Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð taugardagur 20. október 1962 ^HOWARD SPRING* 1..__ 61 RAKEL ROSING Hún hlúði að baeði sárinu og gremju sinni \ laumi. Maurice, sem beið eftir henni, fékk hvor- ugt að sjá, en hann hefði varla getað fundið óheppilegri stund til að tilkynna það sem hann hafði í huga að láta hana vita. Þegar Bright gamli var farinn út, kveikti Maurice í vindlingi fyrir Rakel, og gladdist um leið yfir því að vera orðinn fær um slík smá viðvik. Jæja, elskan mín, úr því að við erum nú komin heim aftur, langar mig til að segja þér dá- lítið, sem ég veit, að muni gleðja þig. Konan, sem ég giftist í New York, er dáin, — og það fyrir löngu. Ég var með öðrum orðum ekkill, þegar við giftumst. Nú geta lögin ekki haft hendur í hári okkar. Við erum lögleg hjón. Rakel blés reyknum upp í loft- ið og horfði með athygli á hann liðast upp, rétt eins og hún væri að athuga eitthvert málefni, sem Maurice hefði lagt undir hennar úrskurð. Það er þá allt í lagi °g þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af því, sagði hún. Nei. Ég hefði heldur ekki getað hugsað mér, að þú lentir í nein- um leiðindum. Þú hættir nú á það samt. Maurice fölnaði við kuldann, sem lagði af röddinni. Já, það gerði ég, sagði hann. Ef til vill hefði ég átt að bíða. En ég elsk- aði þig svo heitt, Rakel. Þér þykir vænt um að heyra það — að hamingju okkar er ekki leng- ur nein hætta búin? Guð minn almáttugur! hugs- aði Rakel. Hamingja, þó, þó! Skárri eru það nú orðin, sem hann velur! Við megum víst vera fegin, sagði hún. Það er ekki gaman að hafa slíkt sem þetta hang- andi yfir höfði sér. Rödd hennar var svo þreytu- leg og kæruleysisle^, að Maurice lét fallast niður í stólinn. Hakan seig niður í bringu. Hann ýtti fituga hárlokknum upp frá enn- inu. Mér er næst að halda, að þú sért ekki hamingjusöm, Rakel, sagði hann. Við svona beina áskorun, leit Rakel upp, hvöss á svip. Og hvað fær þig til að halda það? Aðeins þetta, elskan mín, að síðan ég hef legið aftur á bak, eins og ræfill, hefur þú ekkert gert fyrir mig, sem ég hefði haft ánægju af að gera fyrir þig, ef þú hefðir orðið fyrir slysinu í minn stað. Hann greip fast um báða arm- ana á stólnum og beið eftir svari hennar. En ekkert svar kom. Eftir andartak hélt hann áfram, eins og dómari, sem er að kveða upp dóm í einhverju ómerkilegu máli: Meðan ég var í sjúkrahús- inu, heimsóttir þú mig eins sjald an og þú gazt og fórst frá mér eins fljótt og þú gazt. Þegar ég svo kOm heim, lézt þú Mike Hartigan hafa allan veg og vanda af að hugsa um mig. Vit- arilega var margt, sem þú hefðir ekki getað gert fyrir mig, en hinsvegar var líka margt, sem þú hefðir vel getað gert. Meðan við vorum hjá Upavon, varstu náttúrlega löglega afsökuð. Þú hafðir uppgötvað þessa dásam- legu gáfu þína, og fékkst tæki- færi til að gera eitthvað úr henni og sýna hana. Það var e’kki nema rétt af þér að eyða miklum tíma í það. Sama hefði ég gert. En jafnvel þar hefðirðu getað haft margar stundir til að sitja hjá mér og tala við mig, en í stað þess sýndirðu öllum þarna, að ég átti ekki mikið rúm í huga þinum. Aftur þagnaði hann, en spurði síðan: Er ég kannske ósanngjarn að segja þetta? Nei, sagði Rakel. Hvað eigum við þá að gera? Við þessu átti hún ekkert svar. Við höfum bæÓi verið óhepp- in, sagði Maurice. Ef ekki þetta slys hefði komið til, held ég, að við hefðum getað orðið svo ham- ingjusöm. Ég hefði getað gert svo margt fyrir þig. Þú hefðir getað hindrað. að ég kæmist að því, að ég er fær um að standa á eigin fótum. Er þér það svo mikilvægt? Já, svaraði Rakel, og það var ekki annað hægt en sjá hina áköfu sannfæringu, sem lá að baki orðunum. Það er mikilvæg- ara en þér gæti nokkurntíma dottið í hug. Þú veizt ekki, hvað það er að vera kona eins og ég er — að þrá svona mikið Og svo fá að vita hjá hverjum sem er fær um að hjálpa manni, að maður verði að borga hjálpina í rúminu. Eða er það ekki svo? Víst er það. Ég veit það svo vel. Og ef þú hefðir lifað — eins og ég — frá fimmtán ára aldri og til hálfþrítugs, með þá stað- reynd starandi í augu þér, og síðan kömizt að því, að fleiri leiðir eru til, eftir allt saman, og að maður getur öðlazt það sem maður þráir, en samtímis haldið virðingu sinni, bæði í eigin og annarra augum — já, þá spyr maður ekki um, hvort þetta sé mikilvægt. Þetta veiztu. En einmitt þetta hefur gerzt, Maurice! Ég skil. Hef ég kannske nokkurntíma sagt, að ég elskaði þig? Nei, það hef ég einmitt aldrei. Við vorum bæði með augun vel opin, þegar við giftumst. Þú vissir vel, að ég var að gefa þér fegurð mína, Og ég vissi, að þú varst að gefa mér allsnægtir. En svo komst ég að því, að ég gat fengið allsnægtirn- ar af eigin ramleik. Honum fannst hann aldrei hafa séð hana svona ákafa — og held- ur ekki svona fallega. Hann sat og ríghélt sér í stólarmana, ná- fölur og viðurkenndi með sjálf- um sér sannleikann í Öllu þessu, sem hún var að segja. En samt fann hann, að þó að þetta væri sannleikur, var það ekki allur sannleikurinn. Ég er feginn, Rakel, að við höfum bæði sagt hvað okkur býr í brjósti. En það er dálítið fleira eftir, sem enn er ósagt. Ég elska þig og hef gert síðan ég sá þig fyrst. Og nú meir en nokkru sinni áður. Þú segist ekki hafa elskað mig þegar þú giftist mér. En þú vissir, að ég elskaði þig. Var það ekki? Jú, það vissi ég. Og finnst þér það engan mis- mun gera? Setjum svo, að hjóna- bandið okkar hafi bara verið þessi kaupsamningur, sem þú varst að lýsa. Ert þú vön að hlaupa frá samningi vegna ein- hvers sem gerist eftir að samn- ingurinn er gerður? Hún svaraði engu. Þú getur gert hvað þú vilt, sagði hann, — Já, en þér verðið þá að taka gömlu þvottavélina mína sem borgun. en ég legg áherzlu á þetta. Ó, Rakel, það er hræðilegt að sitja hér og tala um hlut, sem stend- ur á svo miklu fyrir mig — tala um hann eins og þetta væri eitt- hvað, sem ekki væri meiri vandi að ráða fram úr en að reikna dæmi. Hver heldurðu, að gleðjist meira en ég ef þú verður fræg, og getur staðið á eigin fótum? Ég elska þig bara enn meir eftir en áður. Rakel bar höndina þreytulega upp að höfði sér og Maurice sá nú fyrst rauðu strikin eftir klærn ar á Omar. Hvað er þetta. elskan mín? sagði hann og varð snögglega umhyggjusamur. Hvað hefur kom ið fyrir? O, það er ekkert, sagði Rakel, alls ekkert. Lofaðu mér nú að fara. Og hún flýtti sér upp í stofuna sína, úrvinda af þreytu. 2. Þegar Rakel fór til hádegis- verðarins, hafði hún alls ekki ætlað að láta í Ijós hinar raun- verulegu tilfinningar sínar við Maurice. Hún var þess vör, að hann var farinn að gruna eitt- hvað, en hefði gert sér að góðu að láta kyrrt liggja, eins og það var, þangað til henni hentaði betur að láta eitthvað uppskátt. Nú hafði hún lagt næsta leikinn í hendur Maurice. Nú var það hans að segja til, hvort hann væri ánægður með að láta allt halda áfram eins og það var nú komið. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov B3 Joe kom í kvikmyndaverið og horfði á hana leika nokkur atriði móti Cary Grant. Samkvæmt beiðni Roy Crafts, lét hann taka af sér nokkrar myndir með Marilyn og Grant. En þegar myndirnar birtust í blöðunum daginn eftir^ hafði Grant verið klipptur út úr þeim. Þegar Joe og Marilyn fóru út saman urðu þau helzt að fara huldu höfði, til þess að sleppa við nærgöngult fólk, sem þyrsti í ástarævintýri. Venjulega fóru þau þá til Masi- hjónanna sem bjuggu fyrir utan borgina, en Masi var gamall vinur Joes frá árunum í San Francisco. Þar fengu þau heima- tilbúinn mat að borða og horfðu á sjónvarp. Stundum voru þau líka í herbergi Marilynar í Bel- Air-hótelinu Og fengu þá hótel- mat og horfðu á sjónvarp. Hefði hún bara vitað það þá, að saga hjónabands hennar yrði að miklu leyti rituð á skerminn á þeirri ófreskju! Því að Joe þjáð- ist af óseðjandi sjónvarpsgræðgi, rétt eins og sumir gefa sig áfengi á vald. Hann var vanur að borða kvöldverð sinn horfandi á kl. 7 fréttirnar, Og svo veik hann helzt ekki frá sjónvarpinu allt kvöld- ið, hvort sem um glæpamyndir eða annað var að ræða. Þegar hér var komið, fannst Marilyn þetta enn vera skemmti- leg dægradvöl að kvöldi dags, því að stundum töluðu þau sam- an og ræddu það, sem þau voru að horfa á. En aðdáandi beztu leikritahöfunda unir sér ekki til lengdar við Hopalong-Cassidy, Boston Blackie og aðrar slíkar sjónvarpshetjur. Samt kvartaði hún aldrei. Ef til vill hefur hún vonað. eins og margar drykkju- manna konur, að geta betrað Joe með ást sinni. í aprílmánuði flaug Joe aftur til New York ásamt Solotaire, sem hafði horft á það, sem verða vildi, með skelfingu. Joe varð að undirbúa sinn eigin sjónvarps- þátt þar. Viku seinna lagðist Marilyn í sjúkrahús undir botn- langaskurð. Fyrsta gjöfin, sem henni barst þangað voru tvær tylftir af rósum, sem Joe hafði sent frá New York. Þegar Marilyn komst á fætur aftur, lauk hún við síðustu atriði myndarinnar ásamt Grant. Eitt var sundatriði, annað á hjóla- skautum og svO ofsalegur akstur, sem endaði með slysi. Auglýsinadeildin hafði fengið skipanir um að básúna nafn hennar um allar jarðir með öll- um tiltækilegum meðölum og nú setti hún á laggirnar samkomu 10000 landgönguliða, þar sem hún skyldi koma fram. Hún fékk geysilegar viðtökur. Hún söng tvö lög, og enda þótt hún væri ekki orðin nein Ella Fitzger- ald, var hægt að magna röddina upp, svo að nægði. Kvikmyndaverið hafði keypt Broadway-útgáfuna af songleikn- um „Gentlemen Prefer Blondes", og auglýst, að Betty Grable ætti að hafa þair at j örn ulhliu tv erk • ið. Marilyn vann að því bak við tjöldin að fá úthlutað hlut- verki Lorelei Lee. Af bréfunum, sem hvorri bárust hafði aðal- skrifstofan komizt að - því, að vinsældir ungfrú Grable fóru jafn mikið minnkandi og hinnar fóru vaxandi. En gat Marilyn sungið og dansað? Hún hafði sýnt það á hermannasamkom- unni, að hún gat sungið, Og hafði nægilega leikhæfileika til þess að telja almenningi trú um, að hún gæti líka dansað. Landgöngu liðarnir höfðu aldrei ætlað að sleppa henni forðum! Þeir stöpp- uðu, öskruðu og æptu og blístr- uðu, til þess að hún kæmi fram aftur og aftur. Hún leit yfir áhorfendahópinn — það var stærsti hópurinn, sem hún hafði enn komið fram fyrir — og sagði, með bros á vör: „Ég veit ekki, hversvegna þið eruð alltaf svona æstir í peysustelpur strákar. Færið þær úr peysunni og sjáið, hvort mikið verður eft- ir!“ 1. júní hélt hún 26 ára afmælið sitt hátíðlegt, ein síns liðs í Bel- Air-hótelinu. Hún fékk sér steik og flösku af kampavíni. Joe hringdi til hennar frá New York og talaði lengi við hana. Stofurn- ar hennar voru yfirfullar af skeytum og blómakörfum og dýr um gjöfum frá fyrirmönnum í 20th Century Fox, leikstjórum hjá hennar eigin félagi og öðrum og mörgum frægum leikurum og leikkonum. Marilyn hrósaði sigri í huga sínum, þar sem hún sat þarna einmana í dýrð sinni, og bjó sig undir að fara til Niagarafoss- anna, þar sem hún átti að leika í útimyndum í nokkrar vikur, fyrir næstu mynd sína, „Niag- ara“. Þennian sama dag höfðu henni borizt skilaboð, með milli- liðum þó, um það, að henni hefði verið úthlutað hlutverk Lorelei Lee í „Gentlemen Prefer Blondes", og að byrjað yrði á þeirri mynd, jafnskjótt sem Niagara væri lokið. Með öðrum orðum hafði henni fallið í skaut fallegasta eplið. Fræg hetja var ástfangin af henni. Nú átti hún allt. Hún þurfti ekki annað en ganga út um gluggaóyrnar á stof unni sinni, til þess að sjá al'lar dásemdir Bel-Air-hótelsins, sem er líkara fínum klúbb en gisti- húsi, eða máske likast paradís á jörðu með öllum sínum marg- breytilega gróðri og trjám. En undir allri gleðinni leynd- ist samt einhver óljós uggur um framtíðina. Síðasta árið hafði öllu fleygt fram með svimandi hraða. Hún hafði verið viður- kennd drottning í sínum heimi, ekki aðeins hjá sínu félagi held- ur hjá kvikmyndaiðnaðinum yfir leitt. En húri fann í æ ríkara mæli, að hún var að missa tökin á sjálfri sér. Ein uppáhaldsgrein hennar úr Nýja Testamentinu var þessi: „Að hvaða gagni kæmi það manninum að eiga allan heiminn, ef hann bíði tjón á sálu sinni“ Hún var að eignast heim, sem hún hafði lengi þráð að sigra. Hvað sálina snerti, var hún ef til vill ekki að bíða tjón á henni miklu fremur hitt, að þessi sál vildi ekki taka þroska. En kannski var það þannig, sem menn biðu tjón á henni? Þeesi þunga þreytutilfinnimg, — sem hafði eytt öllum lit af tilverunni fyrr á árinu, hafði horfið fyrir rómantíkinni á kynnum þeirra Di Maggios og tilhugsuninni um að leika mikilvæg hlutverk I áðurnefndum tveim mynidum. En nú þegar hún hafði þetta í hendi sér — var þá nokkuð í það varið? Var það þetta, sem hiún hafði alltaf verið að þrá? Hún hugsaði oft um það, hvað þetta líf væri eiginlega. En hún gaf sér aldrei tíma til að leita að svarinu. XVII. Niagara og Atlantic City. Höfundur Niagara var Charles Brackett, sem var frægur skáld- sagnahöfundur upp úr 1920, Og íremsti kvikmyndadómarinn hjá New Yorker. Árið 1950 tók hann það í sig að gera kvikmynd, þar sem Niagarafossarnir væru aðal- sviðið. Efni myndarinnar hafði hann ekki tiltækt og reyndi eftir mætti að losna við þessa hug- mynd, sem lét hann aldrei í friði, en hún aðeins magnaðist að sama skapi. Einu sinni trúði hann hús móðurinni, sem hann var í sam- kvæmi hjá fyrir þessari Niagara- deilu sinni, sem hann gæti ekki losnað við og ekki gæti hann gert sér ljóst, hvernig hún hefði dottið í hann. Hún hló. „Það get ég, Charlie. í næsta sinn, sem þú ferð fram í snyrtiherbergi karl- anna, skaltu líta kring um þig“. Harnn gerði það. Á einum veggnum þarna var mikil mynd af Niagarafossunum. (Eftir að myndin vair gerð, gaf frúin Braclc ett þessa mynd og hún hangir nú á veggnum i skristofunni hans>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.