Morgunblaðið - 16.11.1962, Side 20

Morgunblaðið - 16.11.1962, Side 20
20 MORGVWBLAÐIÐ Föstudagur 16. nóv. 1962 sem hafði velt potti með tómat- plöntu í. Ewell býður henni nið- ur i loftkælda íbúðina sína upp á eitt glas. Hún kunni hlutverkið sitt reiprennandi. Skildi bendingar frá Jfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar Wilders og fór eftir þeim út í æsar. Hver kaflinn eftir annan var notaður eftir eina eða tvær upptökur, í stað tólf venjulega, þvi að fyrr urðu myndir með Marilyn sjaldn.ót viðunandi. Natasha Lytess ljómað- af á- nægju. Hún hafði aldre: verið hrifnari af Joe en knattleiks- kappinn hafði vérið af henni. Natasha stóð í þeirri trú, að allir erfiðleikarnir hjá Marilyn hefðu stafað af öllum þessum heimtu- freku kröfum, sem Joe gerði til hennar. Hugsa sér líka mann, sem vill, að konan hans komi stundvíslega í mati.m eða hangi yfir honum allt kvöldið eða fari snemma að hátta hjá honum! Ungfrú Lytess sagði: „Nú leikur hún allt miklu betur. Einbeitir sér betur. Kann hlutverkin bet- ur. Er miklu auðveldari að vinna með. Skilur, hvað ég er að fara. Nú þarf ég stundum ekki nema eitt orð til að útskýra fyrir henni, hvað hr. Wilder vill, að hún geri Það var lokið við upptökuna á „Seven Year Iteh“ föstudaginn 5. nóvember. Hún hafði tekið þrjár vikur fram yfir áætlun og orðið 150.000 dölum dýrari en áætlað var. En ráðamennirnir vissu líka, að þarna var ósvikinn gamanleikur. Marilyn Monroe beitti þarna allri sinni barnslegu einfeldni og jafnframt kynþokk- anum Wilder hafði töfrað fram alla beztu eiginleika hennar. Hvað hana sjálfa snerti, þá var hún svo hrifin af skilningi og lagni Wilders, einkum á síð- ustu áföngum upptökunnar, að ‘hún var alveg fallin frá hug- myndinni um sitt eigið kvik- myndafélag. Samtöl hennar við Greene gegnum símann, voru tvíræð og kuldaleg. Hún var til með að ákveða komudag til New York og fresta síðan ferðinni um óákveðinn tíma. Hafði henni ef til vill dottið í hug að halda áfram hjá 20th Century Fox? Og hví ætti hún ekki að verða kyrr í Hollywood? Þann 1. nóv- ember leigði hún sér dýra íbúð á tveim hæðum. Þangað flutti hún bækurnar sínar og plöturnar, Iistmuni, hárþurrkuna sína og 26 glös af Chanel 5, gamla, hvíta flygilinn Og ljósmyndirnar af Eleanora Duse og Abraham Lin- coln. Já, hér ætlaði hún að setjast að fyrir fullt og allt. Hollywood var nú, þrátt fyrir allt, enginn hryllingsklefi. Það var vingjarn- leg og snotur borg. Lew Schreib- er var síhoppandi kring um hana og alltaf að segja henni af .ýja, stórkostlega samningnum, sem hún ætti í vændum, jafnvel þótt félagið væri alls ekki skyldugt , til þess að lögum. Hún fengi glás af peningum — jafnvel 50 þús- und dali fyrir hverja mynd — kannski meira! Og Hugh Frenoh frá Famous Artists-umboðinu, sagði henni, að í síð- ustu myndinni tæki hún öllu öðru fram. Og nú væri Nunally Johnson að semja mynd, beinlínis fyrir hana! Jú, nú var allt að lagast. Natasha hafði haft á réttu að standa. Hitt var allt saman Di Maggio að kenna. Svona grófgerður furtur, sem hafði engan smekk fyrir hinu fíngerða tilfinninganæmi hennar! Nei, það var ekkert vit í að fara að yfirgefa allt þetta, sem hér var í vændum, fyrir náunga eins og Greene. Nei, hér skyldi hún vera kyrr og leika glöðu ekkjuna? Eftir að lokið var við „Seven Year Itoh“, hélt Feldman veizlu Marilyn til heiðurs, þar sem öll helztu nöfn Hollywood voru sam- an komin — þar á meðal Daryl Zanuck! Hún trúði ekki sínum eigin augum, J'„ víst var það Zanuck, sem nú var að heiðra Normu litlu Jean Baker! Jafn- vel Joan Crawford hefði orðið hreykin af henni þetta kvöld — en henni var ekki boðin. Marilyn talaði vel og greindar- lega við gestina. Þegar George Axelrod kom til hennar og hrós- aði henni fyrir þennan frábæra leik, svaraði hún aðeins: „Það er allt honum Billy Wilder að þakka. Hann er dásamlegur leik- stjóri og ég vildi, að ég lenti hjá ‘honum næst. En nú ætlar hann að fara að gera Lingbergmynd- ina og vill ekki lofa mér að 'leika Lindbergh! Og hún dansaði við Clark Gable! Þau dönsuðu tvo dansa saman og héldu fast hvort utan um annað, og virtust vera niður- sokkin í samtal. Blaðamennirnir gerðu samstundis úr þessu byrj- un að ástarævintýri. .En í raun og veru var samtalið eitthvað á þessa leið: „Ég hef alltaf dáðst að yður og langað til að leika á móti yður, sagði Marilyn. Og Gable svaraði: „Ég sá líka mynd með yður um daginn og fannst þér vera dásamleg. Ég óska ekki annars fremur en fá að leika á móti yður í einhverri mynd“. „Mig langar líka til að leika á móti yður, hr. Gable“. „Kallaðu mig Clark“. „Ég meina þao, mig langar til að leika móti þér, Clark“. „En hvern ættum við að fá fyrir leikstjóra Æ, fyrirgefðu, var ég að stíga ofan á fótinn á þér, Marilyn?" — Þetta var ergilegt Ég er búin að gleyma því hvað það var, sem ég mátti ekki segja þér. „Hvað segirðu um Billy Wild- er? Þetta var ekkert, Clark. „Hann er alveg önnum kafinn. Hann ætlar að fara að taka Lind- bergmyndina. „Æ, já, ég man það núna. Ég var einmitt að segja George, að..“ „Hver er George?“ „George Axelrod, skilurðu. Rit ‘höfundurinn. Finnst þér ekki mikið til rithöfunda koma, hr. Gafole.. ég meina, Clark? „Jú, það er allt í lagi með þá, ef maður er hrifinn af þeim. „Það er satt“. „Hvað varstu að segja?“ „Var ég eitthvað að segja?“ „Jæja, hvað sem því líður, þá gæti verið gaman að þessu, ef við fyndum einhverja almenni- lega mynd“. „Það er satt“. Næsta sunnudag sat Marilyn fyrir með Tom Ewell fyrir aug- lýsingamynd. Seinna sama dag kom Joe Di Maggio, sem sam- kvæmt kæru hennar til réttar- ins hafði beitt hana hörku og grimmd, og tók hana í kvik- myndaverinu og ók henni til sjúkrahúss nokkurs, þar sem hún átti að undirgangast smávægi- lega aðgerð. Það var vOnað, að þessi aðgerð mundi losa hana við hinn mikla sársauka, sem jafnan fylgdi klæðaföllum hjá henni og gera henni mögulegt að eignast bam. Marilyn sagði „vinkonu", sem aftur sagði það annarri vin- konu, sem aftur sagði það Lou- ellu Parsons, sem lét það ganga boðleið til lesenda sinna, að „hún væri fegin, að skilnaðurinn væri enn ekki orðinn endan- legur, því að það léti henni opn- ar dyr ef henni skyldi snúast hugur og sættast við Joe“. Þessi vafatími stóð lengi hjá Marilyn, jafnvel eftir að Arthur Miller tók að draga sig eftir henni. í næst- um sjö mánuði lét hún Joe bíða þannig milli vonar og ótta. Aðgerðin heppnaðist vel. Hún var í sjúkrahúsinu til föstudags, og Joe stikaði þar fram og aftur á göngunum allan tímann. Á laugardag hafði hún jafnað sig og var aftur orðin glöð og hress, eins og hún átti að sér. Hún borðaði með Joe og Dominic Di Maggio í Villa Capri Joe var blíður og nær- gætinn við hana, og Marilyn fór að detta í hug, hvórt hún hefði nú ekki hagað sér sem fljótfær bjáni. ÍHÍItvarpið Föstudagur 16. nóvemtoer 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá nœstu viiku. 13.25 „Við vinnuna**: Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum'*: Svan« dís Jónsdóttir les úr endur* miningum tízkudrottningarinaar Schaparelli (8). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esperarþiO og spænsku. 18.00 „í>eir gerðu garðinn fræganMf Guðmundur M. I>orláksson tal« ar um Snorra Sturluson. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir 18.50 Tilkynningar, 19.30 Fréttir. 20.00 Syndaflóðið; siðara erindi (Hend« rik Ottósson fréttamaður). 20.25 Tónaljóð eftir Mendelssoihn (Walter Gieseking leikur á pl« anó). 20.40 í ljóði, — þáttur i umsjá Bald- urs Pálmasonar. Skáld: Jóhann Jónsson og Jón Helgason. Les« arar: Hulda Runólfsdóttir og Baldvin Halldórsson. 20.55 Tónleikar: „Tzigane4* eftir Ravel (Michael Rabin fiðluleikari og hljómsveitin Philharmonia f Lundúnum flytja; Alceo Galliera stjórnar). 21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn Th, Bjömsson listfræðingur veJiur efnið. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Kruir* eft ir Thomas Mann; VI. (Kristján Árnason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð<« mundsson og Tómas Karlsson), 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón-* list. a) Dansar eftir Purcell (Félagar úr Fílharmoníusveit franska útvarpsins leika; Dariu* Milhaud stjórnar). b) Paul Der« enne syngur lög eftir frönsk tónskáld. c) Fransk-amerískur konsert fyrir píanó og hljóm- sveit eftir Jean Wiener (Höf- undurinn og áðurnefndir hljóð- færaleikarar flytja undir stjóra Dariusar Milhaud). 23.15 Dagskrárlok. Laugardagur 17. nóvember 1 febrúar 1948 brutust kommúnist- ar ti) valda í Tékkóslóvakíu. — Jan Masaryk, sonur mannsins, sem ríkið stoinaði 1918, varpaði sér eða var varpað hátt ofan úr glugga á húsi. Næsta skotmark Rússa var Vestur- , Berlín. Samkvæmt samningi við Rússland höfðu Vesturveldin rétt til þess að nota nokkra vegi og járn- brautir til Berlínar. Næstum fyrirvaralaust var þessum leiðum lokað. Stalín bjóst við að Berlin yrði í hans höndum ínnan fárra daga, þar sem hann hélt, að hann gæti svelt þessar 2 milljónir V-Berlínarbúa til uppgjafar. — En Bandamenn gátu enn notað loftleiðir sínar þrjár til Berlínar. Clay hers- höfðingi lagði svo fyrir, að Berlín skylai fædd með loftflutningum. 3.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástavlds- son). 17 X)0 Fréttir. Þetta vil ég heyra: Peter Kids- on velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Kusa 1 stofunni“ eftir Önnu Cath.- Westly; VII. (Stefán Sigurðs- son). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Atriði úr „Útskúfun Fausfs“ eft- ir Berlioz (Nicolai Gedda og Óperuhljómsveitin í París flytja; André Cluytens stjórnar). 20.15 Leikrit: „Menn og ofurmenni** eftir Bernard Shaw; II. kafli, Þýðandi: Árni Guðnason mm Leikstjóri: Gísli Halldórsson, Leikendur: Rúrik Haraldsson. Helga Bachmann, Lárus Pálsson Þorsteinn Ö. tephensen, Krist- björg Kjeld, Róbert Arnfinns- son, Baldvin Halldórsson ojEI. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlólr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.