Morgunblaðið - 07.10.1962, Síða 20
20
MORCVNBL AÐIÐ
Sunnudagur 7. okt. 1962
Guðrún Jónsdóttir
G il sfjarðarbrekku
Sl. laugardag 29. september,
'rarð frú Guðrún Jónsdóttir frá
Gilsfjarðarbrekku (eða Brekku
í Gilsfirði, eiiis ag það hét til
forna) sextug. Bg vissi ekki um
$>etta merkisafmiaeli hennar fyrr
en síðdegis þann sama dag, en
$>á var of seint að koma nokkru
í Morgunblaðið fyrir næsta dag
(sunnudag), $>ví blaðið var þá
fullsett, svo þessi stutta afmælis-
kveðja verður síðbúin, en ég
vona að hún taki viljann fyrir
verkið og fyrirgefi hversu ófull-
komið þetta greinarkorn mitt er.
Guðrún frá Gilsfjarðarbrekku
er af inni góðfrægu Onmsætt,
er mjög var kunn forðum daga
við Breiðafjörð og víðar. Hún er
í ætt við þjóðskáldið Matthías
Joohumsson og er $>á nokkuð
sagt.
Guðrún er ein af þeim hóig-
væru í landinu Ég veit að henni
er lítið um það gefið að um hana
sé skrifað í blöð, en mér finnst
að þeirra sé oft getið er síður
skyldi og dirfist því að ávarpa
hana eftirfarandi orðum:
Kæra vinkona!
Eins og þú veizt missti ég ung-
ur móðir mína, hún var miér kær
leiksrík, en orðið kærleikur vant
aði í orðabók þeirra, sem ég
lenti hjá á hrakningum mínum.
Sú saga er því miður alltaf ein-
hvers staðar að gerast, en nóg
um það að sinni.
Sem lítill drengur man ég er
þú varst að kenna mér að stafa.
Þú sagðir að óg væri duglegur
nemandi, og ég var hróðugur yf-
ir því að hafa eignazt jafn glæsi-
lega, gáfaða og trygglynda vin-
konu. En því miður voru kynni
min af þér í sveitinni okkar
föigru, alltof stutt. Leiðir skildu
og við sáumst ekki í áratug eða
lengur. En „allar leiðir liggja
til Rómar“, og aftur sáumsit við í
höfuðborginni og þá fékk ég að
sannreyna það sem skáldið Grím-
ur Thomsen leggur Helgu fögru
á tungu er hann segir:
„Ættgeng er í Egils kyni
órofa tryggð við forna vini,
vér höfum aldrei getað gleymt“
Aftur birtist mér kærleikur
þinn, þú beinlínis geislaðir af
kærleika. En hvaðan kom þér
krafturinn til góðvildar? Frá
Drottni vorum og frelsara Jes-
úm Kristi, það eitt er víst:
„Þótt ég talaði tungum manna
og engla,
en hefði ekki kærleika,
yrði ég hljómandi málmur eða
hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og
ætti alla $ækking,
og þótt ég hefði svo takmarka-
lausa trú, að
færa mætti fjöll úr stað, en
hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum
eignum mínum,
og þótt ég framseldi líkama
minn, til þess
að ég yrði brenndur, en hefði
ekki kærleika,
væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður;
kærleikurinn öfundar ekki;
kærleikurinn er ekki raupsam-
ur, hreykir sér ekki upp;
hann hegðar sér ekki ósæmi-
lega, leitar ekki síns eigin;
íhann reiðist ekki, tilreiknar
ekki hið illa;
hann gleðst ekki yfir óréttvís-
inni, en samgleðst sannleik-
anum;
hann breiðir yfir allt, trúir
öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi,
en hvort sem það nú eru
spádómsgáfur,
þá munu þær líða undir lok,
því að þekking vor er í molum
og spádómur vor er í molum;
en $>egar hið fullkomna kem-
ur, þá líður það undir lok, sem
er í molum.
Þegar ég var barn, talaði ég
eins og barn, hugsaði eins og bam
og ályktaði eins og barn; þegar
ég var orðinn fulltíða maður,
lagði ég niður barnaskapinn.
Því að nú sjáum vér svo sem
í skuggsjá í óljósri mynd, en þá
augliti tl auglitis. Nú er þekk-
ing mín í molum, en þá mun ég
gjörþekkjg, eins og ég er sjálfur
gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kær-
leikur, $>etta þrennt, en þeirra er
kærleikurinn mestur".
Þannig talar Páll postuli í
fyrra bréfi sínu til Korintumanna
þréttánda kapítula, versunum
1-13. Það er að segja, þetta er
allur kapítulinn, einn sá stytzti
en jafnframt einn sá athyglis-
verðasti.
Ég þekki enga konu sem mér
finnst að þessi orð postulans
eigi betur við en þig, góða vin-
kona. Hjá $>ér hefi ég fundið
kærleikann í verki. Mér koma
svo oft í hug vísurnar hans Stein
gríms Thiórsteinssonar: Kærleiks
orðið.
„Eitt kærleiksorð! ég er svo einn
og enginn sinnir mér.
Mér aldrei veitist ylur neinn,
sem á við kærleik er.
Án kærleiks sólin sjólf er köld
og sérhver blómgrund föl,
og himinn líkt sem líkhústjöld,
og lífið eintóm kvöl.
Eitt kærleifcsorð, það sólbros sætt
um svartan skýja dag,
ó, hvað það getur blíðkað, bætt
og hætrað andans hag.“
Þannig hefur þú á vegferð
þinni hér á jörð verið útvalin
af Drottni til að þjóna þeim, sem
er mestur í heimi, kærleikanum
og höfundi hans Jesúm Kristi.
Þú getur tekið undir með Páli
postula er hann segir: „Því að
ég fyrirverð mig ekki fyrir fagn-
aðarenrindið; því að það er kraft
ur Guðs til hjálpræðis hverjum
þeim, er trúir, etc.“ (Róm. 1,16)
Mikil gæfa er það fyrir börnin
í sunnudagsskólanum að njótia
leiðsagnar þinnar. Og mikil gæfa
varð það fyrir þinn ógæta eigin-
mann að fá þig fyrir lífsförunaut
Nú á hún efcki við að öllu leyti
vísan sem ég orti um þig endur
fyrir löngu, og sem er svona
ef ég man uétt:
Bætir mein sú blómga rein,
björt og hrein sem lilja.
Ástar flein hún enn stenzt ein,
allir meyna vilja.
Og nú langar mig til þess að
láta-þig fá nýja vísu frá mér, hún
er svona:
Þökk fyrir kynni um æviár,
öll þau blessí Drottinn hár.
Kristur græðir svöðusár
svo vér brosum gegnum tár.
Að endingu þetta. Ég veit að
þú munt hér eftir sem hingað
til halda áfram því hljóðláta
fórnarstarfi er þú hefur kosið
$>ér. — „Hinn fórnandi máttur er
hljóður", segir eitt góðskáldið.
Eins veit ég að þú munt halda
áfram að vísa ungum og öldn-
um veginn til hinnar himnesku
Jerúsalem, sem oss, er trúum á
Hann er fyrirbúin, svo sem Guðs
orð segir til um:
„Hafknörrinn glæsti og fjörunnar
flak
fljóta bæði. Trú þú og vak.
Marm.ara.ns höll er sean
moldarhrúga.
Musteri Guðs eru hjörtun,
sem trúa,
þó hafi þau ei yfir höfði þak“
(Einar Benediktsson).
Megi Drottinn blessa þig nú
og ævinlega í Jesú nafni.
Reykjavík, — október 1962
Stefán Rafn.
Arngrímur Friðrik
— Kveðja
Bjarnason
Mánudaiginn 17. þ.m. lézt að
sjúkrahúsi ísafjarðar, Arngrím-
ur Fr. Bjarnason kaupmaður,
landskunnur heiðursmaður og
höfðingi. Arngrímur var sonur
hjónanna Bjarna Helgasonar og
M.lkkalínu Friðriksdóttur að
Breiðhóli í ísafjarðarsýslu. Ung-
ur að aldri lærði Arngrímur
prentiðn og stundaði hana. Ég
ætla mér ekki þá dul, að gera
tilraun til að skrifa æfisögu
Arngríms heitins, heldur mun ég,
með örfáum orðum, minnast á
aðeins fá atriði úr lífi þessa heið
ursmanns.
Hann var um skeið forseti fjórð
ungssambands fiskideilda Vest-
fjarða, Varaforseti Fiskifélags fs-
lands, formaður Iðnráðs ísafjarð-
ar, Form. Sjálfstæðisfélags ísa-
fjarðar. Þá var Arngrímur bæj-
arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn á ísafirði. Oddviti í Bolung-
arvík, ritstjóri Vesturlands svo
eitthvað sé talið. Arngrímur heit
inn var tvíkvæntur, fyrri kona
Guðrún Jónsdóttir frá Stóra-
i Laugardal. Síðari kona hans Ásta
Eggertsdóttir Félsted frá Reykja-
vík. Ég sem þetta rita, var svo
heppinn að kynnast Arngrími
heitnum talsvert mikið, má vera
að kunningsskapur okkar hafi
orðið meiri og betri vegna
frændsemis, þar sem við táðir
töldum okfcur af ætt hinna gömlu
Hergilseyinga. Arngrímur heit-
inn vann mikið og gott starf fyrir
Góðtemplararegluna á íslandi, og
eigum við nú reglubræður hans
að baki að sjá einum okkar beztu
manna. Skarð verður nú fyrir
skildi á næsta Stórstúkuþingi,
þegar vestfirski höfðinginn
er nú horfinn af sjónarsviðinu.
Góðtemplarareglan þakkar hon-
um gott og fórnfúst starf í henn-
ar $>águ, og biðjum við reglu-
systkini hans, góðan Guð að
blessa og varðveita hann.
Arn/grímur heitinn hefur reist
sér óbrotgjarnan minnisvarða
með verfcum sínum, og mun því
minning hans lengi lifa meðal
þjóðarinnar. Hann var sannur
íslendingur.
Árni Ketilbjarnar.
Rússagildi n.k.
fiiuiiitudag
NÝLEGA var haldinn aðalfund
ur í Stúdentafélagi Háskólans.
Eftirtaldir menn voru kosnir í
stjórn félagsins, Böðvar Braga-
son stud.jur formaður, Hákon
Árnason stud.jur. gjaldkeri,
Gunnar Sólnes stud. jur ritari
og meðstjórnendur Már Péturs
son stud. jur og Svavar Eiríks-
son stud. oecon. Fráfarandi for
maður er Knútur Bruun stud.jur
Hih nýkjörna stjórn vill jafn
framt láta þess getið að félagið
mun gan-gast fyrir móttökuhátið
nýstúdenta (Rússagildi) næstk.
fimmtudag 11. okt. í Glaumbæ.
FagnaCjrinn hefst kl. 7,30 og
eru stúdentar kvattir til að fjöl
menna.
SLÁTRUN er nú f fullum *
gangi um land allt. Það sem *
þessi mynd sýnir, má senni-
lega sjá í hverjum bæ og í
hverju $ >rpi. Það er slátur- /j
hús með hóp af kindum fyrir \
framan. V
\ Þetta er sláturhú- Sláturfé- |
lags Suðurlands á Selfossi. fl
Þar er nú slátrað 1500—2000 1
kindum á dag, og áætlað að I
a'ls verði slátrað þar u:n 55«
1 þús. fjár. — Ljósm. ÓI. K Mag í
Vindur
á húðina
HINGAÐ er kominn fulltrúi fyrir
hið fræga franska ilmvatns- og
fegurðarfyrirtæki Lancome. Er
hann að unairbúa komu fegrun-
arsérfræðings frá fyrirtækinu,
sem kemur hingað 22. október
og dvelst í tvær vikur, til að
gefa íslenzkum konum góð ráð
um notkun fegrunarlyfja.
f viðtali við blaðið sagði
Christian Hecht, að hann hefði
verið hér þrjá daga í maí í vor
og þá áttað sig á að íslenzkt
kvenfólk hefði við ákveðin vanda
mál að stríða hvað snerti vernd-
un hörundsins, þar sem hér er
svo mikill vindur og sjávarselta.
Og þó hér væri fámenni hefði
þótt ástæða til gefa gaum snyrti-
markaðinum.
Fegrunarsérfræðingurinn mun
meðan hún dvelst hér vera tii
viðtals í -.-erzluninni Oculus,
Sápuhúsinu cg tízkuskóla Andreu
og gætu konur pantað fyrirfram
viðtal við hana.
París, 3. október, NTB.
PARÍSARBLAÐIÐ France-
Soir skýrði frá því í dag, að
því hefði borizt bréf frá fyrr-
verandi foringja í OAS-leyni-
hreyfingunni, Antoine Argoud.
Lýsir Argoud því yfir, að ef
blaðið hætti ekki skrifum sín-
um gegn OAS, muni verða
gripið til sérstakra ráðstafana,
sem eigi ekkert skylt við
venjulegar aðvaranir. Mun hér
átt við, að ætlunin sé að gera
árás á blaðið eða starfsfólk
þess.