Morgunblaðið - 30.12.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1962, Blaðsíða 1
II Sunnud. 30. des. /962 íspé- spegli VÍNSALA fyrir síðustu ára- mót varð með mesta móti ag hátíðaihödd öll með meiri kúlt úrblæ en elzfcu menn mundiu. Virtist sem enginn hefði rænu á að vinna minnstu spellvirki og var almennari ofurölvun þakkað. Áramótin urðu því daufleg og leiðinleg hjá lög- reglunni og allur hinn mikli viðbúnaður til einskis. f>að eina frásagnarverða var, að einhverjir Langþyrstir náung- ar brutust inn í Naust undir morgun, fóru á barinn og af- greiddu sig sjálfir. f>arna voru aðeins drukkn- ar fínustu tegunddr víns — og svo snyrtilega þótti um gengið að lögreglan gat ekki flokkað verknaðinn undir innbrot eða þjófnað, því þar hafa einstök prúðmenni verið á ferð, sem hvort sem er hefðu ekki ver- ið færð í steininn, þó upp hefði komizt. Um áramótin heyrðis það merkast frá útlöndum, að Ul- brioht hefði tapað 30 milljörð um marka á einu bretti. Urðu menn undrandi, héldu, að ekki væri hægt að tapa svo miklu, því þá var Brimness-málið enn ekki komið á dagskró. Eðlilegast hefði verið að ætla, að Ulbrioht gamli hefði tapað svona á samkeppninni við stóru flugfélögin, en í raun- inni var það samkeppnin við lýðræði, sem olli tapinu. Jafn vel múrinn mikli í Berlin hafði ekki stöðvað fóiksflótt- ann. Flóttamenn voru sem sé farnir að nota skólpleiðsdum- ar á mi'lli borgarhJutanna til undankomu. Var því horfið til þess að láta adþýðulög- reglumenn liggja í klóak- leiðslum með aivœpni — á vöktum. Fengu SÍA-menn þar undirstöðuþjálfun sína í vopnaburði. Þá voru iausaskuldir rfkis- sjóðs greiddar að fullu og átti rikið jafnvel innstæðu í Landsbankanum, sem ekki hafði feomið fyrir síðan 1945. Ol'li innistæða þessi ríkís- stjórninni miklu hugarangri og loks var ákveðið að eyða fénu við fyrsta tækifæri — af ótta við að bankabókin týnd- ist. Einn Akranesbátanna setti þá í steinsugu, kynlegan fisk, sem jafnvel Daníel vildi ekki leggja sér tii munns. Um sama leyti kom upp bólusótt í Þýzkalandi og létu Akurnes ingar bólusetjast, en ísfirðing ar opnuðu nýja vatnsveitu, sem færði þeim 80 sekúndu- lítra til að skola þúsund króna seðlunum frá árinu áður — niður úr skólpleiðslunum. Þar með urðu líka vatnsberar á ísafirði atvinnulausir, en voru síðar ráðnir td'l Áfengis- verzlunarinnar til að bera út vínföng til fastra kaupenda. Hver bærinn á fætur öðrum lagðist þá í eyði á Ströndum og fluttu allir til ísafjarðar og léfcu vel gf bústaðaskiptum. Herdís Þorvaldsdóttir hand- leggsbrotnaði í Skugga-Sveini og fannst Guðlaugi það skrýt ið, því það stóð ekkert um það í handritinu. Þá voru sovézk skip ailt umhverfis land, mörg í vari á ýmsum stöðum. Veður var þá oftast gott, en rikisskipin samt ekki farin að stranda fyrir alvöru. Óáran var þá hin mesta á Hólum. Nemendur þoldu ekki lengur fjósalyktina og neit- uðu að ganga til verka. Um tíma var þeim færður matur- inn í rúmið og ekið með þá á al'la kaupakonudansleiki í næstu sveitum ti'l þess að reyna að fá þá til að vera áfram í skólanum. Árangur- inn varð betri en nokkur þorði að vona því aðeins tæp- lega helmingur nemenda yfir- gaf skólann á miðju náms- tímabili. Hinir urðu eftir með því skilyrði, að þeir þyrftu ekki að læra neitt. — Þá fór veggjalúsin hamförum í heimavist MA og fóru þing- eyiskir berserkir náttfari og dagfari til Akureyrar til að vinna á skepnunum. Þegar til kastanna kom þótti þeim starfið löðurmannlegt, sögð- ust hafa verið gabbaðir, því hér væri ekki um þingeyskar veggjalýs að ræða. Þær vœru langtum stærri. Um svipað leyti gátu bdöð- in þess, að skátar hefðu sent forseta íslands skilaboð með ljósmerkjum og þótti þetta snjallt og gefast vel. Síma- málastjóri sendi fréttina til adþjóða símamálastofnunar- innar og var skátaihöfðingi ís- lands kvaddur utan til að gefa skýrslu um málið. Biskupinn sendi frá sér dreifibréf um hættuna, sem andlegri velferð landsmanna stafaði af Vottum Jehóva — með góðum árangri. Voru þeir lýstir í bann í Rússlandi. Bingó-æðið óx án þess þó að kirkjan hreyfði litlafingur gegn Bingóinu. Náði Bingó þvílíkum vinsældum, að ekki þýddi að boða til mannfagn- aðar nema að setja Bingó efst á blað. Auk þess var Bingó spilað á vinnustöðum í Reykjavík daginn út og dag- inn inn og er sagt, að aldrei hafi verið befcur mætt á ýms- um opinberum skrifstofum en einmitt þá, jafnvel fyrir tó- degi, ef verðlaunin voru góð. — Togarinn Haukur fékk þá kr. 12,36 fyrir kílóið í Brem- erhaven, en Sigurður fór hvergi. í janúarlok fæddist Hussein Jórdaníukonungi sonur, kona lauk guðfræðiprófi frá Há- skódanum og flugvöllurinn á Gjögri var undir snjó. Á Reykjavífeurflugvelli dró til mikilla tiðinda, er kviknaði í húsnæði slökkviliðsins. — Breyddist eldurinn fljótt út og upp gaus mikill reykur. Urðu slökkviliðsmenn vallarins að yfirgefa húsið í miðri rúbertu, en þá var reykurinn orðinn svo mikill, að brunaverðir greindu ekkd hjarta frá spaða. Tókst þeim naumlega að bjarga einkennishúfum sínum úr eldinum, en slökkvitæki filest urðu eldinum að bráð, enda höfðu æfingar addrei miðazt við, að kvi'kna mundd í sjálfri slökkvistöðinnL — Vatnsfötur og garðslöngur voru í snatri sóttar niður í Nauthólsvík og eftir að slökkviliðsmenn höfðu brugð ið sér sem snöggvast heim í kaffi (samkv. gildandi kjara- samningum) var hafizt handa um að sprauta á eldinn, sem þá hafði næstum eytt nokkr- um gömlum bröggum, sem Loftleiðir nofcuðu. Var spraut- að lengi vei, en alltaf logaði jafn glatt. Lofes var hætt að sprauta og slokknaði eldurinn þá jafnskjótt. Almennt er álitið, að hin frækilega frammistaða slöfekviliðs Reykjavífcurflug- vallar marka tímamót í sögu íslenzkra flugmála. Ár- angurinn varð sem sagt sá, að við dosnuðum við nokkra gamda og ryðbrunna bragga, sem voru orðnir höfuðstaðn- um til skammar. Síðan eigum við í vændum, að glæsileg flugvallarbygging rísi. í heið ursskyni verður siökkviliði vallarins fenginn miðhluti byggingarinnar, en slfkt er mjög fátítt erlendis — og al- gert nýmæli. Verða þar fudl- komnustu fáanleg tæki til tómstundaiðkana á fjórum hæðum. Með hliðsjón af feng inni reynzlu þykir hins vegar heppilegast að geyma slökkvi tæki utanhúss í framtiðinni svo að þeim verði ekki hætta búin af völdum elds. Þorvaldur í Síld og Fisk flaug til Bretlands tii að gefa þarlendum kost á að bragða léttreykt íslenzkt lambakjöt og upp úr því hófst febrúar- mánuður með síbreytilegri veðráttu. — Baldvin Jóns- son fann þá upp vél til að leggja gaffalbita niður í dósir og er það eitt helzta framlag okkar til tækni- menningar 20. aldarinnar, þyk ir jafngilda (miðað við fóliks fjödda) geimferð Glenns. Gisli Halldórsson liggur nú dag og nótt yfir því að finna upp vél til að eyða lyktinni af kæstum hákarli og munu margir bíða í ofvæni eftir smíðisgripnum. Það helzta, sem til tíðinda bar í samkvæmislífi höfuð- staðarins var, að May Faix Lady (sem þá var æfð af kappi) var orðinn fastagestur - í öllum meiriháttar cocktaid- boðum í bænum og náungi einn smyglaði brennivínsdögg í hitapoka inn í Þórscafé. Bandaríkjamenn buðu ísdend ingum þrjár notaðar Douglas- vélar að gjöf og reis Alþýðu- blaðið þá upp á afturfæturna í vandlætingu og taldi þetta smánarboð. Kratar vildu sem sé fá fjórar véiar 1 stað þriggja, því samanlagt mundu þær þá geta tekið allan Ad- þýðuflokkinn eins og hann leggur sig — í sæti. Hafði Al- þýðublaðið í huga að fá véd- arnar svo lánaðair endurgjaids laust til að fara með flokíkinn tid berjatínslu vestur á firði að hausti. En Kanar mis- skildu Alþýðublaðið og sendu enga vél — og þegar ljóst varð, að etokert yrði úr berja- ferðinni gengu nokkrir úr flokknum — svo að eftir adlt ' saman hefðu þrjár védar gert meira en duga Krötum. — Þá rotaði Xngó Bygreaves. Dagbiöðin greindu frá þvi, að Grímseyingar hefðu séð furðuljós á lofti og gengu ýmsar sögur um eðli þessa fyrirbæris. Um 50 góðborgar- ar undirrituðu þá áskorun til borgarstjórnar um að setja Sigfús Elíasson á heiðurs- lairn og leysa hann frá störfum í skrifstofu Rafmagns veitunnar. Aðhafðist borgar- stjórn ekkert í málinu, en að tiJlögu Framsóknar var beðið frekari furðuljósa við Grirns- ey. Engin ljós sáust og var áskoruninni þá stungið undir stól. En rætt er um, að í stað- inn verði Dulspekiskóli Sig- fúsar gerður að ríkisskóla, starfræktur með svipuðu fyrirkomulagi og sjóvinnu- námskeið Æskulýðsráðis. A.-Þjóðverjar tilkynntu, þegar hér var komið, að sam yrkjan hefði brugðizt þeim eins dg bílarnir þeirra ofkk- ur. Ákvað Ulbricht að flytja inn landbúnaðarvöru í stór- um stíl, en íslenzkir náms- menn austantjalds báðu ætt- ingja sína að senda tros og makarín. Þá var Strompleik- urinn sýndur í síðasta sinn og 12 ára strákar stádu 8 bíl- um í Reykjavík. Fíladelfíu- söfnuðurinn flutti í ný húsa- kynni og Sirrý Geirs kom heim frá Hollywood, og lá kviikmyndaiðnaðurinn vestra niðri á meðan hún dvaidist hér heima. Guðrún Á. Símon- ar var líka hér í heimsókn og sagði í blaðaviðtali, að sömu uppeldislögmál giltu um son Framhald á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.