Morgunblaðið - 15.02.1963, Side 3
Fðstirdagur 15. febrúar 1963
MORCVISBT 4 ÐTÐ
3
I TILEFNI þess að stjórn
Fjáreigendafélags Reykja-
vikur boðaði blaðamenn á
sinn fund sl. laugardag,
brugðum við okkur inn í
Breiðholt, þar sem fjár-
eigendur höfuðborgarinn-
ar hafa stofnað nýlendu
og nefna Fjárborg.
Við vorum svo heppnir að
hitta fyrir varaformann fé-
lagsins, Hjalta Benediktsson
brunavörð þar sem hann var
að moka taðhaug sínum upp
á vörubíl og flytja brott. Við
vorum viðstaddir þegar
Hjalti hleypti inn ánum.
★
Ég minnist þess, er ég var
strákur og fékk að fara með
fullorðnum í ærhús var ég
ýmist settur upp á síldar-
bekkinn eða inn í hlöðu. Sami
háttur var hafður á nú. Ég
skauzt inn í hlöðuna meðan
Hjalti hleypti inn fénu. Fyrst
hleypti hann inn í eystri
króna, stóð sjálfur við dyrn-
ar og lét ærnar hlaupa fram
hjá sér, s«m inn áttu að fara,
Þær Mjöll og Arnhöfða gæða sér á ilmandi heyinu. I>etta eru friðar skepnur og sýnileg
sæld í þeim.
mig, ef ég hef ekki tima og
kemst ekki í húsin.
★
— í>að er sæld í þessum
kindum þínum. Eru þær af-
urðagóðar eftir því sem þær
eru fallegar útlits?
— Já, þarna sérðu eina, hún
var þrílembd í vor og það er
1 annað sinn. Og þarna er
Eygló, sem konan min á raun-
ar. Hún er 6 vetra og hefir
átt 14 lömb. Undan henni lifa
8 ær og tvö lömb.
— Eg sé þú hefir yndi af
fjármennsku.
— Já. en það er ekki aðeins
ég og konan. Krakkarnir hafa
gaman af þessu líka og þetta
hefir uppeldisgildi fyrir þau.
I>að er ekki einasta þeim til
gamans. Þau læra af bessu.
Gefiö á garöann
Heimsókn í Fjárborg
Og meðan Eygló gamla,
Tulla, Mjöll og Arnhöfða
nasla í sig tugguna hverfum
við til blaðamannafundar
með stjórn Fjáreigendafélags
ins.
Ingimundur Gestsson for-
maður hefir orð fyrir stjórn-
inni.
í Fjáreigendafélagi Reykja-
víkur eru 142 félagsmenn og
eiga þeir alls 3700 fjár. Félag-
ið er 40 ára. Margir hafa í
seinni tíð haft andúð á fjár-
eign Reykvíkinga og þá fyrst
og fremst garðeigendur og
skógræktarmenn. Nýlega var
borin fram tillaga í borgar-
stjórn um að sauðfjárhald
skyldi bannað í Reykjavík.
Framh. á bls. 14
Við skírðum hana Lykla-
Petrínu þá svörtu, sem er að
rjála við lyklana í skránni
fyrir lambhúsinu.
framan í Ljósm. Mbl. Sv. Þ.
en hélt hinum úti. Það var
auðséð að þetta var ekki í
fyrsta sinn, sem hann hleypti
kindunum í húsin og hann
þekkti hverja þessara 53
kinda glöggt. Skyndilega lok-
aði hann hurðinni og að
vörmu spori opnaði hann
vestri króna.
★
— Svona stelpur mlnar,
sagði hann og gældi við þess-
ar vinkonur sínar. eins og
væru þær mennskar.
—■ Kápa, komdu, og aftur-
hyrnd ær, sem var dýrstygg
við okkur, skokkaði til hús-
bónda síns.
Og nú fór Hjalti að gefa á
garðann og ærnar hans
teygðu sig eftir tuggunni en
röðuðu sér svo undir garða-
böndin og úðuðu í sig ilmandi
heyinu.
— Ég er fæddur Hafnfirð-
ingur, segir Hjalti, þegar við
förum að spyrja hann um
ástæðuna til þess hann héldi
fé.
-— En ég ólst upp austur
í Holtum og þar tók ég tryggð
við blessaðar.
— Og hver er ástæðan til
þess að þú. maður í fastri
stöðu, ert að halda allt þetta
fé.
— Ánægjan. Og svo veiztu
að við höfum ekki það mikl-
ar tekjur að okkur munar
um það búsílag, sem fimmtíu
kindur gefa.
— En konan. Hvað segir
hún?
— Hún hefir mikinn áhuga
á fjármennsku og ég get sagt
þér það sem dæmi að hún
fór ein og sótti allar kindurn
ar upp í girðingu og kom
með þær heim á eftir sér.
Ég hef nefnilega þann hátt á
að ég rek aldrei kind ef ég
er á ferðinni með mitt eigið
fé. Þær elta mig blessaðar.
Og þær þekkja konuna ekki
síður, enda gegnir hún fyrir
STAKSTEIMAH
Blaðamennska
á lágu stigi
Tíminn hefur nú í nokkrar vik
ur þrástagazt á því, að Eyjólfur
Konráð Jónsson, ritstjóri Morg-
unblaðsins, hafi upplýst „að
Bretar vilji ákafir fá island í
EBE“, eins og blaðið kemst að
orði. Eigi þetta að vera sérstakt
sannindamerki þess, að Bretar
hyggist fá aðstöðu ti) óhindraðra
veiða í ísienzkri fiskveiðilögsögu
o.s.frv. Morgunblaðið hefur ekki
nennt að elta ólar við hinn bros-
lega málflutning Tímamanna í
þessu máli, enda væri íslenzk
blaðamennska komin á lágt stig,
þegar stöðugt væri karpað um
útúrsnúninga og engin leið væri
að ræða mikilvæg málefni, án
þess að þau leiddu til endalausra
deilna um hina fáránlegustu
hluti. Enn ræðir Tíminn þetta
mál í gær og „skorar á Mbl. að
svara þeim undanbragðalaust“.
Augljóst mál
Það sem Eyjólfur Konráð Jóns
son hefur sagt um þetta mál er
tvennt, annars vegar eftirfar-
andi:
„Mér fannst eftirtektarvert,
hversu Bretar eru ákafir í að fá
Norðurlöndin, þar á meðal ís-
land, inn í bandaiagið.“
Og hins vegar:
„Þegar t.d. brezkur verka-
mannaþingmaður ,sem studdi ís-
lendinga af alefli í landhelgis-
deilunni, lét það í ljós við höf-
und Vettvangsins, að íslendingar
ættu að hafa samleið með hinum
Norðurlöndunum, þá byggist þáð
sjónarmið að sjálfsögðu á því, að
þessi ríki eiga svo margt sameig-
inlegt, að þau mundu saman geta
haft veruleg áhrif á stefnu banda
lagsins.“
Þessi orð voru raunar rituð áð-
ur en alkunna varð, að alvarleg
tilraun mundi verða gerð til þess
að hindra inngöngu Breta í Efna
hagsbandalag Evrópu, einmitt
vegna þess að talið yrði að þá
mundi eðli bandalagsins breyt-
ast, þar sem ríki eins og Noregur
og Danmörk, mundu fylgja í
kjölfarið og sjónarmið þeirra og
Breta væru svipuð, og að ýmsu
leyti ólík markmiðum þeirra,
sem nú starfa saman í Efnahags-
bandalagi Evrópu. Allir menn
gera sér Ijóst, að það er kapps-
mál Breta að fara ekki einir inn
í Efnahagsbandalagið, heldur að
Norðurlöndin komi með, því þá
styrkist aðstaða þessara ríkja.
Þetta er svo augljóst mál, að um
það ætti ekki að þurfa að ræða,
en er þó gert í þetta eina skipti
vegna endalausra útúrsnú.iinga
Tímamanna.
Afstaða til utanríkismála
Vissulega er það skelfing leið-
inlegt, þegar blöðin stunda út-
úrsnúninga, falsanir og hvers
kyns barnaskap í umræðum um
þjóðmál. Sök sér er þó þegar
Tíminn stundar þessa iðju sína
í umræðum um innanlandsmál.
Hitt er miklu verra, þegar stöð-
ugt er leitazt við að beita blekk-
ingum í sambandi við umræður
um utanríkismál og viila um fyr-
ir mönnum. Breytingar þær, sem
nú eiga sér stað í viðskiptamál-
um Evrópu og raunar stöðugar
byltingar í alþjóðamálum, skipta
Íslendinga svo miklu máli, að
nauðsynlegt er að þeir fylgist vel
með og ræði málin frá öllum
hliðum öfga- og hleypidóma-
laust. Það telja Framsóknar-
menn hins vegar hina mestu fá-
sinnu og einmitt þess vegna
dæma þeir sig úr leik. Það er
ekki hægt að fela þeim mönnum
forystu, sem þannig haga sér.