Morgunblaðið - 15.12.1962, Side 17
Laugardagur 15. des. 1962
MORCVNBLAÐIb
17
Elín Pálmadóttir:
FRÁ NÍGERÍU
ERIFIÐLEIKAR hinna ný-
stofnuðu Afríkuríkuríkja, þeg
ar þau allt í einu fá fulla
stjórn sinna mála, hafa undan-
farin ár stöðugt verið í frétt-
unum, enda ekki óeðlilegt, ef
litið er á aðstæður. Nigería,
fjölmennasta rikið í flokki
frjálsra Afríkuríkja, hefur af
flestum verið talið það þess-
ara ríkja, sem líklegast er til
að stíga skrefið frá nýlendu
yfir í frjálsa og fullvalda þjóð
án áberandi stjórnmálaerfið-
leika, þó að flestum sé ljóst
að til að halda þessu ríki sam-
an í einni heild þurfi lagni
og varkárni. En nú síðustu
mánuðina, þegar þaðan fóru
að berast fregnir af neyðar-
ástandi í hluta landsins, af-
setningu ráðherra, og réttar-
rannsóknum, hafa vafalaust
margir hugsað: — Nú, þá byrj
ar það þar líka. Ekki veit ég
hve miklar fréttir af stjórn-
málaástandinu hér í Nigeríu
hafa borizt íslenzkum blöð-
um gegnum erlendar frétta-
stofur. Ég ætla því að reyna
að skýra í stórum dráttum
frá gangi mála, eins og þau
lita út í mínum augum, eftir
að ég hefi dvalið hér i nokkr-
ar vikur og fylgst með frá-
sögnum blaðanna, en í þeim
skyggja að sjálfsögðu þessar
fréttir á allt annað, og eftir
að hafa haft tækifæri til að
hitta stjórnmálamenn, eink-
um í nýafstöðnu vikuferða-
lagi um megnið af suðurhluta
landsins í fylgd með þing-
mönnum í pólitískum erind-
um.
I»að verður að hafa í huga,
að Nigería, sem er 356.669
Chief Awolowo
fermílur að stærð og myndi
því rúma í einu nokkur af
stærri Evrópulöndunum inn-
an sinna takmarka, er skipt
í þrjá hluta, sem hver um
sig hefur sína heimastjórn og
þing, en sambandsstjórnin í
Lagos fer með sameiginleg
mál og öll málefni út á við,
og þar situr sambandsþingið
líka. Norðurfíkið er stærst,
en suðurhlutinn skiptist í
Austurríkið og Vesturríkið.
Þessi ríki byggja ólikir kyn-
flokkar, Hauarnir og. Fulan-
arnir fjölmennastir í norðri,
Yorubarnir í vestri og Ibo-
arnir í austri.
Stærsti stjórnmálaflokkur-
inn í landinu er NCNC (Nig-
eria Cameroon National Cong-
ress), sem stofnaður var 1945
og situr að völdum í sam-
bandsstjórninni undir forustu
Norðurríkjamannsins Sir Abu
bakar Baleva, með stuðningi
NPC (Northern Peoples
Party). NCNC er öflugasti
stjórnmálaflokkurinn í Aust-
urríkinu og Norðurríkinu, en
í Vesturríkinu er flokkur, er
stofnaður var 1950 úr öðr-
um minni flokkum og nefnist
Actino Group. Sá flokkur hef
ur einnig verið sterkur í Aust-
urrikinu og myndað stjórnar-
andstöðuna í þinginu með til-
heyrandi „skuggastjórn", eins
og í brezka þinginu.
• Neyffarástandi lýst yfir.
Action Group hefur undan-
farin ár farið með völdin í
Vesturríkinu, síðast undir for
sæti Chief Akintola. En erfið-
leikarnir, sem að lokum urðu
til þess að neyðarástandi var
lýst yfir í ríkinu, stjórninni
vikið frá og málaferli hófust,
spruttu af árekstrum milli
Akintola forsætisráðherra og
Awalowa, sem er formaður
flokksins og hafði áður ver-
ið forsætisráðherra sjálfur.
Ohief Awalowo, eins og hann
er kallaður hér, virðist sterk-
ur persónuleiki, en ákaflega
metorðagjarn og einráður.
Hann taldi sig sem formaður
flokksins hafa rétt til að segja
Vesturstjórninni fyrir verk-
um. Meðan hann var sjálfur
forsætisráðherra hafði hann
látið af hendi úr ríkissjóði
6 millj. punda í formi láns
til byggingarfyrirtækis, sem
hann átti sjálfur ásamt fjór-
um öðrum. Af fénu gengu
4,2 millj. punda beint í flokks-
sjóð Action Group, en 1,8
millj. voru notaðar til að
byggja stórhýsi, 8 hæða ný-
tízku skrifstofubyggingu í
miðri Lagos, tvö stór hótel,
Bristol og Ikeje hótel, 20 hæða
skýjakljúf í miðborginni o.fl.
Eftir að Akintola var orð-
inn forsætisráðherra vildi
Awalowo halda áfram að ráð-
stafa á sama hátt fé Vestur-
rikis að eigin vild, en þegar
Akintola neitaði, hótaði hann
að láta flokkinn víkja honum
frá og setja annan forsætis-
ráðherra 1 hans stað.
Af þessu varð svo í maí-
mánuði sl. vor. Acion Group
hætti stuðningi við stjóm
Vesturríkisins. Akintola neit-
aði að víkja, og þar með var
stríðið komið fram í dags-
ljósið.
Þegar sambandsþingið svo
kom saman 25. maí sl. voru
þar mættir tveir forsætisráð-
herrar frá Vesturríkinu, hvor
um sig með stuðningsmenn
úr flokki þingmanna síns
flokks, en þingmenn NCNC
studdu aUk þess Akintola.
Varð af þessu mikið hark á
þingi og að lokum börðust
þingmenn með stólum. Seinna
sama dag var aftur reynt að
halda þingfund, en hann leyst-
ist einnig upp. Þá var það
að sambandsstjórnin tilkynnti
að lög og réttur í landinu
væri ekki lengur í heiðri haft
og lýsti yfir neyðarástandi í
Chief Akintola
Vesturríkinu. Stjórninni þar
var vikið frá um stundarsak-
ir og dr. Nadjehudunnik skip-
aður ríkisstjóri til ársloka,
þegar neyðarástandinu skyldi
aflétt. Akintola og fleiri af
ráðherrum Vesturstjórnarinn-
ar hafa takmarkað ferðaleyfi,
en Awolowo hefur verið kall-
aður fyrir rétt og nýlega fang-
elsaður af öðrum ástæðum,
sem ég mun rekja síðar.
• Nýr flokkur í stjórnina.
Á meðan hefur verið látin
fram fara rannsókn á nokkr-
um fyrirtækjum, sem rekin
voru af fyrrverandi stjórn
Vesturríkisins. Coker dómara
var falin þessi rannsókn og er
hún kennd við hann. Blöðin
hér hafa daglega rakið gang
mála, þar sem m.a. hefur ver-
ið taiað um hlunnindi er
stjórnin veitti eiginkonu og
dóttir Awalowos og gos-
drykkjafyrirtækjum, um ó-
heiðarlega meðferð fjár i sam
bandi við útvarp og sjónvarp
o.fl. þessháttar, sem erfitt er
að henda reiður á. Coker dóm
ari hefur nú lokið rannsókn-
* inni og boðar skýrslu um
hana mjög fljótlega.
Nú fer að nálgast sá tími,
er neyðarástandinu skuh af-
létt og hafa stjórnmálamenn
verið önnum kafnir síðustu
vikur, enda á þing að koma
saman 5. desember. Stór hóp-
ur hefur klofið sig út úr Act-
ion Group og myndað nýjan
flokk, sem nefnist UPP (Uni-
ted Peoples Group) undir for-
ustu Akintola. Munu allir
sambandsþingmenn Norður-
ríkisins fylgja hpnum, um
helmingur af 15 þingmönn-
um Action Group frá Vestur-
ríkinu og 10 af 18 þingmönn-
um flokksins frá Austurrík-
inu. Mun ákveðið að NCNC
og hinn nýi flokkur UPP
myndi nýja stjórn í Vestur-
ríkinu í desembermánuði með
Akintola sem forsætisráð-
herra, og jafnvel talað um
að neyðarástandinu verði af-
lýst 15. desember. Seinna í
vetur muni svo UPP koma
inn í sambandsstjórnina. Á
flokksþingi NCNC, sem hald-
ið ver í Enugu, höfuðborg
Austurríkisins, í fyrri viku,
var formanni flokksins, dr.
M. I. Okpara, forsætisráð-
herra Austurríkisins, veitt
heimild til að ráða málum til
lykta, sem mun tákna sam-
vinnu við UPP, þó ekki bafi
það verið gert opinbert enn.
• Ákærffur fyrir drottins-
svik.
En hvað um Awalowo?
Hann hefur nú verið ákærður
og leiddur fyrir rétt ásamt
25 öðrum vegna máls, sem
virðist þessu óháð. Lögreglan
komst á þessu ári yfir tals-
vert magn af vopnum, sem
verið var að smygla inn í
landið frá Ghana og telur sig
hafa sannanir skv. skjölum,
sem einnig fundust, að þetta
séu vopn, sem Awalowo gerði
fyrir alllöngu ráðstafanir til
að fá frá Nkrumah í Ghana.
Eru sakborningar ákærðir um
drottinssvik eða fyrir að hafa
á árunum 1959—1960 haft í
hyggju og gert ráðstafanir
til að kollvarpa síðar meir
löglegum stjórnarvöldum með
byltingu. Situr Awalowo i
varðhaldi ásamt öðrum ákærð
um og hafa blöðin hér dag-
lega flutt nákvæmar frásagn-
ir af réttarhöldunum. Nú ný-
lega voru leidd vitni úr röð-
um náinna samstarfsmanna
Awalowos. T.d. játaði dr.
Maja, sonur eins af mestu
áhrifamönnum í Action Group
og sem kvæntur er konu frá
Ghana, að hann hefði tekið
við 7000 punda greiðslu frá
Nkrumah og flutt til Nigeríu,
en peningana átti að nota til
að pjálfa æskulýðsfylkingu,
sem stofnsett var af Daily Ex-
press, málgagni Action Group.
Erfitt er að átta sig á hvern-
ig málum er háttað, enda rétt
arhöldum hvergi nærri lokið.
Eitt er það þó í sambandi við
þau, sem mjög skiptar skoð-
anir eru um. Það er bannið,
sem stjórnarvöldin settu á
landvistarleyfi fyrir brezka
lögfræðinginn E. F. N. Grati-
en, sem ætlaði að taka að sér
vörn í máli Awalowos. Skaut
stjórnin sér þar bak við beiðni
frá lögfræðingasamtökum
Nigeríu um að þeir lögfræð-
ingar einir, sem vilja búsetja
sig í landinu eða flytja þar
reglulega mál, skuli ekki hafa
a
Sir Abubaker Baleva
rétt til málflutnings, nema
sérstakar undanþágur frá
stjórnarvöldum komi til
hverju sinni. Lögfræðinga-
samtökin hafa nú látið í ljós
óánægju með að þessu skyldi
fyrst beitt í þessu tilviki.
Tveimur dögum áður en
Awalowo fór fram á að hæsti-
réttur ógilti þetta bann, til-
kynnti stjórnin að hún mundi
bera fram frumvarp á þingi,
strax og það kemur saman
5. desember, um að útlend-
ingar skuli þurfa sérstakt
leyfi til að vinna í landinu
og þar komi undir störf lög-
fræðinga.
Ekki vil ég reyna að leggja
dóm á þessi réttarhöld. Þau
fara fram fyrir algerlega opn-
um dyrum og að því er virð-
ist skv. venjulegum lagaregl-
um. Hér eru skiptar skoðanir
um hvort sakir sannist á
Awalowo. Ef ihann reynist
hafa gert það sem hann er á-
kærður fyrir, getur hann feng-
ið þungan dóm.
Hvað varðar neyðarástand-
ið og þær ráðstafanir sem voru
gerðar í sambandi við það,
hafa það e.t.v. verið skjót og
nauðsynleg viðbrögð til að
koma í veg fyrir að svipað
ástand gæti orðið hér og er
í Ghana nú, með því að kveða
snarlega niður . einræðislegar
tilihneigingar um leið og á
þeim fer að bera. Ég er ekki
nægilega kunnug málum til
að geta nokkuð um það sagt.
Lagos, 29. nóv. 1962.
E. Pá.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Með því að kaupa
JÓLAKORT
RAUÐA KROSSIIMS
styðjið þér ALSÍRSÖFNUNINA.
Kortin eru gerð eftir myndum
frú Barböru Árnason.