Morgunblaðið - 06.11.1962, Page 23
Þriðjudagur 6. nóvember 1962
MORGUNBLAÐIÐ
23
— Tófan , . . .
Framhald af bls. 24.
sækja fé út. á Lyngdalsheiði á
vögnum, en jarðýta varð að
ryðja þeim braut.
Hálka er hér allmikil á vegum
en ekki mikil ófærð.
— Fréttaritari.
★
MYKJUNESI, 5. nóv. — Hér er
snjólétt og gengur fé úti ennþá.
Ekki er byrjað að taka fé á gjöf,
enda kemur það sér yfirleitt vel,
því heybirgðir eru almennt held-
ur af skornum skammti.
í morgun var farið í þriðju
leit á Landmannaafrétt á þrem-
ur bílum. Er þetta í fyrsta skipti,
sem eingöngu er farið á bílum.
Flogið var yfir afréttina í síð-
ustu viku, og var að sjá, að þar
væri nærri eins snjólétt og hér í
byggðinni. — Magnús.
★
HOLTI á Síðu, 5. nóv. — Hér
hefur eitthvað af fé fennt, en |
ekki í stórum stíl. Athugun á
þessu er þó ekki lokið enn, því
ekki hefur verið leitað til þraut-
ar. Tíðin síðustu daga hefur ver-
ið góð og frostlaust í gær og í
dag. Ekki hefur enn þurft að
gefa hér á Síðunni, enda ekki
mikill snjór og allir vegir eru
færir.
Slátrun er nú að mestu lokið
á Klaustri, og hefur verið slátr-
að 19:500 fjár og rúmlega 50
nautgripum. — Siggeir.
7
Leitarmenn
með tal-
stöðvarbíl
ÞRÍR bílar með leitarmönn-
um fóru á Landmannaafrétt í
gær. Einn bílanma hafði tal-
stöð. Um kl. 18 í gærkvöldi
voru bílarnir komnir að Hellis
kvísl, en þar festust þeir.
Klukkan 18.15 var síðast haft
sambanú við bílana frá Gufu-
nesstöðinni og sögðust leitar-
menn >á yfirgefa bílana og
myndu þeir gista í leitar-
mannaskálanum við Land-
mannahelli í nótt. 1
FAGURHÓLSMÝRI, Öræfum, 5.
nóv. — Hér í öræfum sluppum
við furðu vel við veðrið. Það
gekk fljótt yfir, og nú hefur
allan snjó tekið upp. Á nokkrum
stöðum varð þó haglaust, og vit-
áð er um að nokkrar kindur
hafa farizt í fönn. Ekki hefur
hins vegar þótt ástæða til að
leita fjár, enda hagar hér góðir.
— Fréttaritari.
★
SELJAVÖLLUM, Hornafirði, 5.
nóv. —. Fjárleitir hafa gengið
hér nokkuð vel. Þó var ekki far-
ið nema einu sinni í Staðfafells-
fjöll, og vitað er að þar er eitt-
hvað af fé eftir. 1 Reifsdal, sem
er á afrétti Nesjamanna, var
vitað um 11 kindur og voru leit-
armenn væntanlegir með þær í
dag. Talið er að eitthvað af fé
sé eftir í inn-fjöllum, en þar eru
hagar sæmilegir, svo ekki er 1
ástæða til að óttast kindur, sem
þar kunna að vera. Jarðlaust er
hins vegar í byggð að mestu,
enda nær snæbreiðan nokkuð
upp í fjöll. í veðrinu reif af
fjöllum. Hlýtt hefur verið síð-
ustu 3 daga, þótt veðrátta hafi
verið austan- og norðaustanstæð,
en það er óvenjulegt af þeirri
átt. Eru hagar því að koma upp.
Hætt er við að ein og ein kind
hafi farið í fönn, þótt ekki hafi
fundizt, en ekki er vitað að fé
hafi hrakið í hættur. Fé er mest
heima við og víða á gjöf. Hey
eru þó takmörkuð, þótt vel hafi
verkazt, en seint spratt. Bústofns
aukning er mikil hér, um 25%
á síðustu 6 árum, en ræktun
hefur ekki fylgt að sama skapi.
Verið er nú að rækta upp sand-
ana og er vonast til að heyfeng-
ur nái bústofnsaukningunni von
bráðar. — Egill.
★
SKRIÐUKLAUSTRI, 5. nóv. —
Héðan héldu 3 menn vestur í
svonefndan Rana á Jökuldal að
huga að Klaustursfénu, sem þar
er alls um 500 talsins. Raninn
er sunnan Jökulsár á Dal innan
við Stuðlafoss. Ekki er vitað til
að féð sé í hættu, það sem sézt
hefur, enda er allsstaðar jörð
upp til heiða. í Fljótsdal vantar
nokkrar kindur á bæ og er ekki
gott að segja um hvað veldur,
þótt ekki sé óttast að það hafi
farizt í fönn. Fé hefur lítið
byrjnað í þessu áfelli og á því
hægara um að hreyfa sig.
Ætlað er að smala Klausturs-
fénu út í Ra.ia og reka það síðan
heim að Skriðuklaustri.
— Fréttaritari.
★
SEYÐISFIRÐI, 5. nóv. — Allt er
hér á kafi í fönn og ófærð um
götur. Reynt er að fara Fjarðar-
heiði á snjóbíl. Yfirtaka síldar
fer nú fram hér á staðnum.
— Sveinn.
★
FOSSVÖLLUM, Jökuldal, 5. nóv.
—- Hér vantar nokkrar kindur á
bæ, mest 20 talsins. Hér er mik-
ill gaddur. Nokkrar kindur hafa
fundizt lifandi í fönn.
Tófa hefur lagzt á ósjálfbjarga
fé og drepið t.d. 5 kindur á
Hvannárheiðinni og einnig eru
nokkur brögð að hinu sama aust-
an megin dalsins, svo sem á
Hnefilsdal.
Verið er að ryðja hér vegi og
er nú fært orðið ofan af dal frá
því bílalestin að norðan kom í
gærkvöldi til Egilsstaða. 1 henni
voru 5 stórir bílar og 3 jeppar,
auk trukks frá Vegagerðinni.
Jarðýta ruddi bílunum leið og
eru víða himinháir ruðningar
með veginum. — Fréttaritari.
★
BORGARFIRÐI eystra, 5. nóv.
— Þetta er eitt versta áfelli, sem
hér hefur gert á þessum tíma
árs. Hér vantar kindur nokkrar
á bæ, þótt fé væri yfirleitt ekki
langt undan er veðrið skall á.
Erfitt reyndist að ná fé sem var
í víkunum hér suður af Borgar-
firði.
Eitthvað hefur fennt af fé,
þótt ekki sé vitað um það með
UTAN NR HEIMI
Kosiö til Lögþings
Færeyja á mánudag
Kosmngabaráttan óvenjulega hörð
Einkaskeyti til Mibl.
Færeyjum 4. nóvemlber.
KOSI® verður til Lögþings í
Færeyjum 8. nóvember. Á
þinginu, sem nú íer frá,
átti Jafnaðarmannaflokkurinn
8 fulltrúa, Sambandsflokkur-
inn 7 og Sjálfstjóriiiarflokkur-
inn 2 menn. Þessir fulltrúar
átu sæti x landstjórn.
Stjórnarandstöðuflokkarnir
voru Þjóðveldisflokkurinm er
átti 7 fulltrúa á Lögþingi, og
Fólkaflokkurinn með 5. Þrit-
ugasti þingfulltrúinn var óháð
ur.
Kosningabaráttan er mjög
hörð og beitir Þjóðveldis-
flokkurinn sér einikum fyrir
því, að NATO fái ekki að hafa
herlið við radarstöðina.
Þá hafa herskyldulögin frá
1954 haft í för með sér nýja
afstöðu til herskyldu. Hefur
það mál orðið mjög umdeilt
og hafa danskir ráðherrar rit-
að lögmanni bréf, þar sem
skýrt er, á hvern hátt lögin
skuli skilin.
Jafnaðarmannaflokkurinn og
Sambandsflokkurinn hafa hald
ið þvi fram í ræðu og riti, að
Þjóðveldisflokkurinn sékomm
úniiskur og reki eriudi
Moskvu.
Blaðaskrif hafa aldrei áður
verið svo hörð, og ber mikið
’á persónulegum deilum. Út-
varpið hefur 7 sinnum út-
varpað kosningaræðum.
Ekki er auðvelt að segja til
um, á hvem hátt kosningarn-
ar muni fara, en margir telja
þó. að ekki verði um stórbreyt
ingar að ræða. Sumir halda
þó. að Jafnaðarmanmaflokkur-
inn muni vinna eitt sæti, en
hinir flokkarnir hljóti óbreytt
fylgi.
Arge.
- íþróttir
Framh. af bls. 22.
spenntir og ætluðu að reyna eitt
skot af löngu færi. Það var var-
ið og boltinn sendur fram og
sigurmarkið sikorað, 6 sek. fyrir
leikslok.
Framiliðið allt var vel samstillt
og þjálfaranum Karli Benedikts-
syni, sem einnig léík með, til
mikils sóma En beztu menn voru
Guðjón, Ingólfur og Karl Bene-
diktsson. Og síðast en ekki sízt
Sigurjón í markinu, sem kom
mjög á óvart með góðri mark-
vörzlu. Hann varði m.a. tvö víta
köst. Fram hefur með þessum
leik haslað sér völl meðal beztu
Evrópuliða og gleðilegt er að
þeir eiga það vel skilið.
Skovbakken er margreynt lið
og reynzlan kom þeim þarna
að fullum notum, á móti óreyndu
liði. En þessi leikur undirstrikar,
að ásamt sigri Íslendinga yfir
Dönum í körfuknattleik sama
dag, þá verður meira að gera
fyrir „innimennina" heima en
gert hefur verið. Aðeins þar
stöndum við Norðurlandabúum
á sporði og það viU svo til, að
á Norðurlöndum stendur t.d.
handknattleikur hvað hæst í
heiminum. — A.St.
vissu. Eitt lamb hefur fundizt, |
sem tófa hefur drepið ósjálf-
bjarga I fönn.
Borgfirðingar áttu milli 40 og
50 fjár í Loðmundarfirði og var
farið þangað að sækja það og tók
viku. Leitarmenn voru 2 daga
að reka féð yfir fjallið hér á
milli og urðu að skilja féð eftir
í Kækjudal, komu því aðeins
yfir Kækjuskörð, en sóttu það
síðan daginn eftir í vondu veðri.
Þeir urðu að lóga tveimur kind-
um á leiðinni, sem gáfust upp á
rekstrinum. Enn er hvergi kom-
in jörð hér um slóðir, en frost-
laust er í dag. ■— Ingvar.
VOPNAFIRÐI, 5. nóv. — Hér
hefur verið óvenjuslæm færð,
miðað við árstíma. Bílar voru á
leið frá Akureyri, þegar veðrið
gerði, og urðu að snúa við og
reyndu að fara Strandaleiðina.
Þeir urðu þó að snúa við á Sand-
víkurheiði, en þar var nokkur
hundruð metra kafli ófær af
snjó.
Eitthvað vantar af fé, en ekki
hefur neitt fundizt fennt.
Lýsisskip var hérna og varð
það að bíða fimm sólarhringa
eftir afgreiðslu. — Sigurjón.
★
GRÍMSSTÖÐUM á Fjöllum, 5.
nóv. — Við sluppum vel við
hríðarnar hér og höfum náð öllu
fé. Farið er að hýsa á nyrztu
bæjum, en hér á Grímsstöðum
hefur féð góða jörð í mellönd-
unum enn sem komið er.
Bílalestin, sem hér gisti, var
37 klst. á leiðinni milli bæja frá
Möðrudal að Gilsá á Jökuldal.
— Benedikt.
★
GRÍMSSTÖÐUM, Mývatnssveit,
5. nóv. — Hér heima í Mývatns
sveit er fé á gjöf, en á Austur-
Mývatnsfjöllum er fé í góðu
standi, enda lítill snjór þar.
— Jóhannes.
Lögbergshúsin boð
in til niðurrifs
PÁLL Hannesson bæjarverkfræð
ingur Kópavogs, tjáði Mbl. í
gær að Kópavogskaupstaður
hefði boðið út til niðurrifs hús
in við Lögberg. Enginn býr nú
að Lögbergi og sagði Páll að hús
in grotnuðu þarna niður við
alfaraleið og væru að verða til
skammar.
Hér er um að ræða íbúðarhús,
hlaðið að nokkru leyti, með á-
föstu fjósi og hlöðu, 4—5 bra •
og löks gamalt hesbhús, sem tms
um kann að þykja eftirsjá í, en
það hefur lengi verið áningar-
staður gangnamanna. Hinsveg-
ar hefur hesbhúsið verið þyrnir
í augurn Vegamálaskrifstofunn
ar vegna þess að það stendur svj
nærri veginum að a fþví skaflir
yfir 'hann.
Enska
knattspyrnan
16. umferð ensku deUdarkeppnhm-
ar fór fam í gær og urðu úrslit þessi:
1. deUd
Aston Villa — Fulham ....... 1-2
Blaokburn — Arsenal .......... 5-5
Blackpool — W.B.A............. 0-2
Ipswich — Manchester U. .... 3-5
Liverpool — Burnley ........ 1-2
Manchester City — Everton .. 1-1
N. Forest — Leyton O........1-1
Sheffield U. — Birmingham .... 0-2
Tottenham — Leicester ......... 4-0
West Ham — Bolton .......... 1-2
Wolverhampton — Sheffield W.. 2-2
2. deild
Bury — Cardiff .............. 1-0
Charlton — Preston ............ 2-1
Chelsea — Newcastle ........... 4-2
Leeds — Norwich ............. 3-0
Luton — Derby ................ 1-2
Rotherham — Portsmouth ........ 0-0
Southampton — Middlesbrough .... 6-0
Stoke — Plymouth ............ 2-2
Sunderland — Grimsby .......... 6^2
Swansea — Walsall ............ 3-0
1 Skotlandi urðu úrslit þessi m.a.
Dundee — Airdrie „............' 2-1
Rangers — Dunfermline ....... 1-1
St. Mirren — Celtic .......... 2-?7
Staðan er nú þessi:
1. deild
Tottenham .... 16 11-2-3 56:26 24 st.
Everton .... 15 10-3-2 32:16 23 st.
Burnley .... 16 9-5-2 34:24 23 st.
Wolverhampton 16 8-4-4 37:27 20 st.
Leicester .. 16 8-4-4 31:22 20 st
Afli Akranesbáta
Akranesi 5 nóv.
VONIN var ein trillúbába á sjó
á sunnudag og fiskaði rúm 2
bonn. Flestar trillur reru í morg
un og var aflaihæst Björg með 3
tonn. Tvær trillur fóru til Reykja
víkur og seldu þ_r. — Oddur.
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VORDOR
Almennur félagsfundur í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20,30.
Umræðuefni: Stjórnmálaviðhorfið.
Frummælandi: Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra.
Allt Sjálfstæðisfólk velkomið meðan húshúm leyfir.
Landsmálafélagið Vörður.