Morgunblaðið - 15.12.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.12.1962, Qupperneq 6
6 MORGTJ N BL ÁÐIÐ Laugardagur 15. des. 1962 F. 25.-3. 1945 — D. 6.-12. 1962 „Þá eík í stormi hrynur háa þvi hamrabeltin skýra frá, en þegar fjólan feliur bláa, það fallið enginn heyra má. En ilmur horfinn innir fyrst urta-hvers byggðin hefur misst.“ >að er stundum ómögulegt að átta sig á skiptum lífs og dauða. í>etta, að eiga aldrei framar að lieyra málróm þann, sem var svo kær og Ijúfur, aldrei framar að sjá björtu æskubrosin, sem voru bjartasta ljósið við veginn, aldrei framar að skynja létt fótatak ungrar stúlku í stiganum. Þetta er eins og geta má nærri undarlegast, þegar fólk í æsku- blóma er kallað brott af harðri skipan örlaga í einu vetfangi. Bjarney Kristín Sigurðardóttir Ung og falleg stúlka auðug af lífsgleði og vonum á leið til vinnu að morgni, hnígur allt í einu í faðm dauðans, líkt og blómstur fyrir ljá sláttumanns- ins. í>að verður fleirum en skáld- inu blómstrið eina, svo allt ann- að virðist horfið í bili. Sólin missir birtu sína, jafnvel kom- andi jól virðast í órafjarlægð, langt inni í djúpi skammdegis- nætur, án stjarna og tungls. En samt — ilmur hins liðna lifir í köldum anda vetrarkvöldsins og vekur angurbiiðu, sem er engu öðru lík. Þannig varð mér, er ég frétti að þessi kæra frænka min væri dáin. Hún hafði dvajið hjá mér og kvatt mig alveg nýlega, ung og falleg, tápmikil, rösk stúlka, sem við áttum svo yndislegar vonir um. Aldrei er tilveran yndis- legri en í augum 17 ára. En raunar hafði alltaf verið einhver hulinn skuggi yfir braut hennar og öllu, sem hennar var, síðan hún missti tvíburasystur sína á sama hátt fyrir fimm ár- um. Það var alltaf eins og ó- sýnileg líftaug tengdi þær saman allt frá því þær brostu við okk- ur í vöggu í fyrsta sinni og til hinstu kveðju. Þær voru alltaf óaðskiljanleg- ar, vildu eins og voru eins, áttu yfirleitt sömu óskir og þrár, gleði og harma. Lif þeirra virtist straumur frá sömu uppsprettu- lind leyndardómsins, sem við köllum eilífð. Þær unnu hvor annarri heitri hreinni elsku, og því vissi ég, sem þekkti þær svo vel, að ein- manakennd hennar, sem eftir lifði var oft sárari, söknuðurinn dýpri en orð áttu tök á að lýsa enda aldrei sögð mörg. En i fimm ár hafði hún borið þenn an harm í innstu innum hjart- ans. Kannski átti hún dulda ósk um að hverfa á vit þess djúps, sem hafði sent þær hingað sam- an, til að fá að vera aftur sam- an, tvær greinar sama trés, tvo blöð sama blóms, tveir dropar sömu lindar. Bjarney Kristín Sigurðardóttir var aðeins 17 ára, en systirin 12 ára, þegar þær hlýddu kall- inu hinzta. Á heimili foreldra þeirra að Sólheimum í Grinda- vík ríkir höfug sorg. Faðir og móðir og systkinin harma hug- þekka dóttur og systur. Undirheimurinn, veröldin stóra veit ekkert um þennan harm, þennan dapra skammdegis- skugga. „En ilmur horfinn innir fyrst, urta — hvers byggðin hef- ur misst“. Við öll, sem þekktum til, sam- hryggj umst þessari fjölskyldu ásamt öllum ættingjum og vin- um fjær og nær. Og ég trúi því, að þegar jóla- ljósin verða kveikt og klukkun- um hringt í turni kirkjunnar, muni brosandi ásjónur tveggja ungra stúlkna, tvíburanna í Sól- heimum birtast í geislagliti gegn- um tár, og lágir ómar af rödd- um þeirra og hlátri æsku þeirra á horfnum gleðistundum bernsku þeirra fylgjast með ómi jólanna frá þeim heimi, sem þær eru nú „í englaröðum glaðværðar og góðs“. Frænka. ITALSKIR TELPNASKÓR Ný sending Stœrðir 22—35 SKÓVAL Austurstræti 18. Eymundssonar-kjallara. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. Valtýr Pétursson skrifar um: Hundrað ár í Þjððminjasafni í UPPHAFI þessara orða skal það strax tekið fram, að hér er ekki um ritdóm á sjálft lesmál bókar- innar að ræða, heldur er það til- gangur skrifsins að vekja athygli á listrænni smíð bókarinnar sjálfrar, réttara væri ef til vill að segja á bókagerðinni, sem hér á í hlut. Það er stórviðburður í bók- menningu vorri, þegar til verður jafn fagurt listaverk frá íslenzk- um aðilum og sú bók, sem hér er á dagskrá. „Hundrað ár í Þjóð- minjasafni", er ein fegursta bók, sem gerð hefur verið á seinni ár- um hérlendis, og verður með sanni sagt, að þar hjálpast allt að. Myndirnar í verkinu eru með miklum ágætum og lesmálið fróð legt og sett fyrir almening af hinni Eilkunnu snilld Kristjáns Eldjáms Þjóðminjavarðar. Öll vinna við þessa bók er til mikils sóma fyrir þá, er lagt hafa hönd á verkið, og Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs hefur reist sér minnis varða með sjálfri útgáfunni. Þá kemur að mikilsverðu atriði í sköpun þessarar bókar, en það er sjálf uppsetning verksins. Sann leikurinn er nefnilega sá að það er ekki síður þörf á teikningu fyr ir hverja bók en t.d. að góðu húsi ef vel á að vera. Nú með þessu verki hefur Hörður Ágústsson, listmálari, sannað þá staðreynd, að það er mögulegt á íslandi að gera bók, sem stendur í þessu til- liti engan veginn að baki því, sem gert er erlendis á okkar tím- um. Útlit bóka hefur mikið breytzt síðustu áratugi og bókagerð yfir leitt tekið miklum framförum til yndis auga og anda. Á þessu sviði hefur átt sér stað þróun, eins og í öðrum Ustgreinum. En nokkuð hefur það verið áberahdi hjá okk ur, að útlit og uppsetning bóka hafi ekki verið eins ríkur þáttur í bókaútgáfu hérlendis og okkur sómir sem miklum lesurum og bókaeigendum. Árið 1959 kom út hjá Almenna bókafélaginu „Dómsdagurinn í Flatatungu" eftir Dr. Selmu Jóns dóttur. Sú bók er sérlega fallega unnin bæði í prentun og uppsetn ingu. Að vísu mun höfundur hafa ráðið nokkru um uppsetningu þessarar bókar, en allt var gert í samráði við erlenda sérfræðinga og bókin sjálf prentuð í Sviss. Það verður því varla sagt, að þar hafi verið um alíslenzka bóka gerð að ræða. En með þessari bók kóm á íslenzkan bókamarkað nýtt form í bókagerð, sem mikill feng ur var að. „Hundrað ár í Þjóðminjasafni" er alíslenzk bók, í öllum skilningi, glæsilegur minnisvarði reistur um íslenzka menningu á fyrsta hundrað ára áfanga Þjóðminja- safns íslands, og hún er meira. Frágangur og uppsetning þessa listaverks markar tímamót í sögu íslenzkrar bókagerðar þar sem Ustamaðurinn og iðnaðarmaður- inn hafa unnið saman og sýnt okk ur það svart á hvítu, hvað mögu legt er, þegar rétt er að farið. Sér lega vil ég óska Herði Ágústssym til hamingju með, hvernig honum hefur tekizt þetta verk. Og þátt ur hans er sannarlega mikill. Það er ekki siður minn að skrifa um bækur, en þegar ég sá þessa bók, gat ég ekki orða bund- izt, svo stoltur varð ég af því að þetta skyldi vera íslenzk bók. Og það fór hrollur um mig, er ég sá það einhvers staðar í dagblöðun- um, að amazt var við þessu verki og ráðizt harkalega einmitt á út Mt og uppsetningu bókarinnar. Við sMku verður vart annað gert en að benda í mestu vinsemd við komandi aðilum á, að það sé ein göngu þeirra eigin sök, ef svo er andlega ástatt hjá þeim, að þeir skilja ekki eða skynji, hvað er fagurt og hvað ekki. Menningarsjóður hefur hér vel gert, og eins og þegar er sagt, er „Hundrað ár í Þjóðminj asafni“ listaverk, sem á sér langa fram- tíð. Það eina sem ég vil að lokum benda útgefendum á, er, að það er aðkaMandi að fá þessa bók á erlend mál, og þá er ég viss um, að margur ferðamaður vill gefa mikið fyrir að eignast svo fagurt og fróðlegt verk. Sannleikurinn er sá, að einmitt þess háttar bók hefur lengi vantað, og hver er ekki fullsæmdur af því að senda, sMka bók vinum og vandamönn- um erlendis. Valtýr Pétursson. Flutningar fjár á tengivögnum Flutningur fjár á tengivögnum 1 FRÁ því nýsköpunarstjórnin svo- kallaða, á því herrans ári 1946, framkvæmdi það mikla og nauð- synlega átak, að gera bændum mögulegt að eignast vélknúin landbúnaðartæki (dráttarvélar og jeppa) hefir á þessum árum gjör- breytzt öll aðstaða til sveita, svo nú í dag tel ég bændum það mikla nauðsyn að tileinka sér alla þá nútíma tækni við bú- störfin, sem kostur er á, og eðli- leg reynast að þar megi engu sleppa. Þessvegna hripa ég ykkur þessar línur varðandi sauðfjár- flutninga. Við, sem stundum þann búskap, eigum við ýmsa örðugleika að etja, m. a. tilfærslu á fénu milli bæja, að og frá skilarréttum, til sláturstaða, o. fl. er fór allt fram með rekstraraðferðinni meðan margmenni var til sveita, en er nú óframkvæmanlegt. Með til- komu jeppa og dráttarvéla og tengivögnum við þau tæki virtist þetta mál leyst, og það svo ágæt- lega sem á verður kosið. Við heimairétt hefi ég upphækkað hólf, rek þaðan á vagninn og flyt á áfangastað. Á vagninum stendur féð hið rólegasta, og líður að því er séð verður ágætlega. Nokkrir tóku að koma sér upp slíkum vögnum, en að þeim var gerður aðsúgur lög- reglu og allskonar áhugamanna um bannfæringu. Mátti raunar eiga á slíku von, því það virðist ótrúlega ríkt með okkur, að tíl- einka sér þá háttu frumstæðustu þjóða, að berjast til þrautar móti öMu nýju, án umhugsunarfrests eða breytingar dómgreindar. Ég skrifaði þá smágrein í Morgun- blaðið um þá nauðsyn að fá þetta tekið upp í reglugerð. Talaði um þetta við sýslumann, og einhvern tímann við umferðalögreglu, og fannst ég mæta sikilningi þeirra á þessu atriði, og flyt svo áfram haust og vor eftir þörfum. „Og áfram veginn í vagninum ek ég“, þar til í haust að mér er úthlutað af Kaupfélagi Skagfirðinga slát- urleyfi 30 lamba á tilteknum tíma, vissan dag. Ég dreg lömbÍD í hólfið, færi vagninn þar að, rek | þau á hann, og ek til Sauðár-1 króks. En nú skeði óhappið. Einn þess ara bannfærenda, starfsmaður kaupfélagsins sá vagninn og taldi sig knúinn til að kæra þetta at- hæfi. Ekki vegna þess að mér skildist að vagninn væri í nokkru vanbúinn, heldur bara mætti þetta alls ekki. En hvar eru lög sem banna? Mig skortir nú bæði menntun og tíma til að leita þau uppi, ef einhver eru, en fyrir sakarétti Sauðárkrókskaupstað- ar varð ég þess áskynja, að fyrir skemmstu hafði sýslumanni okk- ar verið falið að senda hinu háa landbúnaðarráðuneyti beiðni frá deildarstjórnarfundi Kaupfél. Skagfirðinga og stjórnar þess, en þar á hann sæti, að feMa þessa vagnflutninga, er nú væru bænd- um nauðsynlegir, inn í reglugerð ráðuneytisins um flutning á bú- fé. Svo enn varir þetta forn- kveðna „að ekki veit sú vinstri, hvað hin hægri gjörir“, stjórn- endur Kaupfélagsins óska, en starfsfólkið kærir. Ég finn nú að þessar mínar fáu línur til ráðu- neytisins, eru aðeins rödd hróp- andans utan af eyðimörkinni, þessvegna beini ég orðum mín- um einnig til bændasamtakanna í landinu, hver sem þau eru, og hvar sem þau eru, að fá þessi atriði tekin til meðferðar, og sett í reglugerð, því það er ekki einungis vansi fyrir bændastétt- ina að láta halda svo á sér hönd- um sem hér virðist eiga að gera, heldur er þetta henni nauðsyn, og með hverju ári sem líður, enn brýnni nauðsyn að nota þessi full komnu tæki, sem er nú í hendur lagt, til allra búsins starfa. Ég fullyrði, að það er ekki hægt að fá betri flutning á fé en á tengivögnum, og veit ekki betur en þær stóru landbúnaðar- og menningarþjóðir, er hér eru okk- ur næstar, og við megum gjarn- an líta upp til, en náum seint, hafi um áraraðir flutt og flytji enn, sitt búfé á tengivögnum. Til þeirra er vilja í þessu að mér finnst beita öfgum, vil ég benda á gamla spakmælið: „Hugs aðu fyrst, talaðu svo“. Kolkuósi, 1. des. 1962. Sigurmon Hartmannsson. Bezt ú augiýsa í Morgunblaðinu Niðursett verð Kuldaúlpur barna í öllum stærðum. Skólapeysur barna. Vinnupeysur karlmanna. Barnablússur ýmsar gerðir. Vinnuiatakjollarinn Barónsstíg 12 — Sími 23481.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.