Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 8
6
MOBGTJfntl 4010
Laugardagur 20. október 1962.
Frá Alþingi:
Stefnir að bættu siðferði og
léttir greiðslum af ríkissjóði
A FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær, gerði Halldór E. Sigurðs-
son grein fyrir frumvarpi um
ríkisábyrgðir, er hann og Björn
Fr. Björnsson eru flutningsmenn
að. H gerði dómsmálaráðherra
Bjarni Benediktsson grein fyrir
frumvarpi um Norðurlandasamn
ing um innheimtu meðlaga og
loks gerði Einar Olgeirsson grein
fyrir frumvarpi um útvegun
lánsfjár til húsnæðismála.
Halldór E. Sigurðsson (F)
fylgdi frumvarpinu um ríkis-
ábyrgðir úr hlaði. Þar vaeri lagt
til, að það á-
kvæði laganna
um ríkisábyrgð-
ir, er kveður á
um, að ein-
göngu skuli gef-
in út einföld á-
byrgð, nema
öðru vísi sé
ákveðið í heim-
•ildarlögunum
sjálfum, nái ekki til sveitarfé-
laganna. Þau væru ekki eins
vel sett og einstaklingar, þeg-
ar um einfalda ábyrgð væri að
ræða og kæmi hún þeim því
ekki að notum. Þó væri sízt
ástæða til að þau sætu við verra
borð, og benti alþingismaður-
inn í því sambandi m .a. á, að
ríkið ætti auðveldar með að inn-
heimta hjá sveitarfélögunum en
einstaklingum, þar sem ríkis-
sjóði er heimilt að taka hvers
konar greiðslu til sveitarfélag-
anna upp í vangoldnar ríkis-
ábyrgðir,
Háskalegt fyrir ríkissjóð
og siðspillandi í fjármálum
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra sagði m. a., að sem
kunnugt væri hefðu ríkisábyrgð
ir verið veittar í mjög stórum
stíl til margvíslegra fram-
kvæmda. Svo
hefði verið kom
ið, að greiðslur
féllu í vaxandi
mæli á ríkissjóð
og námuþærásl
ári um 70 millj.
,r. Öllum þing-
mönnum hefði
verið ljóst, að
hér þurfti að
koma nýrri skipan á. Þess
vegna var fyrir nokkrum árum
samþykkt þingsályktunartillaga
þess efnis að koma betra skipu-
lagi á ríkisábyrgðir. Árangur-
inn var svo sá, að ríkisstjórn-
in flutti frumvarp um ríkis-
ábyrgðir, sem varð að lögum á
árinu 1961.
Kvaðst ráðherrann ekki
mundu fara nema út í eitt atriði
þess, er varðaði þetta mál sér-
staklega. Fram að gildistöku lag-
anna, hefði aðalreglan verið sú,
að veita ríkisábyrgðir sem sjálf-
skuldaábyrgðir. Eða með öðrum
orðum:
Ef greiðsla fer ekki fram á
réttum gjalddaga, er lánveitanda
heimilt að innheimta greiðsluna
hjá ábyrgðarmanni, í þessu til-
felli ríkissjóði, án þess að ganga
fyrst eftir henni hjá skuldara
eða jafnvel án þess að tala við
hann. En sé hins vegar veitt ein-
föld ábyrgð, verður lánveitandi
fyrst að ganga úr skugga um og
sanna, að skuldari eigi ekki fyr-
ir greiðslunni, áður en hann
snýr sér til ábyrgðarmanns. Eitt
af meginatriðunum í hinni nýju
lagasetningu var að breyta hér
um, svo að nú er eingöngu veitt
einföld ríkisábyrgð, nema sér-
stök, skýlaus lagaheimild komi
til.
Og árangurinn af þessu er
undraverður. Áður hafði reglan
í framkvæmdinni verið sú, að
lánveitendur leituðu beint til
ríkissjóðs, án þess einu sinni að
tala við skuldarann í sumum til-
fellum. Var það í senn bæði
háskalegt fyrir ríkissjóð og sið-
spillandi í fjármálum.
En síðan hin nýja skipan kom
á hefur ekki ein einasta greiðsla
fallið á ríkissjóð. Þegar vanskil
hafa orðið, hefur lánveitandi
snúið sér beint til skuldara, eins
og vera ber. Enda gerir það hvort
tveggja í senn, stefnir að bættu
siðferði í fjármálum og léttir
greiðslum af ríkissjóði.
Veitir jafn mikla tryggingu
í framhaldi af þessu benti ráð
herrann á, að hin einfalda á-
byrgð gefur jafn mikla trygg-
ingu fyrir greiðslu lánsins og
sjálfskuldarábyrgðin. Það bakar
lánveitanda aðeins meiri fyr-ir-
höfn að verða að snúa sér fyrst
til skuldara, þar sem greiðslan
fellur ekki á ríkissjóð, nema það
sannist, að skuldari eigi ekki fyr
ir henni. Með frumvarpi því,
sem um ræðir, er lagt til að
breyta i verulegu atriði ákvæð-
unum um ríkisábyrgð og þann-
ig höggva alvarlegt skarð í þenn
an varnarmúr, sem lögin um
ríkisábyrgðir veittu. Og ráðherr
ann kvaðst verða að segja það,
að sér þætti það koma ókunnug-
lega fyrir sjónir, enda vissi hann
engin dæmi þess, að sveitarfé-
lagi hafi verið neitað um lán hjá
lánastofnun vegna einfaldrar á-
byrgðar en ekki sjálfskuldar-
ábyrgðar. Enda kvaðst hann
ætla, að lánastofnanirnar hefðu
skilið nauðsyn þess að setja
þessa lagasetningu og beygt sig
fyrir því.
Sga.
Wy
Matseðill kvöldsins
★
Sveppasúpa
★
Toast Boyal Viking
★
Kálfasteik m/grænmet
eða
Aligrísakóteletta
m/paprica sósu
I *
ís með ávöxtum
öðru um að kenna
Þá kvaðst ráðherrann skilja
vel, hvað fyrir flutningsmönnum
frumvarpsins vakti og kæmi þar
einnig annað til. Svo væri mál
með vexti, að á sl. ári hefðu ver-
sett ný lög um sveitarstjórnar-
lög. En m. a. væri í 82. gr. þeirra
ákvæði um, að eigi megi fram-
kvæma aðför að þeim eignum
sveitarfélaganna, sem eigi er
heimilt að selja eða veðsetja,
nema því aðeins að lánið hafi
verið tekið til þeirra. Sér kæmi
ekki á óvart, að þetta atriðið
mundi rýra lánsmöguleika sveit-
arfélaganna, en það hefði ekki
verið í lögum áður. Kvaðst ráð-
herra því vilja varpa því fram,
hvort ekki væri ástæða til að
endurskoða þessi ákvæði sveitar
stjórnarlaganna ,um leið og hann
beindi því til nefndarinnar að
kanna einnig þessa hlið málsins.
Halldór E. Sigurðsson (F)
kvaðst í fyrsta lagi vilja undir-
strika, að það væri fjarri sér að
vilja stefna að því, að vanskil
eigi sér stað. Hins vegar hefði
hann rekið sig á, að þetta atriði
hefði orðið sveitarfélögunum
erfitt, þar sem ekki er eins auð-
velt að ganga að sveitarfélögun-
um og einstaklingum.
Til 2. umræðu og fjárhags-
nefndar.
Norðurlandasamningur
um innheimtu meðlaga
Bjarni Benediktsson dóms-
málaráðherra gerði grein fyrir
frumvarpi ríkisstjórnarinnar til
staðfestingar á samningi um inn
heimtu meðlaga, er undirritaður
var í Osló 23. marz 1962. En á
undanförnum árum hefði farið
fram á vegum dómsmálaráðu-
neyta Norðurlandanna endur-
skoðun á samningi þeirra í milli
um innheimtu meðlaga frá 10.
febr. 1931 eins og honum hefði
verið breytt með samkomulagi
frá 1. apríl 1953. Hér væri ein-
göngu um tæknileg atriði að
ræða og ræddi ráðherrann þau
ekki frekar. Frumvarpinu var
vísað til 2. umræðu og heil-
brigðismálanefndar.
Lánsfé til húsnæðismála
Einar Olgeirsson (K) gerði
grein fyrir frumvarpi um útveg-
un lánsfjár til húsnæðismála, er
hann ásamt Hannibal Valdimars
syni, Geir Gunnarssyni og Gunn
ari Jóhannssyni er flutningsmað-
ur að. Ástæðurn
ar fyrir því, að
frumvarp þetta
væri fram kom-
ið kvað hann
þær, áð þeim í-
búðum hefði far
ið fækkandi,
sem bafizt hefði
verið handa um
að byggja og
eins hinum, er lokið hefði ver-
ið við. Með stefnu ríkis§£jórn-
arinnar væri verið að lama þrek
þegnanna til að koma þaki yfir
höfuðið á sér og væri banka-
valdinu beitt í því skyni með
því að lama byggingarfram-
kvæmdir með okurvöxtum og
lánsfjártregðu. En með því væri
verið að berja fram fjármála-
stefnu, sem skapaði alræði pen-
ingavaldsins.
Þess vegna yrði að veita meiri
aðstoð öllum þeim, er nú berj-
SKVNIHIIAPPnRÆTTI
sjausiæbisilukksins Aldrei íyrr...
;
iÐNÚ
99
-k
OKTOBER- -K
H ATIÐIIM
66
U
I KVÖLD
★
• Kjörin verður:
OKTOBERDROTTNINGIN
og verður hún krýnd með blómum
og dýrðlegheitum á miðnætti.
Leikin verða nokkur nýjustu lögin með
J. J. og Rúnari kl. 1 e. m.
★
HVERGI í REYKJAVÍK VERÐUR
JAFNMIKIÐ AF UNGU FÓLKI
SAMANKOMIÐ OG í IÐNÓ í KVÖLD.
I KVOLD
ast erfiðri baráttu við að full-
gera íbúðir sínar, en einnig örva
menn til að hefja íbúðarbygg-
ingar að nýju. En það yrði ekki
gert nema með því að lækka
vextina og veita þeim pening-
um, sem til væru, til íbúðarlána.
Félagslíf
Handknattleiksdeild Ármamns
Æfingatafla.
Hálogaland:
Mánudaga kl. 9.20.
Meistara- Og 2. fl. kvenna.
Fimmtudaga kl. 8.30.
Meistara- og 2. fl. kvenna.
íþróttahús Jóns Þorsteinssonar:
Föstudaga kl. 8—9 stúlkur 13
ára og yngri.
Kl. 9—10 meistara- og 2. fl.
kvenna
Athygli skal vakin á breyttum
æfingatíma á fimmtudag.
Þjálfarar.
Álftavatn
Þeir, sem hafa óskað eftir að
fá keyptar lóðir undir sumar-
bústaði í skóglendi Norður-
kots í Grímsnesi, með aðgangi
að Alftavatni, ættu að tala
við mig, sem fyrst, svo þeir
missi ekki þetta einstæða
tækifæri að eignast óvenju
fagurt land með hagkvæmum
kjörum.
Ólafur Jóhannesson
Grundarstíg 2. — Sími 18692.
Fasteignasalan
og verðbréfaviðskiptin,
Óðinsgötu 4. Sími 1 56 05
Heimasímar 16120 og 36160.
Til sölu
íbúðir af flestum stærðum,
einbýlishús og raðhús o. m.
fl.
Stúlka
óskast í frágangsvinnu.
Toledo
Fishersundi.
Bíla & búvélasalan
Consul 315, ’62. Hagstætt ve ð.
Bíllinn sem nýr.
Bíla & búvélasalan
við Miklatorg.
Sími 2-31-36.
KENNSLA
Lærið ensku á mettíma
Fámennum bekksögnum kennt af
útlærðum kennurum frá Oxford.
Beztu rafeindatæki, sem til eru í
Evrópu.
Engin aldurstaikmörk. Námskostniaði
stiiit í hóf. Þægileg herbergi. Gott
viðurværi.
The Regency, Ramsgate, England
(Dover 20 km. London 100 km)
Trygging yðar: Stofnun vor er
viðurkennd af Menn,tamálaráðuneytin.u
I. O. G. X.
Barniastúkan Unnur nr. 38,
Fundur í fyrramálið kl. 10.30
í GT-húsinu. Félagar fjölmennið
á fyrsta fundinn og takið með
ykkur nýja félaga.
Gæzlumaður.