Morgunblaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 24
/ Kaupmannahöfn Með hverri Faxa-flugferð til K.- hafnar kemur MBL. samdægurs i Aviskiosken, i Hovedbanegárden Moksíldveiði í fyrrindtt Erfiðleikar á heimsigiingu í FYRRINÓTT var mjög góð síldveiði. Alls fengu 74 skip 54 þús. tunnur. Mestöll veið- in fékkst í Kolluál, 30—40 mílur vestur af Jökli. Tvö skip fengu hins vegar smá síldarköst á Selvogsgrunni. Þessi skip fengu meira en 1000 tunnur: Skarðsvík 1200, Anna, Valafeil, Gísli lóðs, Hilmir, Auð- unn og Pétur Sigrurðsson 1000 hvert, Haraldur 1600, Hallveig Fróðadóttir 1000 (í tveimur köst- um), Víðir n. 1400, Helgi Fló- ventsson 1200, Seley 1200, Haf- rún og Sigrún 1700 hvor, Björn Jónsson 1200, Runólfur 1400, Ól- afur Magnússon EA 1200, Hall- ðór Jónsson og Bergvík 1100 hvort. Guðmundur Þórðarson var aflahæstur með 1800 tunnur. • URÐU AÐ KASTA SÍUD í gærmorgun tóik veður mjög að versna á miðunum. og fengu Sikipin slæma heimsiglingu. Œivasst var á sunnan og slagveð- ursri'gning. Urðu nokkur þeirra að ryðja út hluta af afla sinum, en önnur, sem ætluðu með afl- ann tii Reykjavíkur (10—12 klst. siglingu), urðu að leita toafna við Snæfellsnes. Aðrir voru allan daginn í gær á leið 'ttl Reykja'víkur). Tíndust jþeir smám saman inn, er á daginn leið, og var gert ráð fyrir, að þeir síðustu kæmu að á tíunda timanum í gærkrvöldi. Á mörg- um bátunum varð að fleygja talsverðri síld fyrir borð. • MIKIÐ ANNRÍKI í gær voru mjög miklar ann- ir á öllum síldarmóttökustöðv- um við Faxaflóa. Síldin var fryst. flökuð, ísuð, söltuð eða skipað um borð í fisktökuskip til útflutnings. Hjórir itogE^ar talka síld til flutnings á Þýzikalandsmarkað. Þótt mikið ætti að salta af síld- ínni í gær, var óttast, að nokkuð mundi ganga úr henni, þar sem eitthvað af síldinni hefði sleg- izt við velting skipanna í óveðr- inu. í Reylkjavík var mikið annríki í gær í Sænska frystilhúsinu, ís- 'birninum, Júpíter og Marz og B.Ú.R. Á síðastnefnda staðnum Ritstjóri Mánudags- blaðsins greiði Kristmanni 30 þús. kr. 1 GÆRMORGUN kvað yfirborg- ardómarinn í Reykjavík, Einar Arnalds, upp dóm í máli, sem Kristmann Guðmundsson, rithöf undur, höfðaði gegn Agnari Boga syni, ritstjóra, vegna greinar, sem birtist í Mánudagsblaðinu í fyrrahaust. Voru þar margvis- leg meiðandi ummæli um Krist- mann. ASÍ-þingi lokið ASÍ-ÞINGINU var slitið kl. að ganga þrjú aðfaranótt laugar- dags. Gerði það hinn svokallaði ,,forseti“ þess, Hannibal Valdi- marsson. Kjördæmis- fundur ■ Reykjanes- kjördæmi N.K. ÞRIÐJUDAG verður fund- ur haldinn í kjördæmisráði Sjálf stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Verður fundurinn haldinn í hinu nýja félagsheimili Njarð- víkinga og hefst kl. 8.30 e.h. Frummælandi á fundinum verð ur Ólafur Thors, forsætisráð- herra. Dómur féll á þá leið, að Agn- ari var gert að greiða 15 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, Krist manni 30 þús. kr. í mdskabætur, 2 þús. kr. í birtingarkostnað og 8 þús. kr. málskostnað til sækj- anda máilsins, Ólafs Þorgríms- sonar. Útför Jóns Stefánssonar RÍKISSTJÓRNIN 'hefur ákveð- ið, með samþykki vandamanna Jóns Stefánssonar, listmálara. sem andaðist 19. þ.m., að jarðar- för 'hans fari fram á vegum ríkis ins. Fer útförin fram frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 28. nóv. n.k., klulkkan 13,30. Áríðandi er að meðlimir kjór- dæmisráðsins mæti á fundinum. , Við elda Indlands “ feiðabók eftir Sigurð A. Magnússon ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA unnu t.d. við söltun 50 konur við færiband. Þar var síldin og fryst, flökuð og sett í súr, sem og á hinum stöðunum. Aknanesi, 23. nóv. Veiðiveður var gott á miðun- um vestur undir Jökli í gær- kvöldi og fram eftir nóttu. Síld- in var þar komin upp á átta faðma. Tækifærið var ekki lát- ið ónotað. Seytján bátar héðan öfluðu 11.500 tunnur síldar og fengu að meðaltali 655 tqpnur á bát. Aflahæstir voru þessir: Haraldur 1600, Sigrún 1600, Anna 1000, Sigurður 900, Ólafur Magn- ússon 800, Skiírnir og Náttfari 600 bvor og Höfrungur II. 700. Sá hinn síðastnefndi var með smásíld af Selvogsbanka. Allir ‘hinir voru vestur frá. Á land- leiðinni hrepptu bátarnir 6—7 vindstiga sunnan storm með slagveðursrigningu. Kl. 4 í nótt var lokið við út- skipun á 500 tonnum af freðsíld í m.s. Selfoss. Auk gagnfræða- skólanemanna hér í bæ komu og 30 nemendur Bændaskólans á Hvanneyri og unnu eins og berserkir við útskipunina. Bjallan glumdi - og þjófurinn hljóp AÐFARANÓTT laugardaigs um kl. hálffjögur var brotizt inn í verzlun Goðaborgar, með því að rúða var brotin. Engu var þó stolið, því að þjóíurinn lagði þegar í stað á flótta. Orsökin var sú, að þjófavörn hefur verið komið fyrir í verzluninni. Glumdi þjófabjalla svo hátt og hvellt, að allir í nágrenninu vöknuðu. — Þetta mun vera í 26. skipti, sem brotizt er inn í verzlanir Goðaborgar, og í fjórða skipti í þessum mánuði. hefur sent á markaðinn vandaða ferðabók eftir Sigurð A. Magnús- son, sem hann nefnir „Við elda Indlands". Segir þar frá þriggja mánaða ferðalagi höfundar um landið þvert og endilangt, en hann ferðaðist yfir tíu þúsund Sigurður A. Magnússon kílómetra með bílum og jám- brautarlestum og heimsótti alla helztu staði Indlands. Hann átti tal við Dalaí Lama í Himalaja- fjöllum, hitti Nehru, Prasad og fleiri indverska leiðtoga í Delhi, hafði kynni af meisturum og helgum mönnum, varð vitni að einkennilegum trúarathöfnum í Benares, Kalkútta og víðar. Kemur höfundur víða við í frá- sögn sinni, lýsir lifnaðarháttum og siðvenjum, sögulegum við- burðum og mannvirkjum, hjátrú og helgihaldi, hugsunarhætti og nútíðarvandamálum. Þá er gerð grein fyrir öllum helztu trúar- brögðum Indverja, og kemur þar margt furðulegt í ljós. „Við elda Indlands“ mun vera fyrsta íslenzka ferðabókin um Indland í heild, en Jón Indíafari lýsti eins og kunnugt er hluta af Suður-Indlandi í sinni frægu „Reisúbók". Bókin er 256 lesmálssíður, en auk þess er í henni 41 mynda- síða með 94 myndum. Framan við lesmálið er kort af Indlandi, þar sem sýndar eru ferðir höfundar um landið, en aftast er kort, sem sýnir afstöðu Indlands til ís- lands. Nafnaskrá fylgir textanum, Bókin er í stóru broti, prýdd sér- kennilegri kápu. „Við elda Indlands" er sjötta bók Sigurðar A. Magnússonar á íslenzku, en hann hefur einnig gefið út ljóðabók á grísku og samið leikrit sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Jólapóstur til Ameríku PÓSTHÚSEÐ í Reykjavík hefur 'beðið Mbl. að geta þess, að m.s. Lagarfoss fari til New York um miðja næstu viku, og verði það sennilega heppilegasta ferð með skipspóst til Amemku fyrir jól. Brezkur togari tekinn í landhelgi Bíll stórskemmist UM kl. hálfþrjú á laugardag var leigubíll úr Reykjavík, rússnesk- ur Zim, á leið austur í Skíða- skála með tvo menn. ísing og hálka var á veginum og allhvasst. Nokkuð ofarlega í Svínahrauni, þegar bíllinn var á um 70 km hraða, missti bílstjórinn skyndi- lega vald á bílnum. Vissi hann ekki fyrri til, en bíllinn snerist á veginum, án þess að hann fengi við nokkuð ráðið. Steyptist hann síðan út af vegarbrúninni, sem var há, valt eina veltu og lenti á grófu hrauni. Mennirnir sluppu ómeiddir, en bíllinn skemmdist mjög mikið. f NÓTT var brezki togarinn Aston Villa, GY. 42 tekinn að meintum ólöglegum veiðúm út af norðanverðum Breiðafirði af varð skipinu Ægi, og komu skipin til Ísafjarðar snemma í morgun, þar sem málið var tekið til rann- sóknar í gær. Var skipið að veið- um með vörpuna úti um 3 sjóm. innan fiskveiðitakmarkanna og algjörlega ljóslaust. Skipstjóri var hinn prúðasti og stöðvaði skip sitt að beiðai varðskipsins um eina sjómílu innan markanna. Hafði hann verið tvo daga að veiðum hér við land. Aston Villa er allstór togari, 536 tonn brúttó, smíðaður árið 1946. Skipstjóri hans heitir J. C, Wigglesworth. Réttarhöld hófust kl. 18 í gær. Var gert ráð fyrir, að þau héldu áfram á mánudag, en réttargæzlu maður útgerðarinnar var ókom- inn vestur í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.