Morgunblaðið - 04.11.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 4. nóvember 1962 Guðjón Bjarnason, slökkviliðsmaður, er leiddur i land eftir að hann brenndist. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Eldur í Höfrungi II Slökkviliðsmaður brennist SLÖKKVILIÐIÐ var kall- að út á Grandagarð að Höfr- I ungi II klukkan 11.7 í gær. Gekk þvi nokkuð erfiðlega að brjóta sér leið gegnum há degisösina í miðbænum og hafa sjálfsagt tafizt um nokkr ar dýrmætar mínútur vegna óliðlegra bílstjóra, sem urðu á vegi þeirra í Aðalstræti og neðst á Vesturgötu. Þegar komið var vestureft- ir rauk mikið úr káetu skips ins, bæði upp um loftventla og út um göngin. Slökkviliðs liðsmenn með reykgrímur 1 gerðu tilraunir til að komast niður í káetuna, en eldurinn sló þá svo á móti þeim að þrir þeirra brenndust og einn þeirr Guðjón Bjarnason, alvarlega. Var Guðjón fluttur í snatri í Slysavarðstofuna, þar sem bú- ið var um sár hans en and- lit hans er mikið brunnið. Var síðan gripið til þess ráðs að dæla vatni niður um loft- ventlana á káetunni og inn um kýraugu Tókst loks að ná valdi yfir eldinum og slökkviliðs- menn réðust þá til niðurgöngu í skipið. Eftir það var auðunn inn eldurinn. Eldsupptök þarna eru enn ó- kunn, en enginn hefur svo vít að sé komið í káetuna í marg ar vikur. Talið er líklegt að kviknað hafði í út frá rafmagni Enginn var um borð, þegar eldurinn kom upp, og urðu tveir skipverjar varir við Ben Bella segíst styðfa byltingarmsnn á Kúba „Alsír mun ekki tengjast neinu stórveldi“, sagði Ben Bella, „heldur ekki hóp óháðra þjóða. Afstaða okkar til Kúbumálsins mótast ekki af neinni stórþjóð eða hóp þjóða. Við erum hlynnt- ir byltingunni á Kúbu, teljum hana vera framkvæmd vilja al- mennings þar. Sérhver þjóð á að fá að hafa þá stjórn, sem hún óskar eftir“. f>á sagði Ben Bella ennfrem- ur:“ Það var ekki auðvelt fyrir mig að fara til Havana. Það er ekki auðvelt að fara frá New York til Havana þessa dagana. En ég átti enga völ. Kúbanir hafa boðið mér fjórum sinnum áður en ég fékk boð Kennedys Bandaríkjaforseta. Ég gat ekki farið til Bandaríkjanna og hundsab boð frá Kúbu“. Loks lét Ben Bella þess getið, að hann myndi aldrei takast á hendur skuldbindingar við neina þjóð, í þeim tilgang’ að fá efna- hagsaðstoð. Algeirsborg, 3. nóv. — AP BEN BELLA, forsætisráöherra Alsír, lýsti því yfir í dag, að för hans til Kúbu hefði verið farin „vegna djúpstæðra. þrár sinnar eftir friði". Ben Bella skýrði frá þessu á blaðamannafundi, og gat þess jafnframt, að hann hefði vonazt eftir því, að Kúbuför sín myndi leiða til betri lausnar á Kúbu- málinu. Lýsti forsætisráðherr- ann því yfir, að Alsír myndi fylgja stefnu hlutleysis. — Hins vegar myndu ráðamenn Alsír ekki láta neina þjóð, hversu stór og voldug, sem hún væri, neyða sig til að snúa baki við bylting- armönnum á Kúbu. Akranesi, 2. nóv. RÉTT fyrir miðnætti í gær rák- ust saman tvær fólksbifreiðar á mótum Akurgerðis og Kirkju- brautar. Skemmdir urðu á aur- bretti og höggvörn, en enginn meiddist — Oddur. eldinn er þeir komu að skip- inu eftir að hafa verið burtu í rúman hálftíma. Skemmdir hafa orðið talsverðar um borð brunnið það sem brunnið gat í káetunni og sviðnaður gang- urinn. Slökkviliðsmenn urðu að sprengja upp hurð til að komast í aðliggjandi klefa, þar sem eldur var að byrja að loga. ! Það er eins gotí að slökkvi- liðsmennirnir séu liðugir. Þeir þurftu að prila til að komast að loftventlinum. Fordæmir afstöðu Nehrus og Krishna Menon fyrr og nú — Narayan, áður talinn líklegur eftir- maður Nehrus, gaf blaðamönnum yfirlýsingu Nýja Dehli, Kallkútta, 3 nóv- em.be r — AP. EINN þekktasti leiðtogi Ind- verja, Jayapraksh Narayan, sem eitt sinn var talinn liklegur eftir maður Nehrus, en hefur nú dreg- ið sig í hlé, lýsti í dag yfir mik- iIU andúð á stefnu Nehrus og Krishna Menon. Gerðist það á blaðamannafundi, sem Narayan hélt í Nýju-Dehli í dag. Þá var tilkynnt í Kalkútta í dag, að Bandaríkin hefðu í dag hafið loftbrú þangað til vopna- flutninga. Kemur flugvél á þriggja tíma fresti með létt vopn Þyngri vopn verða send með skipum. — Fjármálaráðherra Indlands, M Desai, segir Ind- verja enga peninga eiga til að greiða fyrir vopnin. Hefur verið rætt um láns- og leigusamninga við Bandaríkin, Bretland og Kan- ada, sem komið hafa Indverjum til hjálpar. Þá hefur verið skýrt frá því að Krúsjeff hafi sent Nehru nýja orðsendingu. Ekki er vikið nán- ar að efni hennar, en sagt, að „hún sé ekki örvandi“ Ljóst þykir nú, að ekki hafi tekizt að stöðva framgang Kín- verja í Ladakh, á norðvestur- Key West, Genf, 3. nóv. — AP. ANASTASi Mikoyan, varafor- sætisráðherra Sovétríkjanna, er sagður hafa byrjað viðræður við Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, í Havana í dag. Þeir ræddust áður við, skömmu eftir komu Mikoyans til Kúbu, en það munu hafa verið óform- Iegar viðræður. Bandaríska landvarnaráðuneyt — íþróttir Frahald af bls. 22 áður hefur verið frá sagt, 2,09 m. í hástökki, og hann átti auð velt með að koma boltanum of an í körfuna. Hann skoraði alís 23 stig í leiknum á móti Dönum. Guðmundur af leikvelli Guðmundur Þorsteinsson varð aftur að hverfa úr leik í byrjun síðari hálfleiks, er hann hafði fengið fimm víti. Það sama skeði í leiknum við Svía. Guðmundur hefur verið mjög óheppinn í skiptum sínum við dómara, til dæmis fékk hann fimmta vítið í dag, þegar dómarinn hélt að hann hefði framið brot sem Birgir .Birgis gerði. En þetta hafði ekki veruleg áhrif til veik ingar. Það kom þó í ljós, að okk ar sex beztu menn eru hinum allmiklu sterkari. Þegar þeir hvíla margir, þá verður keðjan veikari og kraftur liðsins mun minni. A.St. SlglfirðingfBum líður e' tir vonum MBL. hafði tal af sjúkrahúslækn- inum á Siglufirði og fékk þær fregnir, að líðan Sigurðar Jóns- sonar, sem varð yrir voðaskoti úr haglabyssu fyrir skömmu, sé eftir atvikum góð. Blýhöglin lentu aðallega í hægri kinn, hálsi og öxl f>n uopaudlitið slapp alveg. vígstöðvunum, og hafa stór landsvæði þar fallið þeim í hend- ur. Yfirlýsing Narayan við frétta- menn í Nýju-Dehli í dag, var mjög hörð. Sagði hann, að alger- lega ætti að stöðva afskipti Krishna Menons af land:varna- málum, það væri ekki nóg, að hann léti af embætti landivarna- ráðherra, ef hann héldi áfram að hafa afsikipti af þeim málurn, þ.e. hefði yfirstjórn hergagna- framleiðslu. „Þótt róið hefði verið að því öllum árum að vei'kja varnir okk ar“, sagði Narayan, „þá hefði ástandið ekki getað orðið verra. Blóð þúsunda hermanna akkar flýtur nú um vígvellina.“ Fram kom einnig hjá Naray- an, að hann telur Nehru og Men- on hafa misreiknað sig hrapal- lega í afstöðunni til Kínverja, þar sem þeir töldu þá aldrei myndi gera árás á Indland. Sérstaklega ræddi Narayan afstöðu Indlands, er uppreisn in var gerð í Ungverjalandi 1956. Þá hefði engri fordæm- ingu verið lýst á því athæfi. Sama sagan hefði endurtekið sig „er Kínverjar nauðguðu ið birti í dag nokkrar ljósmynd- ir, frá Kúbu, sem sýna, að stöðv- ar þær, sem komið hafði verið upp fyrir ílugskeyti, hafi nú ver- ið' teknar niður að mestu eða ölju leyti. Ú Thant, aðalframkvæmda- stjóri SÞ, lýsti því yfir í dag í New York, að hann teldi góðar horfur á því, að Kúbumálið yrði leyst á friðsamiegan hátt. Þá tilkynnti Alþjóða Rauði krossinn í dag í Genf, að hann væri reiðubúinn að hafá eftirlit með afvopnuninni á Kúbu. Ekki hefur verið skýrt frá því, hvort þeir Mikoyan og Castro muni ræða Kúbumálið. Hins vegar segir í útvarpsfréttum frá Havana, að þeir muni fjalla „um alþ j óðavandamál“. Þá var einnig frá því skýrt í Havana-fréttum, að verið væri að gera ráðstafanir til að búa íbúa Kúbu undir hugsanlegar loftárásir. Tíbet" — aðgerðarleysi. ' Eins og áður getur, þá er stað- an í Ladakh nú talin hafa snúizt Indverjum mjög í óhag. Kín- verjar hafi haldið sókn sinni á- fram frá Demohok, þorpi í S- Ladakh. Allt umdeilt svæði þar er nú fallið Kinverjum í hend- ur. Það er nú talið fullvíst, að efni orðsendingar Krjuseffs, sem hann sendi Nehru, þegar á fyrsta degi bardaganna, hafi verið á þá leið, að Rússar styddu mál- stað Kínverja í landamæradeii- unni. Mun engrar hjálpar frá þeim að vænta, ag ekki verður af því, að Rússar sendi Indverjum MIG- orustuþotur, en um það taldi Menon sig hafa samið. — Kosningar / USA ... Framhald af bls. 1. um og við kosningar í önnur embætti. Kosningaaldur er mis- munandi eftir ríkjum, allt frá 18 árum í 21 ár. í einu ríki þarf að greiða kosningaskatt. í ríkisstjórakosningunum er baráttan allhörð. Einkum bíða menn með eftirvæntingu, hvefn- ig fer í New York, en þar býður Nelson Rockefeller sig fram til endurkjörs. Andstæðingur hana er demókratinn Robert M. Morg- enthau. Þetta embætti þykir mikilsverður áfangi á leiðinni til Hvíta hússins. í Kaliforníu stendur baráttan milli fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Richard Nixon, og demókratans Edmund „Pat‘‘ Brown, sem nú er ríkisstjóri. Það hefur vakið nokkra at- hygli, að yngsti bróðir Kenne- dys forseta, Edward „Teddy“ Kennedy, reynir nú að fá sig kosinn í öldungadeildina, sem fulltrúa Massachusettes. Það var áður sæti Kennedys. Gegn E. Kennedy bjcða sig fram George Cabot Lodge, sonur Henry Cabot Lodge, sem var áður fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ — og Henry Stuart, söguprófessor við Harvard. Stjórnmálafréttariturum ber ekki alveg saman um, hver á- hrif Kúbumálið hefur haft á kosningahorfurnar. Flestir eru þó á einu máli um, að gagnrýni á utanríkisstefnu stjórnarinnar hafi horfið, og því kunni demó- kratar að fá meira fylgi en ella hefði orðið. Forsetinn vonast til að fá þann meirihluta á þingi,_ _sem Mmuni styðja ýmis af frumvörpum hans, sem ekki hafa hlotið sam- þykki á síðasta \ ingi, en þar hafa repúblikanar og íhaldssam- ir demókratar gert honum erfitt fyrir. í / NA /5 hnúiar tS/SOhnútar K Snjólcoma > ÚSi \7 Skúrir E Þrumur W’s, KuUoskil HihskH H Hmt LJ-sscL SVO fór að djúpa lægðin, sem austur um Atlantshaf nokkuð nálgaðist Suður-Grænland í fyrir sunnan ísland. •fyrradaig, skiptist í tvennt, Hér verður því austan átt þegar hún rakst á jökulinn. ráðandi í dag, sennilega úr- Fór þá annar hlutinn narður komulaust við Faxaflóa ag Davíðssund en hinn þvert hiti nálægt frostmarki. Viðræðir Mikoyans og Castro hafnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.