Morgunblaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. desember 1962. M OnGVTSBLÁÐlÐ 11 - s u s Fra'mih. af bls. 6. leid þaí kjörtimabil, sem nú er að lírta: fhalds- Verka- flokkur manna Lögfræðingar 86 flokkur 37 Hermenn 37 3 Kennarar 5 36 Atvinnu- rekendur 113 26 Bændur 38 3 Blaðaic.enn og rithöfundar 26 25 Launþegar (verkamenn, járnbrautar- starfsm. o.s.frv.) 1 90 Atvinnustjórn- málamenn 11 7 Aðrir 48 38 Þessi hefð í brezkum stjórn málum hefur hins vegar orð- ið fyrir mikilli gagnrýni að Iundanförnu. Hefur verið bent á, að með því að skipta tima sínum og starfsorku milli þingmennskunnar annars veg- ar og einhvers óskylds starfs hins vegar nýtist tími þing- manna m.jög illa og annað hvort starfið hljóti að verða vanrækt. Þau mál, sem kæmu til kasta þingsins væru orð- in margþætt og flókin, eins og reyndar nútimaþjóðfélag- ið sjálft, og því yrðu þing- menn í æ ríkara mæli að láta embættismenn eða einhverja starfsmenn flokkanna hugsa fyrir sig og tækju þingmenn síðan ákvarðanir eftir tillög- um þeirra. Fyrsta skrefið verður senni- lega stigið innan skam.ms með allverulegri hækkun þing fararkaupsins. Hefur krafa um slikt, verið mjög uppi meðal þingmanna, og virðist ríkis- stjórnin hafa tekið vinsam- lega í þá kröfu, a.m.k. hélt forsætisráðherrann, MacMill- an fund í síðustu viku með þingmannanefnd frá öllum flokkum til að ræða þessa kröfu. Hækkað þingfararkaup myndi sennilega leiða til þess, að fleiri þingmenn létu þing- fararkaupið nægja sér til lifs- viðurværis, þ.e. atvinnustjórn málamennska myndi aukast. Þessar umræður, sem nú fara fram í Englandi, eru gerð ar hér að umtalsefni, því að svipuð þróun virðist eiga sér stað í öllum lýðræðisríkjum. Nútímaþjóðfélag er orðið svo margþætt og þau máJefni, sem þjóðþingin láta til sin taka, eru orðin svo flókin, að mikinn títtia þarf til að geta sett sig inn í málin, ef endanleg ákvörðun manna á að byggjast á eigin mati. Þeir, sem þingmennsku stunda, munu því eiga erfitt með að annast önnur störf meðan á þingtima stendur. Sá timi lengist líka stöðugt, sem þing- in eru að störfum á ári hverju. Þessar staðreyndir virðast leiða tH þess, að æ fleiri at- vinnustjórnmálamenn eiga sæti á þjóðþingunum, en hin- um fækkar að sama skapi. Hver þróunin verður hér á islandi, skal ósagt lá.tið, en víst er athyglisvert að fylgj- Það er spá manna, að í ast með, hvernig farmvindan þessum efnum sé mikil breyt- verður hjá nágrannaþjóðum ing væntanleg í Bretlandi. okkar. Athugasemd frú tollvörðum Hr. ritstjóri, í BLAÐI yðar og Visi í gæir, er birt „stór frétt“; „Slysavarna félaginu gefnax tóbaksbirgðir á hlutavel'tu". í ffljótu bragði lítur þetta göf- Uigmannlega út frá sjónarhól hins „framtakssam.a“ gefanda, sem sé forstjóri ATVR f.h. ríkissjóðs. Er þetta ekki nöpur kaldhæðni, að líknarfélag skuli leggja sig jafn lágt og gefandinn, ef eigi neðar með því að veita slíkri gjöf móttöku. Það verður kannski næsta „stórgjöf", t.d., tiil Góðtemplara eða Bláabandsins, áfengisflöskur með skemmdum miðum, eða þá súr bjór, sem eitthvað er til af í vörzlu Toll- gæzlunnar. Þetta er eigi til að efla slysavarnir, nema síður sé, þvi það eru nær því eingöngu foörn og unglingar sem sækja hlutaveltur, og er því al’: ekki sæmandi fyrir líknarfélög að bjóða upp á þessa hluti, því ég efast um, að forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins kærðu sig um að hafa hangikjöt eða reykt- an fisk, þó óskemt væri, mál- efni sínu til fraimdráttar. Forstjóri ATVR., virðist eigi vera starfi sínu vaxinn, ef hann Ihefur eigi getað komið þessu í | verð á annan hátt, því mér er kunnugt, að megnið af þeim vindlingum sem Tollgæzlan finn ur og gerðar eru upptækar, eru góð söluvara, Og vil ég eindreg- ið mótmæla þeim ummælum forstjórans, að tollverðir rífi pakkana upp. Þeir fáu pakkar sem koma upprifnir í hendur ATVR., koma í því ástandi úr þeim stöðum sem þeir hafa fund izt í (t.d. á milli þilja), en eru eigi þannig af völdum íslenzkra tollvarða. Þessa vindlinga má alla selja um borð í erlend eða innlend síkip og fara þeir þá undir inn- sigli, sem annar forði sem fyrir er af þessum birgðum. Það er mjög oft, sem erlendir skipstjór- ar spyrja okkur tollverðina, hvort eigi sé hægt að fá keypta vindlinga „out of bond“ (toll- frjálsa) en við svörum ætíð að svo sé ekki. Að endingu, sá „morall“ sem þessi gjöf skapar er meiri og al- varlegri en margur heldur. Nú geta þeir sem stunda vindlinga- smygl andað létt, því þeir eru orðnir óbeinir góðgerðarmenn líknarmála. Reykjavík 29. nóv. 1962. Eiríkur Guðnason. AI.Badr býður sendi- nefndum Araba til Jemen Amman, Washington, 28. nóvember — AP. SENDntÁÐ stjómar Imam Al- Badr í Amman lýsti því yfir í dag, að stjórnin hefði boðið sendinefndum ýmissa Arabaríkja að koma til Jemen, til að kynna sér ástandið þar. Tilgangur Al-Badr með þessu •r sá, að gera sendinefndunum grein fyrir þvi, svo að ekki verði um villzt, að uppreisnarmenn £ái nú aðeins haldið aðstöðu sinni með hjálp frá Egyptum, segir í tilkynningu sendiráðsins. Egyptar hafa nú um 10.000 hermenn undir vopnum í Jemen, Og berjast þeir rueð uppreisn- armönnum. Sendiráð stjórnar Al-Badr í Washington lýsti því einnig yfir í dag, að konungssinnum hefði orðið mikið ágengt í sókn gegn uppreisnarmönnum og egypzku hermönnunum. Segir ennfremur, að konungssinnar ráði nú yfir mörgum borgum í Jemen. Hins vegar haldi egypzkar sprengju- flugvélar uppi loftárásum víðs- vegar um landið. Var tilkynnt, að fréttamönnum yrði boðið til Yemen til að kynna sér ástandið. Um leið var því beint til Alþjóðlega Rauða krossins, að hann tæki þátt í að sjá um særða íbúa Jemens, sem orðið hefðu fórnardýr „innrásar Egypta". ParkerÍi^C,,, kulupenni Það eru Parker gæðin, sem gera muninn! GLÆSILEGUR penni eins og þessi kostar aðeins meira í fyrstu, en hugsið ykkur hve miklu meiri þjónustu hann veitir. Hinn ein- stæði Parker T-BALL oddur er samsettur og holóttur til þess að skriftin verði jafnari og áferðarfallegri. Hvar sem þér skrifið og á hvað sem þér skrifið . . . Parker T-BALL kúlupenninn bregst ekki. Það er vegna þess að T-BALL oddurinn er samsettur . . . hann snertir flestar gerðir pappírs ákveðið en mjuklega ... hann rennur hvorki né þornar á grófum skrifflötum eins og aðrir kúlupennar gera. T-BALL oddurinn er einnig holóttur til þess að blekið fari inn í, eins og umhverfis pennann, þetta tryggir yður stöðuga blekgjöf þegar þér beitið oddinum. kúlupenni ;er pen compant Parker Í&gJl THE PA Herragarðurinn, skáldsaga eftir Cavling NÝLEGA er komin út í íslenzkri þýðingu skáldisagan eftir danska rithöfundinn Ib Hendrik Oavl- ing í þýðingu Gísla Ólafssonar. Fjallar sagan um unga stúlku, sem berst við að bjarga ættar- óðali sínu frá lánadrottnum föð- ur hennar, er hefur orðið spiia- fíkn að bráð. Inni í söguna flétt- ast svo ástir og ævintýri. Þetta er fjórða saga Cavlingis, sem út kemiur á íslenzku, en bækur hans hafa orðið mjög vinsælar hér eins og í heimalandi hans otg víðar. Híium- eru Karlotta, Ást Og auður i^g Héraðslæknirinn. Bókaútgáfan Hildur gefur bóik- ina út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.