Morgunblaðið - 30.12.1962, Síða 14
14
MORGUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 30. des. 1962
Araanótin
ej»DA ELDI
Geríð því allt, sem í yðar valdi stendur, til að verjast
þeim vágesti.
Látið pappírsumþúðir ekki safnast saman. Komið þeim
út, annað hvort með því að brenna þeim í miðstöðvarkatl-
inum, eða henda þeim í öskutunnuna.
Leyfið ekki reykingar nálægt jólatrénu, pappírsrusli eða
pappírsumbúðum. Hafið nóg af góðum og stórum öskubökk-
um alls staðar í íbúðinni og notið þá óspart. Geymið eld-
spýtur þar sem litlar hendur ná ekki til þeirra. Gerið áætlun
um hvað þér eigið að gera ef eldur brýzt út. Hafið hand-
slökkvitæki við hendina — og í lagi — vatnsfötur eða jafn-
yel garðslöngu tengda við vatnskrana, nálægt jól&trénu.
En munið, að ef þér getið ekki samstundis slökkt sjálfur,
þá kallið umsvifalaust á slökkviliðið í síma 11100.
BREilO EKKI ÁRAÉTAGLEM
Húseigendafélag Reykjavíkur
2
LESBÖK BARNANNA.
LESBÓK BARNANNA
3
David Severn;
Við hurfum inn
í framfíðina
Ótal hendur gripu hann
og komu honum á fæt-
urna.
„Pétur!“ Augun í Dick
urðu kringlótt af undrun,
þegar hann sá mig. „Þú
hérna! Og í þessum líka
búningi! Hættu að dansa
svona í kring um mig,
asninn þinn! Við höfum
leitað að þér í margar
stundir, þangað til dimmt
vair orðið. Við biðum við
turninn, unz allir voru
famir. Aldrei datt mér í
bug, að þú legðir einn af
stað“.
„Vertu ekki að sýta
það“, sagði ég. „Aðalatrið
ið er, að við höfum náð
saiman aftur. Hérna er
Harry. Hann frelsaði mig
frá krúnurökuðu kuflung
unum. Hann vissi um okk
ur og það virðast allir
vita. Fólkið, sem hér er,
er okkur vinveitt. Og
Harry talar okkar ensku,
af því að, — þú trúir því
varla, Dick, en . . . .
Nú varð svo mikil há-
reysti í forsalnum, að ég
heyrði ekki lengur til
sjálfs mín. Hestur Vöndu
braust fram eða aftur og
margir menn héldu hon-
um og teymdu hann út.
Stóri maðurinn stóð
upp og hrópaði reiðilega
fram í salinn. Og einmitt
þá heyrðist hornablástur
að utan, sem yfirgnæfði
allan hávaðann. Mér rann
kalt vatn milli skinns og
hörunds.
„Þeir munu koma
seinna og sækja ykkur“
hafði Harry sagt. Þeir
geta ekki annað og þeir
munu vita, hvar þeir eiga
að leita".
Fölt andlit hans og sam
anherptar varirnar sögðu
mér allt, sem segja þurfti.
„Hlustið á mig“, sagði
hann og sneri sér að okk
ur. „Þið munuð verða að
fara með þeim, en ykkur
verður ekki gert neitt
mein. Ef til vill munu þeir
láta ykkur lausa á morg-
un. Það er að segja, ef
þessi fundur hér í kvöld
hefur þá ekki vakið reiði
Foringjans. — Sé svo, get
ur allt skeð. En í versta
f alli geta þeir samt aðeins
haldið ykkur föngnum í
Húsi ráðsins í nokkrar vik
ur. Við sjáumst aftur. —
Þeir náðu ykkur hingað
og líta því á ykkur sem
eign sína, — slíkt er óþol-
andi. Það er nógu slæmt
fyrir okkur, — en mörg-
um sinnum verra gagn-
vart ykkur. Brátt mun
samt margt breytast
hérna. Það verður að
breytast. Við getum ekki
endalaust látið bjóða okk
ur að vera réttlausir þræl
ar níðinganna í Talnahöll
inni“.
„Þeir náðu okkur hing-
að“. Skilningsvana og
ruglaðir horfðum við Dick
í ráðaleysi hvor á annan.
Harry kinkaði kolli og
í sömu svifum var aftur
blásið í homin og inn um
dyrnar ruddist tíu eða tólf
manna flokkur svartkufl-
unga með nauðrökuð höf
uð. Þeir skiptu sér í tvær
raðir, lyftu upp hægri
hendinni og gáfu merki
hins heilaga hrings. Stirð
lega og greinilega gegn
vilja sínum, svöruðu al‘1-
ir viðstaddir þessari
kveðju.
Milli raðanna gekk nú
inn hár maður í hvítum
kufli og með gullhring um
hálsinn. Hann gekk á-
kveðnum skrefum og bar
höfuðið hátt og hafði á
sér óttaleysi arnarins,
sem stuggar frá sér
hræddum smáfuglum.
Djúpstæð augu hans voru
óþægilega hvöss, nefið
stórt og bogið, en varirn-
ar þunnar. Þegar ég
horfði á hann, fannst mér
eins og honum hefði ekki
stokkið bros árum saman.
Hann nam staðar uppi
við sviðið og hreytti ein-
hverju hörkulega út úr
sér. Hávaxni og höfðing-
legi maðurinn með
hrokkna skeggið, svaraði
honum. Aldrei hafði ég
séð svo miklar andstæð-
Ráðning úr jólalesbók.
ur í tveimur mönnum.
Annar hjartahlýr, hinn
kaldur, annar góðviljaður
og umburðarlyndur, hinn
kaldrifjaður og tillitslaus.
Krúnurakaði maðurinn
snerist nú á hæli og kom
til okkar. Ósjálfrátt hörf
aði ég undan. Það var ó-
þægilegur glampi í augum
hans, sem svifti mig öll-
um vilja til að sýna mót-
stöðu. Hann sagði ekkert,
en virti okkur vandlega
fyrir sér, eins og hann
vildi leggja útlit okkar
sérstaklega á minnið. Síð-
an gaf hann okkur valds
rnannlega bendingu um
að fylgja sér og rigsaði út
úr salnum.
Ekki höfðu allar stund
ir mínar í framtíðarland-
inu verið ánægjulegar, en
þessi var þó sýnu verst.
Eg hafði eignast hæli og
vini. Nú var ég ásamt
Dick slitinn frá þeim og
öllu því, sem veitti ör-
yggi og fluttur nauðugur
á vald þess óþekkta. Ut-
an þessara veggja mund-
um við verða háðir náð
og miskunn kuflunganna,
riddara hins heilaga hjóls.
Hvernig gátum við, þrátt
fyrir huggunarorð Harrys,
vitað, hvaða þrengingar
þeir mundu leggja á okk-
UT?
í örvæntingu svipaðist
ég um eftir hjálp eða hug
hreystingu, en enginn virt
ist gefa okkur nokkurn
gaum.
„Komdu, Dick, við eig
um ekki annars úrkosta",
sagði ég.
Mér var ljóst, að það
eina, sem um var að
ræða, var að hlýða. —
Níundi kafli.
Konungurinn í talna-
höllinni.
Við vorum leiddir út og
förinni hraðað. Fremst í
flokki gengu blysberar.
Af blyisunum lagði reyk
og tjöruþef, en flöktandi
ljósið endurkastaðist frá
dimmum gluggarúðimum.
Eftir fimm mínútna göngu
lá leiðin um undirgang,
gegn um lítinn garð og
upp steintröppur við all
stóra byggingu. Um leið
og við komum þar inn
fyrir dyr, heyrði ég greini
lega hinn sama þunga,
lága nið og ég hafði áður
heyrt frá orkuverinu neð
an jarðar. Mér varð litið
á Dick. Hann virtist
stirðna upp og var eins
og spurninganmerki ó
'Svipinn.
„Heyrirðu þetta, Pétur!
Orkuver, eins og ég er
hér lifandi kominn!“
Orkuver! Við stóðum í
illa lýstum skála, þar sem
fáeinir olíulampar og
nokkiur kerti bám daufa
birtu. En mér var bláleiti
ljósbjarminn, sem lagði
upp úr jörðinni, enn í
fersku minni og ég efaði
ekki orð hans.
Við fórum nú eftir löng
um, auðum gangi. Enginn
var þar á ferli, enda var
nú komið fram á nótt.
öll byggingin virtist auð
og hljóð, að undanteknum
þessum fjarlæga, þunga
vélagný.
(Framhald).
+ SKRÍTLA +
Eva litla, tíu ára göm-
ul, átti lítinn kanarífugl,
sem henni þótti mjög
vænt um. En einn góðan
veðurdag dó Utli, guli
fuglinn. Auðvitað orsak-
aði það mikla sorg, en til
að hugga Evu litlu, stakk
ég upp á því, að við skyld
um gera útför fuglsins
veglega og grafa hann i
blómagarðinum. Eg tók
vindlakassa, og við létum
silkipappír og blóm í
hann og síðast fuglinn
sjálfan. Svo grófum við
kassann í blómagarðinum
og stráðum blómum á
leiðið.
Eva stóð þögul um
stund og hugsandi, en
svo sagði hún: „Pabbi, nú
hlýtur fuglinn minn að
komast inn í himinn".
„Já, það hygg ég“, sagðí
ég hughreystandi.
Allt í einu skellihlær
Eva: „Eg hefði gaman af
að sjá framan í Sankti-
Pétur, þegar hann opnar
vindlakassann og finnur
engan vindil í honum“.
„Hvað gengur elglnlega
að pabba, hann skyldi þé
ekki vera farinn að halda
að hann sé jólasveina-
I inn!“