Alþýðublaðið - 22.12.1929, Page 5
Sunnudaginn 22. dez. 1929.
ALÞÝÐUBLAÐIB
5
Síðasta tækifærið.
Ef pér viljið
KLÖPP.
fá góðar og ódýrar vðrnr, komið pá beinf í
— Nú seljnm vér ódýrt.
Góðir silMsokkar á 1,95 parið.
Kvenbolir frá 95 aurum.
Silkiundirkjólar á 4,45.
Náttkjólar frá 3,25.
Fallegar manchettskyrtur á 5,90.
Falleg bindi á 1,95.
Karlmannapeysur á 5,90.
Góð nærföt á karlm. 4,90 settið.
Stór handklæði á 95 aura.
Efni í sængurver' á 4,75 í verið.
Undirlök á 2,95.
Stór koddaver til að skifta í
tvent á 2,45.
Undirsængurdúkur tvibr. 3,90 m.
Alls konar kjólatau afar-ódýrt
Skoðið fallegu golftreyjurnar,
sem seljast ódýrast í borginni.
Vetrarkápur fyrir konur og ung-
lingsstúlkur, gjafverð. Þetta er
að eins litið sýnishom af öllu,
sem við höfum að bjóða fyrir
þaö lægsta verð, sem pekkist.
Fylgist með straumnum.
Komið fyrri partinn, ef mögu-
legt er.
KLÖPP,
Laugavegi 28.
Faliegar jólagjafir.
V0RUHÚSIÐ.
©\
n
S
8*
fr
5®
Góðar jólagjaflr.
Trikotinenæríatnaður, Hanskar,
Hálsklútar, Golftreyjur, Peysur,
alls konar SOKKAR
Manchettskyrtur, Flibbar, Háls-
bindi, Hattar, Húfur, Treflar,
Vasaklútar. Allsk. Leðuivörur.
Nytsamar jólagjaflr.
01
H
BT
&
m
V0RUHÚSIÐ
ódýrar jólagjafir.
Ágætar jólagjafir.
Kaffistell, 40 teg., Matarstell, Þvottastell, Ávaxtaskálar, Reyksett,
BlómsturvasaT, Vínsett, Silfurplett, afar-mikið úrval, Naglasett.
Burstasett, Saumasett, Dömutöskur og Veski. Barnaleikföng, allar
mögulegar tegundir, með borgarinnar lægsta verði. Jólatrés-
skraut, Kerti og Spil og ótal margt fleira, ágætt til jólagjafa,
er hvergi fæst ódýrara.
K. Einarsson & Bjðrnsson,
Bankastærti 11.
Afkáralegt skfal.
Aleaxndrína drottning lslands
fig Danmerkur á fimtugsafmaEíli
24. p. m. Frú Alexandrína er
pýzkrar ættar. Vegna afmælis
þessa hafa nokkrar konur í
Reykjavík látið setja saman og
skrautrita skjal miMð, og sendu
henni með „Dronning Alexand-
’rine".
Skjalið hljóðar á þessa leið:
, „Á fimmtíu ára afmæli yðar
Hátignar, leyfum vér undirritaðar
konur í Reykjavík oss allra lotn-
ingaTfyllst að árna drottningu
vorri hamingju og blessunar á
pessum miMlvægu tímamótum í
æfi yðar Hátignar.
Vér skoðum pað sém ótvíræð-
<an vott hins einlægasta og hlýj-
asta hugarþels gagnvart landi
voru og pjóð, að yðar Hátign
hefir ein allra drottninga vorra
tvívegis hætt sér yfir hið mikla
haf, sem skilur sambandslöndin
Danmörku og Island, til þess, á-
samt hans Hátign konungi vor-
nm, áð heiðra land vort og pjóð
pieð því að sækja oss heim, og
tdvelja um stund á meðal vor, til
pess að kynnast högum vorum,
og að yðar Hátign hefir á ýmsan
hátt, bæði í orði og verM, sýnt
^ifandi áhuga á velfarnan pjóðar
vorrar, og á öllu pví, er lýtur að
•framförum hennar.
Fyrir því er oss bæði ljúft og
akylt á þessum meTMsdegi í lífi
drottningar vorrar, að vera á
meðal peirra mörgu, utan lands
og innan, sem votta yðar Hátign
huglátssemi sína og virðingu.
Eins og Drottinn á liðinni tíð
blessaði yðar Hátign í háleitri
og ábyrgðarmiMlli stöðu yðar
isem eiginkona og móðir og sem
drottning tveggja þjóðrikja, svo
virðist hann og vera yðar Há-
)tígn nálægur með náð sinni og
trúfesti um marga ólifaða æfi-
daga til fagnaðar og gleði nán-
Ustu ástvinum yðar Hátignar og
tíl heilla báðum þjóðunum, hinni
ídönsku og hinni íslenzku.
Guð blessi og lengi lífdaga yð-
lar Hátignar!
Guð blessi drottningu Dan-
jmerkur og Islands!
Allra lotningarfyllst
(92 nöfn.)
Það er þó sómi reykvískra
kvenna, að ekki fengust fleiri ti)
að undirrita skjalið.
A fundi Nýja stúdentafélagsins
17. p. m. dróst ávarp þetta inn í
Umræðurnar. Fundarmenn fýsti
»ð heyra pað, og að loknum
lestri pess pótti mönnum furðu-
legt, að svo afkáralegt skjal
skyldi sent úr landi til mentaðr-
ar konu. Fól íundurinn okkur
undirrituðum að sjá um, að skjal-
ið yrði mönnum kunnugt gert
og mótmæla pví opinberlega, að
íslenzkar konur láti hafa sig til
pess að senda frá sér slíkt plagg.
Þessar eru athugasemdir okk-
ar:
1. Málið á skjalinu er mjög
bágborið frá upphafi til enda, t.
d. eru ávarpið „yðar Hátign“ og
orðin „drottning vor" notuð mjög
af handahófi, svo að sums staðar
lítur svo út, sem um tvær konur
sé að ræða, sbr. fyrstu málsgrein.
2. Fimmtíu ára afmæli er mjög
langt frá pvi að vera „mikilvæg
tímamót". Tímamót í lífi manna
eru þeir atburðir, sem greinilega
breyta afstöðu, stefnu eða lífs-
innihaldi hlutaðeigandi persópu.
Þetta er pví orðfleða, sem ekM
á við.
3. Þá kemur gríðarlega löng
og klaufaleg málsgrein, sundur-
fleyguð af innskotssetningum.
Virðist höf. tæplega hafa gert sér
Ijóst efni hennar, svo full er hún
af oflofi, smjaðri og fleðulátum.
Hennar Hátign hefir ein allra
drottninga vorra „hætt sér yfir
hið mikla haf“!! Sér er hver
hættuförin á hersMpi um hásum-
ar. Hitt er meira að undrast, að
slíkt skyldi ekM til bera fyrr, svo
gbtt dæmi sem togara- og skútu-
karlar vorir hafa gefið í pví efni.
Og petta með. áhugann á velfarn-
an pjóðar vorrar er vitanlega
pvaður. Svo sem kunnugt er hef-
ir drottningin hvorki aðstöðu né
áhTifavald tli þess að láta hag Is-
lands til sín taka á neinn hátt.
Það' er því fullkomin ókurteisi
að Teyna að telja frúnni trú um !
slíkt, par sem vitað er, að hún
mun tæplega sjálfráð í búri sínu
eða eldhúsi í Kaupmannahöfn,
fremur en aðrar drottningar.
4. „Svo virðist hann (þ. e.
Röskir menn,
helst nngir, gste
fengið að safna á«
skrifendnm að ,Perl-
nm‘. Há póknnn. Koml
I dag kl. 1 i prent-
smiðjnna Gutenberg.
Drottinn) og vera yðar Hátign
nálægur með náð sinni og trú-
festd um marga ólifaða æfidaga"
pýðir á máli skynbærra íslend-
inga: „Það lítur út fyrir að hann
(p. e. Drottinn) o. s. frv." Það er