Morgunblaðið - 16.11.1962, Side 24
FRÉTTASIMAR MBL.
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
I Kaupmarmahöfn
Með hverri Faxa-flugferð til K.-
hafnar kemur MBL. samdægurs í
Aviskiosken, i Hovedbanegárden
257. tbl. — Föstudagur 16. nóvember 1962
19 tlma eitinga-
ieikur við togara
— Barefli við borðstokkinn
BREZKUR togari var staðinn að
ætluðum ólöglegum veiðum und-
an Vestfjörðum í fyrradag, og
náðist hann ekki fyrr en í gær-
morgun eftir 19 tíma eltingaleik
gæzluflugvélar og varðskips.
Áhöfn togarans varnaði mönnum
Landhelgisgæzlunnar að komast
um borð, með því að hafa barefli
uppi við og sigla undan, þegar
150C tnnnur of
sild til Akroness
Akranesi, 15. nóv.
í DAG bárust 1500 tunnur af síld
hingað af fjórum bátum. Afla-
hæstur var Höfrungur H. með
850 tunnur (400 tunnur af því
var smásíld austan af Selvogs-
banka). Haraldur fékk 450, Ver
100 og Náttfari 75 tunnur. Aust-
anstormur var kominn á mið-
unum vestur frá, og kl. 17.30 var
ekki orðið veiðiveður. Síldin á
miðunum norðan við Kolluál er
góð og fer öll í vinnslu.
varðskipsmenn komu að togar-
anum.
Um kl. 15 í fyrradag kom gæzlu
flugvélin Rán að brezka togar-
anum Lord Middleton frá Fleet-
wood, þar sem hann var að ætl-
uðum ólöglegum veiðum rúma
sjómílu innan fiskveiðitakmark-
anna undan Dýrafirði.
SVARAÐI EKKI
Togaranum var gefið stöðvun-
armerki, og reynt að hafa sam- j
band við hann. Því var engu ;
anzað, en veiðarfæri dregin inn !
og haldið til hafs. Flugvélin,
fylgdi honum eftir. Skipherra á
henni var Garðar Pálsson.
Varðskipið Albert var ekki
langt undan, og hélt það þegar
í áttina til togarans. Kom það
að honum um kl. 20 í fyrrakvöld.
Skipherra á Albert, Lárus Þor-
steinsson, sendi skilaboð, þar sem
þess var farið á leit, að togar-
inn færi til næstu hafnar til rann-
sóknar á málinu. Togarinn nam
staðar, og var bátur sendur frá
varðskipinu til hans. Þegar bát-
urinn kom að togaranum, stóðu
Framh. á bls. 23.
Hóta lögbrotum
og ofbeldi
til oð hindra aðild
LÍV oð ASÍ
DÓMUR Félagsdóms í máli
Landssamfoands íslenzkra
verzlunarmanna hefur greini-
lega sett kommúnistana í ASÍ
og hjá „Þjóðviljanum" úr
jafnvægi. í risafyrirsögn hróp
ar blaðið í gær og hefur það
eftir Hannibal Valdimarssyni,
að nú verði að „standa fast á
grundvelli stjórnarskrárinnar,
þrátt fyrir þennan dóm.“ Eftir
þessu að dæma hafa vondir
menn í Félagsdómi brotið
stjórnarskrá landsins, en
Hannifoal og félagar hans ætla
að halda stjórnarskrána í
heiðri með því að hafa dóm-
inn að engu.
Samkvæmt frásögn komm-
únistafolaðsins hafa „þremenn-
ingarnir í Félagsdómi", eins
og þeir kalla meiri hluta
dómsins, brotið stjórnarskrána
með því að hrifsa til sín vald,
sem enginn annar. en Al.þ. ðu-
sambandið getur farið með og
virðist þetta vera kjarninn í
hinni ofsafengnu árás blaðsins
á Félagsdóm.
Kommúnistum hefur hins
vegar láðst að geta þess, að
spumingunni um það,
hvort Félagsdómur hefði
þeta vald eða ekki, var
alveg sérstaklega skotið til
Hæstaréttar. Niðurstaða
Hæstaréttar, og um hana
voru allir 5 dómendur rétt
arinis sammála, var á þá
leið, að Félagsdómi væri
ekki einungis rétt heldur
og skylt, að kveða upp
efuisdóm um það, hvort
LÍV ætti að fara inn í ASÍ
eða ekki.
Það er því samkvæmt fyrir
mælum Hæstaréttar, sem Fé-
lagsdómur starfar, er hann
dæmir í máli LÍV og ef ein-
hverjir hafa brotið stjórnar-
skrána, þá ættu það að vera
hæstaréttardómararnir fimm
með hinum samhljóða úr-
skurði sínum, en skiljanlegt
er, hvers vegna kommúnistar
reyna ekki að telja almenn-
ingi trú um slíka fjarstæðu.
í sambandi við mál þetta
hafa kommúnistar en/n einu
sinni gert sig bera að fjand-
skap við lög og rétt, en furðu-
legt má heita, ef þeir reyna
að halda til streitu ofbeldis-
aðgerðum sínum í blóra við
æðstu dómstóla landsins. Fari
svo, mun á það reyna, hvort
má sin meira lög og réttur
eða ofbeldishneigð nokkurra
öfgamanna.
Um afstöðu Hannibals Valdi
marssonar er nánar rætt í rit-
stjórnargreinum í dag. Og
Sverrir Hermannsson formað-
ur LÍV ræðir Hagsmunamál
verzlunarmanna og dóm félags
dóms á miðsíðu blaðsins í dag.
Hallveig Fróðadótt-
ir í reynsluferd
Fékk undanþágu til tilraunasíldveiða
TOGARINN Hallveig Fróðadóttir
hélt úr höfn á Rvík á þriðjudags-
kvöld til síldveiða fyrir Suður-
íg SV-landi en Bæjarútgerð Rvík
ur hefur fengið leyfi hjá sjó-
mannafélögunum til þess að
senda togarann á 'tilraunasíldveið
xr í þrjár vikur.
Svo sem kunnugt er voru til-
raunir gerðar með togarann á síld
veiðum fyrir norðan í sumar sem
leið, en veiðarnar gengu ekki
sem skyldi. Hinsvegar hefur út-
búnaði skipsins nú verið breytt
með tilliti til þeirrar reynslu, sem
þá fékkst og gera menn sér nú
vonir um betri árangur.
Helztu breytingarnar eru í því
fólgnar að rennan, sem nótinni
er kastað um, hefur nú verið
færð aftast á skipið. Áður vildi
nótin fara í stýri skipsins er
kastað var en með þessum breyt-
ingum á það að vera útilokað.
Þá er kraftblökkin nú hreyfan-
leg fram og aftur og á það að
auðvelda drátt nótarinnar. Þá
hafa ýmsar aðrar breytingar
verið gerðar.
Er breytingum var lokið var
það áríðandi að skipið kæmist í
reynsluferð sem fyrst Voru alú:
\ Jkomandi aðilar mjög vinsam-
Lgir í þessu sambandi, og ..am-
þykktu sjomannafélögin að áhöfi
i.. færi í 3 vikna reynsluveiði
upp á lágmarkskauptryggingu.
Þegar samið verður síðar verður
þetta tímabil tekið með í reikn ■
inginn.
GEKK VEL A» KAST/.
Mbl. átti í gær tal við Guð-
björn Þorsteimsson fiskiskip-
stjóra á bv Hallveigu Fróðadótt-
ur. Var togarinn þá staddur 50
sjómílur VNV af Jökli. Stormur
var á miðunum aðfaranót' mið-
vikudags, en á miðvikudagskvöld
var kastað. Kastið gekk ágætlega
og alveg eftir áætlun, en engin
síld fékkst, enda sterdur hún
djúpt. Guðbjörn kvað ekki mikið
um sild og mun minna en í fyrra.
* Myndin er tekin frá vitahausn ]
um á Battariisgarði sl. þriðju-
dag, þegar bv Hallveig Fróða-
dóttir var að stilla áttavitann,
áður en lagt var út á tilrauna-
síldveiðar. Til hægri er einn
af síldveiðibátum Haralds
Böðvarssonar & Co. á Akra-
mesi, sem einnig fór á veiðar
um kvöldið í baksýn Engeyj
artaglið og Esjan.
(Ljósm. Sv. Þ.).
I gær var bræla og ekkert veiðí-
veður. Togarinn verður senni-
lega áfram á þessum slóðum.
Vatnsveita í
Vestmannaeyjum
GUÐLAUGUR Gíslason hefur
lagt fram þingsályktunartillögu
á Alþingi þess efnis, að ríkis-
stjórnin taki allt að 12 millj. kr.
lán, sem endurlánað verði Vest-
mannaeyjum til vatnsveitufram-
kvæmda, Lánið nemi þó eigi
hærri upphæð en 60%. En á und-
anförnum árum hafa þar farið
fram ítarlegar athuganir á mögu-
leikum til vatnsveitu. Þykir nú
helzt koma til greina annaðhvort
að vinna neyzluvatn úr sjó eða
leggja vatnsleiðslu frá megin-
landinu.
Sjö holur í beina línu
yfir Heimaey
í greinargerð tillögunnar er
nokkuð skýrt frá þeim athugun-
um, sem fram hafa farið:
„Sumarið 1955 voru gerðar til-
raunir með jarðboranir í Eyjum
á vegum jarðhitadeildar raforku-
málaskrifstofunnar. Var verkið
framkvæmt í samráði við jarð-
fræðinga, sem töldu möguleika
á, að við sjávarmálsdýpi undir
Heimaey væri svonefnt grunn-
vatn, ef jarðlög væru svipuð og
annars staðar, þar sem tekizt
hefði að ná slíku vatni upp. Bor-
aðar voru sjö holur í beina línu
þvert yfir Heimaey, 40—120 m
á dýpt. En því miður báru þessar
boranir ekki tilætlaðan árangur.
Virðist svo, að undir Heimaey,
sem kaupstaðurinn stendur á, sé
alls staðar um samfellt bruna-
hraun að ræða, þegar komið er
niður á sjávarmálsdýpi, og að
sjór gangi inn í jarðlögin, þar
sem nokkurn veginn hreinn sjór
reyndist í öllum holunum nema
tveimur, en í þeim varð vatnið
salt, þegar farið var að dæla úr
þeim til lengdar, og því saltara,
því lengur sem úr þeim var dælt.
Frekari tilraunir með jarðboranir
verða því að byggjast á djúp-
borun, ef til vill allt niður í
1000 m eða dýpra, og freista þesa
þannig að hitta á vatnsæð frá
meginlandinu. Eru möguleikar á
þessu í athugun, og hefur álits
Framhald á bls. 8.
Smyglið var 100
fiús. kr. virði
HAFNARFIRÐI — Dæmt hefir
verið í smyglmáli sex skipverja
á mjs. Reykjafossi, en í skipinu
fannst allmikið magn af smygl-
varningi síðast þegar hann kom
hingað 30. október. Reyndist
það meðal annars vera 170 flösk
ur af áfengi, 20 lengjur af síga-
rettum og ýmiss annar varning-
ur, svo sem karlmanna- og kven
sokkar, peysur, leikföng og fleira.
Við rannsókn kom í Ijós, að
sex vélamenn á Reykjafossi áttu
vínið og tóbakið og hlutu þeix
57.200 króna sekt, auk þess sem
smyiglvarningurinn var gerður
upptækur. —- Hinn varningur-
inn hafa tveir hásetar viður.
kennt, en að snnygli þessu stend-
ur líka maður í landi, sem eikkj
er enn vitað hrver er. —
Er talið að smyglvarningur-
inn í heild, sem fannst í Reyikja-
fossi, sé að verðmæti hátt í 100
þúsund krónur.