Morgunblaðið - 15.12.1962, Síða 18
13
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 15. des. 1962
Sigurmundur Sigurðsson
héraðsl., Bolungarvík
HINN 14. nóv. andaðist Sigur-
mundur Sigurðsson, fyrrv. héraðs
læknir í Hó Isl æícjnighiéra ði, 85
ára að aldri.
Hann fluttist til Bolungarvík-
ur 1934 og tók þá við embætti
sínu. Hér starfaði hann í 15 ár,
en lét þá fyrir aldurs sakir af
læknisstörfum eftir 42 ára starfs-
feril, í fullu fjöri, 72 ára.
Sigurmundur læfknir varð vin-
ur minn, konu minnar og barna
strax frá fyrsta degi hans í Bol-
ungarviik, enda sótti ég hann á
skipsfjöl og tók hann inn á heim
ili mitt, meðan hann var að
koma sér fyrir. Þar var hann
l'íka jafnan kærkominn gestur.
Þegar hann kom hingað hafði
hann nýlega misst konu sína,
Önnu Eggertsdóttur Jodhums-
sonar, frá sex bömum, en María
mágkona hans stóð fyrir búi
fyrstu árin. Síðar tók hann ráðs-
konu, Jónu I. Jónsdóttur, sem
eftir það annaðist heimili hans
hér í Bolungarvík, og reyndist
honum og börnum hans, þeim
sem heima voru, umhyggjusöm
og nærgætin búsmóðir.
Sigurmundur var vinur vina
sinna. Hann var fburða léttur
í lund og hafði góð áhrif á alla
menn sem hann kynntist. Hins
vegar var hann skapmikill mað-
ur og skemmtilega bráðlyndur.
Hann var bókhneigður og hafði
mikla ánægju af spilum í góðum
félagssikap. Hann var mannkosta
maður.
f starfi sínu var hann skyldu-
rækinn. Hann helgaði sig starf-
inu, var læknir af lífi og sál,
og lagði sig fram við að fylgjast
vel með í læknisfræðinni og
sótti nokkrum sinnum suður á
spítalana í Reykjavík til þess
að fylgjast með þróuninni. Hann
var sérlega fær um að greina
sjúkdóma, og man ég ekki að
það mistækist hjá honum, þótt
tækin væru ekki fullkomin. Hann
taldi það sérstaka skyldu sína að
senda sjúklinga strax til sjúkra-
hiússvistar, ef hann taldi þess
þörf, enda mun hann með þessu
hafa bjargað mörgu mannslífi. Ég
tel að hann hafi verið sérstakur
gæfumaður í starfi.
Þótt það yrði hlutskipti Sigur-
mundar að starfa hér hjá okkur,
var hann náttúrubarn sveitanna.
Þangað sótti hann jafnan í or-
lofum sínum. Hann hafði yndi
af hestum, fór hér ávallt á hest-
bak á hverju sumri, enda hafði
hann átt góða gæðinga meðan
hann var sveitalæknir.
Áður en Sigurmundur kom til
Bolungarvíkur hafði hann verið
læknir í tveimur erfiðustu og
vetrarþyngstu héruðum landsins,
Reykdælahéraði í Þingeyjarsýslu
og Grímsneshéraði í upp-Árnes-
sýslu. Samgöngur voru þá litlar
og varð hann að fara öll ferða-
lög á hestum, skáðum eða gang-
andi. Þessar ferðir voru oft erfið-
ar og næsta ótiúlegt fyrir nú-
tíðarmann að gera sér grein fyr-
ir slíkum ferðalögum, sem hann
sagði mér oft frá.
Þó að Sigurmundur legði fram
krafta sína við læknisstarfið bar
hann í brjósti mikinn metnað
og umhyggju fyrir börnum sín-
um, og þá eins þeim tveim son-
um, sem hann hafði eignast fyr-
ir hjónaband.
Ég vildi með þessum linum
flytja Sigurmundi kveðjur frá
fjölskyldu minni, vinum og sam-
ferðarmönnum í Bolungarvík,
með þökk fyrir störfin.
Einar Guðfinnsson
Sogo úr fiskiþorpi n Vestfjörðnm
eftir séra Stanley Melax
BLAÐINU hafa borizt tvær nýj-
ar bækur frá bókaforlagi Odds
’Björnssonar á Akureyri. Önnur
hókin nefnist „Gunnar helming-
ur“ eftir séra Stanley Melax. Á
kápusíðu segir svo um stíl höf-
undar: „Stuttur í spuna og
snjallorður úir og grúir af frum-
legum og óvæntum samlíkingum
úr lífi og umhverfi fólksins, sem
sagan fjallar um, neyðarlegum,
en þó undir niðri hlýjum. En
höfundur veit hvað hann vill —
á hverju hann hefur trú og á
Ihverju skörnm. Hann hefur m.a.
tfulltrúa í sögunni, sem er prest-
ur eins og hann sjálfur, ógleym-
anleg persóna og eínhver
skemmtilegasti presturinn í ís-
lenzkum bókmenntum".
Saga þessi gerist í litlu fiski-
(þorpi á Vestfjörðum á fyrsta ára-
rtugi þessarar aldar.
Hin bókin, sem bókaforlag
Odds Björnssonar sendir frá sér
að þessu sinni, er unglingabók
og nefnist „Skíðakappinn“. Er
hún eftir norskan unglingahötf-
und Sverre D. Husebye. Höfund-
ur þessi er þekktur fyrir
unglingabækur í Noregi og hefur
skrifað yfir 20 strákabækur. Bók-
ina hefur Stefán Jónsson, nóms-
stjóri, þýtt. „Skíðakappinn" er
saga um drengi og ílþróttir fjall-
ar um veiklulegasta strákinn,
sem kallaður var auminginn, en
með viljaþreki sínu hafði aann
sig áfram og vann hvern íþrótta-
sigurinn á fætur öðrum. For-
málsorð höfundar eru svohljóð-
andi:
„Þessi bók kom áður út fyrir
2i7 árum. Hér kemur hún út í
nýrri útgáfu, lítið eitt breytt. Ég
vona að hún verði til ánægju
öllum drengjum og stúlkum,
sem unna ilþróttum og vilja kom-
ai hærra upp og lengra fram“.
Báðar eru bækur þessar prent-
aðar í prentverki Odds Björns-
sonar hf.
Sœnskar frystikistur
FLORIDA BABY 5 cub.ft.
FLORIDA MINI 8 cub.ft.
FLORIA SNABBFRYS 14 cub.ft.
Frystið matinn sjálf. — Geymið matinn heima.
LEVIN FRYSTIKISTAN er heimilisprýði.
Söluumboð kaupfélögin og Dráttarvélar h.f.
Véladeild.
W
SONUR MINN OG ÍG
,,Hún á sama brýna erindi
frænda átti fyrir hundrað
verfiug heimsfrægðar."
Victor Svanberg í Stockholms Tidningen
„Stórbrotin vegna hins auðuga raunsanna efn-
is, sinnar einkáiegu innri glóðar.**
Erik Hj. Linder í Göteborgs Posten
,,Hver getur ritdæmt hróp á hjálp, bæn, reiði
óp og örvæntingarákall. Maður getur aðeins
mælzt til að svo margir sem auðið er hlusti á
hana.“
Thore Zetterholm 1 tímaritinu Idiun.
,,Af fyrri ritverkum Söru Lidman var ljóst, að
hún var góður rithöfundur. Með skáldsögunni
„Sonur minn og ég“ hefst hún í hóp ritsnill-
inga. Hin óvæga mannlýsing með kyofcátta-
vandamál Suður-Amerík u að sögusviði, verður
ógleymanleg.“
Sigríður Thorlacius.
Rolaiítgáfan fRÓDI