Morgunblaðið - 06.11.1962, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
t>riðjudagur 6. nóvember 198Í
UOIil Wl
STRINDI HULID SNJÓ OG SVELLuM
VEÐ vorum á Ieið niður aÆ
Skálafelli á sunnudaginn og
vorum komin á móts við Skíða
skála K.R., þegar Guðmundur
Jónasson benti allt í einu aust-
ur á öxlina og sagði, „Þarna
eru kindur“. „Kindur ,h.vað
segirðu“. „Sjáið þið þær ekki,
tvær hvítar og eina svarta.
Sko, nú hreyfir sú svarta sig.“
Við skimuðum austur yfir
snjóbreiðuna og einhver sagði,
„Ég sé ekkert nema snjó og
grjót“. „Ég sé bara svart
grjót“ sagði ungur drengur
sem var með í förinni. En svo
kipptist hann við Og sagði“,
„En nú hreyfir grjótið sig“.
Guðmundur brosti og svaraði,
„Það er svört kind, góði minn.
ÞegSr við ókum upp á fjallið,
hélt ég að þetta væru hestar,
en nú sé ég að það eru kind-
ur. Ég held þær séu sex.“
„Eru þær fenntar?“ spurði
einlhver. „Ætli sé ekki bezt að
ganga úr skugga um það“,
sagði Guðmundur og snaraði
sér út úr bílnum, óð út í skafl-
ana og gekk í stefnu á þessa
dökku díla, sem hreyfðu sig
úti í hvítum snjónum. Og við
á eftir.
Það var illfært yfir fjalls-
öxlina og erfiður gangur.
Hefði maður bara verið á
þrúgum". sagði einhver um
leið og hann sökk upp fyrir
hné í þéttum skafli. En Guð-
mundur gekk svo léttilega yf-
ir skaflana að við borð lá, að
við hinir sæjum engin för
eftir hann. Gengum samt i
humátt á eftir eins og hver
hafði krafta og leikni til, en
jafnt og þétt dró sundur með
okkur og Guðmundi, svo við
hægðum ferðina. „Hann hlýt-
ur að vera gamall smali“, hugs
aði ég með mér og gaf rop á
bátinn alla samkeppni við
smalamennsku Guðmundar, —
virti heldur fyrir mér þetta
hvíta teppi sem lá austur eftir
öxlinni niður að Stíflisdals-
vatni og bæimir eins og sker
í hvítu brimi og kipruðu sig
saman í nóvemberfönninni.
„Komið þið strákar", kall-
aði Guðmundur nú á okkur,
en við það styggðust kind-
urnar og tóku að rása niður
öxlina. Þeim gekk ferðin
seint, en mjökuðust þó áfram.
„Nú þær eru þá ekki fenntar“,
sagði ég við næsta mann.
„Nei, en illa gengur þeim“.
„Þær verða fljótt þreyttar",
kallaði Guðmundur, „eins og
færðin er“. Þær voru ekki
langt undan og Guðmundur
var að komast í veg fyrir þær
og við aáum að þær voru
brynjaðar og þungar og siluð-
ust hægt yfir hjarn og fannir.
Við hinir vorum komnir að
þeim stað, þar sem þær höfðu
búið um sig í snjónum. Þær
: •
höfðu kroppað eitthvað í lyng,
en þo ekki svo að ástæða væri
til að ætla að þær hefðu
lengi' þolað frost og jarð-
bönn á þessum slóðum. Tófu-
för á víð og dreif og virtist
okkur melrakkaslóðin nokbur
vísbending um, að þarna hefði
sá verið á ferli, sem beið fær-
is og ætlaði sér snjó og kulda
að hentugum bandamanni.
Guðmundur var nú kominn
í veg fyrir kindurnar og þær
runnu vestur öxlina, en voru
augsýnilega orðnar lúnar, ekki
sízt tvílemba sem síðust fór
ásamt afkvæmi sínu. Þó þess-
ar kindur væru svo brynjaðar
sem raun bar vitni, mátti kalla
að þær hefðu sloppið sæmi-
lega við íshrönglsmerki Vetr-
ar konungs, verra hefði það
getað verið. Og ég minntist
þess að hafa heyrt frá því sagt
að kindur hafi verið svo
brynjaðar að þser hafi vart
getað hreyft sig í sköflum og
orðið dýrbít að bráð.
„Komið þið strákar otg hjálp
ið þið mér að ýta þeim út á
veginn“, kallaði Guðmundur.
Við hlupum niður brekkurn-
ar, en gátum ekki að okkur
gert að stanza við rjúpnaspark
og virða fyrir okkur vegsum-
merkin eftir kalda stríðið á
íslenzkum öræfum. „Hvít með
loðnar tær“, sagði Jónas. En
Guðmundur sagði, „Hvaða
hangs er þetta á ykkur, dreng
ir?“. Við tókum til fótanna og
enn kallaði hann „Nei, ekki í
veg fyrir þær. Á eftir þeim
og út á veg“.
Fremst fór Svarthyrna, á
eftir henni rann svartur dilk-
ur, síðan hvít ær, þá sú
svarta, sem drengirnir héldu
að væri steinn. f slóð hennar
önnur hvít og loks tvílemban
með sín lömb.
„Ég hélt þær væru sex“.
kallaði Guðmundur, ,,en þær
eru átta. Upp á veginn með
þær. Já, ágætt og hlaupið þið
nú fyrir þær, svo þær fari
ekki yfir veginn, en renni nið-
ur eftir.“ Við fórum auðvitað
að fyrirmæ.lum foringja okk-
ar, sem minnti einna helzt á
Skarphéðin á Markarfljóti
eða Gunnar hástökkvara og
blés ekki úr nös. Síðasta spöl-
inn ýtti hann á skepnurnar og
með einhverju móti drógust
þær upp á veginn og hlupu
niður eftir.
Guðmundur hvíldi sig stund
arkorn, lagði síðan af stað
uppeftir að bílnum, og við á
eftir. „Naumast þú ert móð-
ur“, sagði hann við mig. „Ég
er hræddur um að það sé víð-
ar mæðiveiki en í Dölum“.
Svo glotti hann og greikkaði
sporið upp eftir.“ Hvaðan held
urðu þessar kindur séu?“
spurði ég. „Veit það ekki“,
svaraði hann.“ „En markið á
v t t/ * , + . —tttttt t f •
Flugbjörgunarsveitarmenn koma kindunum til hjálpar.
einni þeirra var sneitt framan
hægra“.
Ég þurfti ekki frekari stað-
festingar á því, að við værum
í fylgd með gömlum og gegn-
um smala.
II.
Þegar við komum að bíl
Guðmundar, studdist hann við
vélarhlífina og horfði á eftir
fénu niður veginn. „Nú er
því óhætt", sagði hann sigri
hrósandi, „það finnur leiðina
heim“. „Við erum búnir að
vera klukkutíma“, sagði ég.
„Það er gott fyrir þig“ sagði
Guðmundur. ,,Þú hefur kann-
ske kynnzt landinu“.
Svo tók hann talstöðina og
kallaði upp Flugbjörgunar-
sveitina. „Er ’hún hér einhvers
staðar á næstu grösum"
spurði ég. „Já, þeir eru á
heiðinni að leita að fé“. „Ég
er að hugsa um að segja þeim
frá þessum kindum1, bætti
hann við „Og spurðu þá hvað
an þær séu“, sagði ég. „Halló,
Flugbjörgunarsveitin, halló,
Flugbjörgunarsveitin", kallaði
Guðmundur og sagði til sín.
Sigurður Þorsteinsson, varð-
stjóri svaraði kallinu, og síð-
an áttum við samtöl við
Flugbjörgunarsveitarmenn, —
eitthvað á þessa leið.
Guðmunduri • Við höfum
bjargað átta kindum úr sköfl-
um hér á Skálafelli. Viljið þið
gjöra svo vel að láta hann
Einar í Heiðarbæ vita af
þeim. j
Sigurður: Já, það skulum
við gera.
Guðmundur: Hvaðan ætli
þær séu, ég sá ekki nema
sneitt framan hægra.
Sigurður: Jónas heldur að
þær séu frá Fellsenda.
Guðmundur: Þær ættu þá
að rata heim.
Sigurður: Ætli það ekki.
Guðmundur: Hvar hafið þið
verið?
Og nú tók við Jónas Jónas-
son, Amtmannsstíg 5, Og lýsti
xerðum sínum og Flugbjörg-
unarsveitarinnar.
Jónas: Ég held ekki að fé
hafi fennt á Mosfellsheiði.
Við fundum 7 kindur úr
Reykjavík og af Kjalarnesi á
lágheiðinni. Þær voru á mel-
Barði og í algjöru svelti,
höfðu áreiðanlega ekkert feng
ið í viku eða meira, en ekki
fenntar þ’ú snjór er jafn
fallinn á þessum slóðum.
Sigurður: En það hefur
skafið og er þykkara undir
börðunum?
Jónas: Já, að vísu. Þessar
kindur voru vestan við Sköfl-
ung sunnan við gömlu Sogs-
línuna. SÍcöflungur er í sjón-
hendingu frá Vörðuskeggja á
Hengli norður í Mosfellsheiði,
séð norður frá Vörðuskeggja.
Tófuför sáum við nokkur, en
þó voru ekki mikil brögð að
þeim. Það voru að vísu all-
mikil för kringum eina kind
sem var króuð af í svo köll-
uðum Folaldadölum, vestur af
Hátind og Jórutind, eða norð-
an við Dyrfjöll.
Sigurður (grípur fram í):
Þið getið heyrt að hann þekk-
ir sig á þessum slóðum. Svona
getur hann haldið áfram í all-
an dag að þylja upp ömefni.
Jónas (heldur áfram): Fol-
aldadalirnir eru þrír og fund-
um við þessa kind í fremsta
dalnum — hún var af Kjalar-
nesi.
Blaðamaður: Ertu alinn upp
á þessum slóðum Jónas?
Jónas: Nei, en ég hef rekið
bú í Nesjum um margra ára
skeið, en Nesjar aru efsti bær
í Grafningshreppi.
Sigurður: Þegar við kom-
um í miðdalinn, fundum við
sex kindur, allar frá Nesja-
völlum.
Jónas: Þær voru í svelti.
í dölunum var geysimikil fönn
og ómögulegt að korna fénu
áfram nema í slóð snjóbíls-
'■'t.' .Ms/pi&t,:
irus. Hann var ómetanleg
hjálp.
Blaðamaður: Hvernig stend-^
ur á því að þú ert í slagtogi
með Flugbjörgunarsveitinni?
Jónas: Ástæðan er sú að ég
hringdi til Sigurðar og spurði,
hvort þeir mundu fara út úr
bænum um helgina. Hann
svaraði því játandi. Þá spurði
ég hvort honum væri ekki
sama, þó þeir æfðu sig á þess-
um slóðum hérna. Hann sagði
að þeim væri sama um það.
Ég er þeim mjög þakklátur.
Ég hefði ekki getað verið
heppnari, að hitta á þá ná-
kvæmlega á sama tíma sem
þeir voru að búa sig undir
æfingu.
Blaðamaður: Hvað eruð þið
margir. Sigurður?
Sigurður: Við erum átta,
Jónas sá níundi. x
Jónas: Og þeir gerðu það
fyrir mín orð að fara þessa
leið yfir heiðina. Mér líður
alltaf betur, þegar ég er búinn
að fara yfir þetta svæði. Ég
má ekki til þess hugsa, að
skepnurnar standi í svelti
vegna jarðbanna. Mér finnst
það engu betra en þó þær graf
ist í fönn. Ég veit að margur
bóndinn hefur átt erfitt með
svefn eftir þetta áhlaup. Ég
man ekki eftir svona hörðum
vetri í október. Kjartan á
Hraðastöðum, glöggur maður
og minnugur, segist ekki
muna svo mikinn snjó og lang
varandi í októberlokin síðast-
liðinn 50 ár.
Blaðamaður: Haldið þið, að
það sé margt fé eftir á þessum
slóðum?
Jónas: Nei, ekki nema það
hafi fennt í Folaldadölunúm.
Blaðamaður: Hvernig held-
urðu að ástandið sé hér í nær
liggjandi sveitum?
Jónas: Það er óleitað fyrir
norðan Ármannsfell og upp að
Hvalvatni, en þeir telja ógjör
legt að leita þar nema í snjó-
bíl. Einar oddviti í Heiðarbæ
hyggst fara inneftir á morg
unn.
Blaðamaður: Halda þeir að
það sé margt fé á þessum slóð-
um?
Jónas: Þeir búast við ein-
hverju fé.
Blaðamaður: Hvernig hefur
æfingin gengið hjá ykkur,
Sigurður?
Sigurður: Ágætlega. Við
höfum ekki getað reynt snjó-
bíllinn undanfarin ár vegna
snjóleysis, svo þetta var kær
komið tækifæri. Einhverjir
gallar hafa komið fram í belt
unum, svo við verðum að
skipta um þau og fá ný belti.
Einn þáttur í störfum Flug-
björgunarsveitarinnar eru
Framhald á bls. 15.
tk- . i
IIÍÍiísljiÁlwi::; líff "
ttf/rttSftV*' <tt t 'tíöxse. t /t \tttttVtS S.V ttj.t*.tttttttt.t t
Kindurnar á Skálafelli.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)