Morgunblaðið - 06.11.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 06.11.1962, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. nðvember 196^ JMtffgwttMfoMb Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlb. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. LAUSN SÍLDVEIÐI- DEILUNNAR l»egar samningaviðræður *■ sjómanna og útvegs- manna voru í sumar komnar í algjöra sjálfheldu, var grip- ið til þess ráðs að bjarga síld- arvertíðinni með löggjöf tun gerðardóm. Yfirleitt voru menn sammála um, að ekki væri annarra kosta völ en að ríkisvaldið léti málið til sín taka, því að annars var útlit fyrir að svo kynni að fara að engar síldveiðar yrðu stund- aðar. Gerðardómurinn gilti hins vegar aðeins á sumar- síldveiðum og gerðu menn sér fyrir fram grein fyrir því, að sjómenn og útgerðar- menn yrðu síðan að semja um kjörin á haust- og vetrar- vertíð. Síldarvertíð norðanlands varð sem kunnugt er ágæt og hagur beggja aðila, sjómanna og útvegsmanna, því betri en oftast áður. Með hliðsjón af þeirri staðreynd væntu menn þess, að greiðlegar myndi ganga en ella að ná samkomu lagi vun kjörin á haust- og vetrarvertíð. Það er vissulega hægara fyrir útgerðarmenn að sjá af nokkru hærri hlut til skipshafnar, þegar vel ár- ar, og það er líka hægara fyr- ir sjómenn að sætta sig við nokkru lægri hundraðshluta, þegar tekjurnar eru samt miklar. Þrátt fyrir góðan hag beggja aðila hefur samt svo farið, að ógerlegt hefur reynzt fram að þessu að ná samkomulagi. Er það vissu- lega hryggilegt og bendir til þess að um óþarfa þver- móðsku sé að ræða. Viðreisnarstjórnin hefur látið nokkrar alvarlegar vinnudeilur til sín taka, en hún hefur samt sýnt, að í lengstu lög á að leitast við að láta deiluaðila sjálfa mn að leysa ágreining um kjörin. Það er líka áreiðanlega af- farasælast, bæði fyrir sjó- menn og útgerðarmenn, að þeir leysi sjálfir þau vanda- mál, sem upp rísa, í stað þess að treysta á forsjá ríkisvalds- ins. Sáttasemjarar hafa nú lagt fram miðlunartillögu, sem virðist þess eðlis að báðir að- ilar ættu að geta fallizt á slíka lausn, fremur en fram- lengja vinnustöðvun um ó- fyrirsj áanlegan tíma. Er vonandi að bæði sjómenn og útgerðarmenn samþykki til- löguna og gegni þannig því ábyrgðarmikla hlutverki, sem þeim er ætlað í lýðræðisþjóð- félagi úr því að samkomulag hefur ekki náðst með beinum samningum. ALUMINIUMVER TVTorðmenn hafa tekið á- kvörðun um að stórauka aluminium-framleiðslu í land inu og hagnýta þannig þá vatnsorku, sem þeir enn eiga ónotaða. Er hugmyndin sú, að Norðmenn eigi sjálfir orkuverin, en erlendir aðilar að mestu leyti aluminium- verksmiðjurnar. — Hér er um að ræða sömu leið og undirbúið hefur verið að hér yrði farin. Skilyrði til aluminium- vinnslu eru engu síður fyrir hendi hér á landi en í Noregi. Þess vegna ber að gera það, sem unnt er, til þess að tryggja að slíkur. iðnrekstur rísi hér upp. Að sjálfsögðu verður að tryggja markaði fyrir fram- leiðsluna, en einmitt það veld ur miklu um það, að Norð- menn hafa sótt um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Á sama hátt hljótum við ís- lendingar fyrr en seinna að leita eftir einhvers konar að- ild að bandalaginu, því að ó- líklegt er, að án hennar rísi hér nokkurn tírna upp veru- 'leg stóriðja. BÓKAÚTGÁFA Tslendingar eiga ekki marg- *■ ar merkár minjar eða listaverk frá fyrri tíð nema gömul handrit, sem eru mikl- ir dýrgripir vegna þeirra sagna, sem á þau eru skráðar. En af gömlum kirkjum, högg- mýndum, málverkum eða öðrum listaverkum getum við varla státað. Bókmenntirnar hafa verið burðarásinn í menningu íslendinga frá fyrstu tíð. Þó þær hafi stað- ið í misjafnlega miklum blóma, hafa þær átt hug þjóð arinnar allan og verið rækt- aðar eftir því, sem efni og ástæður hafa leyft. Fyrir hver jól hefst kapp- hlaupið um bókaútgáfuna. Ekki er Morgunblaðinu kunn ugt um, hvort meira verður gefið út af bókum í ár en t. d. í fyrra, en hitt virðist auð- sætt, að gróska verði í bóka- útgáfunni nú sem fyrr. Þó að margt slæðíst kannski með ómerkilegra bóka og sitt sýn- ist hverjum um valið og út- gáfurnar, er engin ástæða til að amast við svonefndu bóka- fióði. Það sýnir að íslending- ar eru enn bókaþjóð, þeir Vissi Krúsjeff, aö hann yrði að fjarlægja eldflaugarnar? — eftir IViark Frankland Moskvu, 29. okt. HIN eðlilega vestræna skýring á endalokum Kúbu deilunnar — að hún sé sig- ur fyrir Kennedy og auð- mýking Krúsjeffs — hljóm ar ekki sennilega í eyrum í Moskvu, minnsta kosti ekki vegna þess, sem við vitum um hæfileika Krús- jeffs í alþjóðastjórnmál- um. í raun og veru má • færa rök að þeirri stað- hæfingu, að Krúsjeff hafi tekizt það, sem hann ætl- aði sér. Tveir kostir? Samkvæmt þessari kenn- ingu hefur það alltaf verið helzta áhyggjuefni Sovét- ríkjanna, að Bandaríkin gerðu innrás á Kúbu. Þá hefði Krúsjeff orðið að velja milli óskemmtiiegra kosta: Að mót- mæla hástöfum og hætta á kjarnorkustríð, eða mótmæla hástöfum og gera ekkert Castro til hjálpar. Hvorugur kosturinn getur Kremlverj- um hafa virzt góður. Kúba — félagsleg ógnun við Bandaríkin? Hin nýafstaðna deila hefur komið flestum til að hugsa um Kúbu frá hernaðarlegu sjónarmiði/ sem mögulega hættu fyrir varnarkerfi Bandaríkjanna. En ástæða er til að ætla, að Sovétríkin skoði Castro fyrst og fremst sem félagslega ógnun við Bandarikin og aðstöðu þeirra í Suður-Ameríku. Án efa telja Rússarnir, að Kúba sé fyrsti hlekkurinn í keðju byltinga við bæjardyr Banda- ríkjamanna. í þessu liggur raunverulegra gildi Kúbu fyr ir Sovétríkin, samkvæmt þess ari kenningu, en í því að hnattstaða hennar er ágæt fyrir sovézkar eldflaugar. Kommúnistaríkin úrslitaaðili? Virðingarsess Rússa meðal kommúnistaríkjamja, einkum álit Kínverja, svo að ekki sé minnzt á hlutlausu rikin, hefði óneitanlega orðið lægri, Íef þeir hefðu látið Banda- ríkjamenn velta Castro. — ■ Menn verða að minnast þess, að Krúsjeff hefur lýst yfir því, að kommúnistaríkin und- ir forystu Sovétríkjanna séu (svo notuð séu hans eigin orð) „úrslitaaðilinn" í þróun heimsmálanna. Hér hefur þessi yfirlýsing verið tekin alvarlega, og að sjálfsögðu Krúséff — álíta menn hann slynigari, en hann er? hefur hún miklu hlutverki að gegna í samskiptum Kína og Sovétríkjanna. Með hliðsjón af þessu er augljóst, að hvergi var Bandaríkjunum hentugra að vefengja þessa staðhæfingu en á Kúbu. Trygging Castros? Ef til vill hefur Krúsjeff komið eldflaugum fyrir á Kúbu vegna þess, að það hafi verið bezta leiðin, sem hon- um datt í hug, til að hindra innrás Bandaríkjamanna, eða aðeins til að styrkja samn- ingsaðstöðu sína. Hverjar, sem ástæður hans hafa verið, er nú ljóst að hann hefur Hussein hvetur til upp- reisnar gegn Nasser Amman 1. nóv. (NTB). HUSSEIN Jórdaníukonungur skoraði í dag á her Arabíska vilja umgangast bækur, eiga bækur að vinum, hafa þær í kringum sig. Það er meira en sagt verður um allar þær þjóðir, sem státa af sjálfstæði. Bókaflóðið er, þrátt fyrir mörg mistök, staðfesting á því, að „kjarninn er þó heill, ef glöggt er greint“, eins og Einar Benediktsson kvað í ljóði sínu A Njálsbúð. sambandslýðveldisins og aðra íbúa þess, að gera uppreisn gegn Nasser forseta og ríkis- stjórn hans. fengið þá tryggingu, sem hann þurfi, fyrir því að Bandaríkin sundri ekki sósíal- istaríki Castros á Kúbu. Hann þarf því ekki að velta lengur fyrir sér, hvort Kúba er styrjaldar virði eða ekki. Vel getur verið, að þessi kenning eigni Krúsjeff of mikla leikni í skáktafli heims- málanna, en hinsvegar eru aðalatriði hennar, þar á meðal mikilvægi Castros á Kúbu fyrir Krúsjeff og núverandi öryggi eyjarinnar fyrir árás- um af hálfu Bandaríkjanna, óumdeilanlegar staðreyndir. Það, sem við fáum ekki að vita Gallinn á öllum kenning- um um átökin er sá, að þær verða að sneiða hjá að skýra þá dul, sem ennþá hvílir yfir atburðum síðustu viku, og þau mistök, sem virðast hafa átt sér stað. Fáum við nokkru sinni að vita hvað varð af kröfunni um brottflutning bandarískra eldflauga frá Tyrklandi, og hversvegna Sovétríkjunum datt í hug, að þessir gagn- kvæmu brottflutningar væru þeim í hag, þegar Bandarikin játa meira að segja að þessar stöðvar séu orðnar úreltar? Fáum við nokkurn tíma að vita, hversvegna Krúsjeff sendi Kennedy bréf á föstu- dagskvöld og birti svo öðru- vísi orðsendingu daginn eftir? Lykillinn að leyndardómn- um er sennilega markmið Sovétríkjanna, er þau sendu elflaugar til Kúbu, og líklega fáum- við aldrei neitt að vita um hvert það var. Áhrif á Berlín? Ef til vill er mikilvægasta framtíðarspurningin: Hvaða áhrif hefur allt þetta á Berlín- arvandamálið? Sumir telja, að valdbeiting Kennedys for- seta hafi styrkt aðstöðu Bandaríkjanna um allan heim einkum vegna þess, að Rússar voru áður búnir að gefa í skyn, að unnt væri að hrekja Vesturveldin frá stöðvum sín- um í Berlín. Hinsvegar getur verið, að Krúsjeff vænti þess, að Kennedy forseti sýni sömu óvæntu, gæðalegu eftirláts- semina í Berlínardeilunni og hann sjálfur er nýbúinn að sýna í deilunni um Kúbu. (Observer — öll rétt* indi áskilin) Kom þetta fram í ræðu, sem útvarpað var í Amman. í ræð- unni kallaði Hussein Nasser harð stjóra og ásakaði hann fyrir af- skipti af innanríkismálium Iraks, Jemen og Sýrlands. Hussein sagðist voná, að allir sannir Arabar og Egyptar tækju höndum saiman og steyptu harð- stjóranum af stóli. SÖRLASKJÓL! Duglegpir unglingur eða krakki óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda í Sörlaskjóli.. Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.