Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 17
l.au gardagur 20. október 1962. MOHCr'wnL 4Ð1Ð 17 Árni Thorsteinson tón- skáld — En sál var sól í sjónar-myrkri, mannvit máni, min.i stjörnur. Var hans hugar-haf sem hallar salur ljósum lýstur um lágnætti. Matth. Jochumsson. Á HLÝJU skammdegiskvöldi Októbersdags gekk Árni Thor- steinson tónskáld á vit feðra sinna. Þar lauk langri ævi; dag- inn áður, 15. október, varð hann 92 ára. Hann var niðji langlífr- ar ættar. Ein áa hans var Bjarni sýslumaður Nikulásson í Skafta- fellssýslu eystra. Hartnær 300 ár eru frá fæðingu Bjarna sýslu manns til dánardægurs Árna tón skálds, en þó eru ættliðirnir að- eins fimm, að báðum meðtöldum. Það hljómaði og með ólíkindum að heyra Árna segja frá afa sín- um, blinda amtmanninum á Stapa, sem fæddur var árið 1781; en um hann átti Árni glöggar Ibernskuminningar. 15. október árið 1870 fæddist sonur í landfógetahúsinu við Austurstræti. þar sem nú er Hressingarskálinn. Þá var Reykja vík aðeins lítið sjávarþorp á malarkambinum milli Kollafjarð- ar og Skerjafjarðar, sem hýsti tæplega tvö þúsund íbúa. For- eldrarnir voru Árni Thorsteins- son, síðasti landfógetinn, Og kona hans, Soffía Hannesdóttir John- sen. Var Steingrímur biskup Jóns son afi hennar, og lágu ættir þeirra hjóna, Árna landfógeta og Soffíu konu hans, saman, því að foáðar verða raktar til Jóns prests Steingrímssonar. Og tvinnast þær ættir þó með öðrum og óvenjulegri hætti. — Árni land- fógeti var nefnilega sonur Bjarna Þorsteinssonar amtmans og Þór- unnar Hannesdóttur, Finnssonar biskups. sem kvæntur var Val- gerði Jónsdóttur, en hún giftist síðar að Hannesi biskup látnum, skipar hún ásamt annarri konu Steingrími biskupi Jónssyni, og þann óvenjulega sess í íslands- sögu, að hafa verið gift tveim foiskupum. — Valgerður biskups- ekkja, því sjá varð hún á bak báðum þeim afbragðsmönnum, var því amma þeirra beggja land fógetahjónanna. Að líkum veit ég fátt eitt um bernsku og uppvaxtarár Árna frænda míns, en eitt sinn blaðaði ég í snjáðum, en snyrtilegum dag foókum Hannesar tíróður hans, og fannst mér sú lesning varpa nokkru ljósi á æskuumhverfi þeirra bræðra. — Þar er fátt get- ið stórvægilegra atburða eða svo- kallaðra merkra tíðinda. Það. sem þar verður að dagbókarefni, er koma farfuglanna á vorin og gleði gamla landfógetans yfir að sjá fyrstu krókusana gæjast með blákollana sína upp úr gróður- moldinni boðandi komu nýs sum- ars. Úr slíkum jarðvegi var Árni Thorsteinsson tónskáld sprottinn. og þangað sótti hann um langa eevi sína ljúfu yrkisefni. Svo komu námsárin heima og í Höfn. Um þau átti hann marg- ar góðar minningar, sem hann Ihafði ánægju af að rifja upp á hljóðum stundum: — Þegar þeir félagar gcngu undir söngprófið í Kaupmannahöfn, og Geir, sem síðar varð biskup heillaði for- framaða óperusöngvarana með sinni silfurtæru rödd; og svo var það vináttan við Niels Finnsen frænda hans, sem síðar átti eftir eð láta svo margt gott af sér leiða í læknavísindunum. Þeir frændur, Hannes, Árni og Niels, munu hafa verið mjög samrýmd- ir á þeim árunum. enda skapgerð in trúlega ekki ósvipuð. — En inámið gekk nú svona og svona, eins og verða vill hjá þeim, sem éskapað er hrifnæmt listamanns- eðli: Háskólanám í heimspeki ©g fleiru endaði í því að verða „fotograf". Árni fór heim frá Höfn. Hann hefur oftar en einu sinni sagt mér frá þeirri heimsiglingu, því minning sú minning var honum kær. Það var á árunum 1895 eða 96, að mig minnir. Þeir voru samskipa heim frá námi á Botníu gömlu Knút- ur Zimsen og Árni. Siglt var austarlega undir landið, því að þoka var við ströndina, en svo rofaði til, og úr hafi reis Vatna- jökull í alri sinni dýrð með sól- baðaðan öræfajökul og Hvanna- dalshnúk við bláan himin, en niðri við ströndina lagði gráan móreykinn upp af torfbæjunum í stafalogninu. Það var haldið með ströndinni. og ekki greitt. — Undir kvöld var komið að Port- landi. Þetta var síðsumars, og kvöldhiminn gerðist rauður, og . roðanum sló eins og töfrablysi í gegnum gatklettinn á Dyrhólaey. „Menn komust í stemmningu og kapteinninn gaf toddí“, sagði frændi minn og brosti ánægju- Aldamótaárið 1900 kvæntist Árni Helgu Einarsdóttur, Guð- mundssonar dannebrogsmanns frá Hraunum Fljótum í Skaga- firði. Stóð brúðkaup þeirra í Hafnarfirði á heimili Páls Ein- arssonar sýslumanns mágs hans og Sigríðar systur hans. Það mun Árni hafa talið mestan hamingju dag í sinu lffi, því að þá hófst sextíu ára ástríkt. hjónaband þeirra Helgu og Árna, sem varð honum í raun og veru eitt og allt í lífinu. — Árin liðu, og þau eignuðust börn, Soffíu, Jóhönnu, Sigríði og Árna. Fjölskyldan var óvenju samrýmd, þeim mun sár- ara var, þegar hoggið var skarð í hana. Árna son sinn, mikinn efn- ismann, missti hann að nýloknu háskólanámi, og síðar tengdason sinn, Jóhann Sæmundsson lækni, sem hafði gengið honum í sonar stað. — En Árni og Helga báru sína harma saraeiginlega í hljóði. Þeim var gefin „þolinmæði og geð hógvært," og hann áttiathvarf með sér innra. „Harpan min er hugarbót", sagði gamla þjóðvís- an. og Árni greip oft á þeim ár- unum til slaghörpunnar, Árið píanóið sitt, það fyrsta og eina, 1901 eignaðist Árni Thorsteinson það samdi hann öll sín tónverk. sem hann átti um ævina og á Það á sína sögu, mun vera eitt hið fyrsta, sem til landsins flutt- ist. Hannes Johnsen, afi hans, keypti það í Þýzkalandi árið 1873 og gaf það Símoni syni sínum, sem síðar gaf það hinum mjög músikalska Steingrimi Johnsen söngkennara við Lærðaskólan í Reykjavík. — Mér mun aldrei líða úr minni, er ég sá Árna, níræðan og olindan. leika á þetta píanó, sjá grannar, hvítar hend- ur hans fara svo undur mjúk- lega um þetta gamla gulnaða og slitna nótnabretti, sem-hafði skap að á liðnum árum hið milda tónaregn, sem músik Árna ein- kennist af, og „birtir innri veröld alla“, eins og Steingrímur frændi hans orðaði það. — Þá sagði hann sjálfur með sínu meðfædda lítillæti: „Ég er enginn kompón- isti, ég er bara dilletant, en mér þykir vænt um músíkina þótti það alveg frá því ég var smá strákur. Þá lá ég tímunum sam- an niðri á Batteríi til þess að hlusta á hornamúsík um borð í dönsku varðskipunum. Það hefur alltaf verið svona mikil músík í mér. — Eg get ekkert gert af því.“ — Hann sagði mér þetta sjálfur. Ég tel það lán að hafa kynnst Árna Thorsteinson, frænda mín- um. Þegar ég var barn, hétu þau hjónin „Onkel Árni og Tanta Helga“ og voru þá þegar í mín- um augum afgamalt fólk, en ákaflega virðulegt. Svo liðu ár og áratugir, og Árni og Helga eltust ekkert, því að þau kunnu listina að eldast, voru alltaf létt í spori og glöð í viðmóti. Ég hitti Árna endrum og eins, það var oft á Þorláksmessu eða aðfanga- dag, að ég leit inn hjá honum, og mér fannst aldursmunurinn alltaf vera að minnka. Svo var það árið 1960, þá áttum við þrir frændur stúdentsafmæli, hann 70 ára, Einar Pálsson verkfræðing- ur 30 ára og ég 25 ára. Við vor- um allir prúðbúnir með stúdents- húfur og rósir í barmi, drukkum kaffi saman og elzti stúdent Is- lands steig í pontuna í salnum í Menntaskólanum og sagði nokk- ur óundirbúin orð af innileik og meiningu. — Þá vorum við yngri jubilantarnir í ættinni stoltir og fannst hann hreint ekkert eldri en við og gera þó betur. Segja má um suma menn, að miníiingin sé sem lauffok að hausti, en minning annarra gróp- ar sig eins og rótfastur stofn 1 vitund manns. Slík er minning Arna Thorsteinson ívitund minni. Ekki vegna þess að hann hafi verið sérlega sterkur persónu leiki, sem sett hafi för sína á allt umhverfi sitt Heldur miklu fremur sökum þess, hver sér- k^nnilegur persónuleiki hans var. Honum voru áskapaðir mikl ir eðliskostir, stilling, glaðværð og góðsemi. Hann orkaði á mig sem maður, er væri í sátt við heiminn og það, sem sjaldgæfara er, í sátt við sjálfan sig. Hann krafðist einskis og fann fegurð og gleði í smámununum. Árum saman var hans upplyfting frá önn dagsins að ganga eftir Grand anum út í Eyju, Örfisey, standa á ströndinni, horfa á ígulker og bláskel og hlusta á öldufallið. Þeir mildu morgnar og hvítu vængir vorfuglanna áttu siðan eftir að endurhljóma á hörpu minninga hans. — í minni vit- unda er með Árna tónskáldi Thorsteinson ekki aðeins horf- inn elskulegur ömmubróðir, held ur mega malbikaðar götur stór- borgarinnar okkar nú sakna fóta- taks síðasta aðalsmannsins frá öldinni sem leið. Árni Thorsteinsson náði óvenju háum aldri og átti góða elli, ekki sízt fyrir að þakka einstakri um- hyggju Jóhönnu dóttur hans. að ævin væri senn öll. Engu að síður verður skilnaðurinn sár sem oftar og þeim mun fremur, þar sem bönd kærleika voru fastar knýtt í þeirri fjölskyldu en víða gerist. Dætrum hans og nákomnum óska ég huggunar og öll megum við minnast þess, að það stafar líka björtum minning- um af sól, sem gengin er til við- ar. Birgir Kjaran. SíÐUSTU áratugir hafa verið tímar 'mikilla umbrota í heimi tónlistarinnar, eigi síður en á öðrum sviðum. Stefnur hafa mótazt og máðst, hreyfingar risið og hjaðnað svo ótrúlega ört, að enginn samanburður við önnur tímabil sögunnar kemur til greina. Orsakirnar geta verið ýmislegar, og sumar eru vafa- laust listræns eðlis, en hin aug- ljósasta þeirra er af öðrum toga spunnin: vaxandi tækni og bætt- ar samgöngur. Beethoven samdi verk sín í Vín, og ár gátu liðið, áður en þau heyrðust í París eða London. En tónverkin, sem Stravinsky semur í Hollywood í dag — ef hann er þá ekki staddur í Hamborg eða Moskvu — hljóma á morgun í útvarpi í Róm, Tokyo og Reykjavík. Þessa gerbyltingu höfum við íslendingar lifað með öðrum þjóðum, jafnframt því, sem við höfum orðið að vinna upp margra alda kyrrstöðu í tónlist- arþróun okkar. Á slíkum tímum er aðgátar þörf, að ekki slitni tengslin við fortíðina. Tveir menn hafa orðið á vegi mínum um ævina, sem mér finnst öðrum fremur hafa verið einskonar sendiherrar horfinnar aldar í erilssamri samtíð. Annar var austurríski tónlistargagnrýn- andinn Max Graf, sem lézt fyrir fáum árum háaldraður. Hann hafði verið kunnugur Brahms og nemandi Bruekners. Hann var svo sérkennilegur, að ég bar kennsl á hann óséðan innan um þúsundir manna á tónlistarhátíð í Vín. Hinn var íslenzka tón- skáldið Árni Thorsteinson, sem andaðist 16. þ. m., einum degi betur en 92 ára gamall. ★ Árni Thorsteinson hafði lifað alla sögu íslenzkrar tónlistar, frá því að hún vaknaði af þyrni- rósarsvefninum á síðari helm- ingi 19. aldar, og fylgdist af al- hug með þróun hennar til ævi- loka. Hann var um árabil tón- listargagnrýnandi Morgunblaðs- ins, og í minningum hans, sem Ingólfur Kristjánsson rithöfund- ur færði í letur (Rvík, 1955), er að finna einu drög að sögu ís- lenzkrar tónlistar á þessu tíma- bili, sem til eru prentuð. Sjálfur átti hann veigamikinn þátt í þeirri vakningu, sem varð und- irstaða allra framfara í íslenzku tónlistarlífi síðUstu áratugina. Það var ekki um auougan garð að gresja í tónlistarlífinu í Reykjavík í kring um 1870. Samsöngvar töldust til stórvið- burða, og hljóðfæri voru fágæt. En Árni Thorsteinson átti því láni að fagna, að bernskuheim- ili hans var eins og vin í þessari eyðimörk. Meðal annarra var þar tíður gestur móðurbróðir hans, Steingrímur Johnsen, söngkennari við Lærða skólann og einn helzti söngfrömuður þjóðarinnar á sínum tíma. Og þegar Árni kemur til Kaup- mannahafnar, tvítugur að aldri, gagntekur tónlistin huga hans. Það munu ekki hafa verið margar óperusýningar í Kon- unglega leikhúsinu, sem fóru fram hjá honum á næstu árum, og tónleika sótti hann, þegar hann gat því með nokkru móti við komið. Hann stundaði söng- nám um tíma og tók mikinn þátt í sönglífi stúdenta, m. a. í danska stúdentasöngfélaginu. Sumar minningar hans þaðan voru honum einkar kærar og höfðu á hann djúp áhrif, svo sem kynni bans af norska tón- skáldinu Edvard Grieg. Árni var ágætur söngmaður á yngri árum, hafði fagra bariton-rödd og kom oft fram sem einsöngvari á tón- leikum hér eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn, auk þess sem hann starfaði með kórum. Lengst mun hans minnzt fyr- ir sönglögin, sem hann gaf þjóð sinni, alls um 100 að tölu. Með- al þeirra eru margar skærustu perlurnar í íslenzkri sönglaga- gerð, yfirlætislaus lög, en gædd þeirri hlýju og einlægni, að þau hafa umsvifalaust „sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar", — næstum orðið að þjóðlögum. Má þar nefna lögin við Dalvísur . (Jónas Hallgrímsson), Áfram og Þess bera menn sár (Hannes Hafstein), Kirkjuhvol og Rós- ina (Guðm. Guðmundsson) og Nótt (Magnús Gíslason). Þetta eru sex af tólf lögum, sem birt- ust í fyrsta sönglagahefti Árna (1907). Svo mætti enn lengi telja: Friður á jörðu (Guðm. Guðmundss.), Öll él birtir uppum síðir (Bjarni Jónsson frá Vogi), Þar sem háir hólar (Hannes Hafstein) og ísland, vort land (við frumortan texta). Er þar skemmst frá að segja, að við hlið Sveinbjörns Sveinbjörnsson ar og Sigfúsar Einarssonar er Árni Thorsteinson merkasta tón- skáld sinnar kynslóðar hér á landi, og var þó allt starf hans að tónlistarmálum unnið í tóm- stundum frá önn dagsins. Sameiginlegt einkenni á lög- um Árna Thorsteinson er það, að þau eru ákaflega sönghæf og fara einkar vel við textaúa, sem þau eru ort við, frágangur þeirra allur er mjög vandaður og smekkvísin bregst ekki. Þau eru gerð af innri þörf og þeirri hjart ans kunnáttu, að þess gsetlr sjaldan að höfundurinn var ekki — í ströngum skilningi — lærð- ur tónfræðingur og tónsmiður. Með Árna Thorsteinson er horfinn hinn síðasti af kynslóð elztu tónskáldanna íslenzku — og glæsilegur fulltrúi liðinnar aldar í þjóðarsögunni. Hann gegndi ekki eins háum embætt- um í þjóðfélaginu og ættmenn hans margir höfðu gert, en þó mun hans minnzt, ekki síður en þeirra, er stundir líða. Hann bar það með sér öðrum mönnum fremur, að hann átti til góðra að telja og hafði alizt upp með höfðingjum. Hógvær tigin- mennska hans, fölskvalaus góð- vild og sannur aðalsbragur í allri framkomu hlutu að vekja athygli, hvar sem hann fór, og verða jafnan minnisstæð. Hann er einn þeirra manna, sem mér hefir þótt vænzt um að kynnast persónulega og mega telja meðal vina minna. ____________Jón Þórarinsson. F élagslíf Víkingar, knattspyrnudeild 4. og 5. fl. eru beðnir að mæta tilskráningar í félagsheimilinu fyrir innanhússæfingar í vetur. Laugardag kl. 5—6 og Sunnudag kl. 11—12 f. h. Þjálfari. Skíðadeild Ármanns Sjálfboðavinna í Jósefsdal um helgina. Stúlkur —— Mjög vand- aðir málningapenslar til að mála með andlit. Piltar — Farið úr hinum lúnu vinnubuxum í ein- hverjar þokkalegar vasalausar buxur, því við höfum nóg annað að gera við hendurnar. — Farið verður laugardag kl. 5 frá B.S.R. I.B.R. Valshúsið. Barnatími kl. 3.30—4.20. Meistaraflokkur kl. 4.20—6.50. Ármenningar Sjálfboðavinna í Jósefsdal um helgina. Nú þarf á fjölmenni að halda, unnið verður bæði úti og inni. Farið verður frá B.S.R. kl. 3 á laugardag. Mætið öll. Skiðadeiíd Ármanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.