Morgunblaðið - 15.12.1962, Side 15
Laugardagur 15. des. 1962
MORCVNBLAÐIÐ
15
Giv hende en ny kogebog . . .
|p J .- mstm $w •
ELLEN HOLME:
Björn Helgason
skipstjóri — minning
1. 15./5. 1874 d. 9./12. 1963
ÞEGAR ég frétti lát Björns Helga
sonar skipstjóra, þá ruddust
fram í huga minn ótal minning-
ar fiá æsku minni, þegar ég
divaldi í foreldraihúsum að Merk
urgötu 9. heim er nú farið að
fækka gömlu íbúum þessarar
litlu götu hér í bænum — Merk-
urgötunnar. Og nú er aðeins einn
eftir sem þar hefur dvalið
frá æskudögum en það er Jón
Andrésson vélstjóri. — Og nú
hefir Björn Helgason skipstjóri
lagt upp í langferðina þreyttur
©g háaldraður eftir langan og
gifturíkan starfsdag. Hann and-
aðist að Sólvangi í Hafnarfirði
sl. sunnudagsmorgun þ. 9 þ.m.
og hafði þá dvalið þar rúimliggj-
andi 16 síðustu mánuði æfi sinn
ar.
Björn Helgason var fæddur að
Glammastöðum í Svínadal í
Borgarfjarðarsýslu 15. dag maí-
imánaðar árið 1874 og því 88%
árs er hann lézt. Poreldrar hans
voru hjónin Eygerður Björnsdótt
ig og Helgi Hansson er þar
bjuggu.
Systkini Björns voru 6. Tvö
þeirra dóu í æsku, en 4 komust
til fullorðins ára og náðu háum
aldri. Þau vor uauk Björns, Rósa,
Anna og Helgi trésmíðameistari
sem einn lifir nú þeirra syst-
kina búsettur í Reykjavík, há-
aldraður. Einn hálfbróðir áttu
þau systkini Jón Helgason er
búsettur var á Akranesi. —
Mikil óáran, erfiðleikar og fá-
tækt steðjuðu að íslenzku þjóð-
inni síðustu áratugi 19. aldarinn
ar og áttu þá mörg heimili við
bág kjör að búa. Það var því
mikið áfall fyrir heimilið að
Glammastöðum þegar fyrirvinn
an féll frá, meðan börn voru öll
innan við fermingaraldur. Móð-
irin átti því engan kost annan,
en að hætta búskap, leysa upp
heimilið og koma börnunum fyr
»r í fóstur.
Sjálf fór hún með yngstu syn-
ina í húsmensku og bjargaðist
þannig frá sveit.
Varð Björn því snemma að
fara að vinna fyrir sér og vinna
hörðum höndum þegar í æsku,
og naut hann því engrar skóla-
göngu eða heimanáms af þess-
um orsökum, þó að hugur hans
eins og margra fátækra og
greindra unglinga á þeim árum
hefði óskað að geta notið mennt-
unar. —
Um fermingaraldur tók hann
sig upp og flutti úr heimasveit
sinni til sjóróðra á Suðurnesjum.
Réðist hann í skipsrúm hjá
hinum alþekkta afla og dugnaðar
manni Guðmundi í Nesi á Sel-
itj arnarnesi. Péll honum sjó-
menskan vel, og gerði hann hana
að æfistarfi sínu í nærri hálfa
öld.
Pyrir áeggjan og stuðning Guð
mundar í Nesi er séð hefir fljótt
bvað í hinum unga sveini bjó,
settist Björn í Sjómannaskóla ís
lands og lauk þaðan burtfarar-
prófi árið 1900. —
Að því loknu gerðist hann
ekipstjóri hjá Guðmundi í Nesi,
þar til að hann fluttist til Hafnar
fjarðar og réðist sem skipstjóri
hjá Ágúst Flygenring útgerðar-
manni. —
Var hann lengi skipstjóri á
seglskipinu Morgunstjörnunni og
minnist ég frá æsku minni
hversu skipstjórn Björns var
rómuð og hversu vel honum tókst
að fá góða menn í skiprúm hjá
sér. —
Þegar togararnir komu til
sögunnar var hann lengi á þeim
og oft skipstjóri.
Þá hafði hann og verið um
tíma á erlendum flutningaskip-
um og einnig á erlendum togur-
um.
Björn var viðurkenndur á-
gætur sjómaður og mjög farsæll
skipstjóri. Hann kunni vel til
allra verka, á sjó og vandvirkur
var hann við öll sín störf. Hann
átti vinsældir skipshafna sinna
og þótti hverjum happ að kom-
ast í skiprúm til hans og hlíta
hans forsjá. —
Hann var forkur duglegur þó
ekki væri hann hár í lofti, ávallt
glaðlegur og gat gert að gamni
sínu í hópi félaga sinna, en þétt-
ur þótti hann fyrir ef því var
að skipta og dulur og fáskiptinn
um annara hagi. Alvörugefinn
var hann yfirleitt og trúmaður.
— Þegar Björn hætti sjómensku
eftir um hálfrar aldair skeið,
vann hann við margháttuð og
skyld störf í landi.
Hann var mjög lengi skipa-
skoðunarmaður í Hafnarfirði, sat
í sjó og verzlunardómi kaupstað
arins og vann að fiskimati þar til
að hann varð að hætta fyrir ald-
ur sakir.
Hann hafði eftirlit með hleðslu
fiskiskipa sem sigldu til Eng-
lands með fisk á stríðsárunum
síðari. Þá hafði hann og eftirlit
með öryggisútbúnaði flutninga-
skipa er fermdu og affermdu í
Hafnarfirði.
Hann átti um allmörg ár sæti
í stjórn skipstjóra og stýrimanan
fél. „Kári“ í Hafnarfirði og var
sæmdur heiðursmerki Sjómanna
dagsins árið 1958.
Marga unga sjómenn undirbjó
Björn til náms í Sjómannaskól-
ann. —
Og þó að mörg séu þessi störf
hans í þágu íslenzku þjóðarinn-
ar á hans löngu ævi, þá er einn
þátturinn ótalinn, en það er
hversu mikill og góður heimil-
isfaðir hann var, enda átti hann
indælt heimili. Heimilið var hon
um alt þegar hann var í landi
— Það var mér kunnugt um. —
Bjöm kvæntist Ragnhildi Egils-
dóttir frá Arabæ í Reykjavík 14.
okt. 1904. Byrjuðu þau búskap 1
Hafnarfirði og áttu þar farsæl-
an búskaparferil í nærfelt 56 ár,
en Ragnheiður andaðist 16. júlí
1960. Þau eignuðust sex börn og
ólu upp systurdóttur Björns.
Af börnum þeirra hjóna eru
5 á lífi. Sólveig gift Ásgeiri
Stefánssyni forstjóra, Dagbjört
gift Tryggva Stefánssyni bygg-
ingameistara, Gyða ekkja Ólafs
heitins Elíassonar, forstjóra, Ey-
gerður gift Páli Sæmundssyni
forstjóra og Adólf bankafulltrúi.
Einn son Finn Viggó misstu þau
af slysförum 1957. Var hann
krvæntur Maríu konu af þýzkum
ættum og lifir hún mann sinn.
Ekkert mun Birni hafa verið
hjartfólgnara á sinni löngu ævi-
braut en hið indæla heimili er
kona hans Ragnheiður bjó hon-
um og börnum þeirra. Honum
var heimilið hugljúft afhvarf er
hann kom heim af sjónum oft
eftir útivem svo vikum og jafn-
vel mánuðum skiíti. Heimili
þeirra var annálað og til fyrir-
myndar. Dugnaður húsmóður-
innar sem í fjarveru fyrirvinn-
unnar sá um bústjórn alla, ól upp
börnin og fóstunbarn, hafði oft
fjölda Flensborgarskólanemend-
ur í fæði að vetrinum og veitti
gestum og gangandi af rausn og
myndarskap, og samihent voru
þau bæði um að svo mætti verða.
Og nú eru þessi bæði heiðurs-
hjón horfin af Merkurgötunni —
hafin yfir landamærin miklu til
nýrra starfa í æðra heimi. —
En minningin lifir um góða
samferðamenn. — Mikil vinatta
var milli foreldra minna og þess
ara hjóna og marga ánægjustund
áttu þessi hjón saman allt þar til
yfir lauk. Eg vil þakka Birni og
Ragnhildi órofa tryggð og vin-
áttu við foreldra mína og allar
þær mörgu ánægjustundir sem
iþau veittu þeim er kvölda tók á
ævi þeirra.
Blessuð sé minning Björns og
Ragnheiðar.
Börnum og barnabörnum
þeirra votta ég samúð við frá-
fall föður og afa.
Gísli Sigurgeirsson
Gjafavörur
Króm, stál, plast og
keramik gjafavörur
í miklu úrvaii.
ÞORSTEINN BERGMANN
Gjafavörubúðin
Laufásvegi 14, sími 17-7-71.
Speglar — Speglar
Höfum fengið aftur hina eftirspurðu og GLÆSI-
LEGU SPEGLA með TEKK baki. Einnig höfum við
ávallt mjög fjölbreytt úrval af allskonar BAÐ-
HERBERGISSPEGLUM og FORSTOFUSPEGLUM y
SPEGILL frá OKKUR er hentug og falleg jólagjöf.
SPEGLA og SNYRTIVÖRUDEILD
Gleriðjunnar, Skólavörðustíg 22 — Sími 11386.
Matráðskona oskast
á komandi vetrarvertíð á góðum stað suður með sjó.
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „3134“ fyrir 20. þ.m.
H'ALS
HIWÍSlli W
imikiiis'j
OG
w
HRINGAR
IJR
GULLI
OG
SILFRI
TRULOFUIMARHRIIVÍGAR
JÓHANNES JÓHANNESSON, gullsmiður.
Bergstaðastræti 4, (gengið inn frá Skólavörðust.).
BEZT AÐ AUGLYSA f
MORGUNBLAÐINU
MODERNE MAD
POLITIKEN skrev:
r
»Ny kogebog af de store, men til meget ri-
melig pris... indeholder mere end tusinde
opskrifter... Det hele er meda.
v____________- ---------------------------------- v
Mange af de lœkre retter er i farveplancher. D.Kr. 39.50
Ýv'v"'**,"*?• ***>%*?&****”*• • •• s ” •/■•■••••