Morgunblaðið - 15.02.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1963, Blaðsíða 23
Föstudagur 15. febrúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 23 Búizt við langvar- andi baráttu í írak Kommúnistar leita stuðnings Kúrda Bagdad, 14. f©br. AP-NTB. NÝIA stjórnin í írak heldur áfram baráttu sinni gegn konunúnistum, og í nótt og morgun mátti li_/ra skothríð í höfuðborginni við bakka Tigris-fljótsins. Hafa nokkr- ir af leiðtogum kommúntsta verið handteknir, og er búizt við fleiri handtökum á næst- nnni. Áætlað er að alls hafi um 2.500 manns verið fangelsað- ir frá því byltingin hófst fyrir viku, en Abdel Salam Aref. forseti byltingarstj órnarinnar, neitaði í dag að gefa nokkr- ar upplýsingar um fjölda fanganna. Sagði hann á fyrsta fundi sínum með frétta mönnum að nauðsynlegt væri að halda tölu fanganna leyndri „með tilliti til ann- arra Arabaríkja, sem enn eru undir áhrifum heimsvalda- sinna." Við hlið Arefs á frétta- mannafundinum sat Ahmed Hassan al Bakr hershöfðingi, sem er forsætisráðherra bylt- ingarstjórnarinnar. Ræddust þeir oft við áður en Aref svaraði spurningum frétta- manna, en Bakr svaraði sjálf ur engum spurningum. Kommúnistar og Kúrdar. Byltingarstjórnin hefur lýst þvl yfir að öll mótstaða hafi verið brotin niður. en allar líkur benda til þess að enn Skriðdreki á götu í Bagdad. eigi stjórnin fyrir höndum langvarandi baráttu gegn kommúnistum. Hafa komm- únistar komið sér upp leyni- útvarpsstöðvum, og halda þar uppi hörðum áróðri gegn stjórninni. Hafa þeir m. a. skorað á Kúrda, sem búa í fjallahéruðunum í Norður írak, að ganga í lið með kommúnistum og berjast gegn „afturhaldsstjórn“ Arefs. „Kúrdar verða að berjast hlið við hlið með arabiskum bræðrum sínum og ráða nið- urlögum hinnar blóðþyrstu stjórnar Arefs . . . Isátið ekki kommúnista berjast eina.“ -sagði í einni útvarps- sendingunni. Kúrdar áttu mikinn þátt í falli Kassems, og höfðu bar- izt gegn honum í 18 mánuði áður en byltingin var gerð. Bifreiðir fluttar inn fyrir 190 milljónir króna 1962 SAMKVÆIWT bráðabirgffaupp- gjöri Hagstofunnar voru á stff- asta ári fluttar til landsins 2.761 hifreiff og nam innflutningsverff- mæti þeirra um 190 milljónum króna. Mestur varff innflutning- nrinn frá Bretlandi, en þaðan komu alls 1127 hifreiffir, þar af 686 landbúnaffarbifreiffir (Land- Kover og Austin Gipsy). Vestur- Pýzkaland var annað í röðinni meff 993 bifreiffir, og Svíþjóff í þriffja sæti meff 186 bifreiffir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve Tnargar bifreiðir hafa flutzt inn af hverri tegund, en ekki fer á milli mála að lang- efstar á lista eru Volkáwagen- og Land-Rover-bifreiðir. Sundurlið- un á innflutningnum er í aðal- atriðum þessi: 1. Fólksbíiar: V-Þýzkaland ........ 738 Bretland ......... 251 Frakkland ........... 95 Svíþjóð ............. 91 Hér er fylgzt með innflu- enzufaraldri í ERLENDUM fréttaskeytum til Mbl. er skýrt frá því, að inflúenzufaraldur geisi um þessar mundir á austurströnd Bandarikjanna meff þeim af- leiffingum, aff margir hafi lát- izt og m.a. hafi skólum veriff lokaff. 1 Blaðiff hefur snúiff sér tili dr. Sigurffar Sigurffssonar, landlæknis, og spurzt fyrir um hvort nokkrar ráffstafanir hafi veriff gerffar hér heima. Landlæknir sagffi, aff fylgzti væri meff málinu hér. Sjúk- dómurinn virtist á byrjunar- stigi og ekkert benti til þess aff hann legffist þyngra á fólk en hann gerir yfirleitt. Hann sagffi, aff ekki væri ástæða til ótta vegna þessa far1 ildurs í Bandaríkjunum og endurtók, aff hér yrffi ná- ivæmlega fylgzt meff þróun hans. i Tékkóslóvakía 89 Bandaríkin 60 Önnur lönd 37 Alls 1361 fyrir kr. 62,7 milljónir. 2. Stationbílar: V-Þýzkaland 67 Tékkóslóvakía 48 Bretland 11 Bandaríkin 10 Önnur lönd 14 Alls 150 fyrir kr. 7,3 milljónir. 3. Landbúnaffarbifreiffir: Bretland 686 Bandaríkin 63 V-Þýzkaland 5 Sovétríkin 4 Alls 758 fyrir kr. 62,1 milljón. 4. Sendi- og vörubifreiffir undir 3 tonn: V-Þýzkaland 106 'Bretland 51 Svíþjóð ‘ 28 Önnur lönd 14 Alls 199 fyrir kr. 10,8 milljónir. 5. Sendi- og vörubifreiffir yfir 3 tonn: Bretland 127 V-Þýzkaland 68 Svíþjóð 63 Bandaríkin 20 Önnur lönd 5 Alls 283 fyrir kr. 40.530 milljónir. Leiðréttin" í MINNINGARGREIN um Mekk inó sál. Björnsson frá Hrísum, sem birtist í Mbl. 12. þ.m. féll óviljandi niður nafn albróður hans, Amórs, búfræðings, síðast bónda á Ufsum í Svarfaðardal, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Einnig hefir orðið meinleg prentvilla síðast í greininni. Þar stendur: Kannski horfir hann þangað o. s. firv. en á að vera: hefir hann þangað o. s. frv. Sn. S. 6. Almenningsbifreiffir, slökkvi- og sjúkrabifreiðir og kranabifreiðir: V-Þýzkaland .......... 9 Bandaríkin ........... 3 Svíþjóð ......i...... 2 Bretland ............. 1 Frakkland ............ 1 Alls 16 fyrir kr. 5,6 milljónir. Auk ofangreinds innflutnings var talsvert flutt af bifreiðum — Málning . Framhald af bls. 24. Óæskileg efni skilin frá. „Sjálfstæðar rannsóknir á fiskolíum hófust á vegum rann- sóknarstofunnar árið 1959 og •hefur verið. haldið áfram síðan. Hin sérstæða efnasamsetning fiskolíanna hefir í för með sér, að miklu erfiðara er að nýta þær en flestar jurtaolíur. Hjá rannsóknarstofunni hefir eink- um verið unnið að því að fram- leiða hjáefni í málningarolíur og lökk. Hefur með efnafræðileg- um aðferðum (directed interes- terification) tekizt að skilja frá fiskolíunum verulegan hluta þeirra efna, sem teljast óæski- leg í þurrkandi olíum. Beztur árangur hefir náðst með ufsa- lýsi’ og ýsulýsi enda hefir það hæsta joðtölu af þeim fiskolíum, sem reyndar hafa verið. Tilraun- ir til framleiðslu á málningar- olíum úr fiskolíum hafa þegar borið þann árangur, að framleitt hefir verið talsvert magn af málningarolíu og hún prófuð hér í stórum stíl og reynzt mjög vel. Vonir standa til að hægt verði að hefja framleiðslu á slikri málningarolíu hjá hérlendu fyr- irtæki áður en langt um líður. Miklum tíma hefur verið var- ið í að kanna ýmsar leiðir til sundurgreiningar á fiskolíum. Þá hafa einnig verið gerðar til- raunir með framleiðslu á mono- glyceridum úr ýmsu hráefni, svo sem síldarlýsi, harðfeiti (hertu þorskalýsi) og auk þess þeim efnum, sem skilin hafa verið frá fiskolíum með directed interesterification. Þessum til- raunum verður haldið áfram.“ til Bandaríkjamanna á Kefla- víkurflugvelli, eða á þeirra veg- um til Bandaríkjanna. — Ekki hefur tekizt að fá heildartölur um þennan innflutning frá um- boðunuríi, en flestar voru bif- reiðirnar frá Volkswagen, alls 155 á árinu. Nauðatregt hjá Akranessbátum Akranesi, 14. febrúar NAUT>ATREG er nú veiðin hjá lín'uibátuinum, enda enginn á sjó í dag og óvist að róið verði í kvöld. I gær bárust á land alls 45 torm af 12 bátuim. Aflahæstur var Sæfari með 6.3 tonn og fór aflinn stig hækkandi í tæpt tonn á báit. — Oddur — Afríku-sfúdentar Framhalú af bls. 1. maður samitakanna Tatah Tawia frá G'hana. Tawia var handtek- inn eftir árekstrana á þriðju- dag, og í dag settur um borð í flugvél, seim fór til London. Samkvæmt þeim fréttum, er borizt hafa, voru samtök stú- dentanna mynduð í desember sl. A mánudag hafði stjórn sam- takanna fengið heimild til að ræða við Todor Zhivkov forsæt isráðherra um vandamál landa sinna. Kdm stjómin á tilseittum tíma í skrifstofu ráðherrans og beið þar í fimm klukk<ustundir án þess að Zhivkov léti sjá sig. Sneru þá stúdentamir heim til sín. En um kvöldið ruddist lög- reglulið inn til stúdentanna og handtók Tawia og stjórn sam- takanna. Aikváföu stúdentarnisr þá að fara í miótmælagön'gu næsta dag. Um 200 stúdentar tóku þátt í gönguinni, og fóru þeir eftir Leninbreiðgötunni. Áður en þeir komust til miðborgarinnar, réðist öflugt lögreglu- og herlið gegn þeim og beitti kylfum. Meiddust tugir stúdenta og fjöLmargir handtekmir. í frétt frá fsrael segir að marg ir afrískir stúdentar hafi sótt um leyfi tál að halda námi sínu á- fram þar í landi. Fylgir það fréttinni að þeim verði fúslega veitt dvalarleyfi strax og form- legar umsóknir hafa borizt. ÁRNI GUÐJÓNSSQN .. HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR s' CARr-ASTRÆT! .17 Chopin- tónleikar HALINA Czemy-Stefanska, sem flutti Chopin-tónleika fyrir styrktarfélag Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói í gærkveldi, hefir um árabil verið víðfrægur Chopin-túlkandi. Tækni hennsir er glæsileg, áslátturinn blæ- brigðaríkur og tök hennar á viðfangsefnunum slík að marg- kunnir húsgangar fá nýjan og ferskan svip, hressilegri og mik- ilúðlegri en oftast áður. Þegar Chopin er leikinn á þennan hátt, hlýtur áheyrandanum að renna til rifja, hve mjög hitt er oft undirstrikað, sem síður skyldi — hið viðkvæmnislega og smáa í verkum hans. — Hér er á ferð tiginmannlegur fulltrúi pólskrar menningar. sem mikill fengur er að hafa fengið að kynnast. Grotrian-Steinweg-flygillinn, sem verið hefir í samkomuhúsi Háskólans, er nú kominn í Aust- urbæjarbíó. Hann sómir sér þar vel, og ef til vill væri góð lausn á hljóðfæravandræðum beggja húsanna, að þessi flygill yrði kyrr í Austurbæjarbíói en annar kæmi í Háskólasalinn. Loks verður að mælast til þes t að næst þegar „stórbingo" er á eftir tónleikum í Austur- bæjarbíói. verði búið að flytja á staðinn straubretti og annan varning, sem bingóinu tilheyrir, áður en tónleikarnir hefjast, svo að umgangur um sviðsdym- ar trufli ekki tónleikagesti og dragsúgur á sviðinu baki heims- frægu listafólki heilsutjón. Jón Þór.irinsson. — Wilson Framh. af bls. 1 erfitt“, sagði hann. Næsta verk efni verður að sigra í þingkosn- ingunum, sagði Wilson. „Með sam vinnu allra flokksmanna, bæði utan þings og innan ætti einnig að vera unnt að leysa það verk efni“. Wilson bar mikið lof á mót- frambjóðanda sinn, George Brown, og framlag hans til flokks ins. Ekki er vitað hvort Brown er fús til að taka að sér varafor mennsku flokksins, eins og með- an Gaitskell var formaður, en væntanlega fæst það upplýst fljótlega. Wilson sagði að hann mundi á föstudag gefa nákvæma skýrslu um stefnu sína á fundi í heima kjördæmi sínu, Huxton. Lýsti hann að lokum fylgi sínu við þá hugmynd að boðuð verði ráð- stefna leiðtoga allra Jafnaðar- mannaflokka Samveidisrikjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.