Morgunblaðið - 15.12.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 15.12.1962, Síða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 15. des. 1962 Verðlagsmál og rafmagnsmál rædd í Bændafélagi Fljótdalshéraðs BÆNDAFÉLAG Fljótsdalshéraðs hélt aðalfund sinn 3. f. m. — Fundurinn var vel sóttur, enda ágaett umferðar um Héraðið. Stjórn félagsins var endur- kjörin en hana skipa Sveinn Jónsson, bóndi á Egilsstöðum, formaður; Björn Kristjárnsson, bóndi, Grófarseli, og Páll Sig- björnsson, ráðunautur, Egils- staðakauptúni. Auk venjulegra aðalfundar- starfa tók fundurinn til umræðu ýmis hagsmunamál bænda á fé- lagssvæðinu. Nokkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum. Helztar þeirra voru þær tvær, sem fara hér á eftir: I. Um verðlagsmál Fundur Bændafélags Fljóts- dalshéraðs, haldinn að Egils- stöðum 3. des. 1962, gerir eftir- farandi ályktanir um verðlags- mál: 1. Fundurinn fagnar aðgerð- um búnaðarsambanda landsins í þá átt að fá Framleiðsluráðslög- unum breytt. Þakkar hann stjórn um búnaðarsambanda í S-Þing. og á Austurlandi forgöngu í þeirri baráttu. Skorar fundurinn á nefnd þá, sem starfar á vegum Búnaðar- þings og Stéttarsambands bænda, að þessum málum, að vinna að þeim í sama anda, og beita sér eindregið að fá numið úr lögun- um gerðardómsákvæðið og hlut- deild neytenda í sexmannanefnd- inni, ásamt fleiri lagfæringum. En fulltrúar neytendasamtak- anna hafa sýnt og sannað, að þeir telja hlutverk sitt það eitt, að þvinga niður verð á landbún- aðarvörum, án tillits til þarfa landbúnaðarins. 2. Fundurinn átelur afstöðu fulltrúa Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs í sexmanna- nefnd á sl. hausti, við samninga um verðlagsgrundvöll fyrir land- búnaðarvörur, sem í tveimur meginatriðum braut gjörsamlega í bága við samþykktir síðasta aðalfundar Stéttarsambands bænda. a. Aðalfundur stéttarsam- bandsins fól stjórn sinni afdrátt- arlaust að semja ekki um afslátt á þeim verðlagsgrundvelli, sem fulltrúar neytenda settu upp haustið 1961 og töldu þá vel rök- studdan. Enginn hefur heldur reynt að vefengja hann með rök- um. Þrátt fyrir það semja þeir nú um nálægt 12% óhagstæðari verðlagsgrundvöll fyrir bændur, án þess að færa nokkuð fram þeirri breyttu afstöðu sinni til stuðnings. b. Minnsta kosti þrír síðustu aðalfundir stéttarsambandsins hafa samþykkt að fela Fram- leiðsluráði að hækka verðlag á sauðfjárafurðum til samræmis við aðrar búvörur. En almennt er nú viðurkennt, að mjög hafi verið hallað á sauðfjárbændur í verðlagsgrundvelli búvara. Þrátt fyrir einróma samþykki stéttar- sambandsfulltrúa á þessari á- lyktun, hefur Framleiðsluráð þverskallazt enn við þéssum fyrirmælum. Fundurinn telur þessi vinnu- brögð ólýðræðisleg, og þau feli í sér lítilsvirðingu á samþykktum aðalfunda stéttarsambandsins, sem á þó að fara með æðsta vald í þessum málum. II. Um rafmagnsmál Fundur Bændafélags Fljóts- dalshéraðs, haldinn 3. des. 1962, gerir svofellda ályktun um raf- magnsmál: 1. Fundurinn harmar þá kyrr stöðu og þær vanefndir í raf- orkumálum Austurlands, miðað við fyrirheit í 10 ára áætluninni, sem nú er senn úti. En nálægt helmingur háspennulína og tengilínan frá Laxá — hvort tveggja í 10 ára áætluninni — er enn óframkvæmt. Þó kaup- túnin á Austurlandi hafi nú fengið rafmagn, þá er það að hinum þeim óheppilegu leiðum, með byggingu margra diesel- stöðva. Hins vegar hafa sveit- irnar að mestum hluta verið hafðar út undan. Af 25 sveitum í Múlasýslum hafa þrjár verið rafvæddar, hinar hafa ekki raf- magn að frátöldum nokkrum einkastöðvum. Láta mun nærri að 450—500 bæir í Múlasýslum séu rafmagnslausir. Svipað mun þetta vera í N-Þingeyjarsýslu og A-Skaftafellssýslu og víðar. Mis- ræmið og aðstöðumunur fólks- ins til atvinnurekstrar og lífs- þæginda, sem við þessa þróun raforkumálanna hefur skapazt milli sveitafólks annars vegar og kaupstaðarfólks hins vegar, styður hröðum skrefum að því, að sveitabyggðirnar eyðast. Fundurinn gerir enn á ný þær kröfur, að haldið verði á- fram dreifingu raforku um byggðir Austurlands frá þeim orkuverum, sem þegar eru til. Ennfremur ítrekar fundurinn kröfu sína um að hraða beri lokaáætlun um rafvæðingu landsins og leggur á það á- herzlu, að þar verði kveðið á um, hvort og hvenær hvert býli fær rafmagn frá samveitum. Það er hin brýnasta nauðsyn að í ljós komi, hver þau býli eru, sem ekki koma til greina, svo að bændur geti þar leitað annarra úræða í tíma. Fundurinn beinir því til sýslu- og bæjarfélaga á Austurlandi, að taka til athugunar, hvort sam- eiginleg nefnd frá þeim gæti ekki unnið þessu máli meira lið en hver einstakur getur. Frá jarðarför Vilhelmínj fyrrv. Hollandsdrottningar EINS og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu var Vil- helmína fyrrverandi Hollands drottning jarðsett í Delft 8. desember síðastliðinn. Hún lézt í svefni hinn 28. nóvem- ber, 82 ára að aldri, í höll sdnni Het Loo. Átta hestar, hjúpaðir hvítu, drógu kistu Vilihelmínu drottn ingar um götur Haag (efri mynd), daginn sem hún var jarð,sett, áður en haldið var til kirkjunnar í Delft. Eini kransinn á líkvagninum var frá hollenzku andspyrrau- hreyfingunni. önnur blóm og kransar voru fluttir á sérstök um vagnL Á neðri myndinni sjást með limir hollenzku konungsfjöl- skyldiunnar standa vdð kiistu drottningar. Yzt til vinstri er Irene prinsessa, þá Beatrix prinsessa, Júlíana, Hollands- drottning, Bernhard prins, Margrét prinsessa og Marike prinsessa. Bernhard prins ber einkennisbúning hershöfð- ingja, kona hans og dætur eru hvítklæddar, en Vilhel- rnína drottning hafði óskað eftir að enginn bæri sorgar- klæði við jarðarförina og kirkjan yrði skreytt hvítum blómum. 2. Fundurinn þakkar þing- mönnum Norðlendinga og Aust- firðinga undirtektir þeirra við tilmælum Bændafélags Fljóts- dalshéraðs á sl. vetri, að ræða um rafmagnsmál þessara lands- hluta og þó einkum virkjun Jökulsár á Fjöllum, á sérstökum fundi með fulltrúum hlutaðeig- andi sýslu- og bæjarfélaga. Bændafélagið villl enn á ný skora á alla þingmenn þessara landshluta að standa fast á kröf- unni um,» að næsta stórvirkjun verði reist við Jökulsá á Fjöll- um. Það er einstakt tækifæri fyrir þing og stjórn að sýna í verki, að þeim sé alvara með að halda jafnvægi í byggðum lands- ins. Því að engin framkvæmd ríkisins myndi fremur draga úr fólksflutningum frá þessum landsfjórðungum. Sölubörn! Sölubörn! Nú er tækifærið að vinna sér inn peninga til jólagjafa. Körfuknattleikssamband íslands stendur fyrir happdrætti og dregið verður á Þorláksmessu 23. þ.m. Þið fáið 20 krónur fyrir hvern miða sem þið seljið. Miðar verða afhentir í dag (laugardag) kl. 1—6 og á morg- un ( sunnudag) kl. 10—12 og 2—5 á eftirtöldum stöðum: ÍR-húsið við Túngötu, KR-húsið við Kaplaskjólsveg, Skáta- heimilinu, íþróttahúsinu að Hálogalandi, Langholtsveg 110, Félagsheimili Víkings. K.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.