Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 9
Laiif'ardagur 20. október 1962. MORCJ’vnr 4fí!E 9 Jóhann Sveinsson: Rúnaþekking ís- Iendingafyrir1200 Kristín Jónsdóttir: Á grasafjalli Sýning á síðustu verk- um Kristínar Jónsddttur MORGUNBLAÐIÐ birti 24. ágúst sl. úrdrátt frásagnar í danska blaðinu Folitiken um flein rúnum ristinn, er fundizt hefur í Narssaq á Grænlandi. Segir í Politiken að sögn Morg- unblaðsins (greinina í Politiken hef ég ekki lesið), að ekki sé „áður til þess vitað, að landnáms menn á Grænlandi hafi þekkt og iðkað bæði rúnaristur og skáld- skap um árið 1000. Grænland var numið frá íslandi, en rúna- ristur kunnu menn fyrst á ís- landi um 1200“. Er að sjá, að þetta sé haft eftir dr. Moltke, sem mun vera rúnafræðingur (og greifi að auki). Síðar birti Morg- unblaðið samtal við Vebæk, sem er starfsmaður í Þjóðminja- safninu danska. Kemur þar fram sama skoðun með nálega sama orðalagi um rúnaristurnar og skáldskapinn. Þessi kenning er mjög villandi og raunar röng. Það er kunn- ugra en frá þurfi að segja, að skáldskapur stóð með miklum blóma á íslandi um það leyti, er Grænland byggðist, og eru mörg nafngreind skáld þá uppi á íslandi. Má nærri geta, að Grænlendingar hinir fornu hafa kunnað að yrkja, þótt lítt fari sögur af nafngreindum skáldum á Grænlandi, sem eðlilegt er vegna heimildarskorts. Og Atla- mál hin grænlenzku sýna gerla, að Grænlendingar hafa fengizt við Ijóðagerð á 11. öld, en þau munu nálega ágreiningslaust vera talin ort í Grænlandi, eins og nafn kvæðisins í handriti bendir á, og í þeim eru rúnir ein mitt notaðar sem hugsanamiðill — „sendibréf“. Víða £ fslendingasögum er minnzt á rúnir og notkun þeirra, þótt lítt verði hér dæmi talin. Egill Skalla-Grímsson reisir níð- stöng og ristir Eiríki konungi blóðöx og Gunnhildi drottningu níð. Þorgerður, dóttir Egils, rist- ir Sonatorrek á kefli, að því er sagan gerir ráð fyrir. Af vísum Egils sést, að hann hefur haft góða þekkingu á rúnum og kunnað rúnaristingar, samanber þessar vísur: Rístum rún á horni, rjóðum spjöll í dreyra. ... °g: ISkalat maðr rúnar rísta, nema ráða vel kunni.... Þótt íslendingasögur verði ekki taldar góðar sagnfræðileg- ar heimildir, er öðru máli að gegna um samtímavísur. Engin ástæða er til að ætla, að vísur þessar séu ekki rétt feðraðar. Eru þær því góð sönnunargögn um, að Egill hefur haft ágæta þekkingu á rúnum og kunnað að rista þær. f Grágás eru ákvæði um tré- níð, og segir m.a. svo: „Ef mað- ur gjörir manni níð og varðar fjörbaugsgarð, en það er níð, ef maður sker manni tréníð eða rístur eða reisir manni níð- 6töng....“ Hér er vitaskuld átt við níð, rist með rúnum, líkt og Egill gerði. Ákvæði þessi eru í báðum aðalhandritum Grágásar, og lítur út fyrir, að þau séu all- forn. Þar sem þetta ákvæði var sett í lögin, virðist tréníð hafa verið notað títt. í prólógus fyrir hinum svo kölluðu málfræðirit- gerðum í Wormsbók Snorra- Eddu er sagt, að Þóroddur rúna- meistan hafi samræmt rúnastaf- rófið og latínustafrófið. Er það vafalaust Þóroddur Gamlason, sem getið er í Sögu Jóns biskups helga og uppi var á 11. og 12. öld, líklega nokkurnveginn sam- tímismaður Ara fróða. Hann var allra manna hagastur, og valdi Jón helgi hann til kirkjugerðar á Hólum. Um hann er sögð sú skemmtilega saga, að „hann var svo næmur, þá er hann var í smíðinni, þá heyrði hann til, er prestingum var kennd iðrótt sú, er grammatica [latnesk mál- fræði] heitir, en svo loddi hon- um það vel í eyrum af miklum- næmleik og athuga, að hann gjörðist enn mesti iðróttamaður í þess konar námi“. Má nærri geba, að honum hefur ekki orðið skotaskuld úr að rista rúnir, svo högum manni. í hinni þriðju málfræðiritgerð, sem samin er af ólafi hvíta- skáldi, er nokkuð um stafróf og rúnir, og er ekki ólíklegt, að sumt af þeim fróðleik sé frá Þóroddi runnið. í Prestssögu Guðmundar Ara- sonar segir frá afdrifum Ingi- mundar prests Þorgeirssonar, en skip, er hann var á, fórst í Græn- landsóbyggðum 1189. Fjórtán vetrum síðar fannst skip þeirra, „og þá fundust 7 menn í hellis- skúta einum. Þar var Ingimund- ur prestur.... Vax var og þar hjá honum og rúnar þar, er sögðu atburð um líflát þeirra“. Hér er átt við vaxspjöld, sem þægilegt hefur verið að skera rúnir L Eins og þau fáu dæmi sýna, sem hér hafa verið nefnd, virð- ist auðsætt, að margir íslending- ar hafa á þremur fyrstu öldum fslandsbyggðar haft þekkingu á rúnum og kunnað að nota þær. Það er því mesta kórvilla að telja, að landnámsmenn Græn- lands hafi alls ekki getað rist rúnir, og ennþá furðulegra er að halda því fram, að þeir hafi ekki kunnað að yrkja, þegar þeir komu frá íslandi. Hvort tveggja hafa þeir flutt með sér, eins og íslendingar komu með þessar íþróttir með sér frá Nor- egi. Nokkrir vísindamenn (eink- um Björn M. ólsen og P. G. Thorsen) hafa haldið því fram, að bækur á íslandi hafi framan af verið skráðar rúnaletri, en lítinn byr fær sú kenning meðal vísindamanna nú á dögum. Hitt er víst, að rúnaþekking hélzt langt fram eftir öldum á íslandi. Á 17. öld tók henni að vísu að hnigna, því að heimskir og of- stækisfullir klerkar töldu allt slíkt til galdra og sendu menn, er rúnir áttu í fórum sínum, oft og tíðum beint á bálið með að- stoð veraldlega valdsins. Þagar danski fornfræðingurinn óli Worm prófessor vildi fá fræðslu um rúnir á fslandi, veigruðu menn sér við að láta uppi þekk- ingu sína af ótta við galdraof- sóknir. Alltítt er að sjá rúnastafi í ís- lenzkum handritum. Rúnina þurs (=þ) tóku íslendingar inn í latínuletur sitt (að nokkru að engilsaxneskri fyrirmynd), og það notum við enn í dag. Víða í handritum eru rúnirnar fé og maður (en það eru fornu heitin á rúnunum, sem táknuðu f og m), og eru þær þá notaðar sem skammstafanir fyrir þessi orð. Hitt er satt, að nálega engir rúnagripir frá því fyrir 1200 hafa varðveitzt, og rúnasteinar eru engir til þar til rétt fyrir eða um 1300. En þrátt fyrir skort sýnilegra minja er engin ástæða til að ætlá annað en allmargir íslendingar hafi þekkt og kunn- að að rista rúnir á tímabilinu fram að 1200. Fyrir því höfum í BOGASALNUM stendur nú yfir sýning á síðustu verkum hinnar merku listakonu, Kristínar Jóns dóttur. Nítján málverk eru sýnd þarna, og hafa þau ekki komið fyrir almenningssjónir áður, nema ef vera skyldi eitt eða tvö. Þótt tala þessara verka sé ekki sérlega há, má fullyrða, að þessi fallega sýning gefur góða og glögga mynd af listakonunni, Kristínu Jónsdóttur. Sýningin er mjög vel valin og heildarsvip- urinn samfeldur og sterkur. Það er alger óþarfi að kynna Kristínu Jónsdóttur listmálara fyrir landsfólkinu. Hún var fyrst íslenzkra kvenna til að leggja stund á málaralist og gera þá listgrein að lífsstarfi sínu. Það eitt gefur nokkra hugmynd um, hver skörungur Kristín Jónsdótt ir var Hún varð það hamingju- söm að ná miklum og sérstæðum árangri í beztu verkum sínum, og hún skóp sér snemma persónu legan blæ, sem einna gleggst kemur fram í þeim stemningum sem henni var svo gjarnt að byggja verk sín á. Það voru ljósbrigði náttúrunnar fremur öðru, er heilluðu hana og hún notaði til að gæða fyrirmyndir sínar lífi. Hún náði oft sterkum og miklum skáldskap í málverk- ið, byggði myndir sínar með lit brigðum, sem stundum náðu frá skugga til sterkrar birtu. Átök- in milli lita og forma var það, er hún tefldi djarfast með og glímdi mest við. Einmitt á þessu sviði nutu hæfileikar hennar sín einna beat. Kristín Jónsdóttir var af þeirri kynslóð, sem upp- götvaði litauðuga fegurð íslands og hún lagði fram sinn skerf til þeirrar myndlistar, sem var sköp uð í samræmi við það, En það er einnig annar þáttur í list Kristínar, sem er engu ómerki- legri. Það eru kyrralífsmyndir vér góðar sögulegar heimildir. Rúnahlutir úr horni eða tré (rúnakefli) hafa getað verið til, en glatazt eða eyðzt af tímans tönn. Þegar ísland byggðist, hafði sá siður að mestu leyti verið lagður niður í Noregi að rista (höggva) rúnir á steina á gröfum eða við grafir látinna manna, og þá var varla von, að landnámsmenn flyttu hann með sér. Jóhann Sveinsson. hennar, sem á stundum, sýna ] miklu betur en landslög, hverja áherzlu hún lagði á sjálfa mynd bygginguna. Þar getur maður gert sér grein fyrir hvernig hún hugsar út frá lit og formi á sjálfu léreftinu, án þess að láta fyrirmyndirnar ná of sterkum tökum, heldur vinna í mynd- flötinn með litum og formum. Báðir þessir höfuðkostir Kristín ar Jónsdóttur sem málara koma greinilega fram á sýningu þeirri er dætur hennar hafa komið fyr ir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Eftir því sem maður kynnist verkunum á þessari sýningu nán ar, vekja þau meiri áhuga, og þau virðast nokkuð seintekin, að minsta konti sum þeirra, en svo er oft með góða málaralist Málverkið af Gullfossi er að vísu ekki fullunnið frá hendi listakon unnar, en það verkar sérlega frískt og lifandi. „Kaldidalur" er sterk og seiðandi mynd, þung lyndisleg og alvarleg. „Við Breiða fjörð" sýnir sólböðuð fjÖU í mjúkum litum. ,,Á Snæfellsnesi" er mikið unnið verk, sem lista- konunni hefur tekizt að gæða sannfæringarkrafti. Kyrralífs- myndiranr tvær eru mjög ólíkar í alla staði, en hafa hvor um sig ] merkilegan svip. Svo mætti lengi telja um flest verk á þess- ari sýningu, en þetta látið nægja hér. Þeir, er þekktu Kristinu Jóns dóttur ,ganga þess ekki duldir, að svipur hennar er sterkur og eðlilegur á þesari sýningu. Hún var ógleymanlegur persónuleiki sem minnti einna heizt á sumar persónur sögualdar um myndug leik áræðni og dugnað. Hún var fordómalaus gagnvart nýjum hræringum í myndlist, en hélt sínu striki og kvikaði ekki frá þvi, er henni var eðlilegast, og því uppeldi, er hún hafði hlotið sem málari. Ungir listamenn áttu hauk í horni þar sem Krist ín Jónsdóttir var. Það var aðeins eitt er vakti fyrir Kristínu Jóns dóttur með list sinni, að ná þeim árangri, er henni sjálfri geðjað- ist og sem hún kraíðist af sjálfri sér. Sýning Kristínar Jónsdóttur í Bogasalnum er einstakt tækifæri til að kynnast því, er þessi merki lega listkona vann að síðustu hérvistardaga sína. Hún var brautryðjandi, er skóp merkilegt fordæmi íslenzkum konum og vann þjóð sinni ómetan'.egt gagn. Valtýr Pétur^on Foröyingar Fjölmenni til fund í Hamarshúsinu við Tryggvagötu sunnudagin 21. okt. kl. 3. Fundarefni: Komandi Lögtingsval. Sýnd verður kvikmynd frá Foröyum. Nakrir áhugamenn. E9á(!egisver$ar- fundur mmennur félagsfundur verður haldinn i Þjóðleik- húskjallaranum í dag og hefst hann með borðhaldi kl. 12,15. — Dagskrá samkvæmt þegar sendu fund- arboði. —Félagsmenn eru beðnir um að fjölmenna á fundinn. Stjórn félags íslenzkra stórkaupmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.