Morgunblaðið - 16.11.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 16.11.1962, Síða 13
r Föstudagur 16. nðv. 1962 ínoncvym 4ðið 13 skipa sér við hiið annarra launþega eftir Sverrir Verzlunarmenn fagna úr- slitum í máli þeirra heilshug- ar. Réttlætið í þessu máli hefur unnið frægan sigur. Eftir áralanga baráttu fyrir sjálfsögðum rétti sínum telur Landssamband ísl. verzlunar- manna sig nú hafa náð þeim árangri, sem bezt getur tryggt hag félaga þess. Verzl- unarmenn mæta nú til þings Alþýðusambands íslands í fyrsta sinni, ákveðnir í að leggja þeim málum lið, sem til hagsbóta horfa fyrir alla launþega. Þau furðulegu tíðindi hafa gerzt að svo er að sjá sem ýmsir af núverandi for- ystumönnum ASÍ haldi á- fram að berja höfðinu við steininn og neiti þeirri stað- reynd að LÍV er frá og með mánudeginum 12. nóvember sl., er dómur var uppkveðinn í Félagsdómi, fullgildur fé- lagi í ASÍ á borð við t.d. Dagsbrún og Iðju. Það er með öllu útilokað að einum né neinum haldizt uppi að brjóta lög og fara ekki að dómum. Því mega núverandi stjórnar- menn ASÍ treysta. Þar seir innganga LfV í ASf með dómi er mál málanna í dag, þykir mér rétt að rekja gang þess máls nokkuð. Á þingi LÍV vorið 1959 var samþykkt að sambandið skyldi sækja um inngöngu í ASÍ. Sam- kvæmt því var miðstjórn Al- þýðusambandsins sent eftirfar- andi bréf, dags. 14. júlí 1960: „Miðstjórn Alþýðusambands íslands, Reykjavík. Landssamband íslenzkra verzl- nnarmanna leyfir sér hér með, að sækja um inngöngu í Alþýðu- samband fslands, í samræmi við samþykkt síðasta þings LÍV þar um. Hjálagt sendum vér tvö ein- tök af lögum LÍV og meðlima- skrár hinna einstöku félaga í tvíriti. Félagsskrá frá Skrifstofu- og verzlunarmannafélagi Akur- eyrar hefur enn eigi borizt okk- ur í hendur, en vér væntum þess að það komi ekki að sök, þar sem félagið er í samtökum yðar. Vér munum væntanlega senda félagaskrá frá Akureyri innan fárra daga. Ennfremur sendum vér ljós- prentun af bréfi frá Nordisk Samarbeijdskomité, sem skýrir aðild okkar þar að. Oss væri kært ef svar yðar við umsókn vorri getur legið fyrir dnnan mánaðar“. Astæðumar fyrir samþykkt þings LfV um inngöngu í ASÍ eru augljósar: 1. Hin fornu sannindi um nauðsyn á sameiningu launþeg- anna í lífsbaráttunni. 2. Sá augljósi styrkur sem hin voldugu allsherjarsamtök, ASÍ, geta veiti hinum ungu samtökum verzlunarfólks. , 3. Hin margvíslegu réttindi og áhrif, sem ASf hefur verið veitt sem fyrirsvarsaðila allra Hermannssoin, formann L.Í.V launþega í landinu, sem ekki verður séð að verzlunarfólk geti notið eins og því ber nema með beinni aðild að samtökunum. Inntökubeiðni LÍV var form- lega aldrei svarað, ekki einu sinni eftir að þing • ASÍ hafði hafnað henni. Tilboð þings ASÍ um bindandi samning við LÍV um stuðning í kjarabaráttunni barst LÍV heldur aldrei form- lega. Að vísu var undirritaður viðstaddur afgreiðslu mála á þingi ASÍ en allóvenjuleg máls- meðferð hlýtur þetta að teljast af hálfu ASÍ. arra núverandi forráðamanna ASÍ, að félagsskrá LÍV væri með þeim hætti, að engan vegin samrýmdist reglum ASÍ þar um. Ennfremur að lögum LÍV þyrfti að breyta til samræmis við regl- ur ASÍ, enda þótt þeir hafi ekki getað bent á eitt einasta atriði í lögum T ÍV sem breyta þyrfti og ekki einu sinni eftir að Félags- dómur hafði úrskurðað að ASÍ tjáði sig um það atriði. Nú er það rétt, að á félags- skrám LÍV 1960 fundust eftir ít- arlega rannsókn nokkrir menn sem ekki áttu þar að vera. Að Lögfræðingur LIV, Áki Jaköbsson, afhendir Sverri Her mannssyni, formanni LÍV, dóm Félagsdóms. Nokkrum dögum fyrir þing ASÍ, 1960 var inntökubeiðni LÍV loks tekin fyrir í miðstjórn Al- þýðusambandsins. Var þar samþykkt með 5 atkv. gegn 4 að synja inntökubeiðni Landssambandsins „um sinn“, eins og það var orðað „meðan skipulagsmál Alþýðusambands- ins væru í deiglunni“. Þessa samþykkt miðstjórnar staðfesti 27. þing ASÍ síðar með 193 atkvæðum gegn 129. Málefnarök forráðamanna ASÍ gegn inntökubeiðni LÍV voru þau, sem fram kemur í samþykkt þeirra, að meðan skipulagsmál ASÍ séu í deiglunm, þá skuli LÍV ekk-i fá inngöngu. Nú væri gaman að fá upplýst, hvenær sú stund kynni að renna upp, að þessi mál ASÍ hætti að vera í deiglunni. Sannleikurinn er sá, að í raun og veru hætta skipu- lagsmál slíkra félagasamtaka sem ASÍ aldrei að vera í deigl- unni. Stöðugt hlýtur þróun þess- ara mála að eiga sér stað svo lengi sem samtökin starfa og því alls engin vandi að færa til sanns vegar að þau séu í deiglunni. Enda eru þessi svokölluðu rök þeirra hrein falsrök og yfirskin fyrir pólitísku ofbeldi, sem alls- herjarsamtök ísienzkrar alþýðu beita gegn jafn réttháum félög- um sínum í verkalýðshreyfing- unni. 1 umræðum á Alþýðusam- bandsþingi var aðalinnihaldið í málflutningi forseta ASÍ og ann- sjálfsögðu hefði LÍV fjarlægt þá þegar í stað ef sambandinu hefði verið gert viðvart um það. En svo var ekki gert og var í því efni brotin á LÍV venja sem alltaf hefir verið farið eftir inn- an ASÍ. Má í því sambandi nefna dæmi frá síðasta þingi ASf. Um sama leyti og LÍV sótti um inn- göngu í ASÍ, sótti Félag bygg- ingariðnaðarmanna í Árnessýslu um inngöngu. Nokkru eftir að inntökubeiðni þess hafði borizt ASÍ, sendi ASÍ hana til baka með þeirri athugasemd, að í fé- lagatalinu væru ákveðnir menn, sem ekki gætu talizt launþegar og gæti félagið af þeim sökum ekki náð inngöngu í Alþýðusam- bandið. Félag byggingariðnaðar- manna í Árnessýslu fjarlægði þegar þessa menn af félagsskrá sinni og sendi síðan inntöku- beiðnina á nýjan leik og var sú umsókn síðan samþykkt bæði af miðstjórn og þingi ASÍ. Nú vaknar spurningin: Hvers vegna var LÍV ekki gefinn kost- ur að að leiðrétta félagsskrár sínar? Svarið liggur í augum uppi: Hannibal og félagar hans töldu sig þurfa á að halda að gea bent á galla á umsókn LÍV á ASÍ þingi. Þess vegna var LÍV ekki gefinn kostur á leiðrétt- ingu, enda þótt farið væri með því aftan að siðunum. Þetta var ógeðfelldur vesaldómur af hálfu íorráðamanna ASf. En LÍV hef- ur fengið uppreist að þessu leyti. Félagsdómur hvað upp eft- irfarandi úrskurð 21. júní sL: „Áður en dómur verður lagður á mál þetta þykir rétt samkvæmt 56. gr. laga nr. 80/1938, að lögð verði fram 1 málinu eftirtalin gögn. 1. Af hálfu stefnanda, sam- þykktir allra þeirra, verzl- unarmanna sem eru í Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna. 2. Félagsskrár sömu félaga miðað við núverandi félaga tal og í því formi, sem 8. gr. laga Alþýðusambands íslands mælir fyrir. 3. Rétt er að stefndi tjái sig því næst um hverja sam- þykkt fyrir . sig og lýsi þeim atriðum, sem hann telur, að eigi samræmist lögum Alþýðusambandsins. 2. Rétt er einnig, að stefndi tjái sig um félagatal hvers einstaks félags innan Landssambands ísl. verzl- unarmanna og geri grein fyrir því, ef hann telur einhverja af þeim, sem þar greinir, ekki eiga heima í stéttarfélagi verzlunar- manna- og skrifstofufólks. 5. Gerð sé grein fyrir því, hvort þau þrjú félög í Landssambandi ísl. verzl- unarmanna, sem þegar njóta félagsréttinda í Al- þýðusambandi íslands, séu einnig fullgildir félagar í hinu fyrrnefnda. Gagnaöflum þessi fari fram svo fljótt sem föng eru á og sé jafnframt aflað annara þeirra gagna, er tilefni gefst til. Afla skal framangreindra agna svo iljótt sem unnt er.“ LÍV skilaði sínum félaga- skrám og lögum sínum og sam- þykktum allra sinna félaga. — Greip nú ekki stjórn ASÍ kær- komið tækifæri til að benda hin- um virðulega dómi á gallana í lögum og félagaskrám LÍV? — Lýsti stjórn ASÍ því ekki ræki- lega fyrir dómnum að hvaða leyti lög LÍV samrýmdust ekki lögum ASÍ? Hvoru tveggja höfðu þeir stöðugt haldið fram í ræðu og riti. En hvað skeður? — ASÍ gat ekki bent á eitt einasta atriði í þessu sambandi og mun þessi þáttur málsins verða þeim til ævarandi skammar. Lögfræðing- ur ASÍ, Egill Sigurgeirsson, lét sér að vísu sæma að veitast í málflutningi fyrir Félagsdómi að tveimur félögum LÍV og ekki af verri endanum eins og Þjóðvilj- inn orðar það; Sverri Hermanns- syni, formanni LÍV og Guðm. H. Garðarssyni, formanni VR. Lög- fræðingurinn sagði að Sverrir væri hluthafi í hlutafélögunum Eldborgu, ögra og Hrímni, Hafn arfirði og ennfremur í söltunar- stöðinni Ými á Siglufirði. Það er rétt að Sverrir á lítinn hlut í öll- um þessum fyrirtækjum og hvar stendur að menn megi ekki eiga hlut í hlutafélagi? Hingað til hefir það t. d. ekki þótt glæpur að eiga bréf í Eimskipafélagi ís- lands h.f. En lögfræðingurinn sagði fleira. Hann sagði að Sverrir væri framkvæmdastjóri fyrir hlutafélögin Ögra, Hrímni og Ými. Þetta eru ósannindi. Að álíta formanh V.R. vafa- saman í röðum launþega vegna þess að hann ritstýrir fagblaði er fjarstæða út í hött. Þega- fyrir lá synjun síðasta ASÍ-þings á inntökubeiðni LÍV þá ákvað LÍV að stefna málinu fyrir Félagsdóm. Ástæðan fyrir þessari málssókn var að sjálf- sögðu sú, að LÍV bar höfuðnauð- syn til þess að fá úr því skorið hvaða laga og réttar það nýtur í þessu þjóðfélagi. LÍV taldi sig órétti beitt og þá var að kanna hvort ekki fyrirfinndust lög til að verja LÍV fyrir þessum ó- rétti. Að hver og einn leiti rétt- ar síns er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, enda þótt réttarvitund og lýðræðishugarfar forráða- manna ASÍ sé með þeim hætti að þeir hafa frá upphafi talið málsókn LÍV árás á félagafrelsið í landinu. LÍV gerði þá kröfu, að ASf yrði með dómi skyldað til að veita LÍV inngöngu í samband- ið. — ASf krafðist þess hins vegar að málinu yrði vísað frá Félags- dómi, en að öðrum kosti að ASÍ yrði sýknað í málinu. Þann 22. febrúar sl. kvað Félagsdómur upp dóm í málinu þar sem fall- izt var á kröfu ASÍ um frávís- un. Þeim niðurstöðum vildi LÍV ekki hlíta og vísaði málinu til Hæstaréttar og krdfðist þess að dómi Félagsdóms yrði hrundið og honum gert að kveða upp efn- isdóm í málinu. Með dómi 4. apríl féllst Hæstiréttur á þá kröfu LÍV. # Þann 12. þ.m. var svo uppkveð inn í Félagsdómi endanlegur dóm ur í málinu svo sem öllum er kunnugt um. Þar með er Lands- samband íslenzkra verzlunar- manna orðið fullgildur aðili að Alþýðusambandi íslands með öll- um réttindum og skyldum sem því fylgja. Er það mikill sigur fyrir félagafrelsið í landinu. Þess mó getn, sem gert er ÞAÐ er mikið rætt og ritað um það sem gjöra skal, og gjöra þarf og svo þegar framikvæmdir eru orðnar, alltof oft hljóð um ár- angurinn. í þessu tilfelli sem hér um ræðir er það orlof húsmæðra, sem nú er komið til framkvæmda og íslenzkar húsmæður eru farn ar að njóta góðs af. Síðastliðið sumar, var ég sem þessar línur rita ein af þeirn. Var þá búin að vera kölluð hús- móðir í 55 ár — og ef satt skal segja oft á þessu tímabili haft meiri þörf á 10 daga hvíld en nú en ánægjunnar af dvölinni naut ég í ríkum mæli, enda búið að konunum sem bezt á allan hátt. Eg er sannfærð um, að samhug- ur þeirra, sem njóta þessarar hvíldar og ánægjulegrar samveru stunda, framkallar það bezta, sem í sál okkar býr, og þroskar í starfi daglegra anna. Kona, sem er með umfangsmikið heiimili, og kannske mörg börn, þarf að fá aðstöðu ti'l að geta notið þess- ara hvíldardaga. Af reynslu get ég sagt það, að þreyttum hús- mœðrum hefur orðið það hvíld og uppörvun i daglegum önnum, að dveljast, þó ekki væri nema eina kvöldstund á rólegum stað, án umstangs og fyrirhafnar. Konunni frá orlofsnefnd, frú Sólveigu Jóhannsdóttur, sem for ustuna hafði fyrir þessum hóp, sem ég var þátttakandi í, færi ég kærar þakkir, hún var sérstak lega umhyggjusömn og ástúðleg við okkur og gjörði allt til þess að dvölin á Laugarvatni yrði okkur til hvíldar og ánægju. Ég óska að sem flestum konum gefist kostur á að njóta þessara orlofsdaga. Ég þakka orlofsnefnd fyrir frábæran dugnað í fram- kvæmd þessara roála. Viktoría Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.