Morgunblaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. des. 1962 Cunrsar Selalœk — Sigurðsson Minningarorð GUNNAR Sigurðsson var fædd- ur hinn 14. júlí 1888 í Helli í Koltum og andaðist hér í bæn- um hinn 13. des. sl. Foreldrar hans voru Sigurður bóndi í Helli Og síðar á Selalæk og kona hans Ingigerður Gunnarsdóttir. Sig- Urður bóndi var af hinni fjöl- mennu Keldna-ætt, sem margir igóðir búhöldar eru komnir af. Sjálfur var Sigurður einn kunn- asti bóndi landsins á sinni tíð. Málshátturinn „Enginn er bú- maður nema hann berji sér“ þótti mjög á honum sannast, því að lengi var til þess vitnað, að hann skrifaði grein, þar sem hann vildi sýna fram á, að hann væri alltaf að tapa á búrekstrin- um, en sú greinargerð var talin mjög 1 ósamræmi við þann blómlega búskap hans, sem allir höfðu fyrir augum. Hann hafði og yfrið fé til að setja Gunnar son sinn til mennta. Að stúdentsprófi loknu hóf Gunnar, sem ætið var kendur við Selalæk, laganám í Kaup- mannahöfn, enda þótt lögfræði- kennsla væri þá fyrir nokkrum árum tekin upp hér á landi. í Kaupmannahöfn dvaldist Gunn- ar þó ekki þessara erinda nema einn vetur, kom síðan heim, lærði við Háskólann hér og lauk lagaprófi á árinu 1917. Á stúdentsárum sínum fékkst Gunnar við fleira en námið eitt, því að hann keypti dagblaðið Vísi á árinu 1914 og var um skeið ritstjóri hans. Varð hann þá, þegar á æskuárum, víðkunn- ur af því, að hann krafðist þess, er Steinkudys var rofin vegna hafnargerðarinnar, að bein hinn- ar ólánssömu konu væru flutt í vígða mold. Sumir höfðu þennan frjálshug Gunnars í flimtingum og var prentuð og seld á póst- korti skopmynd af Gunnari og Steinunni, þar sem hún ris úr dys sinni. En í tillögu Gunnars lýsti sér fordómaleysi og kreddu- andúð, sem einkenndi allt hans líf. Um þær mundir, sem Gunnar lauk háskólanámi, voru miklir uppgangstímar hér vegna gróða stríðsáranna. Gunnar gerðist þá yfirdómslögmaður og fékkst við margháttaða fjársýslu. Hagur hans stóð þá með blóma og ekki spillti, að hann var á árinu 1919 kjörinn fyrsti þingmaður Rang- æinga með miklu atkvæðamagni umfram aðra frambjóðendur. Skömmu eftir 1920 fór hinsvegar að syrta í álinn og varð Gunnar þá eins og ýmsir fleiri fyrir mikl- um skakkaföllum. Hann féll og við þingkosningar haustið 1923, þó að ekki munaði miklu. Gunnar brá þá á það ráð, að hann setti bú á föðurleifð sinni, Selalæk, og var þar bóndi frá árinu 1924 þangað til 1928. Árið 1927 var hann aftur kjörinn þing maður Rangæinga og sat á þingi þangað til í þingrofskosningun- um 1931, en hvarf þá af Alþingi fyrir fullt og allt. Eftir að Gunnar hætti búskap á Selalæk mun hann lengst af eða ætíð hafa verið heimilisfastur í Reykjavík en var oft á faralds- fæti og ekki við eina fjöl felldur. Hann var um skeið endurskoð- andi landsreikninga og formaður fasteignamatsnefndar Reykjavík- ur. Nokkra stund lagði hann á málflutning en þó aðallega ýmis- konar kaupsýslu. Hann fékkst löngum við sölu á hrossum og stundum öðrum kvikfénaði. í þeim viðskiptum keppti Gunnar ekki síður eftir því að greiða seljendum sem hæst verð en að hagnast sjálfur. Eitt sinn reið faðir minn frá Selalæk með Gunnari, er hann fór að kaupa kálfa og komu þeir bá til bónda eins í Þykkvabæ eða neðanverð- um Holtum. Bóndi lét kálf falan en Gunnar nefndi verð. Bónd-i heyrði ekki hvað Gunnar sagði, klappaði kálfinum og spurði, hvort Gunnar gæti ekki greitt upphæð, sem hann tiltók. Gunn- ar endurtók þá jafnskjótt þá upp- hæð, sem hann fyrr hafði nefnt og var mun hærri en bóndi fór fram á. Um hríð annaðist Gunnar út- vegun á heyi austan fjalls til Reykjavíkur og reisti þá Hlaðir á Selfossi. Þá beitti Gunnar sér fyrir loðdýrarækt, hafði for- göngu um innflutning minka og var einn af stofnendum og for- maður Veiði- og loðdýraræktar- félags íslands. Drýgst mun Gunnari hafa reynzt fasteignasala. Við hana var hann einkar laginn og hagn- aðist vel á henni stríðsárin síð- ari. Gunnar sá þá manna fyrstur hvert stefndi um hækkun verð- lags og útvegaði sér umboð banka til að selja eignir, sem lengi höfðu reynzt lítt útgengi- legar. Veit ég um fleiri en einn, sem komu undir sig fótum með því að láta undan fortölum Gunnars og kaupa hús, sem þá var hægt að fá fyrir smáræði miðað við það, sem síðar varð. Sjálfur hafði Gunnar þá ekki, a.m.k. í fyrstu, fé til að festa í slíkum eignum og þótt hann rétti mjög hag sinn á þessum ár- um, var eðli hans slíkt, að hann batt sig hvergi til lengdar. Valt því á ýmsu fyrir honum einnig hin síðari ár, enda brást heilsa hans fyrir alllöngu og fór hrak- andi. Auk ritstjórnar á æskuárum fékkst Gunnar nokkuð við rit- störf og eru kunnust af þeim bókaflokkurinn fslenzk fyndni, sem hann gaf út árlega lengst af frá árinu 1933. Sú útgáfa naut almennra vinsælda, enda er þar safnað mörgum s'mellnum sög- um, þó að nokkuð séu þær mis- jafnar eins og verða vill. En víst er þetta ritsafn heimild um einn þátt í eðli íslendinga, sem eng- inn hefur rækilegar dregið gögn til en Gunnar. Gunnar Sigurðsson átti sæti á Alþingi, þegar flokkamyndun með þjóðinni var að komast í það horf, sem síðar hefur haldizt. Hann hafði áður fylgt Sjálf- stæðisflokknum gamla en bauð sig 1919 fram sem utanflokka- maður og gerði svo aftur, þegar hann var endurkjörinn 1927. Á Alþingi var hann hinsvegar lengst af í meira eða minna sam- starfi við Framsóknarflokkinn og taldist til þingliðs hans, hvort sem hann var formlega í flokkn- um eða ekki. En Gunnar fór ætíð sínar eigin götur og lét hvorki einstaka menn né flokksfundi segja sér fyrir verkum, enda skildu algerlega leiðir með hon- um og Framsókn áður en yfir lauk. Aðaláhugamál Gunnars á þingi var efling landbúnaðarins og þá einkum greiðfærar samgöngur milli Suðurlandsundirlendisins og Reykjavíkur. Hann hafði mik- inn hug á lagningu járnbrautar austur yfir Fjall og harmaði, að þær ráðagerðir urðu að engu. Hann vitnaði oft til þess, að landbúnaður hefði þá fyrst þró- ast í Bandaríkjunum, þegar sam- göngur vestur á slétturnar voru opnaðar með járnbrautum. Eins mundi fara hér, ef bændur gæti komið vörunum frá sér og að- drættir yrðu auðveldari. Nýtízku tækni ætti ekki síður við í land- búnaði en sjávarútvegi, þar sem togararnir hefðu valdið gerbreyt- ingu. í grein, sem Gunnar ritaði í Blaðamannabókina 1948, ræðir hann um nauðsyn tækniþróunar í þágu landbúnaðar en þeir, sem hann þekktu, höfðu heyrt hann halda fram svipuðum hugmynd- um 20—30 árum áður. Áhugi Gunnars á loðdýrarækt var af sömu rót runninn. Hann taldi, að landbúnaðinn yrði að gera fjöl- breyttari og hugði, að minka- rækt mætti verða bændum að góðu gagni. Sú tilraun fór verr en vonir stóðu til og er þó enn ósýnt, nema þar séu miklir möguleikar bæði fyrir bændur og útvegsmenn, ef rétt er að far- ið og nægileg aðgát höfð. Gunnar var kvæntur Sigríði Siggeirsdóttur kaupmanns Torfa- sonar og áttu þau 5 börn: Geir forstjóra, Gerði kaupkonu, sem nú er látin, frú Helgu, Gylfa fulltrúa og Sigurð prentara. Þau hjón, frú Sigríður og Gunnar, skildu samvistir, en mjög var Gunnari hugað um fjölskyldu sína. Ég minnist þess ætíð, er ég bjó á Laugaveginum fyrir mörg- um árum í næsta húsi við frú Sigríði og börn hennar og Gunn- ar kom eitt sinn að rabba við mig, að ég sá svip hans, þegar hann renndi augunum til húss- ins á móti. Það augnatillit var á við langa sögu. Gunnar Sigurðsson var með hæstu mönnum og á yngri árum glæsimenni að vallarsýn. Hann var maður hugmyndaríkur, ár- risull og ósporlatur. Ef til vill varð veraldargengi hans einmitt af þeim sökum valtara en sumra hæfileikaminni samtíðar- manna hans. Bekkjarbróðir hans sagði eitt sinn við mig, að Gunn- ar færi svo snemma á fætur, að hann vissi ekki hvað hann ætti að gera af deginum. Þetta var í gamni mælt en því fylgdi nokk- ur alvara. Sjálfsagt hefði líf Gunnars orðið með öðrum hætti, ef honum hefði verið gefin meiri staðfesta. En hver er með sínu marki brenndur. Ekki sækj ast allir eftir hinu sama og Gunn ar mat borgaralegt öryggi minna en ýmsir aðrir enda reiðum við allir jafn þungt á braut að lokum. Um Gunnar ljúka allir upp ein- um munni, að hann var maður drenglyndur, frændrækinn og vinfastur. Ég hafði kynni af hon- um frá því, að ég man fyrst eftir mér, því að hann var ætið heima- gangur hjá foreldrum mínum. Minnist ég aldrei annars en, að Gunnar legði gott til mála. Heil- brigð skynsemi réði ætíð tilög- um hans og í hörðustu orrahríð- um stjórnmálanna var hann sanngjarn í garð andstæðinga, enda vildi hann aldrei leggja stein í götu nokkurs manns, þó að hann kynni vel skyn á mis- jöfnum mannkostum. Hugsjónir hans hafa ekki allar ræzt en þó hefur það nú náð fram, sem hann lét sig mestu varða, að ættar- byggð hans, Rangárþing, er nú i flestu forystusveit um hagkvæm an búrekstur á íslandi. Bjarni Benediktsson. HUSMODERBIBLIOTEKET SPEKTRUM Brúin yfir Kwai-fljótið Um síðustu helgi undi Vel- vakandi sér við að lesa bók- ina „Brúin yfir Kwai-fljótið“ eftir Pierre Boulle, en hún mun vera nýkomin út. Rifjaðist þá upp fyrir honum hin ágæta kvikmynd, sem hér var lengi sýnd, ekki sízt vegna þess að bókin er prýdd fjöldamörgum heilsíðumyndum úr kvikmynd inni. Þetta er sönn hetjusaga, frumleg og fersk, sem góð dægrastytting er að lesa. Umgengnisvenjur í svalahúsum Fóilk hefur kvartað undan því við Velvakanda, hve um- gengnisvenjum í altanshúsum — sambýlishúsum með svölum — er áfátt, og getur Velvak- andi tekið undir það af reynslu. Gólfteppi hanga niður í and- lit manns, þegar út er komið til að njóta hreina loftsins og útsýnisins, og fólk hristir gólf tuskur og bvers kyns aflþurrk- unarklúta hvert framan í ann að. Til þess að balda frið við nágrannana, hliðrar fólk sér hjá því í lengstu lög að bera fram umkvartanir. í Englandi og Danmörku mun viðast vera bannað í samibýliShúsum -að viðra tuskur og flíkur úti á svölum nema vissan tíma á morgni hverjum. Þar er einnig tekið til þess, ef fólk hengir þvott til þerris úti á svölum, enda særir það fegurðarsmekk inn. — Það er skiljanlegt, að fólk vilji hafa einihver not af altönum, ef hvergi annars stað ar er hægt að hengja þvottinn, en allt slíkt ætti þó að tak- marka mjög. + Má ekki skamma börnin í sambandi við þetta minn- ist Velvakandi þess, að hon- ---------------------------» um bárust einu sinni tvö bréf um líkt leyti um sama efni og hér er minnzt á að framan. Hvorugt þeirra var þó birt, enda bæði nafnlaus og þar að auki svo þröngt í dálkum Vel- vakanda, að sennilega er ekki birt nema eitt bréf af hverj- um þremur, sem berast, og er það miður. Bæði fjölluðu þessi bréf um erfiðleika á sambúð fólks í fjöl býliahúsum. íbúarnir virðast gleyma því, að svalirnar eru til þess að fólk hljóti þar hress- ingu og andi að sér hreinu lofti, en ekki til þess að hrista gólfdregla, afþurrkunarklúta og annað álíka hvort fram- am í annað. í öðru bréfinu var meira að segja fullyrt, að þess þekktust dæmi, að fólk steypti úr bleyjum niður af svölum. Nafnið svalir þýðir einfald- lega staður, þar sem fólk sval- ar sér á fersku lofti, en ekki útkast eða útvarp. Einnig er talað um það í öðru bréfinu, að fólk, sem byggi saman í húsi, kynni illa við að veita hvort öðru ádrepu, til þess að sambýlisandinn spillt- ist ekki. Verst væri þó, að ekki mætti hasta á börn, sem væru með ólæti, þvi að þau yrðu enn trylltari fyrir bragðið og kærðu fyrir foreldrum sínum. Og for- eldrar eru eins og þeir eru: taka málstað baranna, og svo verður óvild úr öllu saman. Veivakandi getur ekkert ann að sagt við þessum bréfum en það, sem oft er sagt í fréttum, að „báðir aðilar sýni hvor öðr um gagnkvæman skilning“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.