Morgunblaðið - 30.12.1962, Side 8
8
MO R G VIS BLAÐIÐ
Sunnudagur 30. des. 1962
tl
— Anríáll árslns
Framlh. af bls. 1.
sinn og Síamskettina hennar.
Til sannindamerkis sýndi hún
blaðamönnunum að kettirnir
hefðu lœrt að fara sjálfir á
koppinn. En >að var sem
menn kynnu ekki að meta
þetta hér og Þórarinn
minntist j af n vel eklki á þetta
í leiðaranum. Margt ómerk-
ara hefur þó orðið honum að
yrkisefni.
Bandarídkir vísindamenn
reiikmuðu út, að samtails hefðu
80 þús. milljónir manna lif-
að á jörðunni frá upphaifi
vega — og þar ai væru um
4% lifandd í dag. Kóparvngur
er þá eklki reikmaður með.
Hermann hætti þá for-
nuemmsfcu í Framsóknarflokkn
um og útlit með sölu grá-
sleppuhrognanna varð slæmt.
Flogið var til Vestmannaeyja
og þá mældist hér mesti loft-
þrýstingur síðan Jónas frá
Hritfiki var og hét. Biöðin
greindiu frá því, að Jón Þ.
Ólafsson hefði stokkið þrem
ur sentimetrum haerra en
gildtamdi heimsmet í háistökki.
Metið fékkst ekki staðfest. Þá
baiuð Ingstað þrernur Mend-
iingum að slást í för með sér
til Nýfundnaiandis, þáðu þeir
boðið skilmiálal auist.
Nú er kominn rnarz, Twiist-
beltin komin á markaðinn og
útvarpsumræður á AJþingi
um sjónvarpsmálið. Urðu þess
ar umræður til þess að fjöldi
fólfcs fékk sór sjónvarp — og
jafnvel rúsisneska sendiréðið
lót ekki standa á sér. Enda
þótt Rússamir óttuðust, að
sjónvarpsdagskráin munidi
snúa einlhverjum af óbreytt-
um sendiráðsmönnum tid vilUu
trúar, þá mlátu þeir hitt
meira: Að vera búnir að fá
tæfci, sem er óbrigðult að-
dráttarafl öllum kommaiskar-
anum í bænum.
Nú er My Fair L>ady frum-
sýnd og Eygló við 'Laugaveg
auglýsir rýmingarsölu. Hafin
er framleiðsla á Sigló-vörum
og brezkir sjómenn berja á
Siglfirðingum fyrir litlar sak
ir sem engar. Maður einn ók
bíl sínum úti í sveit og skaut
tófu út um gluggann á 50—60
km hraða, að því er blöðin
sögðu — og undruðust mjög.
í því að graflhýsi Lenins
var opnað á ný, Stalinslaust,
varð uppvíst um mikið
tjón á saltfiski af völdum
saltgulu — og togarakariar
fóru í verkfall. Þá fór Fúrt-
seva úr Æðsta ráðinu og þótti
séra Gunnari það miður.
Einar Kristjánsson óperu-
söngvari bjóst til heimferðar
frá Höfn og sagði í blaðavið-
tali, að það, sem hann hlakk-
aði mest til við heimkomuna,
væri að borða kæsta skötu.
Var nemendum Tónlistaskól-
ans þá gert að leggja með sér
tvö skötubörð við inntöku í
skólann. íslenzk veitingahús
auglýstu þá erlendis eftir
nöktum negradansmeyjum til
að skemmta hér í skammdeg-
inu og Goðafossmenn voru
yfirheyrðir i New Yonk, grun
aðir um að hafa smyglað
nokkrum ógildum happdrætt
ismiðum inn í Bandaríkin.
C'-
Lét Unnsteinn Beck sér fátt
um finnast. Ráðuneytisúr-
skurður flékkst fyrir því að
Iheimilt væri að nota vítissóta
við mjólkurframleiðslu og
varð það mikil kjarabót fyr-
ir bændur, sem gátu upp frá
þvi drýgt afurði sínar til helm
inga með ódýrum vítissóta
flrá Póllandi. Kom þá mikill
IjÖTikippur í framkvæmdir við
Bændahöllina.
Norðurlandaráð hélt fund i
Helsinki og voru þar til um-
ræðu mörg geysimerk mál og
veizlur fleiri en nokkru sinni
áður. Sviþjóð vann ísland í
handbolta og vöktu okkar
menn geysiathygli. Kosið var
til Æðsta ráðs og hlaut Flokk
urinn aðeins 99,47% atkvæða
en stjórnin hélt þó velli. Þá
Símaði Regína ,að Stranda-
menn væru orðnir rauðir af
rauðmagaáti. Sagði hún, að
upplausn væri í byggðarlag-
inu og fólksflótti, því Her-
mann væri hættur að selja
kæfu og sláturafurðir fyrir
bændur. Byrjað var að sýna
íramhald Tannhvassrar
itengdamömimu, maður seldi
amfetamín á dansleik uppi á
Skaga — og tóku þá ferða-
skrifstofur í Reykjavík að
skipuleggja hópferðir á dans-
leiki þar efra — um helgar.
Nú var kominn april og far
ið að tala um kvikmyndun
„79 af stöðinni". Sæluvika
Skagfirðinga var sögð einn
brandari, ný Sanitas-sulta
kom á markaðinn og verk-
fræðingar sögðu, að í fram-
tíðinni yrði hægt að selja raf
orku til Skotlands .Var málið
sent ÁTVR til umsagnar þar
eð við mundum ekki hafa
þörf fyrir neitt annað en
Whisky frá Skotum.
Tilfinnanlegur skortur var
sagður á bökurum í Reykja-
vík og stéttin orðin það fá-
menn, að ekki þótti þeim ráð-
legt að bjóða sérstaklega fram
við bæjarstjórnarkosningarn-
ar. Hins vegar buðu bindind-
ismenn fram, og var helzta
baráttumál þeirra, að vín-
veitingum skyldi hætt í veizl-
um borgarstjórnar. Þótti
framboðið mjög sigurstrang-
legt og voru bindindismenn-
irnir jáfnvel farnir að
ráðstafá ýmsum embættum
áður en til kosninganna kom.
En þegar ljóst varð, að em-
bættin voru fleiri en bindind-
ismennimir var tekið að leita
stuðnings meðal hófdrykkju-
manna. Samdi Freymóður nýj
an vals, sem leika átti, þegar
hin bindindissinnaða borgar-
stjóm tæki við völdum. • En
valsinn var aldrei spilaður af
ástæðum, sem þegar eru kunn
ar. Hins vegar hafa þeir í huga
að bjóða fram við næstu þing
kosningar og hefur samkomu
lag þegar náðst meðal bind-
indismanna um það hvernig
ráðherraembættum verður
skipt milli þeirra.
Þá sagði Þórður Björnsson,
að Reykjavík liti út eins og
þær borgir, sem verst urðu
úti í síðari heimsstyrjöldinni.
Þegar þetta spurðist út fyrir
landsteinana brá Alþjóða
Rauði krossinn skjótt við og
sendi hingað sjö tonn af lýsi
sem deilt var út á þremur
dögum í mötuneyti SÍS. Einn
ig endursendu Kongómenn
fjögur tonn af skreið, sem
við höfðum nýlega gefið þeim
með óskum um að svöng börn
í Reykjavílk yrðu látin njóta
kræsinganna. Var flokksskrif
stofu Framsóknar falið að út
hluta fiskmetinu og var það
auglýst í Tímanum þrjá daga
í röð. Af ókunnum ástæðum
gekk skreiðin ekki út og var
Olíufélaginu falið að koma
henni í verð og fréttist það
síðast, að hún var send papp-
íralaust með Sambandsskipi
til Evrópu, en síðan landveg-
inn til Sviss. Þá fengu Picasso
og Nkrumah friðarverðlaun
Lenins og varð þá Þóroddur
Guðmundsson, þjóðskáld þjóð
varnarmanna, vonsvikinn.
Frá Hornafirði bárust þau
tíðindi, að hálfur bærinn lægi
þar í bælinu með niðurgang
og þá skildu Liz og Eddy
Fiáher. KR-ingar fóru til Skot
lands til að verzla og horfa
á Þórólf, og seinna fóru Þrótt
arar í keppnisferð þangað og
töpuðu með 10 marka mun.
Fengu þeir mikið hrós hér
heima, því þeir þóttu standa
sig vel þegar tekið var tillit
til þess, að helmingur liðsins
hafði týnzt kvöldið fyrir kapp
leikinn og var ekki kominn
fram þegar leikurinn hófst.
Hinn helmingurinn gat sig
vart hrært fyrir timburmönn
um. Þá var María fegurðar-
drottning byrjuð að gera
lukku víða um heim og ákveð
ið var að rannsaka tennur
mörg hundruð íslendinga.
Voru menn beðnir að senda
sína fölsku tanngarða í pósti
til þjóðminjavarðar, sem varð
veitti á meðan rannsóknin fór
fram. Svo slysalega vildi til
að margir gleymdu að láta
nöfn sín fylgja tanngörðun-
um svo að gera varð út sér-
stakan leiðangur út á land til
að máta óskila tanngarða og
fá réttum eigendum. Fór leið
angurinn hringferð með Esju
og v^ir sjö vikur á leiðinni þar
eð skipverjar hittu ekki allt-
af á rétta firði.
Nú var kominn maí.
Nýr síldarsjóðari var upp
fundinn hérlendis og leyni-
skýrslur SÍA voru birtar opin
herlega, í Morgunblaðinu.
Kenndi þar margra grasa og
þóttu m.a. aflhyglisverðar lýs
ingar frá Kína þar sem menn
voru sagðir fyrirfara sér af
ótta við að verða geðveikir.
Lýsingarnar á ástandinu í A-
Þýzkalandi voru líka mjög
aflhyglisverðar og kom engum
á óvart hvílíkur „sjarmör“
Ulbridht er talinn í sínu landi
því eitt er víst, að hér á landi
hefur hann sjarmerað álitleg
an hóp manna. Ekki aðeins
með sinni fládæma friðarást
og virðingu fyrir mannslífum,
heldur og með aurum sínum,
sem komið hafa með hverri
póstferð. Hefur þetta þótt hin
mesta búibót hjá kommum hér
enda hefur þörfin verið brýn.
Þeir hafa staðið í miklum
flramikvæmdum. Og svo eru
prentvélar óskaplega dýrar
nú á dögum.
Ótalin er öll listin og menn
ingin, sem Ulbricht og aðrir
austan fljalds hafa sent okk-
ur með milligöngu MXR og
Mars Trading. Nægir í því
samibandi að minna á tékkn-
esku klósetskálarnar, sem eru
miki'l menningartæki og ó-
brotgjarn minnisvarði um vin
áttutengsl okkar við sósíalisku
löndin.
Ekki má gleyma flokksskól
anum, sem leyniskýrslugtear
lýstu svo fjálglega. Þetta er
eins konar heimavistarskóli
fyrir íslenzk ungmenni í A-
Þýzkalandi og er hann fjöl-
sóttur að vanda, enda er bjór
inn sagður góður þar í landi.
Ölvun var mjög almenn með
al nemanda allan skólatím-
ann og ef einhvern tima rann
af eiruhverj um þótti það bera
vott um að Viðkomandi kunni
ekki að meta gestrisni Ul-
brichts og voru slíkir settir á
svartan lista. Miðaðist fræðsl
an við það að koma í veg fyrir
að ungmennin létu ánetjast
lista ðháðra bindindismanna
og voru kenningar Lenins um
skaðsemi bindindis lagðar til
grundvallar.
Krúsjeff hefur sem kunn-
ugt er fordæmt vodka nokkr
um sinnum í ræðu og telja
ýmsir það talandi tákn frá-
viks hans frá kenningum læri
feðranna, enda segja Brynj-
ólfur og Mao, að Krúsjeff sé
idiot. Skólinn var sem sagt
starfræktur í hinum rétta anda
Marx og Lenins og var drukk
ið dag og nótt í félagsskap
villtra meyja. Við skólaslit
var hrópað ferfalt húrra fyrir
félagi Stalin og Bakkus kon-
ungur var einróma kjöriiui
verndari skólans.
Þegar hér var komið sögu
var Axel farinn að hugsa um
að fá sér annað skip í stað
Brimnessins, sem alla tíð var
honum hið mesta happafley.
Þá var enn rætt um að senda
verzlunarfulltrúa til Afríku
en slegið á frest enn einu
sinni þar sem stjórnin komst
ekki að samkomulagi um það
hvern bezt væri að losna við
í ginið á negrunum. Varautan-
ríkisráðherra Egyptalands var
hér í heimsókn og urðu fagn-
aðarfundir með þeim Vigfúsi
vert. Ungfrú ísland kom það
sinnið úr Njarðvíkunum Og
hækkuðu byggingalóðir suður
með sjó í verði — til muna.
Og nú var kominn júni,
Narfi sendur í kartöfluflutn-
inga en Sigurður var á 9Ínum
stað. Þá var borað eftir bæj-
arstæði Ingólfs í Miðbænum,
en lítið fannst annað en gam-
all sixpensari sem merktur
var Helga Hjörvar, svo og
torunnur, sem sumir sögðu
vera frá tímum innrétting-
anna en aðrir töldu Mímis-
brunn. Doktor Finni fannst
allt of margar endur á
Tjörninni, en Kjartan fugla-
vinur Ólafsson snerist til
varnar og sagði að hér
væru allt of margir fugla-
fræðingar. Isfirðingar voru
sigursælir í Íslandsmótinu og
töpuðu fyrir Akurnesingum,
með aðeins sex marka mun.
Áfengi var stolið í Nausti fyr-
ir 16. þús. krónur um svipað
leyti og hestamenn héldu
mikið mót að Þingvöllum og
voru þar allir edrú að vanda.
Nú byrjuðu þeir að veiða
síldina, óhemju þorskafli var
þá við Grænland og 170 ís-
lendingar sigldu á Thames-
ánni til þess að minnast full-
vedisins á þjóðhátíðardaginn.
Næsta ár ætlar íslendinga-
félagið í London að gangast
fyrir hópferð niður í kolanám
ur í Wales, þann 17. júnL
Taugaveikibróður varð vart
hér og þá var farið I
svonefnda Hvalfjarðargöngu.
— Týndust göngumenn og
var lýst eftir þeim í út-
varpinu hvað eftir annað.
Fréttist loks, að jeppabíll
þeirra hefði orðið benzínlaus
uppi í Kjós og þar héfðu þeir
dúsað næturlangt. Fengu þeir
far með mjólkurbíl í bæinn.
og munu flestir hafa komið
flram.
Þá var selveiði mikil á
Ströndum, hitabylgja gekk
yfir Akureyri og kerfisbundin
rottueyðing fór fram í Reykja
vík. íslenzka krónan var þá
til sölu í bönkum erlendis og
rann hún út eins og heitar
lummur.
Nýr tízkuskóli var opnaður
í höfuðstaðnum. Sagði for-
stöðukonan í blaðaviðtali, að
íslendingar hefðu mjög af-
káralegt göngulag. Hún ætlaði
að breyta þessu, því rétt
göngulag gæfi aukið sjálfs-
traust. Samtök hernámsand-
stæðinga létu þá umsvifalaust
skrá alla. meðlimi sína í skól-
ann.
Hér er árið hálfnað og kom-
inn júlí. Ragnar í Smára
sendi þá börn sín í jeppabíl
út á land til þess að selja
menninguna í skrauflbandi, en
síldin fyrir norðan styggðist
lítið eitt. Þórarinn skrifaði
hvern leiðarann á fætur öðr-
um um Hitler. Þá sýndi Há-
skólabíó mynd, sem nefndist:
„Með lausa skrúfu“. Flogið
var til Færeyja og aftur heim
og þótti þarlendum mikið
koma til íslenzku flugfreyj-
anna. Tvær flugvélar lentu
líka á Gjögur-flugvelli og
komust aftur á loft. —
Hestmannamót var öðru
sinni haldið á Þingvöll-
um og voru góðhestar og
kynbótahryssur þar með mikl
um glæsi'brag. Skemmti fólk
sér þar vel og lengi og til
marks um það má nsfna, að
lögreglan flutti yfir 80 manns
í bæinn, flesta í járnuim. —
Veittu skátar og Flugbjörgun-
arsveitin mikla óg góða að-