Morgunblaðið - 14.12.1962, Side 12

Morgunblaðið - 14.12.1962, Side 12
12 MORCVNBLÁÐIÐ Fostudagur 14. des. 1962 wðtntMfoMfe Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. ÁRANGURINN í ÍBÚÐAB YGGINGAR- MÁLUM TTvarvetna blasir nú árang- ur viðreisnarinnar við. i— Geysimiklar framkvæmdir eru um allt land, gjaldeyris- sjóðum er safnað erlendis, sparifjáraukningin vex, vöru- framboð er mikið, kjörin fara batnandi, og síðast en ekki sízt stóraukast nú byggingar- framkvæmdir, þar sem grund völlur hefur verið lagður að auknum lánveitingum til íbúðabygginga. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær hafa á vegum byggingarsjóðs verkamanna og húsnæðismálastjómar ver- ið lánaðar yfir 130 milljónir króna á þessu ári, sem er miklu hærri upphæð en nokkm sinni áður hefur ver- ið lánuð. Síðasta lánveitingin, sem gengið var frá í fyrradag, að upphæð 42 milljónir króna, var til verkamannabústaða. Vom þá lán út á hverja íbúð hækkuð úr 140—160 þús. kr. í 300 þús. kr., þannig að vem- legur hluti byggingarkostn- aðar fæst nú að láni til langs tíma með hagkvæmustu kjör- um. Þrátt fyrir þessar miklu iánveitingar í ár þarf enn að stórauka lán til íbúðabygg- inga og að því er einmitt stefnt. — Þegar Viðreisnar- stjómin tók við, voru allir lánasjóðir þurrausnir, og lán- veitingar til íbúðabygginga höfðu minnkað um meira en helming á tímum vinstri stjórnarinnar. Ljóst var því, að nokkur dráttur hlyti að verða á þvi að hægt yrði að lána til íbúðabygginga eins mikið og æskilegt væri. Árangur viðreisnarinnar hefur hinsvegar orðið meiri og betri en menn þorðu að vona. Þess vegna er nú þegar hægt að stórauka lánveiting- ar til íbúðabygginga, og útlit er fyrir, að það mark nálgist brátt, að unnt verði að lána sérhverjum þeim, sem bygg- ir, vemlegan hluta bygging- arkostnaðar til langs tíma. Líklega er það hvergi eins almennt og hér á landi, að fjölkyldur eigi sínar eigin íbúðir, enda hefur lengi verið að því keppt að sem allra flestir gætu byggt eða keypt íbúðarhúsnæði. Samt sem áður er alllangt í land að allir, sem þess óska, geti eignazt íbúðarhúsnæði,, og líklega er bilið nú lengraj en það var í upphafi vinstri stjómartimans. Stafar það að sjálfsögðu af því, að þegar leið á stjórnarferil þeirrar ó- lánsstjórnar dró stöðugt úr í- búðabyggingum og nokkum tíma hlaut óhjákvæmilega að taka að reisa fjárhaginn við að nýju. MIKLAR FRAMKVÆMDIR Tj^ftir því sem lánveitingar aukast til íbúðabygg- inga verða þær að sjálfsögðu auðveldari. Hinsvegar hljóta þær auðvitað að takmarkast af því, hve mikið vinnuafl er fyrir hendi. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær er nú skortur á iðnaðarmönnum í öllum helztu iðngreinum í bygg- ingariðnaðinum. Af þvi leið- ir að sjálfsögðu; að takmörk em fyrir því, hve mikið er hægt að auka íbúðabygging- ar. — Þótt hér sé yfirleitt byggð betri og vandaðri hús en víð- ast annars staðar verður hinu ekki á móti mælt, að þau em tiltölulega dýr og ekki hafa verið fundnar leiðir til að hagnýta betur stórvirk tæki °g byggja í fjöldaframleiðslu. Þegar skortur er á vinnu- afli, en jafnframt er brýn nauðsyn að auka byggingar- framkvæmdir, þá verður að leita að leiðum til að auka af- köstin, og vonandi verður ör þróun á því sviði eins og öðr- um. DEILUR MOSKVU OG PEKING |'|eilurnar milli kommúnista- ** leiðtoga í Rússlandi og Kína ágerast stöðugt og engu er líkara en til fullra vinslita ætli að draga. Á því leikur ekki vafi, að Rússum er orðið um og ó, vegna þess hve harðsnúna yfirgangsstefnu kínverskir kommúnistar reka. Rússar eru næstu nágrannar þeirra og þeir virðast ekki hafa mik- inn áhuga á því að Kína verði sterkt heimsveldi, því að þeir geta eins gert ráð fyr- ir að verða fyrstir fyrir barð- inu á þeim. , Jafnframt er rússneskum | ráðamönnum það ljóst, að Nýjar afvopnunartillögur í Genf Arthur H. Dean, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á afvopnunarráS- stefnunni í Genf (í miSju) ræSir viS Tsarapkin fulltrúa Sovét- ríkjanna (tii vinstri). Genf, 12. des. — (NTB) — Á FUNDI 17 ríkja Afvopnun- arráðstefnunnar í Genf í dag, lagði Arthur Dean, aðal- fulltrúi Bandaríkjanna, fram frumvarp í sex liðiun, sem miðar að því að draga úr styrjaldarhættunni í heimin- um. Leggur Dean m. a. til að komið verði á beinu síma- sambandi milli Moskvu, Washington og aðalstöðva SÞ í New York, svo leiðtogar stórveldanna tveggja og SÞ geti fyrirvaralaust ræðst við ef heimsfriðnum er ógnað. Bandarísku tillögurnar verða fyrst lagðar fyrir formenn ráð- stefnunar, en þeir eru Arthiu- Dean og Semyon Tsarapkin, að- alfulltrúi Sovétríkjanna. Þegar þeir hafa rætt tillögurnar, verða þær ræddar í nefndum. Leggur Dean til að umræður um þær hefjist ekki fyrr en að loknu jólaleyfi. Segir Dean að sam- þykkja megi frumvarpið í heild, eða hvern lið fyrir sig, og ætti það að skapa vaxandi möguleika á samningum um afvopnun. Tillögur Bandaríkjanna eru í aðalatriðum þessar: 1. Gagnkvæmar fyrirframtil- kynningar um meiriháttar herflutninga. 2. Komið verði á eftirlitsstöðv- um við helztu flutningamið- stöðvar, járnbrautarstöðvar, hafnir og flugvelli. 3. Skipzt verði á hernaðarsendi- nefndum. 4. Náið samband milli aðilanna í öllum hernaðarmálum. í þessum lið felst m. a. beint símasamband milli Moskvu, Washington og Sf>. 5. Rannsóknir á áhrifum nýj- ustu vopnatækni á raunveru- lega styrjaldarhættu, og við- ræður milli aðilanna um þró- un í vopnasmíði, sem breytt gæti valdajafnvæginu. 6. Rannsóknir á aðgerðum ein- stakra landa til að draga úr styr j aldarhættunni. — Alþingi Framhald af bls. 1. innar sé traust- ari en hann hef- ur verið um langt skeið, enda njótum við nú trausts bæði hér.heima og er- lendis. Almenn- ingur leggur fé sitt á vöxtu, svo að spari- fjáreignin er hærri og vex hrað- ar en áður. Erlendis getum við fengið lán á frjálsum lánamark- aði. Og að lokum getum við það, seih þeir, sem til þekktu á þvi sviði áður, eiga nærri bágt með að trúa: Við getum farið í banka erlendis og skipt xslenzkum pen- ingum á réttu gengi gegn smá- vægilegum ómakslaunum. Þessa mjög með vaxandi stórhugs og bjartsýni um allar framkvæmd- ir. Hitt er svo ekki að undra í landi, þar sem margt er ó- gert og á frumstigi, þótt ekki verði allt gert í einu“. Jafnframt kvað aiþingismaðurinn athugun á frumvarpinu sýna, að enn er hemaðarstyrkur vestursins, ekki sízt á sviði eldflauga og kjarnorkuvopna, er nú orð- inn miklu meiri en Ráðstjórn- arríkjanna, þannig að óhugs- andi er að kommúnisminn verði útbreiddur með stór- styrjöld, heldur hlyti hann að líða imdir lok, ef til slíkra ógnar átaka kæmi. Þess vegna standa vonir til þess, að Rússar reyni að draga úr átökunum við Vest- urveldin og verði viðmælan- legri á alþjóðavettvangi. gætt fyllsta sparnaðar í rekstri ríkisins og stofnana þess og þeir áfangar, sem þegar hafa néðst ó því sviði, hafa reynzt vel. Það sýnir, að sú stefna að breyta ekki til, fyrr en að lokinni vand- legri athugun, er rétt og gefur vonir um beztan árangur til fram búðar. Um tillögur nefndarinnar í heild gat þingmaðurinn þess, að hækkanir tekjuliða eru gerðar í samráði við forstöðumann Efna- hagsstofnunar ríkisins með hlið- sjón af reynslu ársins 1 ár. Sam- tals eru tekjuliðir hækkaðir um tæpar 72 millj. kr. Er það hokk- uð meira en lagt er til,.að gjalda liðir hæfcki, en vitað er um nokkra gjaldaliði, sem bíða 3. umr. að venju, svo sem endur- skoðun 18. gr., styrki til flóa- báta og vöruflutninga o.fl. • Aukið fé til verklegra fram- kvæmda og atvinnumáJa 50 millj. Gjaldaliðir frumvarpsins er hækkuðu í tillögum nefndarinn- ar um tæpar 65 millj. Þar eru jþessir liðir stærstir: Til verklegra framkvæmda: a) til vega, 4 millj. til sam- göngubóta á landi; b) til brúa, 1 millj. til smá- brúa; c) til hafna, 7,4 millj, þar af til hafnarbótasjóðs 3,3 millj. (af því 2 millj. vegna skemmda í óveðri) og nýr liður, til greið- slu á eftirstöðvum lögboðins framlags ríkissjóðs 4 millj.; . d) til stkóla um 12 millj., þar af framlag til bygginga barna- skóla og íbúða fyrir skólastjóra 8,615 þús., framlag til bygging- ar gagnfræiða- og héraðsskóla ,244 þús. o.fl. Eða samtals nema þessir fjórir liðir 30 millj. kr. Auk þessa eru framlög til verk- legra framikvæmda á nokkrum öðrum liðum hækkuð verulega og til aflatryggingarsjóðs vegna aflabrests togara er lagt til að verði veittar 15 millj. kr. Auk- ið fé til verklegra framkvæmda og atvinnumála mun því vera nálægt 50 millj. kr. Ekiki er rúm til að rekja breyt- ingartillögur fjárveitinganefndar nákvæmlega, svo að hér verð- ur einungis notkkurra getið. Má þar m.a. nefna, að framlagið til Jþróttasjóðs er lagt til að hækki um 750 þús. og önnur framlög til Jþróttamanna um 220 þús. Til bókakaupa Landsbókasafns 100 þús., til skólda, rithöfifhda og listamanna 300 þús., vegna nor- rænnar listsýningar í París 800 þús., til Búnaðarfélagsins 400 þús., fyrirhleðslur um 355 þús., sjóvarnargarðar 50 þús., sand- græðsla 250 þús., til húsmæðra- skóla samtals 687 þús., til Fiski- félagsins 260 þús., til fiskirann- sókna 500 þús. vegna þátttöku í allþjóðarannsókn á hrygninga- stöðvum þorsks og karfa milli íslands og Grænlands og auik þess 2 millj. til fiskileitar, síld- arnannsókna og veiðitilrauna, kornræktartilraunir 200 þús., til skáta samtals 125 þús., til bygg- ingar stjórnarráðshúss 1 millj., til bygginga og endurbóta á Kristnesi 400 þús., til bygginga á Hvanneyri 800 þús., til bústaða héraðsdómara 500 þús., til ríkis- fangelsis 1 millj., til rafstöðva- bygginga, þar sem Rafveitur rík- isins ná ekki til, 500 þús., til embættisbústaða dýralækna 100 þús., til landakaupa í kauptún- um 2 millj. Auk þess nýir lið- ir til kaupa á asdictækjum til landihelgisgæzlunnar 150 þús. og til kaupa á lækningatækjum í fámennum læknislhéruðum 200 þús. o.fl. Enn fremur að gefa Slysava'-nafélaginu eftir 600 þús. kr. lán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.