Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 6
e MORGVWBLAÐIÐ Laugardagur 20. október 1962. Vr Víkurkirkju við útför Jóns Kjartanssonar. Séra Páli Páls- son flytur likræðuna. Jón Kjartansson Kveðja ur Austur-Skaftafellssýslu HINGA3Ð austur barst sú fregn 7. þ.m. að Jón Kjartansson hefði andast daginn áður. Kunnugt var að á síðari árum hafði hann við vanheilsu að stríða, þó hann virt ist starfa, sem heilbrigður væri, bar útlit hans þess vott að hann gekk ekki heill til skógar hin (síðari ár. Vanheilsu sína bar hann með þeirri stillingu og þol gæði svo það gleymdist í návist hans og viðtali, vegna ljúf- mennsku hans og gamansamrar kýmni, sem kom öllum í gott skap er honum kynntust. Þó sýni legt væri að starfsorka hans væri að hnigna væntum við þess sem mest unnum með honum að starfs þrek hans entist þar til hann næði sjötugsaldri sem orðið hefði 20. júní næsta ár, en þá hefði hann látið af embætti samkvæmt gildandi lögum. Ég starfaði á ýmsum sviðum undir stjórn hans sem sýslu- manns, tel ég það hafa mér verið góður skóli, því þar var ætíð ljúfmennsku og lipurð að mæta. Á ferðum sínum hér gisti hann á heimili mínu, meðan heimilis- ástæður mínar leyfðu, heimilis- fólkinu kynntist hann þannig að öllum þótti vænt um komu hans. Það var sérstaklega ánægju- legt að vinna með honum á sýslu fundum, ávallt_ lipur og leiðbein andi. Á síðasta sýslufundi, 12. ágúst, kvaddi hann sýslufundar menn með hlýjum orðum og inni legu handtaki, glaður og reifur að vanda, engan grunaði þá að þetta yrði síðasta samverustund in. Jón Kjartansson var Skaftfell ingur að ætt, skapgerð hans og Saigon, 17. okt. (AP). Skæruliðar kommúnista réð ust í gær gegn tveim bryn- vörðum járnbrautarvögnum stjórnarinnar. Sprengdu þeir vagnana í loft upp, drápu einn hermann og særðu tvo. framkoma var ríkt mótuð þeim kostum er Skaftfellingar hafa bezta. Honum var veitt Skafta- fellssýsla 1947 og gengdi hér sýslumannsstörfum um 15 ára skeið. Við hér í austurhluta sýslunnar höfum venjulega lítil persónuleg kynni af yfirvaldi sýslunnar, því venjulega kemur það ekki hingað nema til að halda sýslufundi og manntalsþing, en þrátt fyrir það kynntist Jón Kjartansson svo vel að hann átti hér mörgum vinum að fagna, skiptu pólitískar skoð- anir þar engu máli. Nú er hann kvaddur á annað tilverusvið, við njótum ekki leng ur leiðsagnar þess góða drengs. Konu hans og börnum sendi ég innilegar samúðarikveðjur. Stefán Jónsson. Vilja afnám prests- kosninga — og lýð- háskóla í Skálholti Frá héraðsfundi Eyjafjarðarprófastsdœmis HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar- prófastsdæmis var þessu sinni haldinn að Munkaþverá og Frey vamgi í Grundarþingum fornu sunnudaginn 30. sept. og hófst kl. 2 eJh. með guðsþjónustu í Mumkaþverárkirku. Sóknarprest urimn, síra Benjamin Kristjáns- son, prédikaði, en Akureyrarprest ar þjónuðu fyrir altari. Síra Stefán V. Snaevarr las bæn í kórdyrum. Söngflokkuir kirkjunn ar leiddi sönginn undir stjórn organistans, frú Hrundar Kristj- ánsdóttur. Kirkjan var þéttsetin Þegar í messulok setti prófast ur, síra Sigurður Stefánsson vígslubiskup fundinn með ræðu, þar sem getið var helztu kirkju- legra viðburða í prófastsdæm- inu að undanfömu og mælti hvatningarorð. Síra Pétur Sigur geirsson flutti skörulegt erindi um aeskulýðsmál, en að því stend ur nú sérstakur félagsskapur í Hólastifti og vinnur að byggingu sumarbúða við Vestmann&vatn í Aðaldal. Síra Ragnar Fj. Lárus- son rakti nokkra drætti úr prent unarsögu íslenzku Bibliunnar, fróðlegt yfirlit og snjallt. Var 'þá athöfninni í kirkjunni lokið með því að allir viðstaddir sungu „Son Guðs ertu með sanmi" Því næst var ekið út að Frey- vamgi, hinu vistlega félagsiheim- ili sveitarinmar, þar sem fund- inum var haldið áfram, og fund armönnum búið veizluborð í boði kvenfélagsins „Voraldar“. Stóð fundurinn allt til kvölds og rædd ýmis mál af miklu fjöri. Þessar samiþyklktar voru gerðar: I. Um prestskosningar. „Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis, haldinn að Munfcaþverá og Freyvangi 30. sept. 1962, er sammála álykt- un síðasta almenna kirkjufund ar 1961, að nauðsynlegt sé að breyta núgildandi prestskosn- ingalögum í það horf, að prests kosningar leggist niður, en prestaköllin verði veitt eftir tiliöguun biskups." Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2, en all-margir sátu hjá. 2. Um kirkjugarða. „Héraðsfundurinn skorar á næsta Aiþingi að samiþykkja frumvarp það um kirkjugarða, sem kirkjumálaráðherra hefur áður lagt fyrir þingið og kirkju þing hefur afgreitt.“ 3. Um Skálholt og Hóla. „Héraðsfundurinn lýsir ein róma fylgi sínu við stofnun lýðháskóla í Skálholti. Jafnframt telur fundurinn að vinna beri markvisst að því, að endurreisa báða gömlu biskups stólana í einhverri mynd, og leggur áherzlu á, að það mál verði rækilega undirbúið, og afgreitt svo sem unnt er, á næsta ári, er nýja dómkirkjan í Skál'hiolti verður fullger, en minnzt verður tveggja alda afmælis dómkirkjunnar á Hól- um.“ 4. Um kirkjusönginn. „Héraðsfundurinn fagnar því hve margar kirkjur prófast- dæmisins hafa að undanförnu eignast ný og vönduð hljóð- færi. ifii jffl:: i: iiÍin: iiáí i: i i: i:: i ::::::::::::::: iiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiii liiiigiiiiiiiii • Vandamál frumbyggjanna. Velvakandi góður- í délkum þínum hef ég oft lesið ýmsar kvartanir frá sam borgurunum, um eitt og annað sem þeim finnst að betur mætti fara í okkar ágæta bæjarfélagi Að vísu hef ég aldrei tekið mér penna í hönd til að skrifa í dagblöðin, en einu sinni verð ur allt fyrst og þar sem svo margt hvílir nú á huga mínum fæ ekki crða bundizt. Hér í bæ er að rísa upp nýtt hverfi sem ber nafni ðSafamýri Hverfi þetta mun' nú hafa ver ið að byggjast á annað ár. Um hverfis sjálfa Safamýrina hafa risið upp stórar blokkir sem eru um eða yfir tuttugu að tölu þær standa við Háaleitis- braut, Álftamýri, Miklabr. og fleiri götur sem ég kann ekki nöfn á. Dags daglega flytur fólk inn í öll þessi hús, en það hefur alveg gleymst að sjá öllu þessu fólfci fyrir því, sem manni finnst mest aðkallandi í daglegu lífi, það eru búðir og Strætis- vagnar. Við verðum að arka annað hvort upp á Miklubraut, eða niður á Suðurlandsbraut til að ná í Strætisvagn, yfir götu sem okkur Reykvikingum er engin nýjung að sjá, í hverf um sem eru í byggimgu. Svo þegar við komum í bæinn líta skórnir mainns út eins og maður hafa staðið í kartöflugarði all an daginm. í gegnum þetta hverfi hlýt- ur að vera krafa allra íbú- anna að gangi strætisvagn, og það án lengri dráttar en orðið er, það er langt fyrir börn og unglinga sem þurfa að mæta í skólum snemma á morgnana, að staulast yfir vegleysur til að ná í strætisvagna á áðurnefnd- um stöðum. • Skortur verzlana. Um daginn birti Vísir og fleiri dagblöð mikla gleðifregn að þeirra dómi, og víst var hún það svo langt sem hún nær. Það átti sem sé að opna búð við Háaleitisbraut. Eg leitaði uppi staðinn þar sem þessi marg þráða búð skyldi rísa. Fyrir okk ur sem búum neðarlega við Háaleitisbraut eða i Alftamýr inni, var hún engin úrbót, hún er aðeins ætluð hverfinu sunn an Miklubrauitar, víst er það Alveg sérstaklega þakkar fundurinm forvígismönnum kirkjusöngsins og söfnuðunum á Akureyri og Siglufirði útveg un og öflun hinna miklu pípu orgela á þessum stöðum en með því framtaki eru þegar auðsæ tímamót í sögu kirkju- söngs og æðri tónlistar 1 tveim stærstu kaupstöðum norðan- lands og mágrenni þeirra.“ 5. Um kirkjudaga. „Hóraðsfundurinn ber fram þá ósk, að sem flestar kirkiur í prófastdæminu komi á sér- stökum kirkjudögum eða kirkju vikum, þar sem möguleikar eru fyrir hendi.“ 6. Um helglhald „Héraðsfundurinn vill minna opinbera aðila á friðhelgi s’unnudagsins og beinir þeim tilmælum til þeirra, að ekki séu ákveðnar óviðeigandi sam komur á messutíma.“ Ályktanir 2—6 voru samþykkn ar í einu hljóði. Þá var rætt um nauðsyn þess að samræma kirkju löggjöfina ög gefa út í handhægu og aðgemgilegu formi. í Prestsekknasjóð söfnuðusit á fundinum kr. 910.00 Safnaðarfulltrúi Stærri-Ar- skógs sóknar, Marinó Þorsteins son, oddviti í Engihlið, bauð fram, að næsti héraðsfundur vrði haldinn í Árskógi og var því boði tekið feginsamlega. í fundarlyok ávarpaði prófast ur viðstadda og þakkaði ánægju legan dag, ekki sízt heimamönn um hlýjar og ástúðlegar viðtök- ur. Lauk svo fundinum með helgistund, er prófastur leiddi, kveðjum og árnaðaróskum. Fundinn sóttu sex prestar, auk Einars Einarssonar djáfcna I Grimsey, sem var lengst að kom- inn, og 12 safnaða-rfulltrúa, Gestir fundarins voru síra Bjöm O. Björnsson, sem á liðnu héraðsfundarári þjónaði um skeið Möðruvallafclaustri, og Ágúst Sigurðsson stud. theol., er hafði þar prédikunarstarf á hendi sum arlangt. Ennfremur konur nokk urra fundarmanna. (Frétt frá héraðsprófasti). hverfi búið að vanta búðir síð an það fór að byggjast, fyrir rúmum þremur árum. Að vísu höfum við smábúð- arkompur í hverfi því sem oft í gamni er nefnt Gunnarsborg aðrir kalla Múlacamp. En þessar búðir geta ekki talizt nema þriðjaflokks, hvorki frá heilbrigðis- eða nútímalegu sjónarmiði, Frá mínurn bæjardyrum séð ættu hús sem ætluð eru fyrir verzlanir að rísa samhliða í- búðarhúsunum eða jafnvel áð ur, það skyldi þó aldrei hafa gleymst i skipulagi hverfisins að fólk þyrfti verzlanir? • Rafmagnsvandamál. Að endingu vil ég svo belna þeirri áminningu til rafveitunn ar að ökkur vantar hér víst líka spennistöð. Eða af hverju staf ar spennufallið sem verður hér á ýmsum timum dags? Miðstöðv arna* valda sprengingu, svo miðstöðvarklefinn fyllist aif sóti og ólykt, og oft koma fyrir bilanir á miðstöðvunum af þess um sökum. Eldamennskan tek ux helmingi lengri tíma en mað ur var vanur þar sem maður bjó áður. í sannleika sagt er maður dauðhræddur um öll sín rafmagnsáhöld Kannski ætti maður að snúa sér til Neytenda samtakanna, þegar hrærivélin, ísskápurinn eða ryksugan eru búin að syngja sitt síðasta, fyr- ir seinlæti og trassahátt, raf- magnveitunnar. Það gæti orðið dýrt 9paug fyrir hana. Að endingu vona ég Velvak- andi sæl'l að þú komir þessu á framfæri fyrir mig og það væri gaman að heyra hvað rétt ir aðilar hafa fram að færa. Þ.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.