Morgunblaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 10
 MORGV1SBLAÐ1B Sunnudagur 24. nóv. 1962 Argentísku karlmennirnir ráku upp stór augu, þegar stúlka með hjálm á höfði Stteig út úr Merce- des 220 SE við fyrsta áfanga- í fréttunum Bezt að auglýsa í IVIorgunblaðinu - - - - - — ■—■ ' staðinn í Argentínukappakstr- inum. Það var sænska stúlkan Ursula Wirth sem þarna var á ferð, ásamt vinstúlku sinni Ewy Rosquist. Þær höfðu lokið við fyrstu 800 km. af 4261 km., en eins og kunnugt er er Agentínu- kappaksturinn einhver sá lengsti og hættulegasti í heimi. 255 bif- reiðar tóku þátt í kappakstrin- um. Ursula og Ewy urðu fyrstar á alla áfangastaðina, sem voru sjö talsins. Alls staðar var þeim tek- ið með fagnaðarlátum, sem náðu hámarki við endastöðina. Að lok- inni keppni sagði Ursula: „Karl- mennirnir þustu að okkur eins og býflugur við hverja benzín- stöð“. Lögreglan varð að skakka leikinn sumstaðar. En á einum stað missti Ursula þolinmæðina og sló einn uppáþrengjandi áhorf anda, — að sjálfsögðu með skrúf- lykli. ★ Um það er mikið rætt í Moskvu, hversu hvíldarleyfum Nikita Krúsjeffs hefur fjölgað upp á síðkastið, jafnframt því sem þau lengjast stöðugt. Krúsjeff, sem nú er 68 ára gam all, hefur þegar á þessu ári verið yfir hundrað toginn af Edin- borg (sem hef- ur reynsluna af ræðuhöldum) harðlega veizlu- ræður, sem und- irbúnar eru fyrir fram. — Ég hef nefni lega oft verið vitni að því, seg- ir hann, að ræðumaðurinn hefur gleymt handritinu heima, og þeg- Öllum kom á óvart þegar Linda Christian fyrrverandi eiginkona Tyrone Powers giftist s.l. vor brezka leikaranum Edmund Pur- dom. Þau höfðu átt vingott hvort við annað fyrir 8 árum er Ty bað Lindu um skilnað og eiginT kona Purdoms flutti frá honum. Linda hefur átt vingott við ýmsa menn síðan, eins og t. d. Aly Khan, markgreifann af Portago, Pignatari og marga fleiri. Allan þennan tíma hefur Purdom verið Hafið eldsneytisolíukerfið í lagi, þá skilar vélin mestri nýtni og afli. Framkvæmum viðgerðir á eldsneytisolíukerfum allra tegunda diesel- véla með fullkomnustu tækjum og reyndum fagmönnum, fram- kvæmum einnig allskonar vélaviðgerðir og vélsmíði. Tökum inn bíla og önnur tæki. Munum kappkosta aðhafa varahluti í sem mestu úr- vali. — Reynið viðskiptin. — Sækjum. — Sendurn. VÉLVERK HF. Súðavogi 48. — Sími 18152. (Geymiið auglýsinguna). að reyna að fá skilnað frá eigin- konu sinni og ást hans á Lindu hefur ekkert minnkað. Hann segir að hún komi næst á eftir móðurhans, og það virðist nægja fyrir .Lindu sem sjálf á tvær dætur úr hjónabandi sínu með Tyrone Power. Myndin sýnir Lindu og Purdom ásamt dætrum hennar á baðströndinni Ostia við Róm. ★ Margar sögur ganga um sam- skipti Elízabetar Taylor og Ric- hard Burtons. M. a. að hann sé nokkuð harðhentur við þessa nýju ástmey sína. Þau áttu að hafa farið á hljóm leika í Róm og á eftir í veizlu til Frank Sinatra. Um kl. 3 um nóttina kom Liz til Richards og sagðist eiga að fara snemma á fætur daginn eftir og bað hann að fylgja sér heim. Svarið sem hún fékk frá Burton er ekki hæft á prenti og varð hún að yfirgefa veizluna í fylgd með öðrum. —. Fullvíst þykir að Burton hafi verið ástfanginn af Liz á sínum tíma, hvort sem hann er það lengur. . , ^ daga í leyfi, en árið 1961 voru frídagamir aðeins 58 talsins. ★ Franski kvikmyndaleikarinn Fernandel, stjórnaði í sumar sinni fyrstu kvikmynd. Heitir hún „Avanti la Muscia“, og er haft eftir Fernandel að „tilraun- in“ hafi heppnazt vonum fram- ar. Hann hrósar sér af því, að honum hafi tekizt að kenna syni sínum Franck (sem lék í mynd- inni) að kyssa kvenmann á rétt- an hátt. Meðfylgjandi mynd er tekin, þegar Fernand.l var að stjórna kossasenunni. Leikkonan er ítölsk og heitir Mila Sonnoner. ★ í bókinni „Hinn fullkomni ræðumaður, sem enski rithöf- undurinn Gerald McKnight hef- ur sent frá sér, gagnrýnir her- Hallveigarstaðir séðir fra Garðastræti. Hallveigarstaðir EINS og skýrt hefur verið frá í Mbl., er bygging kvenna- heimiiisins Hallveigarstaða nú að hefjast. Langt er síðan, að hugmynd um byggingu félagsheimilis fyrir konur kom fram, en ýmis óhöpp og erfiðleikar hafa til þessa hindr að það að framkvæmdir gætu hafizt. Hallveigarstaðir eru sjálfs- eignarstofnun. Stjórnina skipa þrjár konur frá Kvenfélaga- sambandi íslands og þrjár frá Kvenréttindasambandi íslands Þær em: Arnheiður Jónsdótt- ir, Auður Auðuns, Jóhanna Egilsdóttir, Rannveig Þor- steinsdóttir, Sigríður J. Magn- ússon og Svava Þórleifsdóttir Auk þeirra eiga sæti í stjórn- inni Sigurrós Sveinsdóttir, skipuð af ríkinu, Kristín Sig- urðardóttir, formaður, frá Borgarstjórn Reykjavíkur, Jóna Guðjónsdóttir frá Al- þýðusambandi íslands og sér- staklega ráðinn gjaldkeri Odd rún Ólafsdóttir. Þegar fyrst var gerð teikn- ing af Hallveigarstöðum, var gert ráð fyrir að þar yrðu gistiherbergi, rekin með svip- uðu sniði og Stúdentagarð- arnir. Á sumrin átti þar að vera gistihús, en á veturna átti að leigja stúlkum utan af landi, sem kæmu til námsdvalar í borginni, herbergin. Nú hefur verið horfið frá þessari hug- mynd. Gerð hefur verið ný teikn- ing af Hallveigarstöðum og verður húsið með liku sniði og félagsheimilin, sem byggð hafa verið hér á landi. Sig- valdi Thordarson arkitekt gerði teikninguna, en hann gerði einnig gömlu teikning- una. í Hallveigarstöðum verða rúmgóðir samkomusalir, þar sem kvennasamtök landsins geta haldið fundi sína og þing. Einnig verður þar hús- næði fyrir skrifstofur, sem kvennasamtökin hafa hér í Reykjavík. Auk þess er gert ráð fyrir að í húsinu verði aðstaða til ýmis konar ung- lingastarfsemi. Hallveigarstaðir verða um 6 þús. rúmmetrar. Húsið verður tvær hæðir, kjallari og þakhæð á þeim parti, er snýr að Túngötu. Það eru Verklegar fram- kvæmdir h.f., sem hafa tekið að sér að steypa húsið og ganga frá því að utan og gert ráð fyrir að því verki verði lokið næsta sumar. ar hann fékk orðið hafði hann ekki hugmynd um, hvað hann ætlaði að segja. DISELVÉLAEIGENDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.