Morgunblaðið - 10.02.1963, Side 24
(p
TVÖFALT 4/ _ EIMANGRUNARCLER 20ára revnsla hérlendis
34. tbl. — Sunnudagur 10. febrúar 1963
Vandlátir velja
Tollvörubirgðum erlends
skips stolið
Innsígíi roríb, 78 flöskum af vini oj
740 pökkum af sigarettum stolid
Miklu magni aí áfengi var stol
ið úr geymslu danska skipsins
Erik Sif, aðfaranótt laugardags,
þar sem skipið lá við Faxagarð
í Reykjavík. Rufu þjófarnir toll-
innsigli á tollvörugeymslu skips-
ins og brutu upp læsinguna.
Kindur /
Látra-
bjargi
Látrum, 6. febrúar.
RÉTT fyrir jólin varð vart
við tvær kindur 70 faðma niðri
í Látrabjargi. Er það hvít með
son sinn, gráan hrút.
Þau hafa nóg gras, og geta
farið allmikið um. Er þetta í
svokallaðri Geitaskor, en þar
er bjargið um 180 faðma hátt.
Kindur hafa áður farið þarna
niður og orðið hefur að síga
eftir þeim að sumrinu, en ekki
var átt við það að þessu sinni,
þar sem kominn var snjór og
klaki, lítið orðið um sigmenn,
en fjóra þarf niður til að hand
sama kindurnar. Mun það því
látið bíða til sumarsins, en
líklegt er að þá verði þær
orðnar fjórar, því sennilega
á ærin lömb um sumarmálin,
eða kannske á einmánuði.
Fari svo að geri jarðbönn
hjá þeim verða þau skotin
með riffli, en litlar líkur eru
til þess, að svo verði úr þessu,
þar sem sólar fer nú verulega
að gæta. En óhöpp geta hent
þau, snjór fallið úr brúnum,
eða þau farið út á kl^ka, en
það tekur fljótt af sem skot.
— Þórður.
Erik Sif kom til Reykjavíkur
að morgni 7. febr. sl., og voru þá
innsiglaðar vín- og tóbaksbirgðir
skipsins. Fór skipið samdægurs
til Reykjavíkur, en kom aftur til
Reykjavíkur á föstudagskvöld.
f gærmorgun varð þess vart
að brotizt hafði verið inn í toll-
vörugeymsluna í stafni skipsins
og stolið að heita öllu, sem þar
var.
Þjófarnir höfðu á brott með
sef 23 flöskur.af sterkum vínum,
Gordon gini, Black and White
viský, Baccardi rommi og líkjör
um. Þá var stolið 55 flöskum af
léttum vinum, þar á meðal
kampavíni, sherry, 3 gallonbrús-
um af rauðvíni í körfum. Þá var
stolið 50 pökkum af sígarettum.
All erfitt var að komast að
dyrum geymslunnar, og þurftu
þjófarnir að klöngrast yfir ullar-
balla á dekkinu. í bramboltinu
skelltu þeir um málningardós
með hvítri málningu, og mun eitt
hvað af henni hafa lent á skóm
þeirra. Eru þeir, sem einhverjur
upplýsingar eða ábendingar gætu
gefið um mál þetta, vinsemlegast
beðnir að gera rannsóknarlög-
reglunni aðvart, ekki sízt ef sézt
til hvítskæddra manna.
Aldrei meiri útflutningur
á frystum fiski en 1962
Heildarframleiðslan 82.000 tonn
UM 90 hraðfrystihús voru
starfrækt hér á landi árið
1962 og var heildarfram-
leiðsla þe.irra um 82 þúsund
tonn, en var 77.619 tonn árið
1961.
Aukning á framleíðslunni er
fyrst og fremst vegna meiri síldar
frystingar suð-vestanlands, en
síldiarfrysting hefur aukizt úr
3,733 tonnum árið 1960 í um 25.50
tonn árið 1962.
Útflutningur ó hraðfrystum
sjávarafurðum fer mestmegnis í
gegnum Söhupaiðstöð hraðfrysti
húsanna og sjávarafurðardeild
SÍS ,en á sl. ári bættist þriðji að
ilinn við, Atlantor h.f.
Framleiðendur stórbættu við
frystiútbúnað sinn á liðnu
, . i
an.
bættu við sig tækjum og frysti
orka sitóraukin.
Heildarframleiðsla bolfisk-
flaka árið 1962 var um 45.500
tonn, 43 þúsund tonn hjá húsum
innan S.H. og SÍS, en um 2500
hjá öðrurn húsum.
Bolfiskframleislan árið 1962
akiptist þannig eftir tegunduf,
S.H. og SÍS, innan sviga samsvar
andi tölur 1961: Þorskflök 23.912
(25.275), ýsuflök 10.002 (9.598),
steinbítsflök 3.049 (2.815), karfa
flök 3.752 (6.248), ufsaflök 1.431
(1.263), lönguflök 798 (164). Sam
tals: 42.944 tonn (45.363).
Miðað við árin 1959 og 1960
er um mikinn samdrátt að ræða
í framleiðsl'U botfiskflaka, eink-
um þorsks- og karfaflaka. Árið
1962 var karfaflakaframleiðslan
aðeins um % hluti þess, sem
hún var 1960. Þetta stafar m.a.
Varðarfundur um tœkni
menntun annað kwöld
Asgeir Pétursson sýslumaBur er
frummælandi
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður,
heldur almennan félagsfund í
Sjálfstæðishúsinu annað kvöld
kl. 20.30. Dagskrárefni fundar-
ins er „Tæknimenntun og at-
vinnulífið“ og verður málshefj-
andi Ásgeir Pétursson, sýslu-
maður.
Ásgeir er formaður stjórn-
skipaðrar nefndar sem starfar
að því að semja nýtt lagafrum-
varp um Tækniskóla ríkisins. Er
ekki að efa að margir vilji
hlýða á þetta efni og um það
fjalla, ekki sízt vegna þess hve
þróun þjóðfélagsins hvílir nú á
tæknimenntun og hve mikil
þörf er á umbótum varðandi
tæknimenntun hér.
Forsendur fyrir þróun þjóðfé-
lagsins í tækniátt, er sú að kost-
ur sé nægilega inargra tæknilega
menntaðra manna fyrir atvinnu-
vegi þjóðarinnar. Það er grund-
f*f W
Ásgeir Pétursson
völlur þess að þjóðfélagið dafni
og starfi eðlilega. Efnahagslífið
og atvinnulífið er nú meira en
nokkru sinni fyrr, háð framför-
um í tæknilegum efnum.
Þegar á það er litið hve þátt-
ur tækninnar í atvinnulífinu er
orðinn_ mikill og fer stöðugt vax-
andi, er augljóst að ekki er til
lengdar stætt á því að veita ekki
æskumönnum þjóðarinnar færi
á þvj að afla -sér tæknimennt-
unar í landinu sjáifu. Það er
með öllu óviðunandi að sjálft
skólakerfið skuli vera með þeim
hætti að það sem slíkt hindri
unga menn í því að leggja út í
tækninám.
Tækninám er kostnaðarsamt,
en stofnun tækniskóla mun létta
st þensiunni í 'öðrum skólum,
svo sem menntaskólunum, því
hann mun keppa við þá um
nemendur, og þannig verður
kostnaðurinn ekki allur nýr,
heldur flytzt milli skólastiga.
Meginstefna okkar ætti að
vera sú menntun æskunnar fari
fram í landinu sjálfu, að svo
miklu leyti sem unnt er og mið-
ist við íslenzkar aðstæður, þjóð-
félagshætti og atvinnuvegi.
vegna minnkandi karfaveiði tog
ananna og venkföllum á þeim
tíma, sem þeir landa helzt hér
heima.
Heildarútflutningur á frystum
sjávarafuirðum var um 81 þúsund
tonn, sá mesti til þessa. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum frá
S.H. og SÍS skiptist útflutning-
urinn þannig eftir löndum, inna
sviga samsvatrandi tölur 1961:
Bandaríkin 21.424 tonn
(20.539), Sovétríkin 22.985
(7.485), Bretlanid 7.254 (9.813),
Tékkóslóvakía 5.060 (6.959),
Holiand 1.189 (1.520), Frakkland
1.494 (1.275), Vestur-Þýzkaland
4.600 (5.532), Pólland 2.036
(3.334), Rúmenía 1.949 og Austur
Þýzkaland 4,692 tonn.
Útflutt magn af dýrafóðri og
söl'tuðum þunnindum er ekki tal
ið með í ofangreindum tölum.
Eins og framangreindar tölur
sýna, keyptu Sovétrikin mun
meira af frystum fiski og síld
árið 1962 en árið áður. Stafar
það m.a. af því, að verðið á bol-
fiski fór hækkandi á ^eim mark-
aði.
Áframhaldandi aukning var á
framleiðslu og sölu fiskstanga-
verksmiðja Íslendinga í Banda-
ríkjunum. Sem dæmi má nefna,
að sölumagn afurða verksmiðju
S.H. í Nanticoke var um 20 millj.
punda (lbs), árið 1962, en var
17,2 milljónir punda árið 1961 og
13 milljónir punda árið 1960.
Um sl. mánaðamót fórn 22
lands í heimsókn til Varnarliðs1
nemendur VerzlunarskóXa ís-
ins á Keflavíkurflugvelli. —
Skoðuðu nemendurnir flugvél
ar og margt annað á flugvell-
inum, svo sem hvernig fall-
hlífum er pakkað, veðurstof-
una o. fl. Myndin sýnir nem
endur skoða stjórnklefa í einni
af Delta Dagger orrustuþotum
Vamarliðsins.
Afli Akranesbáta
Akranesi 9. febrúar. —
Afli línubáta héðan í gær var alls
50 tonn af 12 bátum. Aflahæst
var Sigrún með 7,5 tonn. 15 bát-
ar eru á sjó héðan í dag.
Færeyskur línuveiðari tók hér
í gær beitusíld hjá Haraldi Böðv-
arssyni & Co í eina veiðiför.
Mánoíoss tefst *
vegno ísa
Hið nýja skip Eimskipafé-
lagsins, Mánafoss, átti að láta
úr höfn í Kaupmannahöfn á
hádegi í gær. En fresta varð
för skipsins vegna ísa. Heldur
Mánafoss heimleiðis þegar
færi gefst.
Blaðafulltrúi Eimskip, Sig-
urlaugur Þorkelsson skýrði
Mbl. svo frá í gær, að 35 skip
væru föst í ís utan Kaup-
mannaihafnar og væri fjöldi
ísbrjó'ta að reyna áð koma
þeim áfram..
ísflákinn nær út að Skovs-
hoved, skammt utan Kaup-
mannahafnar, en þar tekur við
allgreið siglingaleið.
Mánafoss er full'hlaðinn
vörum, en engir farþegar eru
með honum, enda hefur skip.
ið ekki rúm fyrir farþega.
Skipstjóri er Eiríkur Ólafsson.
Sigurður Bjarnason
StjónuRóIanúmskeið Heímdalki
S'.tiiórnmálaniámskieið Heim-
dallar stendur yfir um þessar
mundir. Hófst það sl. _þriðjudag.
Þá talaði Birgir Kjara'n alþingis
maður um íslenzk stjórnmál 1918
— 1944. N.k. þriðjudag ki. 8.30
Sigurður Bjarnason ritstjóri unr.
íslenzk stjórnmál 1944—1956.
Aðrir ræðumenn á námskeiðinu
verða Ólafur Björnsson próíess
or, Gunnar Thoroddsen fjármála
ráðherra, Jóhann Hafstein banka
stjóri, Ingólfur Jónsson landbún
aðarráðherra og Bjami Benedikts
son formaður Sjalfstæðisflobíka
ins.
Ná.mskeiðið er haldið í Valhöll
Allir Heimdellingar eru velkomn
ir.