Morgunblaðið - 15.02.1963, Síða 4

Morgunblaðið - 15.02.1963, Síða 4
1 M O R C. U 1S B L 4 Ð 1 L Föstudagur 15. febrúar 1963 íbúð óskast Qirfcassi í Fordson ’45 til sölu. Uppl. í síma 7585, Sandgerði. „ Ung hjón utan af landi með tvö börn óska að taka á leigu 1—2 herb. íbúð sem allra fyrst. Uppl. i síma 38260 til kl. 6 e. h. Bókhald Tek að mér bókhald og uppgjör. Upplýsingar i síma 37195. Súlka óskast á sveitaheimili f Árnes- sýslu, 1—2 mán. Má hafa með sér barn. Uppl. í síma 35098 e. kL 7. Matráðskon. óskar eftir vinnu. Tilboð sendist afgr. Mbl. með nán ari uppl. fyrir 19. febr. merkt: „Vön 6093“. íbúð óskast 2ja herb. íbúð óskast sem fyrst. Uppl. í síma 18340 og 14521 e. kl. 6. Skrifstofuherbergi til leigu í nýju húsi við Miðbæinn. Tilboð merkt: „Moderne — 6275“ sendist afgr. blaðsins fyrir hádegi laugardag. Keflavík Ungan reglusaman mann vantar herbergi nú þegar. Uppl. í síma 2341 og 2126. Ung stúlka með Samvinuskólamennt- un, óskar eftir góðri vinnu nú þegar. Tilboð merkt: „6408“ sendist Mbl. fyrir þriðjudag. Keflavík — Njarðvík 2—3 herbergja íbúð óskast til leigu, fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 1367. Volkswagen eða Volvo árgerð 1962—’63 óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Bílakaup — 6095“. 2ja—3ja herbergja íbúð óskast leigð í eitt ár. Má vera í Kópavogi. Tilb. send ist Mbl. fyrir 19. þ.m. merkt: „Fyrirframgreiðsla 6094“. Reglusamur maður sem hefur bíl til umráða, óskar eftir einhvers konar atvinnu hálfan eða allan daginn. Tilb. sendist afgr. blaðsins, merkt: „6181“. Upplýsingar 1 síma 22150. ATHUGIÐ ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódyrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. JÚMBÓ og SPORI — —•*— —-K— ■—* — Teiknaii J. MORA — var það ekki vel gert hjá mér? —■ Feikilega vel gert, sagði Júmbó. Pepita sagði frá því hvernig hún og systir hennar hefðu farið í kapphlaup til að verða fyrst að ná töskunni —• og á meðan brann kveikiþráðúrinn á sprengjunni rétt fyrir aftan hana ..., Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Katrín Ágústsdóttir, kennari, Laugateig 18, og Stefán Halldórs son, kennari, Njörvasundi 17. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjón in Guðný Bjamadóttir og Ari Þorleifsson, Gljúfurholti, Ölfusi. Á miðviíkudaginn voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Bryndis Guðrún Kristjánsdóttir og Ámi Vilhjálmsson. Heimili ungu hjónanna er að Laugavegi 40. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Aðalsteina Erla Gisla- dóttjr, Höfðaborg 53, Rvík, og Ársæll Kristófersson, Vestur- braut 12, Hafnarfirði. — Þið skulið ekki vera leiðir — ég kem með töskuna ykkar, og þá verð- ur pabbi ykkar glaður aftur. sagði stúlkan, þegar hún kom inn í kofann. — Hamingjan sanna — þetta var hjálp á elleftu stundu, andvarpaði Júmbó. — Hvernig stendur á því að þú ert héma? sagði Spori. — Ég sá að þið misstuð töskuna niðri við brúna, svaraði hún, og með- an pabbi ykkar skammaði ykkur fór ég og veiddi hana upp. Ég heiti Pepita Pennavinir 16 ára þýzk stúlka, menntaskóla- nemandi, sem getur skrifað ensku og frönsku og mikið hefur reynt að komast í samband við pennavin á íslandi til að fræðast um larvd og þjóð. Heimilsfang hennar er: Hanne Schraepler 41/Duisburg-Wedau Pregelweg 7 Deutschland. 12 ára gömul, enskumælahdi stúlka frá Nýja-Sjálandi, sem hefur áhuga á frímerkjasöfnun og lestri, langar að eignast pennavin með svipuðu áhuga- mál, sem getur sagt henni eitthvað um ísland. Heimilisfang hennar er: Bronwyn Grueber 7 Jameson Ave, St. Albans, Christchurch, New Zealand. 16 ára stúllca í Nýja-Sjálandi, sem hefur áhuga á hockey, tennis og skíðaíþrótt óskar eftir pennavini. Heimilisfang hennar er: esley Rhodes 62, Mountain Road Epsori, Auckland. S E 3. Sex þúsund milijónir manna árið 2000 í dag er föstnðagur 15. febrúar. 46. dagur ársins. Árdegisflæði er kl. 09.34. Síðdeglsfiæði er kl. Z2.02. Næturvörður vikuna 9—16. febrúar er í Vesturbæjar Apó- teki. Næturlæknir í HafnarfirSi vik una 9.—16. febrúar er Ólafur Einarsson, sími 50952. Læknavörzlu í Keflavík hefur í dag Arnbjörn Ólafsson. Neyðarlæknir — simi: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8. laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá ki. 1-4 eJ». Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavikur eru opin aila virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Orð ltfslns svarar t sima 10000. Málfundafélagið Óðinn. Skrifstofa fé lagsins í Valhöll við Suðurgötu er opin á föstudagskvöldum frá kl. 8V2 til 10, sími 17807. A þeim tíma mun stjórnin verða til viðtals við félagsmenn, og gjaldkeri taka við félagsgjöldum. lér á myndinni sezt meðal arsneyzla fjogra manna fjolskyldu 1 Bretlandi 1 dag. Dr. FRITZ BAADE, sem um áratugi hefur verið talinn einn fremsti sérfræðingur Þjóð- verja um landibúnaðar- og efnahagsmál, hefur sent frá sér bók, þar sem hann gerir grein fyrir líklegrj lífsafkomu mannkynsins, ef fjölgun þess verður með sama hætti og nú er. Fram að árinu 2000 mun íbúatala jarðar tvöfaldast frá því sem nú er, eða verður orð in 6000 milljónir, þar af 1500 milljónir Kinverjar. Ef íbúa- fjöldinn tvöfaldast á hverjum 40 árum, verða 3 milljónir íbúar á jörðinni eftir 400 ár og tæplega rúm fyrir þá til að standa hlið við hlið á byggilegum svæðum í heimin- um. Dr. Baade er bjartsýnn um að hægt verðj að fæða mann- kynið um aldamótin. Ræktan legt land er nú 1300 milljónir hektarar, en það er aðeins tíundi hluti af föstu yfirborði jarðar. Þetta svæði 'maetti án tjltakanlegra erfiðleika þre- falda, en þar til viðbótar koma hin miklu skógar- og frumskógarsvæði. Eins og horfir, er samt með bættum ræktunaraðferðum hægt að auka afraksturinn af þeim svæðum, sem þegar eru í ræktun, nægilega tjl að skapa fæðu fyrir 6000 millj. manns. Til þess að það verði unnt, verður þó að beita öll- um hugsanlegum nýjungum til að efla landbúnaðinn, það verður að rækta jurtirnar eftir vísjndalegri kannaðri á burðárþörf, það verður að koma í veg fyrir uppskeru- bresti af völdum sjúkdóma og skordýra og beita verður í stærri mæli áveitukerfum. Það eitt að vélvæða land- búnaðinn, eins og unnt er, mun skapa viðbótarfæðufram leiðslu fyrir 1000 milljónir manna á næstu 40 árum. Auk þess eru svo eftir öll höfin, en fæðuframleiðsla þeirra hefur mjög lítið verið nýtt. Fritz Baade er fæddur 1893, sonur skólastjóra og lagði sjálfur stund á heimsspeki, læknisfræði og guðfræði, áð- ur en hann loksins gaf sig að þjóðhagfræði, og sem hag fræðingur hefur hann fengjð orð fyrir að samræma fræði legar kenningar og hagnýta reynslu. FRÉTTASIMAB MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 I.O.O.F. 1 = 1442158'4 = 9. I. HELGAFELL 59632157. IV/V. 2. liiffll Frá Guðspeki f élaginu: Fundur í Reykjavíkurstúkunni í kvöld kl. 8.30. Grétar Fells fyltur ermdi, sem hann nefnir Tákn og töfrar. Hljómlist. Kaffidrykkja. Föstumessa á Elliheimilinu kl. 6 s.d. í dag. Ólafur Ólafsson, kristniboði, predikar. Heimilispresturinn. BAZAR Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn þriðjudag 19. febrúar kl. 2 í Góðtemplarahúsinu. Félags- konur góðfúslega komi gjöfum sem fyrst til frú Þóru Einarsdóttur Engi- hlíð 9 sími 1-59-69; frú Sigríðar Guð- mundsdóttur Mímisvegi 6 sími 1-25-01; eða Aðalheiðar Þorketedóttur Lauga- vegi 36 sími 1-43-59. Aðalfundi ísiandsdeildar norræna búfræðifélagsins N. J. F., sem vera átti í dag, er af sérstökum ástæðum frestað um eina viku og verður hald- inn fimmtudaginn 21. febrúar kl. 17.30 á skrifstofu Búnaðarfélags íslands. Útivist barna: Börn yngri en 12 ára, til kl. 20,00; 12—14 ára til kl. 22,00. Börnum og ungl- ingum innan 16 ára aldurs er óhewnill aðgangur að veitínga- og sölustöðum eftir kl. 20,00 Þeir, sem eiga leið um heiðar og úthaga, eru beðnir að gera aðvart, ef þeir verða varir við sauðfé eða hross. DÝRAVERNDARFÉLÖGIN. Minningarspjöld Sjálfsbjargar, félags fatiaðra, fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð ísafokiar, Austurstæti; Bókabúðin Laugarnesvegí 52; Bókav. Stefáns Stefánssonar Laugavegi 8; Verzl. Roði Laugavegi 74; Reykjavík- ur Apótek; Holts Apótek, Langholts- vegi; Garðs Apótek Hólmgarði 32; Vesturbæjar Apótek.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.