Morgunblaðið - 30.12.1962, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.12.1962, Qupperneq 9
Sunnudagur 30. des. 1962 MORGVNBLAVIÐ 9 stoð — og er það mál manna, að þetta hafi verið ein kon- unglegasta skemmtun ársins. I»á vax saltað á öllum stöðvum á Raufarhöfn og póstsending- ar Áfengisverzlunarinnar út á land voru með mesta móti. Var rætt um að Flugbjörgun- arsveitin tæki að sér gæzlu á Sigló Og Raufarhöfn. Ríll var sendur norður með 20 garpa, en hann komst aldrei lengra en að Hreðavatni, því þar var ball um kvöldið. Kaupmaður einn £rá Nígeríu kom hingað í heimsókn til þess skoða hausinn á skreið- inni. Reyndu allir að sann- færa hann um að sbreiðin væri ekki með mannshaus — og þegar hann loks lét sann- færast féll verð á skreið til muna, því þá kom það í ljós, að Nigeríumenn vildu aðeins skreið með mannshaus. Síðar á árinu var svo send nefnd manna til Nigeríu til þess að sannfæra þarlenda um að skreiðin væri með mannshaus þrátt fyrir allt — og til marks um árangur fararinnar má nefna, að skreiðarverðið hækk aði um helming á einni viku. Var sendnefndin sæmd Fálka- orðunni við heimkomuna — að tillögu orðunefndar. Þjónar fóru nú í verkfall og íslendingar voru sigursælir á skákmóti vagnstjóra á Norð- urlöndum. Skátamót var hald- ið á Þingvöllum. 1 ágústbyrjun var haldin þjóðhátíð í Eyjum að vanda ög íslendingar unnu Færey- inga í knattspyrnu og var frammistaða okkar manna með eindæmum góð. Var þeg- ar ákveðið að biðja Færey- inga að leika við okkar menn á hverju ári til þess að vega uipp á móti öðrum landsleikj- um. Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna efndi til getrauna- samkeppni í Bandaríkjunum um það hver verið hefði mesti landkönnuður sögunnar. Ýfir tvær milljónir manna tóku þátt í samkeppninni og barst ekkert rétt svar, því síðan Jón Gunnarsson hætti að vera einráður í fyrirtækinu næst ekki samkomulag um eitt né neitt, ekki einu sinni það, hver verið hafi mesti land- könnuður sögunnar. Finn Devold spáði því að á næstu árum yrði æ minna um söltunarhæfa síld við Norð urland. Amy Engilberts dró þetta mjög í efa og eftir að hafa séð lúkurnar á Jakobi Jakobssyni sagði hún, að fullt af síld væri í sjónum. Samtök innflytjenda gáfu nú út ótal yfirlýsingar um austurviðskiptin, minntu á Ijósaperurnar, hreinlætistækin og allt hitt ónýta draslið, sem væri 30—40% hærra í inn- kaupi en góð vara frá Vestur- löndum. Talsmaður Mars Trading sagði það vera aum- ingjaskap innflytjenda að vera ekki fyrir löngu búnir að fá verðið lækkað til muna. Sagði hann það algengt, að hægt væri að fá hitt og þetta frá Rússum fyr- ir alls ekki neitt. Þá töpuðum við landsleik við íra, þ.e.a.s. hvað marka- tölu snerti, en dagblöðin í Reykjavík staðhæfðu, að við hefðum unnið — og voru leik mennirnir sjálfir farnir að trúa því, þegar þeir komu heim. Var mikið um dýrðir við komuna er leikmenn, mis- jafnlega mikið brotnir, voru bornir út úr flugvélinni með sigurbros á vör. Er það haft fyrir satt, að hálf írska þjóð- in hafi orðið andvaka í þrjár nætur í röð eftir ófarirnar í leiknum gegn íslendkigum. — Brugg fannst í Borgarfirði en frá Bröttuhlíð í Grænlandi bárust þær fregnir, að forn- leifagröftur hefði sannað, að fólk hefði verið þar hávaxið en kreppt af gigt til forna. — Stefán söng þá með Lúdó í Þjórsárveri, en Hótel Borg auglýsti Elly og kalda borð- ið. Unnsteinn Beck fann 84 bjórkassa um borð í Heklu en engin brjóstahöld þrátt fyrir ítrekaða leit. Á endanum fundust loks einar kvenund- irbuxur og héldu tollverðir þá hróðugir í land. Það var ekki fyrr en daginn eftir, að ein þernanna gat sannað eignar- rétt sinn á buxunum og það líka ,að þær hefðu verið keypt ar í Kaupfélagi Berufjarðar. Voru það stærstu mistök tollgæzlunnar á árinu. KR-ingar fóru til Aikureyr- ar og spikiðu fótbolta við staðarmenn. Lauik leiknuim með slaigismiálum að hætti S- Aimerikiuimanna. Þetta var ein mitt diagana, sem haldið var upp á aldiarafmæli Akiureyrar en vegnia meinlegrar prent- viilu í Degi hóldu Eyfirðing- ar að Akiureyri vœri þúsund ára. Þótti þeim því lítið til gestanna koma. Ýmsir af helztu forráðamönnum þjóð- arinnar sýndlu Akureyring- um þá virðingu að heimsækja staðinn í tilefni afmælisins — „allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó“. Þegar Martinuis kom og Ludvig Storr aiuglýsti Master Mixer hræri vélarnar með af- borgunum enn á ný hófct prentaraverkfall og septem- ber gekk í garð. Mai Zettir- ling kom í heimsókn og mili- jón var jafnað ndður á Flat- eyri. Meðallhlutur á síldinni varð nær 60 þúsund krónur en nokkrir fengu Mailorca- ferð í uppbót vegna bráða- birgðalaganna. Þá voru rúss- nesk sfcip upp í Landsteinum enn einu sinni. Ben. G. Waage lét af forsetaembætti og slætti lauk í Kjós. Framsóknarmað ur í . borgarstjórn sagði að skarnalyktin væri heilsuspill andi eins og lykt af öl/lum öðr um úrgangi og varð þetta tii þesis, að SÍS neyddist til að senda öllum Framsóknar- bændum „Air-Wiok“, til þess að eyða óþefnum úr fjósum sínurn. WHMwmMmiaaw Nú kom Magnús heim frá Kúbu. Hafði hann lent í fanga búðum Castros vegna skegg- leysiis síns, svo að byitingar- foringinn krafðist þriggja dráttarvéla fyrir höfuð kemp unnar. En jafnvel flokksbræð ur hanis hérna höfðu ekfci minnsta áþuga á að fá Magn- ús aftur heim og sendu því enga traktora. Klika Magnús- ar í fflokksdeildinni beitti sér samt fyrir því að Oastro voru send skilaboð þess efnis, að hann gæti fengið hálft skip- pund af saltfiski fyrir Magn- ús, hann leggði sig ekki á meira. Tók Castro boðinu fremur en að fá ekfci neitt. Þá var byrjað að steypa Keflavíkurveginn og Ben Gurion kom í heimsókn. Gaf hann Háskólanum biblíu, hinn merkasta grip, og sagði við brottför, í kveðju til íslend- inga, að svo sannarlega væri þetta land elds og ísa. Eldur- inn brynni í hjarta okkar en klakann hefðum við í hausn- um. Þótti þetta vel og hlýlega mælt og tárfelldu viðstaddir. Ákveðið' er að forsætisráð- herra okkar fari í heimsókn til ísraels á næstunni og vænt- anlega fer með honum nefnd íslenzkra sérfræðinga til þess að athuga hvað það er, sem Gyðingarnir hafa í kollinum. — Evrópufrímerki voru gefin út, en ekki varð neinn slagur. Þau seldust ekki einu sinni upp. Var þetta talið boða eitt- hvað ekki gott. Málmhykli sást yfir Seyðisfirði og 100 skip- stjórar héldu Jakobi Jakobs- syni samsæti til að þakka hon um fyrir síðast. Ekki hækk- aði kaup Jakobs við það. Sams konar samsæti hélt Edda fiilm til þess að þakka Guðlaugi Ros enkranz fyrir „79 af stöðinni“ og var þá tilkynnt, að mynd- in væri sú bezta, sem tekin hefði verið á íslandi — og mundi sennilega hljóta fyrstu verðlaun í Cannes. Jafnframt vitnaðist það, að Guðlaugur hefði samið ballet, sem ráð- gert er að setja á svið bráð- lega. Er þetta allnýstárlegur bal'lett og byggist að mestu á gömlu dönsunum eins og þeir eru dansaðir í Breiðfirðinga- búð. Rækjuveiðar voru þá enn ekki hafnar fyrir vestan þar eð sjómenn mótmæltu öllum friðunarráðstöfunum fiski- fræðinga, en togarinn Sigurð- ur var hins vegar farinn til veiða og sögðu menn þá, að aðrir togarar mættu fara að vara sig. Mitt í öllu þessu útgerðar- þrasi hlömmuðu tvær risaþot- ur frá Lufthansa sér niður á Keflavíkurflugvöll og var þeim ekið út í móa, því menn óttuðust að vítisvélar væru faldar um borð. Bjuggust nú allir við að flugvélarnar spryngju í loft upp þá og þeg- ar — og þorði enginn nærri að koma. Sakir fornrar frægðar sinnar voru slökkviliðsmenn af Reykjavíkuflugvelli kvadd- ir á vettvang til þess að bjarga málunum. Byrjuðu þeir að sprauta á þoturnar strax og þeir komu á vettvang og tók það allgóða stund að gera þeim ljóst, að ekki væri kviknað í. Var þá skrúfað fyrir slöngurn ar, en engar fundust sprengj- urnar. Þá kvaddi Eiríkur gæzluna. Þrengslavegurinn náði saman og kaffisala var á vegum Hall- grímskirkju. Dagblaðið Mynd hætti að koma út eftir liðlega mánaðargöngu og Atvinnu- deildin kvað upp þann úrskurð, að rúmur helm- pína ofan í sig til þessa, væri ekki mannamatur. Kom í Ijós, að Grænmetisverzlunin hafði etórlega vanrækt flokkun kar- taflnanna og fór úrgangurinn oftsinnis í fyrsta flokfc en fyrsti flokkur í sjóinn. Vann Sveinn Ásgeirsson frægan sig- ur í þessu máli og komst í mik- ið álit hjá kvenþjóðinni. Miklar erjur voru með svörtum og hvítum í Oxford, Mississippi, út af inngöngu blökkumanns í háskólann og 200 hvalir hlupu á land á Barðaströnd. Þá voru skráðir 15 þús. nemendur í skóla Reykjavíkur en bréfaskóli SÍS var þá ekki meðtalinn. Er þá komið fram í októ- ber og menn farnír að hugsa til jóla. Alþingi kemur sam- an svo og kirkjuþing í Róm. Samtímis var byrjað að sýna 79 af stöðinni og fannst mörgum sem mannlegri nátt- úru væri ekki gerð fullnægj- andi skil í myndinni. En for- ráðamenn hins íslenzka kvik- myndafélags sögðu, að það stæði allt til bóta, því áform- að væri að taka aðra mynd á næsta ári og „þar yrði sko miklu meira af alls konar náttúru". — Garðyrkjumenn í Hveragerði hlutu tvenn heiðursverðlaun á sýningu ytra og kom það mönnum til að álykta, að þeir hefðu verið þeir einu, sem sýndu. Mikið var rætt um deyfi- lyfin svonefndu og hin sljóvg andi áhrif, sem þau hafa haft á nokkur dagblaðanna. — Sölumiðstöðin var þá sögð hafa í hyggju að flytja verksmiðju sína frá Bretlandi til Vestmannaeyja. Kennedy setti þá hafnbann á Kúbu og Krúsjeff hélt áfram að byggja flugskeytastöðvar þar syðra. Óttuðust menn þá um heims- friðinn — og svo mjög, að tveir þýzkir togarasjómenn hlupu á land fyrir vestan og ætluðu að leita til fjalla. Séra Sigurður í Holti snéri heim úr utanför og rúbluprestur- inn sótti um brauð austur á landi. Þá vantaði þorsk á brezka marfcaðinn, bam fædd- ist um borð í Gullfossi, toller- ingar voru leyfðar í MR ■;— og Kínverjar sóttu fram á þremur vígstöðvum í Ind- landi. Mælingar leiddu í Ijós, að Íslendingar eru helmingi geislavirkari en Danir — og erum við nú ein geislavirk- asta þjóð heimsins. Dr. Jakob Ben skýrði málstað Kínverja fyrir fslendingum á átakanleg an hátt og sendu þá margir doktornum samúðarkveðju vegna ágangs Indverja. Menn deildu hart um andann og ei- lífðina í blöðum og var próf- essor Dungal enn við sama heygarðshornið. Lagði Gunn- ar Dal efcki orð í belg að neinu ráði og voru menn jafnnær og áður í eilífðarmálunum. Hafði Gunnar fengið mikið áfall, þegar vitnaðist, að Steinbeck hefði fengið Nobelsverðlaunin, því sænska akademían er eini fasti áskrifandi Nútímans. Bókmenntaverðlaunum Sam- vinnunnar er samt enn óúthlut að og er Gunnar nú sagður binda mestar vonir við séra Guðmund. Hjálmtýr í Nonna er skæðastur keppinauta. Bókafflóð ársins hófst með útkomu síðasta bindis endur- minninga Kristmanns og mun það mest lesna bók ársins og óskaplega spennandi. Ástarvís ur Valborgar Bentsdóttur koma næstar að vinsældum. Þá fannst smygl í Reykja- fossi, samt ekki nema 190 flöskur og vitamálastjóri tilkynnti daglega í útvarpinu hvar ríkisskipin væru stödd á almennri siglingaleið, öðr- um sjófarendum til viðvörun- ar. Kommaþing var haldið við Tjarnargötu og var leynd yfir fundarstörfum. Hófst þingið á því að Einar sleppti friðardúfu út um gluggann, en söfnuður- inn stóð upp og allir fóru úr jökkunum. í því heyrðist skruðningur uppi á háalofti og sló felmtri á mannskap- inn. Brynjólfur blánaði í fram an, því Þórbergur hafði sagt honum, að ekki væri ólíklegt, að Stalin gerði vart við sig um kveldið. Hélt nú öll hers- ingin upp á loft, þó hikandi. Lúðvík rak lestina. í ljós kom, að þarna var ekki um sjálfan óvininn að ræða, því uppi á loftinu komu merin að Þor- valdi Þórarinssyni þar sem hann var með miklum bægsla gangi að pakka utan um hangi kjötslæri, sem hann ætlaði að senda Krúsjeff fyrir jólin. Fóru kommar aftur hljóðlátir til sæta sinna og losuðu um bindishnútinn. Skömmu síð- ar hófst höggorrustan, er Karl Guðjónsson stakk upp á því að flökkurinn tæki upp nýtt nafn. Kom hann með nokkrar tillögur, sem allar köfnuðu í hrópum andstæðinganna — og eftir það köfnuðu orð flestra ræðumanna í hrópum SÍA, Einars, Brynjólfs eða ein- hverra annarra. Það var ekki fyrr en Bryn- jólfur hóf að lesa formúluna um valdatöku kommúnista á fslandi, að allir lögðu við hlustirnar, en þá var Þorvald ur búinn að koma hangikjöt- inu í póst. Þrátt fyrir allt klofnaði fylkingin áður en yfir lauk og var mörgum gömlum Stalinistum varp- að á dyr en vel þjálfaðir SÍA-menn, nýkomnir frá A.-Berlín tóku stjórnina í sín- ar hendur ásamt Lúðvík. Kall- aði Brynjólfur inn um glugg- ann, að hann mundi sjá til þess, að Þjóðviljanum yrði sagt upp húsnæðinu og prent- vélin send aftur heim og var honum þá hleypt inn á ný. Endaði þingið í hálfgerðri upp lausn og fylgdust engir tveir út. Þegar á allt er litið var þetta ár sæmilegt til lands og sjávar. Undir áramót var Þór- arinn enn að skrifa leiðara um Hitler og er þess vænzt, að á næsta ári komist hann fram til ársins 1941 í tímatali sínu. h.j.h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.