Morgunblaðið - 15.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1963, Blaðsíða 1
24 siður Eínahagsmálin draga athyglina að ellefta fundi Norðurlandaráðs sem hefst í Osló á laugardag Frá írak Mynd þe^si var tekin fyrir framan varnarmálaráðuneyt- ið í Bagdad á miðvikudag, 6 dögum eftir að bylting var gerð í írak. Barizt hafði verið á götunni framan við ráðuncyt ið, og ber húsið þess merki. Hermenn byltingarstjórnar- innar sjást þarna við stærðar andlitsmynd af Kassem, fyrr- verandi forsætisráðh. Kassem var handtekinn í varnarmála- ráðuneytinu, þar sem hann var dæmdur til dauða og tek- inn af lífi. (Sjá frétt bls. 23). Ósló, lJf. fébrúar — NTB Á LAUGARDAG hefst í Ósló 11. fundur Norðurlandaráðs, og sitja hann 35 ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, þeirra á meðal flestir forsætis- og utanríkisráðherrar land- anna. Auk þess koma þar saman fastafulltrúar ráðsins, sem eru 69 fulltrúar frá löggjafarþingum Norðurlandanna og þeim til aðstoðar fjöldi sérfræðinga og opinberra starfs- manna. — Má með sanni segja að Ósló verði, meðan fund- urinn stendur yfir, nokkurskonar höfuðborg Norðurlanda. Fundur þessi hefur vakið óvenju mikla athygli utan Norðurlanda, fyrst og fremst vegna breyttrar aðstöðu í Ev- rópu éftir að Frakkar neituðu Bretum um aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Verður harna meira af fréttamönn- um en nokkru sinni fyrr, hæði frá Norðurlöndum og öðrum ríkjum. — Er ljóst að efnahagsmálin verða mikið rædd á fundinum. Afdrif SYIMCOIU OVISS Canaveralhöfða, Bandaríkj- unum, 14. febr. (NTB) — Nýjum bandariskum fjarskipta- hnetti, sem nefnist SYNCOM, var í morgun skotið á loft frá Cana- veralhöfða í Florida. Tæpum 11 klst. eftir að hnettinum var skot- ið á loft, var burðarflauginni eent merki frá jörðu, sem átti að eetja af stað smærri eldflauga- hreyfil til að skjóta hnettinum á rétta braut umhverfis jörðu. — Skömmu eftir að merki þetta var sent rofnaði allt samband við hnöttinn, svo ekki er vitað hvort hann hefur komizt á rétta braut. SYNCOM átti að fara umhverf- is jörðu í 35.680 km. hæð, og með sama hraða er væri samstilltur hraða jarðar, þannig að hnött- urinn væri ætíð yfir sama jarð- svæði. (Sjá nánari lýsingu á SYNCOM á bls. 15). Af öðrum málum, sem liggja fyrir fundinum, má nefna frum- varp um nánari samvinnu land- anna á norðurhveli jarðar á sviði fjármála, verzlunar og samgangna, sameiginlega lög- gjöf á Norðurlöndum varðandi útvarp og sjónvarp o. fl. — Alls liggja fyrir fundinum rúmlega 40 frumvörp og fjöldinn allur af skýrslum. Eitt mál á eftir að vekja mikl- ar umræður, og það er bann við hnefaleikum. Tvö frumvörp liggja fyrir um málið, og er öðru þeirra lagt til að atvinnu hnefaleikar verði bannaðir i Norðurlöndum, en hitt að allir hnefaleikar, bæði atvinnu- og leikmanna, verði bannaðir. — í sambandi við þessar umræður hafa andstæðingar hnefaleika efnt til kvikmyndasýningar á bandarískri mynd í einu af kvikmyndahúsum borgarinnar. Á föstudag hefjast fundir stjórnar Norðurlandaráðs, og síð- degis þann dag verða nefnda- fundir. — Á laugardagsmorgun klukkan ellefu verður svo fund- ur Norðurlandaráðs settur, og á þeim fundi verður finnska rit- höfundinum Vainö Linna af- hent bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs, sem eru 50 þúsund danskar krónur. Fundir verða á laugardag og sunnudag, en hlé verður gert á mánudag og þriðjudag, og eru þeir dagar ætl aðir nefndum til starfa. Síðan verður fundunum haldið áfram á miðvikudag og fimmtudag, og lýkur á föstudag. (Sjá frétt annarsstaðar í blað- inu um fulltrúa íslands á fundi Norðurlandaráðs) Harold Wilson UaroEd Wilson formaður Verkamannaflokksins London, 14. febr. (AP-NTB) Þingflokkur brezka Verkamanna flokksins kaus í kvöld nýjan for- mann til að taka við af Hugh Gaitskell, sem lézt 18. janúar sl. Tveir frambjóðendur voru í kjöri að þessu sinni, Harold Wilson, talsmaður flokksins í utanríkis- málum, og George Brown, sem verið hefur varaformaður flokks ins. Harold Wilson var kjörinn með 144 atkvæðum, en Brown hlaut 103 atkvæði. Wilson er aðeins 46 ára að aldri, og yngsti maður, sem kos- inn hefur verið formaður Verka- mannaflokksins frá stofnun hans fyrir 57 árum. Verkamannaflokkurinn gekk fyrst til atkvæða um formanns- kjör fyrir viku, og voru þá þrir frambjóðendur í kjöri, þeir Wil- son, Brown og James Gallaghan, talsmaður flokksins í fjármálum. Hlaut þá enginn frambjóðenda meirihluta atkvæða, og að kosn ingum loknum dró Gallaghan sig í hlé. * Kosningar þessar eru mjög þýðingarmiklar, því Wilson verð ur nú forsætisráðherraefni Verka mannaflokksins, en lögum sam- kvæmt eiga þingkosningar að fara fram í Bretlandi innan 18 mánaða. Ýmislegt bendir til þess að kosningarnar verði fyrr, jafn vel á þessu ári. Og samkvæmt skoðanakönnunum í Bretlandi fengi • Verkamannaflokkurinn meirihluta ef kosningarnar færu fram í dag. Að kosningunum loknum i dag átti Wilson fund með fréttamönn- um. Sagði hann að það væri ætl un sín að halda áfram sömu stefnu í stjórnmálum og fyrirrenn ari hans, Gaitskell, hafði mótað. Fyrsta verkefnið sagði hann vera að endurheimta þá samstöðu inn an flokksins, sem ríkti meðan Gaitskell fór með forustuna, „og þetta verkefni ætti ekki að vera Framhald á bls. 23. Afríku stúdentar flýja áróður kommúnista Vin, 14. feb. (AP) FJÖLDI stúdenta frá Afríku, sem stundað hafa nám við hár- skóla í Búlgaríu, eru á förum úr landinu vegna ágreinings við yfirvöldin. Hafa stúdentarnir lengi kvartað yfir lélegum að- búnaði, of iniklum áróðri og því að fá ekki að mynda eigin sam- tök til að berjast fyrir bættum lífskjörum. Ap-fréttastofan átti í dag sím t>al við sendiherra Ghana í Sofia sem sagði að 25 landar hans færu heimleiðis í dag vegna þessa ágreinings. „Landar mion- ir og flestir aðrir afrískir s'túdent ar, sem hér hafa búið, hafa á- kveðið að fara úr landi“, sagði sendiherrann. Um 350 afrískir stúdentar hafa undanfarið stundað nám í Búlg aríu, og vax ákvörðunin um brott förina tekin eftir að til átáka kom milli 200 stúdenta og búlg- askrar lögreglu sl. þriðjudag. Sendiherrann sagði að þrátt fyrir mótmæli búlgörsku stjórn- arinnar hafi stúdentarnir mynd að rneð sér samtök, og var for- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.