Morgunblaðið - 06.11.1962, Síða 15
Þriðjudagur 6. nóvember 1962
VORCl'lSBL AfílÐ
15
Sören Valentínusson
Keflavík — minning
SÖREN Valentínusson, gamall
sjógarpur og seglasaumari hin
síðari ár, er nú horfinn sjónum
okkar og hverfur aftur til mold-
arinnar í dag. Snögglega og á-
kveðið í fullu fjöri leysti hann
landfestar við þetta líf og lagði
á önnur höf. Einmitt þannig
held ég að Sören hefði sjálfur
kosið að hverfa, ef valið hefði
verið hans, verða ekki gamal-
menni og verða engum til trafala
— heldur að hætta og láta degi
Ijúka og taka til annarra starfa
að morgni hins nýja dags hinum
megin við hafsbrúnina.
Sören Valentínusson varð
bráðkvaddur á götu úti í Kefla-
vík 29. október sl. Hann var
fæddur 1. júlí 1887 í Stykkis-
hólmi og því liðlega 75 ára gam-
all, er hann lézt. Foreldrar hans
voru Gróa Davíðsdóttir og Val-
entínus Oddsson og ólst hann
upp í foreldrahúsum ásamt
þrem systkinum sínum.
Sjór og skip urðu snemma
vettvangur hans. Níu ára gamall
fór hann fyrst að stunda sjó með
föður sínum og ".J ára gamall
var Sören síðast skipstjóri á síld
fyrir Norðurlandi.
Á milli þessara marka liggur
óvenju fjölþætt ög víðförullt
sjómannsstarf. Flestar tegundir
skipa mun Sören hafa kannað,
bæði sem undir- og yfirmaður.
Hann var á árabátum, skútum,
kútterum, vélbátuYn og togurum.
Um árabil var haiin í siglingum
um heimshöfin með flutninga-
skipum og þá einnig á seglskip-
um, sem nú eru að týna tölunni,
Víkingur veiðir
við Grænland
Akranesi 5 nóv.
TOGARINN Víkingur stundar
nú veiðar á miðunum fyrir Vest
ur-Grænlandi og var í morgun,
samkvæmt skeyti, búinn að fá
150 tonn. — Oddur.
eins og skipshafnir þeirra.
í>að voru ævintýraríkir dagar
á hinum prúðu seglskipum og
aldrei hafði Sören svo mikið að
gera að hann legði ekki frá sér
verk, þegar hann gat lifað upp
aftur í frásögnum liðna daga á
hinum tígulegu og erfiðu segl-
skipum og ferðum þeirra um
heimshöfin og dvölum í fram-
andi höfnum — þá ljómaði skarp
leitt andlitið, kvikar og snöggar
hreyfingar áréttuðu ævintýrin,
sem alltaf voru á bak við erfiði
og þunga starfsins.
Ég minnist þess ekki í langri
og góðri viðkynningu að hafa
séð Sören í slæmu skapi — hinn
síungi, síglaði og kviki starfs-
maður er sú mynd, er ég minn-
ist bezt — alltaf jafn kátur og
léttur, hvort sem aflinn var mik-
ill eða lítill, hvort sem veðrið
var gott eða Vont — hvort sem
gengið var af gleðifundi eða
stúkufundi, eða þegar örðug-
leikar steðjuðu að, þá var Sören
alltaf þess megnugur að breiða
út glaðværð sína og græsku-
leysi og mikla lífsþekkingu, svo
það birti yfir hvar sem hann
fór.
Slíkir mannkostir eru því
miður fágætir og verða því eftir-
minnilegri okkur, sem kynntust
þeim í umgengni við hinn horfna
vin.
Það er ekki á mínu færi að
rekja margbreytilega og fjöl-
þætta starfssögu Sören^ Valen-
tínussonar, því þar er svo víða
komið við.
Ég hy 'g að þegar fregnin
berst um að hérvistardögum
Sörens sé lokið — ef til vill með
þessum línum — þá muni marg-
ur staldra við og rifja upp hjá
sér minningar um samveru og
samstarf, því Sören var lands-
þekktur maður á sína vísu —
ekki í auglýsingum, átökum
stjórnmála, listum eða vísindum
— heldur sem hinn trúi og
trausti starfsmaður, hinn æðru-
lausi vinur og félagi allra, sem
áttu með honum samleið eða
viðkynningu, mann, sem allra
vanda vildi leysa og lótti svo
margra byrði.
Minningarnar um Sören Val-
entínusson, þakklæti og fyrir-
bænir, sem berast að dánarbeði,
verða góð kjölfesta því fleyi,
er hann nú siglir á Drottins fund.
Það er mikill missir fyrir
Keflavík að sjá á bak Sören
Valentínussyni, en til Keflavíkur
kom hann árið 1930 og átti þar
sín starfsár ávallt síðan. Það
þýðir ekki að sakast um þó þeir
eldri falli og hverfi úr starfi,
svo skal það vera og viljugur
sérhver bera.
Við sem eftir lifum, sendum
Vigdísi Guðbrandsdóttur, ekkju
Sörens, börnum hans og öllum
ástvinum, innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum þess að
bjartar -minningar um horfin
vin, leggi ilmsmyrsl á sárin, sem
vakin eru við snögga og óvænta
brottför.
Duglegir unglingnr
eðn krukkur
óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ
í þessi hverfi í borginni:
Sörlaskjól Laugavegur efri
— Strindi hulid . . .
Framhald af bls. 10.
þessar æfingar og við erum
mjög ánægðir með að hafa
gert Jónasi þennan greiða um
leið.
Blaðamaðuri*Hefur þú farið
nýlega um þessar slóðir, Jón-
as?
Jónas: Fyrra laugardag fór
ég hérna um á hesti og sá
' þá nokkrar kindur, en gat ekk
ert aðhafzt vegna ófærðar.
Það verður hver að sjá um
sitt land sjálfur, enginn kemst
undan því.
Guðmundur: Hvað gerið þið
við kindurnar?
Jónas: Við komum öðrum
hópnurn á snapir í Sköflungn-
um, en hinum fram á Jóru-
kleif fyrir ofan Tindarétt.
Þangað sækir Jón á Nesjavöll
um þær á mánudag.
Blaðamaður: Og þér líður
betur í dag en í gær, Jónas?
Jónas: Það er ósköp gott að
hafa lokið athugun á þessu
svæði.
Kindurnar fara í slóð snjóbílsins. Ljósm.: Jónas Jónasson.
Við kvöddum þá Flug-
björgunarsveitarmenn og héid
um áfram förinni niður Skála
fellið. Það var tekið að bregða
birtu og þessi svarta slikja
sem lagðist yfir landið var
eins og þægileg hvíld frá ó-
væntum atburðum dagsins.
Bæirnir hurfu í dökkvann, en
sendu frá sér svolitla ljós
glætu eins og til að minna á
sig, en á suðurhimninum var
tunglið og varpaði þjóðsögu-
legri birtu yfir strindi hulið
snjó og svellum.
—m.
Leiðrétting
Akranesi 5 nóv.
NAFN Runólfs skipstjóra ú
Skírni misritaðist í blaðinu á
sunnudaginn. Hann ei Hallfreðs
son. — Oddur.
Frá Jfeklu
Austurstræti 14 Sími 11687
Sendum hvert á land sem er
Góðir greiðsluskilmálar
Verzlun til sölu
Sérverzlun með barnafatnað til sölu nú þegar. Verzl-
unin er í fullum gangi. Útborgun lítil. Tilboð sendist
Mbl. fyrir 11 nóv. merkt: „Sérverzlun — 7664“.
Bílstjóri og lagermaður
Byggingavöruv.erzlun óskar eftir* að ráða mann, sem
getur tekið að sér að vera lagermaður og bílstjóri.
Upplýsingar um fyrri störf og meðmæli ef til eru
leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt:
Byggingavöruverzlun — 3702“.
Reglusamur dugiegur piltur
20—25 ára getur fengið atvinnu strax við útkeyrslu
á vörum ásamt fleiru.
Uppl. á skrifstofunni Austurgötu 2, ekki í síma.
Austurver hf.
Til sölu
er nálægt Miðbænum verzlunarhúsnæði á eignarlóð
ásamt öllum vélum og áhöldum til viðkomandi
starfsemi.
Málflutningsskrifstofa
VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480.
Erlenf sendiráð
óskar að taka á leigu 2—3 herbergja íbúð (án hús-
gagna), helzt í Miðbænum, eða grennd.
Nánari upplýsmgar gefur:
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 10 A. Sími: 1-10-43.
P'ákhunarstúlkur
óskast strax.
Hraðfrystihúsið Frost hf.
Hafnarfirði. — Sími 50165.