hafa kommúnistar unnið mark-
visst að því, að rýra lífskjör
alls almennihgs í landinu. Að
þessari landráðastefnu hafa þeir
unnið vel og dyggilega, um leið
og þeir hafa predikað fyrir al-
menningi allt önnur viðhorf til
þessara mála. Hin pólitísku verk
föll sem kommúnistar hafa öðru
hvoru stofnað til, hafa síður en
svo orðið til hagsbóta fyrir hinar
vinnandi stéttir, þvert á móti
hafa þessi verkföll leitt til auk-
innar dýrtíðar og versnandi af-
komu íslendinga yfirleitt, og
ennþá erum við að súpa seiðið
af landráðastefnu vinstri stjórn-
arinnar sálugu. sem sigldi þjóðar
skútunni svo eftirminnilega í
strand að íslendingar munu seint
gleyma. Þar sátu kommúnistar
við stýrið og mörkuðu stjórnar-
stefnuna, því það er vatn á myllu
kommúnista að vinna að glund-
roða og upplausn innan þjóðfé-
lagsins, þá eru meiri möguleikar
fyrir fyrirhugaðri valdatöku
þeirra, því að valdaráni stefna
þeir.
íslendingar verða að vera vel
á verði gagnvart kommúnistum,
að gefa þeim aldrei tækifæri til
þess að sölsa undir sig völdin.
Kommúnistar vita vel að á með-
an að íslendingar eru í NATO,
eru vonlausar árásir þeirra á ís-
lenzskt lýðræði, það er því ekki
furða þó að kommúnistar ferðist
um landið þvert og endilangt í
þeim eina tilgangi að ófrægja
NATO, og um leið að telja þjóðl
inni trú um að íslendingar eigi
að lýsa yfir ævarandi hlutleysi
sínu, segja skilið við NATO til
þess að auðvelda heimskommún-
ismanum hersetu hér á íslandi,
og til þess áð fjötra frelsi og
lýðræði þjóðarinnar í helgreip-
um rússneskra einræðisseggja.
Hér duga því engin vettlingatök
eða hálfvelgja le-ngur. íslending-
ar verða sóma síns og öryggis
vegna að standa einbeittir með
NATO, og ef á þarf að halda,
vegna versnandi útlits í allþjóða-
málum, vegna aukinnar stríðs-
hættu sem af kommúnistaríkjun-
um stafar, að veita NATO meiri
landsfríðindi ef þurfa þykir,
vegna öryggis hinna lýðræðis-
sinnuðu þjóða sem að NATO
Standa.
íslenzkur verkalýður ætti nú
að vera farinn að þekkja komm-
únista og vinnubrögð þeirra,
Verkamönnum ber því skylda til
að hætta öllum stuðningi við
kommúnista, og standa eindregið
með lýðræðissinnum í þessum
kosningum og á^Alþýðusambands
þingi. Verkalýðurinn verður að
vera ábyrgur gerða sinna og
gera það eitt sem rétt er. Mönn-
um ætti að vera í fersku minni
hvernig kommúnistar með ein-
ræði og fantaskap halda þriðja
Stærsta launþegafélagi landsins
utan Alþýðusamtakanna, einung-
is vegna þess að þeir vita að
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur mun aldrei aðhyllast komm-
únisma. Verzlunarfólkið hér í
Reykjavík á sannanlegan rétt'á
því, að vera fullgildir meðlimir
í Alþýðusambandi ísland, og
kommúnistar geta aldrei til
lengdar enda þótt samvizkulausir
séu, haldið svo stórum hópi vinn
andi fólks utan samtakanna.
Þá vil ég beina þeirri aðvörun
til Framsóknarmanna, að hætta
nú þegar allri samvinnu við
kommúnista, og forðast allan
stuðning þeim til handa nú í
þessum kosningum og á Alþýðu-
sambandsiþingi. Bændum lands-
ins sem Framsóknarflokknum
fylgja að málum, er engin greiði
gerður með slíkum vinnubrögð-
um. Nær væri fyrir bæjarradikal
ana innan Framsóknarflokksins
að leita samstarfs við stjórnar-
flokkana.
íslenzkur verkalýður, vinnið
ötullega gegn kommúnisma og
árásum þeirra á lífskjör ykkar,
styðjið stjórnarflokkana og til-
lífskjör ykkar, þá mun ykkur vel
raunir þeirra til þess að bæta
Árni Ketilbjarnar.
Tollvörugeymslan undir þak
SL. þriðjud. stóð til að lokið
yrði við að reisa fyrsta áfanga
geymsluhússins, sem Tollvöru
geymslan hf. er að láta reisa
inni í Laugarnesi.
Samningar um smíði húss-
ins voru undirritaðir við Bygg
ingariðjuna s.f. 18. júlí síðast-
liðinn og þan 21., eða fyrir
réttum 10 vikum, hófust fram
kvæmdir, bæði á byggingar-
staðnum og í verksmiðjunni á
Ártúnshöfða.
Starfsemi Byggingariðjunn-
ar hófst fyrir tveim árum, og
var fyrsta verk hennar að
reisa hús Kassaverksmiðjunn-
ar. Næst var svo reist mjöl-
geymsla fyrir Klett, en sú
geymsla er einmitt jafnstór
fyrsta áfanga tollvörugeymsl-
unnar.
Bárður Daníelsson, sem hef-
ur teiknað og skipulagt
geymslusvæði Tollvörugeymsl
unnar, sagði, að fyrsti áfang-
inn veitti 2400 fermetra
geymslusvæði inni og 7000
fermetra geymslusvæði úti. —
Síðar væri hægt að auka
svæði þetta í tveim áföngum
um 5800 fermetra innanhúss
og 3000 fermetra utanhúss. —
Ennfremur verður þarna að-
staða fyrir tollverði og skrif-
stofusvæði.
Geymsluhúsið verður síðan
hólfað sundur og hólfin leigð
fyrirtækjum.
Ætlunin er að Tollvöru-
geymslan taki til starfa á
þessu ári, og standa jafnvel
vonir til að það geti orðið
þegar í nóvembermánuði.
Það hefur tekið fjórtán
daga að reisa húsið, eftir að
vinnu við grunninn lauk.
Yfirsmiður við bygginguna
var Kristinn Sveinsson
HER á myndinni sést síðasti
þakbitinn í hús Tollvöru-
geymslunnar inni í Laugar-
nesi. Bitinn er úr strengja-
steypu og smíðaður í Bygg-
ingariðjunni. Myndin var tek
in síðasta þriðjudag, þegar
lokið var við að reisa húsið.
Bitinn er 24 metrar á lengd,
og öílstjórinn tjáði okkur að
hann væri rúm 12 tonn. í
þessum fyrsta áfanga m.unu
vera 18 slíkir bitar.
Skálinn, sem reistur hefur verið.
Bárður Daníelsson arkitekt við uppdráttinn.
IMáms- og ferðastyrkir
handa þeim, sem starfa að æskulýðs-
og barnaverndarmálum
í Bandaríkjunum eru starfandi
samtök, sem nefnast The Cleve-
land International Program for
Youth Leaders and Social Work-
ers, og hafa þau aðalaðsetur srtt
í borginni Cleveland í Ohioríki.
Starfa þau að æskulýðs- og
barnaverndarmálum og þó eink-
um að því að styrkja þá, sem
starfa að slíkum málum í öðrum
löndum, til náms og þjálfunar í
Bandaríkjunum. Hafa samtök
þessi haft nána samvinnu við
bandaríska utanríkisráðuneytið
og önnur yfirvöld um starfsemi
sína.
Samtök þau, sem hér um ræðir,
voru stofnuð árið 1956 og var
starfsemi þeirra upphaflega
bundin við borgina Cleveland,
en síðan hafa samtökin fært út
kvíarnar og reka nú starfsemi
sína í fimm stórbongum Banda-
ríkjanna, þar á meðal Cleveland,
Chicago og Houston. Á þessu
tímabili hafa samtals 503 ein-
staklingar, sem starfa að æsku-
lýðs- og barnaverndarmálum, frá
35 þjóðlöndum í Evrópu, Ásíu,
Afríku og Suður-Ameriku, heim
sótt Bandaríkin á vegum samtak
anna og dvalið þar við nám og
starfsþjálfun um 5—6 mánaða
skeið. Meðal þeirra eru 4 íslend-
ingar, sem nú eru nýkomnir heim
frá dvöl sinni vestan hafs. Eru
það fyrstu íslenzku styrkþegarn-
ir, sem dvalið hafa í Bandaríkj-
unum á vegum Cleveland Inter-
national Program, þau Guðrún
Jónsdóttir, starfsmaður hjá
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur,
séra Stefán Eggertsson, sóknar-
prestur á Þingeyri, Jóna Hansen,
kennari og formaður Kvenskáta-
félagsins og Hermann Ragnar
Stefánsson, danskennari.
ClP-samtökin hyggjast nú
bjóða fram 5 styrki til íslendinga
fyrir starfsárið 1963, og er hér
með auglýst eftir umsóknum um
þá. Væntanlegir umsækjendur
geta fengið umsóknareyðublöð
hjá Menntamálaráðuneytinu, —
Stjórnarráðinu, eða hjá Upplýs-
ingaþjónustu Bandaríkjanna,
Hagatorgi 1 Reykjavík. Umsókn-
ir skulu hafa borizt þessum stofn
unum eigi síðar en 31.' október
n. k.
Styrkir þessir verða veittir
þeim, sem starfa að hvers konar
æskulýðsmálum, leiðsögn og leið
beiningum fyrir unglinga oig að
barnaverndarmálum, hvort held-
ur sem þeir stunda þessi störf
sem aðalstarf, eða sem áhugamál.
Þeir sem eru sérmenntaðir á
þessu sviði verða látnir ganga
fyrir um styrkveitingu. Umsækj-
endur skulu vera íslenzkir ríkis-
borgarar, og eigi mega þeir vera
yngri en 21 árs gamlir og ekki
eldri en 40 ára. Að öðru jöfnu
verða umsækjendur á aldrinum
25 til 35 ára látnir sitja fyrir
um styrkveitingu. Það er algert
skilyrði fyrir styrkveitingu að
umsækjandi hafi gott vald á
enskri tungu, geti notið fyrir-
lestra, sem haldnir eru á ensku,
og geti starfað með enskumæl-
andi börnum og unglingum án
þess að málið valdi þar nokkr-
um örðugleikum.
Nánari upplýsingar um styrki
þessa verða veittar hjá Mennta-
málaráðuneytinu og Upplýsinga-
þjónustu Bandarikjanna.
ÍSTANLÉY]
®
Rafmagns- og
handverkfæri
ávallt fyrirliggjandi.
Heildsala — Smásala
Einkaumboðsmenn:
Ludvig Storr & Co.