Morgunblaðið - 04.12.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.1962, Blaðsíða 15
f>riðjudagtxr 4. des. 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 15 L * 'ítSt&SSí& , ' WKSsa. Anthony Perkins, Gregory Peck og Fred Astaire fylgjast úr fylgsnum kafbáts með geislunarmagni á gjöreyddu norður- hveli jarðar. Pétur Olafsson: Jí uilzmiýnclcLócil Á STRÖNDINNI. (On the Beach; bandarísk; Austurbaejarbíó). Leikstjóri: Stanley Kramer. Skáldsagan Á ströndinni eftir Nevil Shute er heimskunn, ekki sem sérstakt bókmenntalegt af- rek, frekar sem sérlega tímabær aðvörun til þroskuðustu og hættu legustu skepnu jarðarinnar, Homo Sapiens, sem hefur náð svo miklu valdi yfir umhverfi sínu, en ekki sjálfri sér, að maður sem þrýstir á hnapp, er þess megnug- ur að kveikja vítiseld sem sleikt getur svokallaða kórónu sköpun arverksins af yfirborði jarðkúl- unnar í einu vetfangi, eins og mauraætan sleikir upp í sig skor- dýrin af mauraþúfunni. Á ströndinni, sem kvikmynd er einhver ógnþrungnasta aðvörun til mannkynsins, sem á kvik- myndatj aldinu hefur sézt. Hún er ómenguð áróðursmynd gegn þeirri vitfirringu sem lýsir sér í því, að tvenn andstæð öfl í heim inum eru undir það búin að út- rýma hvort öðru, þótt það kosti örugglega sjálfstortímingu. Og hann er skammt undan sá tími sem þessari framtíðarmynd er ætlað að gerast á: Janúar 1964. Kjarnorkustyrjöld hefur geisað á norðurhveli jarðar og þurrkað allt lifandi af yfirborði Evrópu, Ameríku og Asíu. Aðeins á suð- urhvelinu, Ástralíu, er ennþá líf. En yfir því lífi vofir einnig tor- tímingin. Helský munu brátt ber ast í suðurátt og þá mun geisla- verkunin smám saman sýkja leif- ar deyjandi mannkyns. Það er um þessar síðustu vikur og daga mannkynsins sem kvikmyndin fjallar og viðbrögð nokkurra ein- staklinga gagnvart yfirvofandi og óhjákvæmilegum dauðdaga. Leikstjórinn Stanley Kramer sýnir engar sprengingar, engar rústir, ekki eitt lík. Samt tekst honum að vekja ógn og sýna af- leðiingar eyðingarstríðsins. Geig vænleg tilfinning vaknar þegar horft er í gegnum sjónpípu kaf- báts á hreyfingarlaus og mann- auð stræti San Fransisco, eða þegar borgararnir safnast í bið- raðir til að veita viðtöku sjálfs- morðspillum til að stytta dauða- stríðið. Engin kvikmynd hefur haft jafn geigvænlegt lokaatriði, þar sem borði Hjálpræðishersins blaktir í vindinum yfir þöglum og yfirgefnum götunum, með áletr- uninni: Það er enn tími til stefnu, bróðir. Það sem aðfinnsluvert er í myndinni, sem er langt frá að vera gallalaus, er hvað sumar persónur hennar eru ósannfær- andi og snerta mann lítt. Skyssa Kramers er að ætla sér að gera myndina einnig sem skemmti- mynd, að blanda ósannfærandi rómantík saman við þessa þrúg- andi heimsmynd. Það sem í mynd ina vantar er lifandi persónur, ekki Hollywoodbrúður. Þótt farð inn dylji ekki lengur hrukkurnar í andliti Övu Gardner og Gregory Peck stari þungbrýndur út í blá inn, er erfitt að ímynda sér að þetta séu manneskjur, sem horf- ast í augu við síðustu augnablik lifsins. Einnig vaknar efi um hvort viðbrögð manna yrðu jafn róleg og æðrulaus, sem lýst er í myndinni, ef þeir horfðust 1 augu við dauðann. Sterkasta hvöt mannsins er lífshvötin, og efa- laust mundi hún hafa yfirhöndina fram til síðustu stundar. Beztan leik í myndinni sýnir Fred Astaire, hinn léttfætti dans meistari, í fyrsta alvarlega hlut- verki sínu, en einhvern veginn finnst mér, að hinn annars ágæti leikari Anthony Perkins, eigi ekki heima í hlutverki sínu. Myndin er mjög vel kvikmynduð af ítal- anum Giuseppe Rottunno. Á ströndinni er baráttumynd, áróðursmynd, og nýskeðir atburð ir sýna að hlutir slíkir sem hún sýnir hefðu getað og geta hvenær sem er orðið að veruleika meðan umburðarleysið ríkir í heiminum. Þessi kvikmynd varðar okkur öll. Pétur Ólafsson. — Bókaþáttur Framhald af bls. 13. sviði, sýnir hann í rauninni að- eins einu sinni. Það er þegar hann lýsir samfundum þeirra Eyjólfs bónda á Sólheimum í Laxárdal í Strandasýslu, en Eyj- ólfur var einn skuldugasti við- skiptavinur Kaupfélags Hrút- firðinga. Samtal höfundar við Eyjólf og lýsingin á svipbrigðum hans og augnaráði, er með á- gætum og sýnir, að mikill mann- þekkjari býr í Pétri Sigfússyni. Og ég hugsa með mér: Það hefði verið verulega ánægjulegt og uppbyggilegt að lesa þessa bók, ef fleira hefði í henni verið af þessu tæi, en þarna er eitt dæmi þess, hve tilsvör manns, svipur hans og framkoma á sérstæðum stundum, lýsa honum miklu bet- ur en langar og ýtarlegar um- sagnir — og vil ég benda öðrum ævisagnariturum á að festa sér þetta í minni. Dagbókarbrotið, sem Pétur Sigfússon birtir, þegar hann hefur lýst samfund- um þeirra Eyjólfs, sýnir glögg- lega, að hann hefur skilið mæta- vel þennan sérstæða, djarfa, hugkvæma og ef .rtektarverða mann. Ég hygg, að lesendur þess- ara minninga hefðu grætt drjúg- um á því, ef Pétur hefði birt meira úr dagbók sinni en raun ber vitni. Þar hefur hann trú- lega sagt í einrúmi margt for- vitnilegt um sig og samferða- mennina, og í rauninni virðist hann ekki skorta einurð til að vera skorinorður, þar sem það dettur í hann.... En hvað sem öðru líður, er vinningur að kynn- unum af höfundinum sjálfum — lesandinn er áreiðanlega ekki í félagsskap neins misyndismanns, meðan hann fylgir Pétri Sigfús- syni. Guðm. Gíslason Hagalín. Afgreiðslustjóri Yfirafgreiðsludama eða karlmaður óskast í stóra bókaverzlun. Hátt kaup. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf, ásamt mynd, sendist afgr. Mbl. merkt: „Bókaverzlun — 3104“. Vörubifreið Notuð 2V2 — 4 tonna óskast strax til kaups. Upplýsingar í síma 10734 eftir kl. 5 í dag og morgun. Leðurtöskur Tösku 09 hanzkabúðin við Skólavörðustíg. e.a.berg! Verkfærin sem endast SLÁTURHNIFAR • vandaðir hnifar I sérflokki BERG . SPORJÁRN BERG'* M BOLTAKLIPPUR a :|i 1 ^ £ m ji! :i:!:S ÍSI; Agætur :|:|:|i eldhúshnifur IvS •ss» íxll $i$ BERG’» |Í|I||| KOMBINASJÓNS-TENGUR BERG'* BIT.TENGUR Umboð: ÞORÐUR SVEINSSON & CO. H.F. Kúlupennar eru sænsk gæðavara + Stórt og vandað blekhylki. ^ Létt og jöfn skrift. + Blek-kúla, sem er nýjung á heimsmarkaðinum. ^ Blek, sem fölnar ekki. + Skrifar um leið og oddur- inn snertir pappírinn. -frjid 'fSar&Cct-j-r « /- Verð frá kr. 35,00 Heildsala: Þórður Sveinsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.