Morgunblaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 14
14 MORCVHBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. d«s. 1962 HL,N auglýsir Fallegar og ódýrar prjónavörur á alla fjölskylduna. Prjónastofan Hlín Skólavörðustíg 18. Vegna jarðarfarar verður verzlun okkar lokuð í dag frá kl. 1. Verzlun B. H. Bjamason h.f. Vegna jarðarfarar verður skrifstofa okkar lokuð eftir hádegi í dag. r/< Heildverzlun Ama Jónssonar h.f. Konan mín JÓHANNA GÍSLADÓTTIR Háaleitisvegi 26, andaðist í Bæjarspítalanum 16. þessa mánaðar. Guðmundur Nikulásson. Maðurinn minn og sonur MARKÚS ÞÓRARINN JÚLÍUSSON lézt í Landsspítalanum 12. þ. m. Svanhildur Þórarinsdóttir, Júlíus Guðjónsson. Maðurinn minn JÓN BERGÞÓRSSON andaðist á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði 16. þ. m. Jóna Asgeirsdóttir, börn og tengdaböm. Útför SVERRE SMITH loftskeytamanns, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. des- ember næstkomandi klukkan 13,30. Blóm eru vinsam- legast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Hjördís Smith, Ragnhildur Smith, Birgir Breiðdal, Sjöfn Smith, Ingimundur Magnússon. Útför konu minnar ÁGÚSTU VILHELMÍNU EYJÓFSDÓTTUR Hörpugötu 13 B, fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 19. þ.m. kl. 2 s.d. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir mína hönd, bama, tengdabarna og bamabama. Ágúst Jóhannesson. Þökkum af alhug öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför KRISTJÓNS ÞORSTEINSSONAR Meiri-Tungu. Þórdís Þorsteinsdóttir, Ragnar Marteinsson, Þórður Þorsteinsson, Guðmar Ragnarsson, Þórunn Ragnarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNS SIGMUNDSSONAR Sigríður Guðmundsdóttir og börn. Magnús Stefánsson stórkaupm. - Minning Fæddur 6. nóvember 1897. Dáinn 11. nóvember 1962. MAGNÚS Stefánsson var fæddur í Reykjavík, 6. nóvember 1897 — Foreldrar hans voru Ingibjörg Zakaríasdóttir og Stefán Bjarna son skipstjóri, sem bjuggu að Bergi við Grundarstíg. Magnús tók próf úr Verzlunarskóla ís- lands 1918, og fór síðan til fram- haldsnáms til Englands. Eftir að Ihann kom heim aftur vann hann við ýms verzlunarstörf, þar til hann stofnsetti eigið innflutnings firma og heildverzlun 1934. Magnús rak heildverzlun sína þar til 1943, en það ár varð hann fyrir þeirri ógæfu að missa heilsuna, sem að lokum leiddi hann til dauða. Magnús var tví- giftur, og átti einn son með fyrri konu sinni. Magnús kvæntist aft- ur eftirlifandi konu sinni, Jónu Árnadóttur, og áttu þau fjögur böm, eina stúlku sem dó korn- ung, og þrjá syni. Átti hann því fjóra syni á lífi sem heita Ingvi, Birgir, Freyr og Stefán. Magnús var svo lánsamur að eiga góða konu. Ég hef sjaldan kynnzt annarri eins umhyggju og ástríki sem kona hans sýndi honum, þegar hann þarfnaðist þess mest og heilsan þraut. Hún var allt í öllu fyrir Magnús, heimilið og börnin. Aldrei gat ég merkt að hún kvartaði undan þeim erfiðleikum sem veikindi Magnúsar lögðu á hana. Mér fannst oft fórnarlund hennar engin takmörk sett, og er mér óhætt að fullyrða að Jóna er fyrirmynd þeirra kvenna sem standa fremst í baráttu við erfið- leika heimilisins þegar alvarleg veikindi sækja að, og missti hún aldrei þá sálarró sem henni hef- ur verið gefin í svo ríkum mæli. Veikindi Magnúsar stóðu að mestu óslitið um 15 ár, og allan þann tíma gaf kona hans honum alla þá vernd og hjúkrun sem honum var svo nauðsynleg og mátti hann helzt ekki af henni sjá, þar sem hún ein gat staðið við hlið hans og létt honum þær þrautir sem sjúkdómur hans lagði á hann. Sú fórn, sem kona Magnúsar færði, er eitt af því göfugasta sem kona getur gefið manni sínum, sárþjáðum af lang- varandi veikindum. Ég átti því láni að fagna að þekkja Magnús mjög vel, enda vorum við alltaf miklir vinir, auk þess sem hann var mágur minn. Magnús var heilsteyptur maður með mjög mikla hæfileika á ýmsum sviðum. Hann var sér- staklega duglegur kaupsýslu- maður, og vel að sér í öllu sem laut að venjulegum viðskiptum. Hann var óvenju duglegur með allt sem hann gerði, og engan mann hefi ég þekkt sem afkast- aði öðru eins verki á skrifstofu sinni, á meðan heilsan var í lagi. Hann vann alltaf þar til ekkert var eftir, án þess að hugsa um hvað tímanum leið, hann varð alltaf að ljúka við verkefnið hversu lengi sem það tók hann. Magnús var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, vand- virkur og hreinskilinn við sam- ferðamenn sína, enda með af- brigðum kröfuharður við sjálfan sig, svo mér þótti oft hann mis- bjóða orku sinni og getu. Við Magnús áttum oft saman ánægju legar stundir, og er mér margt minnisstætt frá þeim tima þegar hann hafði fulla heilsu, og gat tekið þátt í gleði vina sinna, sem honum þótti vænt um. Það var þ*. ' sárt fyrir vini Magnúsar, að sjá svo fljótt af honum úr glað- værum hóp, en hann gat ekki um langan tíma tekið þátt í heimsóknum til vina sinna vegna þess hve veikur hann var. Vinir Magnúsar hugsa nú til hans með hugljúfum endurminn- ingum og þakklæti fyrir starf tbans hér, og munum við alltaf minnast hans með virðingu þess manns sem stóð alltaf heilsteypt- ur með sjálfstæðar skoðanir á öllu sem hann gerði og fórnaði sér fyrir starfið hvort hann held- ur vann fyrir sjálfan sig eða aðra. Slíkir menn verða alltaf minnisstæðir, og skilja eftir spor •sem aðrir vilja feta í. Magnús verður borinn til graf- ar í dag, og munu margar hlýjar kveðjur fylgja honum síðasta spölinn. Blessuð sé minning hans. Árni Jónsson. Kjarnorkuhellarnir er ný bók um uppfinningamanninn unga Tom Swift og vin hans Bud Barclay, sem kunnir eru orðnir af áður útkomnum bókum um „Ævin- týri Tom Swift“. Ein þeirra, Sækoptinn, varð metsölubók síðastliðið ár. Kjamorkuhellarnir er ein þeirra drengjabóka, sem ekki verður lögð frá sér fyrr en hún er fulllesin. Ný ævintýri kjarnorkualdarinnar heilla alla drengi, sem gaman hafa af viðburðahröðum og spennandi sögum. Veirð kr. 67,00 + 2 kr. Rannsóknarstofan fljúgandi kemur nú út í annarri útgáfu og er ekki að efa að bókinni verður vel tekið. Þetta er fyrsta bókin í bókaflokknum „Ævintýri Tom Swift“. Óhætt er að fullyrða að fáar söguhetjur hafa náð jafn mikilli og skjótri hylli islenzkra pilta og hinn ungi vísindamaður, Tom Swift og vinur hans, Bud Barclay. — Verð kr. 67,00 -f 2 kr. Sjónvarps-Siggi í frumskóginum eftir ferðalanginn og rithöfundinn Arne Falk Rönnem er fyrsta bókin um „Ævintýri Sjónvarps-Sigga“. Bókin segir frá viðureign Sjónvarps-Sigga og félaga hans við óþekkta Indíánaflokka í frumskógum Bólivíu, en höfundur hennar er kunnugur á þeim landssvæðum sem hann lýsir í sögunni. Þetta er spennandi ferðasaga fyrir unglinga, bók fyrir drengi á aldrin- um 14 til 18 ára. Verð kr. 70,00 + 2,10 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.