Morgunblaðið - 04.12.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. des. 1962
MORGVTSBLÁÐIÐ
3
STRANDFERÐASKIPIÐ Esja
strandaði í Eyjafirði vestan-
verðum um klukkan hálfeitt
aðfaranótt sunnudags. Skipið
náðist á flct aðfaranótt mánu-
dags með aðstoð olíuflutninga
skipsins Stapafells. Engin
slys urðu á mönnum í sam-
bandi við strandið, en skipið
er talið allmikið skemmt.
Skipið fór frá Akureyri á
miðnsetti og hafði því ekki
siglt nema um hálfa klukku-
stund, þegar það rakst upp á
sand- og malarrif rétt utan
við Dagverðareyri, milli eyr-
arinnar og Gása, sunnan und-
Fólk í landi kemur á strandstaðinn.
,Esja‘ strandar
í Eyjafirði
„Við dttum þarna beztu nótt okkar
a
SjO ,
segja farþegarnir
ir Hellulandi. Hlýtur skipið
þá um stund að hafa verið
utan við rétta siglingaleið,
eftir frásögn kunnugra. —
Strandið varð í mesta blíð-
skaparveðri, á háflóði og í
allsæmilegri birtu. Lítill farm
ur var í skipinu og fáir far-
þegar, um tíu talsins. Áhöfnin
er um 38 manns.
í>egar ljóst var, að skipið
var fast á rifinu, var farið að
reyna að ná því út með eigin
vélarafli, en án nokkurs árang
urs, og var þó létt á skipinu
með því að láta streyma úr
geymum. Þar sem skipið stóð
rétt á rifinu, og ekkert var að
veðri, var ákveðið að bíða
morguns og flytja farþega
ekki í land. Sváfu þeir vært
um nóttina og höfðu sumir á
orði daginn eftir, að þarna
hefðu þeir átt beztu nótt sína
á sjó.
Um nónbilið á sunnudag
voru farþegar fluttir í land á
skipsbátunum og þeim ekið
til Akureyrar. Þá var flóð, og
var aftur reynt að losa skipið.
Farþegar komnir
við hlið Esju.
í skipsbát
Það tókst þó ekki. Um tíma
stóð til að fá skipið Sandey
frá Björgun hf. norður, til
þess að soga sand og möl und-
an kilinum og freista þess á
þann hátt að losa skipið af
grunni. Hefði það verið í
fyrsta skipti, sem reynt er að
bjarga skipi á þann hátt hér
við land. Ekki varð þó af því
heldur kom olíuflutninga-
skipið Stapafell til hjálpar á
háflæði um eitt-leytið aðfara
nótt mánudags. Voru settir
vírar milli Esju og Stapafells,
sem varpað hafði báðum akk-
erum. Tók Stapafell síðan í af
fullu vélarafli (um 1200 hest-
öfl) og með þilfarsvindum
sínum, en auk þess var Esja
knúin af fullum krafti. Tókst
þá að kippa henni á flot eftir
röskan hálftíma.
Esja sigldi þá inn til Akur-
ureyrar, þar sem botninn var
athugaður í gær. Kom í ljós,
að framhluti hans er all-veru-
lega skemmdur, en Skipaskoð
un ríkisins gaf skipinu haffær þar sem sjóréttur fjallar um
isskírteini. Atti það að leggja málið. Kemur ms. Esja þvi
af stað frá Akureyri um ekki við á Vestfjarðahöfnum,
klukkan hálftíu í gærkvöldi eins og ráð var fyrir gert í á-
og fara beint til Reykjavíkur, ætlun.
Kona fetar sig niður kaðalstiga utan á hlið ms. Esju niður í
skipsbátinn. (Myndirnar tók Ragnar Mar. á Akureyri)
Happdrætti
DAS
f GÆR var dregið í 8. fl. Happ
drættis DAS um 100 vinninga
og féllu vinningar þannig:
4ra herb. íbúð Ljósheimum 20, VIII
h. (A) tilbúin undir tréverk kom á
nr. 11639. Umboð Aðalumboð.
2ja herb. íbúð Ljósheimum 20, VIII.
h. (E) tilbúin undir tréverk kom á
nr. 46666. Umboð Keflav. flugv.
Opel Rekord fólksbifreið kom á nr.
38038. Umboð Aðalaumboð.
SAAB 96 fólksbifreið kom á nr.
39991. Umboð Aðalumboð.
Volkswagen fólksbifreið kom á nr.
21052. Umboð Keflavík.
Eftirtalin númer hlutu húsbúnað
húsbúnað fyrir kr. 10.000.00 hvert:
1008 15694 15714 18902 32903 48044 48238
54819 59349 61230
Eftirtalin númer hlutu húsbúnað
fyrir kr. 5.000.00 hvert:
1186 1420 1517 1712 1863 2320 2530
4485 5407 6135 8866 9205 11828 11906
13880 14060 15045 15059 17902 19360 19522
19558 20269 21632 22826 23364 24010 24461
24737 25135 25527 26554 29483 30733 31097
31493 32891 33102 34735 35890 35940 36093
36991 38444 38904 39969 40326 41132 41133
41205 42678 43374 43495 43574 44436 44953
47782 47966 48327 49616 50529 50686 50785
51459 51885 52419 53045 53813 54999 55255
55323 56100 56380 56488 56851 57117 58305
58482 61225 62065 63850 63887 64302 64400
64823. Birt án ábyrgðar
STAKSTEINAR
Hvers vegnaj
í (tiileflni af skrifum Timans
hefur Morgunblaðið stundum
spurt Frairuóknarmenn spurn-
inga, sem þeir hlutu óhjákvæmi-
lega að svara, ef þeir ætluðu
að láta taka eitthvert mark á
málflutningi sinum. Skulu þær
spurningur, sem varða helztu
þætti áróðurs þeirra rifjaðar
upp hér á eftir, en fyrst verður
spurt nýrrar spumingar, sem
sjálfsagt verður þó ekki svarað
frekar en þeim fyrri. Þessi spum-
ing er;
Hvernig stóð á því að það tók
Tftmann 10 daga að uppgötva
það, að Áki Jakobsson hefði
haldið þvi fram, að Sjálfstæðis-
menn hefðu viljað afhend hon-
um emhætti dómsmálaráðherra
í Nýsköpunarstjóminni?
Aö þessum tíu döguir. liðnum
komst Tíminn að þeirri niður-
stöðu, að orð Áka, sem raunar
f jölluðu um bollaleggingar komm
únista sjálfra, hefði verið ein-
hver mesta frétt, sem um getur.
Naumast em blaðamenn Tim-
ans þeir álfar að geyma í tíu
daga nokkurs konar heimsenda-
frétt. Þess vegna getur svarið
naumast verið annað en það, að
Tímair.enn hafi eins og aðrir
gert sér grein fyrir, að Áki var
að ræða um bollaleggingar sinna
maima. Þess vegna var ekkert
fréttnæmt í þessum orðum hans.
En Framsóknarmenn þurftu að
afla sér nýrrar áróðursstöðu og
þá skipti auðvitað engu máli,
hvort farið var með sannleika
éða ósannir'H.
Hver fær of waiáK
Tíminn hefur oftsinnis haldið
því fram, að hér væri fyrir ttt-
verknað viðreisnarinnar komin
á hin óréttlátasta tekjuskipting.
Ljóst er, að tekjuskiptingin get-
ur ekki verið óréOát nema ein-
hverjir beri of mikið úr býtum.
Þess vegna hefur Morgunblaðið
margspurt, hverir það væra, sem
of mikið fengju. Eru það ein-
hverjar ákveðnar stéttir eða ein-
hverjar ákveðnar greinar at-
vinnulífsins? Þessari spurningu
hefur ekki verið svarað, og þess
vegna er hún ítrekuð. En verði
henni enn ekki svarað þá ligg-
ur það fyrir, að þetita megin
áróðursefni Tímans er vísvitandi
tilbúningur.
Rcttur til landhelgimiar
Þegar samkomulag náðist við
Bre.a í landhelgisdeilunni og is-
lendingar unnu einhvern mesta
stjórnmálasigur í sögunni, gengu
Fra—sóknarmenn jafnvel feti
framar en kommúnistar í árás-
um á ríkisstjórnina og brigzl-
yrðum um landráð o.s.frv. þeir
fengu að vísu engan hljómgrunn,
en héldu þó áfram. að tala um
„nauðungarsamninga“, sem
manni skilst, að þeir ætli sér
að afnema, ef þeir ná völdum
með kommúnistum. Af þessu til-
efni hefur Morgunblaðið spurt,
hvort Framsóknarmenn væru nú
tilbúnir til þess að standa að
alþjóðasamþykkt um það, að
landhelgi skyldi vera 12 mílur,
eins og við íslendingar vorum
reiðubúnir að gera á Genfar-
ráðstefnunum. Ef þeir vilja enn
slíka lögbindingu 12 mílna land-
helgi, ir.í segja að einhver von
sé til þess, að þeir geti rökstutt
þá skoðun sína, að samkomu-
lagið við Breta hafi ekki verið
okkur eins hagstætt og Morgun-
blaðið hefur fullyrt. En ef þeir
ekki vilja lögbinda 12 mílur og
útiloka þannig frekari útfærslu,
þá viðurkenna þeir Iíka, að
heppilegra hafi verið að ná sam
komulagi við Breta, því að nú
höldum við ölium dyrum opnum.
En sjálfsagt leiðir Tíminn líka
hjá sér að svara þessu.