Morgunblaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 20
20
MORGUNBL AÐtÐ
Sunnudagur 24. nóv. 1962
Marilyn Monroe
eftir Maurice Zolotov . WfcM
___________/_______
í „Horft af brúnni“ er þrí-
hyrningurinn Eddie Canbone,
kona hans Beatrice og Katrín,
skjólstæóingur þeirra.
Eg held, að tilfinningasemi
Millers í samibandi við Marilyn
Monroe hafi komið fram í per-
sónuiýsingunum á Abilgail og
Katrinu. í báðum leikritunum
kemur fram hið átakanlega sálar
stríð, sem höfundurinn átti 1 á
árunum 1950—1956.
Jafnvel áður en Deiglan kom
upp á leiksvið, las Clifford Odets
hana í handriti oig lét þá svo
um mælt við kunningja sína, að
nú yrðu Miller og kona hans
skilin innan fárra ára. Hann
sagði. „Svona leikrit gæti eng-
inn maður samið nema því að-
eins að hjónaband hans vaeri 1
þann veginn að fara út um þúf-
ur“. Sjálfur býst ég varla við,
að Milleir sjálfum hafi verið það
ljóst fyrr en 1955, að það var
vonlaust verk að halda því hjóna
bandi við líði. Hann hafði gefið
út á prenti meira af sálarástandi
sínu en hann sjálfur hafði
nokkra hugmynd um. Miller hef
ut sjálfur skrifað, að „því
ófærari sem maðurinn er að
losa sig frá aðal-baráttuefni
leiksins, því meir nálgast hann
sorglega tilveru“. Hann hafði
reynt að forðast sorgarleikinn í
fimm ár með því að „losa sig
frá“ hinni konunni, með því að
fresta því að ákveða sig, með
því að slíta öllu sambandi við
Marilyn, Og af því að hann gat
ekki losað sig frá því, varð það
að lokum persónulegur harm-
leikur.
En að því er tekur til með-
vitaðrar bókmenntasköpunaj var
leikritinu ætlað að lýsa sam-
félagi í greipum óraunverulegr-
ar hræðslu. Samt sem áður varð
Deiglan leikrit um ótrúmennsku
í hjónaibandi, og sorgarleikurinn
í því um mann, sem er kvalinn
af blygðun og sektarmeðvitund.
Hinir skuggalegu helgisiðir í
skóginum, sem Abigail og vinir
Ihennar hafa í frammi, dansandi
nakin kring um eld, eru helgi-
siðir holdslystarinnar. Það má
HETJUSÖGUR
J íslenzkc myndablað & Ofr
! fyrir börn 8 - 80 ára f ^
HRÓI HÖTTUR
og kappar hans^JJj V
hefti komia <f\
V99 í bókabúðir
og kostar aðeins 10 krónur. vr
kalla það galdra ef vil, því eru
það ekki eins konar töfrar að
losa alvörugefinn mann úr fjöl-
skylduböndum og gera hann að
þræl fegurðar og lífsfjörs ungrar
stúlku? Miller skrifaði árið 1957:
„Bæði Deiglan og Horft af
brúnni, snúast um ægileik þeirr
ar ástríðu, sem, enda þótt hún
beinist gegn eigingirni mannsins,
sem hún hefur tekið sér aðsetur
í, þrátt fyrir hverskyns aðvaran-
ir, þrátt fyrir eyðileggingu henn
ar á siðferðisskoðunum manns-
ins, heldur áfram að auka vald
sitt yfir honum, þangað til hún
eyðileggur hann fyrir fullt og
allt.“ Með því að líta um öxl
til Deiglunnar, gat hann nú séð
að „meginhvötin hjá honum til
þess að semja hana yfirleitt, var
ekki þjððfélagslegs eðlis, heldur
sálræns — spurningin um sekt-
ina sem átti heima í Salem og
sem æðið aðeins leysti úr læð-
ingi en skapaði alls ekki. Þar
af leiðandi ber bygging leiksins
þann skilning með sér, e«n snýst
aðallega um John, Elísabet og
AJbigail.
í þessu leikriti hefur John
reynt að halda fast við „siðferð-
is skoðanir" sínar, hvað sem það
kostar. Hann hefur látið Abigail
fara af heimilinu. Hann snertir
hana ekki framar. Sér hana ekki
einu sinni. Enda þótt hann ef til
vill dreymi hana einstöku sinn-
um, gerir hann ekkert til þess að
láta undan girndum sínum. En
kona Johns, sem trúir á það, að
hjónabandið hafi sameinað þau
fyrir lífstíð, getur ekki einu
sinni fyiírgefið þetta eina brot
hans með Abigail. Það hefur
brotið niður stolt hennar. Það
hefur eytt trú hennar á eilífa
ást. Hún geur ekki fyrirgefið
honum. Hún refsar honum með
kuldalegri þögn, fjandsamlegum
augnagotum 0g meinlegum dylgj
um. í 2. þætti segir John við
hana: „Vægðu mér! Þú gleymir
engu og fyrirgefur ekkert. —
Lærðu miskunnsemi, kona! Eg
hef læðzt á tánum um þetta hús,
alla sjö mánuðina siðan hún fór.
Eg hef ekki hreyft mig úr stað
án þess að reyna að þóknast þér,
og samt er eins og óendanleg
líkfylgd sé á ferðinni kring um
hjarta þitt.“
Oh hvað svo um Eddie Car-
bone?
Árið 1957 gerir Miller sjálfan
sig snögglega að Eddi Carbone.
Milli uppfærslanna í London Og
New York á „Horft af brúnni“,
skildi hann við könuna sína og
gekk að eiga Marilyn. Svo um-
skrifaði hann leikritið fyrir
Lundúna-leikhúsið. Nú sér hann
ekki lengur Eddie Carbone sem
þjóðfjandsamlegan uppljóstrun-
armann, sem kemur upp um ein
staklinga við stjórnarskrifstofur,
sem er öfugsnúkin kynferðilega
aðeins til þess að sýna öfugsnún
ing hans þjóðfélagslega. Nú sér
hann, að leikritið „gaf til kynina
mjög persónulega áhyggju, sem
var alls ekki fjarlæg mínu eigin
sálarlífi .... þess vegna tóku
margar mjög ákveðnar breyting
ar að koma á leikritið — í sjálfu
sér smáar, en engu að síður
mikilvægar, þegar saman komu.
Ef til vill hafa tvær þser mikil-
vægustu verið hin breytta af-
staða til Eddie Carbone, hetj-
unnar, og svo gagnvart hinum
tveim konum í lífi hans. Eg
hafði upphaflega hugsað Eddie
sem fyrirbæri — frekar ðhugn-
anlega staðreynd tilverunnar, og
ég hafði reynt að halda sjálfum
mér frá sjálfsréttlætingu hans.
Þar af leiddi, að hann hafði kom
ið fyrir sem eitthvert líffræði-
legt skrípi og að vissu marki
fráhrindandi persóna, sem ekki
var almennilega tæk í mannlegt
samfélag. Þegar ég endurskoðaði
íeikritið varð mér sjálfum unnt
að viðurkenna þetta, sem ég hafði
reynt að gera ljóst í frumútgáf-
unni, en það var, að hversu mjög
sem hægt væri að hafa óbeit á
þessum manni, sem gerir af sér
hitt og þetta andstyggilegt, þá á
hann samt til eða er dærni upp
á þá dásamlegu og mannlegu
staðreynd, að einnig hann getur
látið til leiðast að gera það, sem
í síðari útgáfurmi er sjálfsfórn,
fyrir hugmynd sína um rétt,
virðuleik og sannleika, — hversu
svo röng sem þessi hugmynd
kann að vera. Við endurskoðun
ina varð mér irnnt að komast
fram hjá manninum sem fyrir-
bæri og nota markmið hans í
dramatiskum tilgangi. Þegar það
var gert, var hægt að lýsa betur
hinum einræðiskenndu skoðuin-
um konu hans og frænku, svo í
stað þess að vérða þögull undir
leikur undir framgangi alls ferils
Eddies, urðu þær kraftar til þess
að reka hann áfram eða halda aft
ur af honum og urðu að lokum
einn hluti af ógæfu hans. Upp-
götvunin á því, að ég var sjálf-
ur flæktur inn í það, sem ég var
búinn að skrifa, breytti þessu
úr hópmynd og leikurinn færð-
ist nær raunveruleikanum og
framkallaði hið ákafa svar
áheyrendanna",
Það sem Arthur Miller hafði
raunverulega gert með þessari
endurskoðun á „Horft af
brúnni“, var að semja varnar-
rit fyrir sína eigin ást. Hann leið
allar helvítiskvalir sektarmeð-
vitundarinnar og baráttunnar
— Svona páskaegg vil
við sekt sína og girndir, áður en
hann tók þessa ákvörðun.
Marilyn hafði enga hugmynd
um allar þessar sálarkvalir, sem
hrjáðu manninn, sem hún tilbað.
Hún hafði komizt að þeirri niður
stöðu, að hann elskaði hana ekki.
Ef til vill hefur hún trúað þvi,
að maður eins og Miller gæti
ekki raunverulega dáðst að
henni.
Samkvæmt vitnisburði vina
þeirra og því, sem lesa má út úr
síðari leikritum hans, voru Mill-
ershjónin komin á öndverðan
meið árið 1952. Samt var hann
enn heima. Honum fannst hann
ekki eiga annarra kosta völ,
vega barnanna. En þegar hann
hitti Marilyn aftur 1955, tóku
tilfinningar hans að gera vart
við sig aftur.
Það má leggja þetta samband
þeirra út á versta veg, hváð þau
bæði snertir, ef mann langar
til. Það má vel segja, að Miller
væri eins konar sigurmerki, sem
hún gæti börði til að ögra óvin
um sínum í Hollywood. Jú, hún
hafði veitt vitrasta leikritahöf-
und Ameríku, var ekki svo? í
Hollywood var nafn Millers vaf-
ið einhverjum dulrænum ljóma
heiðarleika og göfugmennsku. —
Það var litið upp til hans fyrir
manninn, sem aldrei gekk til
samninga og aldrei lét hræðast,
og ekki sízt litu þeir upp til
hans, sem sjálfir höfðu selt hug-
sjónir síhar fyrir peninga.
Einnig má leggja þetta þannig
út, að hún hafði gifzt honum,
til þess að hann gæti samið leik-
rit handa henni að leika í, alveg
á sama hátt og Laurette Taylor
'hafði látið manninn sinn, Hart-
ley Manners semja handa sér.
Það kann vel að vera, að eitt-
hvað þessu líkt hafi komið við
sögu, en aðalatriðið var nú samt,
að þau voru innilega ástfangin
hvort af öðru.
Eg spurði Marilyn einu sinni,
hvernig hún vildi skýrgreina
ástina. Hún sagði, að ástin væri
traust — ef maður elskaði ein-
hvern þá treysti maður hOnum
líka fullkomlega. Eg samþykkti
mikið vegna þess að hún hafði
ég fá næst, mamma! |
þetta, því að það var í góðu
samræmi við minn eigin skilning
á ástinni. Og Marilyn treysti
Miller. Hún virti styrkleik hans,
jafnvægi hans gagnvart pening-
um, einfalda lifnaðarhætti og
hina góðu stjórn sem hann hafði
á vinnubrögðum sínum.
Út frá því, sem lesa má út
úr síðari leikritum Millers má
álykta, að fyrra hjónaband hams
hafi verið eitrað af sektarmeð-
vitund. Hann skuldaði henni svo
SHUtvarpiö
Sunnudagur 25. nóvember.
8.30 Létt morgunlög.
9.20 Morgunhugleiðing um músiík:
Artur Schnabel svarar spurning
um (Ámi Kristjánsson flytur),
9.35 Mprguntónleikar.
11.00 Messa í Laugarneskirkju (Prest
ur: Séra Garðar Svavarsson*
Organleikari: Kristinn Ingvars-
son).
12.16 Hádegisútvap.
13.16 Tækni og verkmenning; V. er-
indi: Orkufrekur iðnaður (Bald-
ur Líndal efnaverkfræðingur).
14.00 Miðdegistónleikar:
16.30 Kaffitáminn: — (16.00 veðurfregn
ir). a) Óskar Cortes og félagar
hans leika.
b) „Starlight“-hljómsveitin leik
ur lög úr söngleikjum eftir
Lerner og Loewe; Cyril Ornadel
stj.
16.15 Á bókamarkaðinum (Vilhjálmur
í». Gíslason útvarpsetjóri).
17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir) i
18.20 Veðurfregnir.
18.30 „Háfið bláa hafið, hugann dreg-
ur“: Gömlu lögin.
19.00 Tiikynningar. — 19.30 Fréttir og
íþróttaspjall.
20.00 Eyjar við ísland; XVI. erindi!
Flatey á Breiðafirði (Jón Júlíua
Sigurðsson banikaféhirðir).
20.25 Sænskir listamenn í útvarpssalf
Gert Crafoord leikur á fiðlu og
Ann Mari Fröier á píanó.
a) Fjórar akvarellur eftir Tof
Aulin.
b) Sónata 1 B-dúr (K378) eftir
Mozart.
21.00 Sitt af hverju tagi (Pétur Pétupi
son).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 26. nóvember.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Pétur Gunnars-
son tilraunastjóri talar um fóðr-
ið og fóðrunina í vetur.
13.36 ,Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum:“ Svan-
dís Jónsdóttir les úr endur-
minningum tízkudrottningar-
innar Schiaparelli (12).
16.00 Síðdegisútvarp.
17.05 Sígild tónlist fyrir ungt fóllc
(Reynir Axelsson).
18.00 hjóðlegt efni fyrir unga hJust-
endur (Ingimar Jóhannesson),
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfrétt-
ir. — 18.50 Tiikynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Helgi
Hjörvar rithöfundur).
20.20 Tónverk eftir Grieg: Hljómsvei*
in Philharmonia í Lundúnum
leikur; George Weldon stjórnar.
20.40 Á blaðmannafundi; Jóhannea
Kjarval listmálari svarar spurn-
ingum. Stjómandi: Dr. Gunnay
Schram. Spyrjendur: Emil
Björnsson, Indriði G. I>orstein»-
son og Matthías Johannessen,
21.16 Einsöngur: Sandor Konya syng-
ur óperettulög.
21.30 Útvarpssagan: „Felix Krultl'4 eftir
Thomas Mann; IX. (Kristjáa
Árnason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Gu8-
mundsson).
23.00 Skákþáttur (Guðmundur Arttm
laugsson). — 23.35 Dagskrárlolc.
rX -X
S A G A BERLIIMAR
•X -X *
Er Stalín hafði beðið ósigur, vegna
loftbrúarinnar, sneri hann árásum
sínum að Kóreu og Indó-Kína. Vest-
ur-Þýzkaland fékk rúm til að draga
andann og blómstraði fjárhagslega.
Vestur-Berlín varð enn um stund að
þiggja aðstoð frá Vestur-Þýzkalandi
og Ameríku, en fljótlega fékk hún
hlutdeild í efnahagsundrinu.
Verksmiðjur voru opnaðar. Falleg
stórhýsi með íbúðum fyrir verka-
menn spruttu upp. Á Kurfúrsten-
damm, aðalgötu Vestur-Berlínar, risu
brátt hótel og verzlunarhús eins og á
Fifth Aveneu, Regent Street og
Chaníps Elysées.
í Austur-Þýzkalandi var iðnaður-
inn látinn vinna fyrir Rússland, en
Austur-Berlín var áfram í nistum og
eitt þúsund flóttamenn flúðu daglega
vestur yfir mörkin, sumir af póli-
tískum ástæðum, en aðrir í leit að
mannsæmandi atvinnu og aðbúnaði.