Morgunblaðið - 07.10.1962, Side 18
18
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. okt. 1962
Septemberbréf
Efirmæli skúragangsins.
Þessi heyskapartími, sem nú er
á enda, var eiginlega sífellt
spretthlaup við skúrirnar. Marg-
ur dagur þessa sumars hófst með
björtum, sumarbláum himni, þar
sem hvergi sá skýjadrag. Og
strax um venjulegan fótaferða-
tíma sveitafóJks var allt heyskap
>arapparatið komið í fullan gang.
Loftið kvað við af véladyn frá
einum eða fleiri traktorum á
hverjum bœ. Allir, sem vettlingi
gátu valdið komnir út á völl til
að breiða og snúa í haginn fyrir
blessaðan þurrkinn og sumarsól-
ina.
En heiðríkja morgnanna átti
sér ekki langan aldur. Upp úr
dagmálum fóru að sjást svolitlir
hvítir hnoðrar úti við sjóndeild-
arhringinn, sakleysislegir eins og
hvítvoðungar. En eftir hádegið
voru þeir orðnir að myrkbláum
klökkum, sem komu siglandi yfir
himininn eins og óvígur floti. —
Og það var ekki að sökum að
spyrja. Þetta gat ekki endað
nema á einn veg. Þetta var svo
ójafn leikur. Annarsvegar ein-
yrkjabóndi með konu sína og ein
hvern slatta af krökkum. Hins-
vegar okkar vætusama sunn-
lenska veðrátta, sem í sumar birt
ist í þessum sífellda skúragangi.
Hélzt hann linnulítið allan slátt
inn. Stundum voru þessir skúrir
eins og hlýiegt vætuhjúfur vor-
úðans. Stundum dimmar og þung
ar eins og regn síðhaustsins. Og
oft beið bóndinn ósigur fyrir
þessum blásvörtu skýjabólstrum,
sem helltu sínum megatonnum af
regnvatninu ofan í sólgræna, hálf
þurra töðuna Það var grátleg
sjón.
En það fór með bóndann eins
og Bretann. Hann vann síðustu
orrustuna. Þrátt fyrir mjög þreyt-
andi heyskapartíð, náðist megnið
af heyjunum óhrakið og þau eru
yfiirleitt góð, því að grasið var
ekki úr sér sprottið eins og oft
hefur átt ser stað í góðum gras
árum undanfarin sumur.
Vélarnar og hrífan.
Mikil er véltæknin orðin í hey-
skapnum, eins og allir vita. Og
alltaf bætast við nýjar vélar, full
komnari vélar, dýrari vélar. Það
vekur víst bára hlátur að fara
að nefna hrííuna á þessari véla-
og tækniöld. Eins og orfið og
ljárinn eru nú að syngja sitt síð-
asta vers, svo er og hrífan að
hverfa fyrir hinum fullkomnu
rakstrarvélum. En enn er hrífan
samt í notkun a. m. k. víðast hvar.
Og það er með hana eins og vél
arnar. Hún er alltaf að batna og
verða betri og fullkomnari. Sl.
sumar var ég á gangi eftir götu í
ísafjarðarkaupstað. Sá ég þá
hrífuhaus úr plasti í búðarglugga.
Búðarmaðurinn sagði, að þetta
væri norsk framleiðsla. Mér leizt
vel á gripinn, og ég keypti hann,
enda var hann ódýr (35 kr. minn-
ir mig) og hann hefur reynzt
ágætlega, er laufléttur og lipur,
en sterkur og rakar vel. En hann
er óþarflega íboginn og fullstutt-
ur, ca. 10 cm styttri en aluminium
hausarnir frá Iðju, sem eru fyrir
taks amboð og eiga allt lof skilið.
yorjonsson & co
Jiafnarstnvti 4
Framtíðarstarf
Vanur skrifstofumaður með bókhaldskunnáttu getur
fengið framtíðaratvinnu. Umsóknir ásamt mynd
sendist blaðinu merkt: „Framtíð — 1999“.
Lóðaeigendur —
Byggiirgarmeistarar
Stórvirk ýtuskófla ásamt bílum til leigu. Tökum að
okkur að fjarlægja moldarhauga og grjót. Einnig
grunnagröft. Reynið viðskiptin. — Sími 14965 og að
kvöldinu 16493.
Haínarfjörður
Óska eftir 2ja éða 3ja herbergja íbúð.
Upplýsingar í síma 50523.
STU LKU R
Vantar stúlkur í verksmiðju okkar.
Ekki svarað í síma.
G L E R H. F. Brautarholti 2.
En ef hrífan s einhverja framtíð,
mætti segja mér að plastið sé það
sem koma skal, þar eins og á
öðrum sviðum. Vilja ekki SÍBS-
mennirnir taka það til athugunar
hvort þeir gætu ekki framleitt
plasthrífur — a.m.k. hausana —
fyrir næsta sumar.
Hér er mikið byggt.
Alltaf er verið að byggja. Og
líklega hefur aldrei verið byggt
jafnmikið hér um slóðir eins og
nú og á sl. ári.
í Kirkjubæjar- og Hörgslands-
hreppum eru 68 býli. Á 6 bæjum
í þessum hreppum er verið að
hyggja ný íbúðarhús og var
byggingu þrem þeirra lokið á
þessu ári. Þstta eru miklar fram-
kvæmdir i ekki fjölmennari
hreppum.
Þó er átakið enn meira í bygg
ingu útihúsa. Á tíu bæjum er ver
ið að reisa hlöður eða fjós og á
sumum hvorutveggja. Allt eru
þetta stórar byggingar, vel við
vöxt þeirra jarða sem þær eru
reistar á, því ætlunin er að auka
ræktunina, stækka búin. Þær eru
allar úr stsinsteypu og vandaðar
að allri gerð.
Hér verður miklu slátrað.
Af þeim 150 þús. fjár, sem lagt
verður inn hjá Sláturfélagi Suð-
urlands á þessu hausti, mun 17—
18 þús. verða lógað hér á
Klaustri. í fyrra voru það um 16
þús. Það er mikið innlegg af ekki
stærra svæði, og sýnir það vel
hve fénu hefur fjölgað mikið und
anfarinn áratug. Það er ekkert
langt síðan haustslátrunin var hér
um 10 þús. — En nú fjölgar fénu
áreiðaniega ekki í ár. Er það
hvorttveggja að kúabúin vaxa
sem óðast og svo er heyfengur
minni en í fyrra.
Mikil samgöngubót.
Nú í haust mun lokið við að
gera upphleyptan veg yfir Mýr-
dalssand. Er verið að ýta upp átta
km löngum kafla frá Múlakvíslar
brúnni austur á móts við Hafurs
ey. Ekki mun vinnast tími til að
bera ofan í hann á þessu ári, en
hann mun samt koma að góðum
notum þegar snjór leggst á sand-
inn í vetur. Verða það mikil við
brigði frá ófærðinni, sem var á
þessum slóðum í snjóganginum í
fyrra vetur.
— G. Br.
Það borgar sig að nota
BENZIN-PEi'P. Betri nýting
eldsneytis, minni viðgerðir.
Auðveldari ræsing í köldu
veðri. — Fæst á benzínstöðv-
um olíufélaganna, Skodabúð-
inni og víðar.
Biðjið um:
Eftirlæti
fjölskyldunnar
Hún
byrjar
daginn
með
Eftirlætis morgunverður fjölskyldunnar er Corn
Flakes. Vegna pess að það er efnaríkt, staðgott,
handhægt og ódýrt. Inniheldur nauðsynleg
vitamin. — Handhægasta máitíðin hvenær dags
sem er. (Það eina seni þarf að gera er að láta
það á diskinn og helia mjólk út á). Corn Flakes
er ómissandi á hverju heimili.
Fæst í næstu matvöruverzlun.
CORN FLAK