Morgunblaðið - 15.02.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 15.02.1963, Síða 8
8 9* w r. r \ n r. 4 fíi Ð ' Föstudagur 15. febrúar 1963 Frá umræðum á Alþángi: Skálholt afhent þjdðkirkjunni IVIargir þingmenn vilja þar bisknpsselur Á FUNDI neðri deildar í gær urðu töiuverðar umræður um frumvarp rikisstjórnarinnar þess efnis. að þjóðkirkjunni verði af- hentur Skálholtsstaður til eign- ar og umsjár. Fylgi gjöfinni 1 millj. kr. árlegt framlag úr rik- issjóði, er skal varið til áfram- haldandi uppbyggingar í Skál- holti og rekstrar þeirrar starf- rækslu, sem biskup og Kirkju- ráð koma þar upp. Voru þingmenn á eitt sáttir um, að frumvarp þetta væri spor í þá átt að auka sjálfstæði kirkj- unnar. Með því væri tryggt, að aðrar stofnanir risu ekki í Skál- holti, en þær, sem kirkjuyfir- völdin teldu hæfa. Mikið var rætt um endurreisn biskupsstóls í Skálholti. Komu þar fram ýmis sjónarmið svo sem nánar er rakið. Skálholt búið að kasta ellibelgnum. Bjarni Benediktsson kirkj;- málaráðherra h.f ræðu sína á þá leið, að þýðing Skálholtsstað- ar í þjóðarsögu okkar íslendinga væri kunnari en frá þurfi að segja. Sízt væri ofmælt að segja. að Skálholtsstaður hafi um aldir verið einn af höfuðstöðum ís- lands. En að vísu hafi það verið ein af meinsemdum þjóðfélags- ins á fyrri öldum, að enginn einn höfuðstaður gat orðið miðstöð menningar, atvinnulífs og lands- stjórnar. Af þeim sökum dreifð- ust kraftar þjóðarinnar um of. Og þótt ýmsum hafi þótt miður, er biskups stóll lagðist þar nið- ur, er enginn vafi á hinu, að flutningur bisk- upsembættisins til Reykjavikur ásamt öðru því, sem gerði hana að höfuðstað landsins, átti ríkan þátt í. að fsland síðar meir gat orðið sjálfstætt ríki. Með þessu kvaðst ráðherrann engan veginh draga úr þýðingu Skálholtsstaðar. I>ar hefði bisk- upssetur verið um aldir, frá því á miðri 11. öld fram undir aldamótin 1800, svo að sá stað- ur er meir tengdur kirkjusögu landsins og kristni en nokkur annar staður. Hafði hann ekki aðeins meginþýðingu fyrir kristni og kirkju heldur og þjóð- arsöguna á því tímabili. I>ess vegna var það eitt af merkjum skilningsleysis á sögulegt sam- hengi og þýðingu fornra verð- mæta, að Skálholtsstaður skyldi látinn hrörna svo sem raun bar vitni. Þess vena er það öllum til lofs, er Skálholt nú er búið að kasta ellibelgnum og búið að ytra formi að búa svo um, að við getum blygðunarlaust komið þangað okkur til ánægju Og upp- lyftingar og leitt þangað erlenda gesti, sem alla hefur fýst að koma þar. Vígsla kirkjunnar ráðgerð 21. júlí. Nú er uppbyggingin á Skál- holtsstað komin svo langt. að ráðgert er að hægt muni verða að vígja dómkirkjuna þar á staðnum 21. júlí n.k. Eðlilegt sé því, að sú spurning vakni, hvað eigi að gera við byggingarnar þar á staðnum og hvert hlutverk staðarins í framtíðinni eigi að verða. Sannast að segja séu allar bollaleggingar um þetta mjög á reiki, bæði meðal almennings og kirkjunnar manna. Kvaðst hann telja eðlilegast, að kirkjan ráði þar miklu um sjálf eða þau kirkjulegu yfirvöld, sem lögum samkvæmt ráða mestu um henn ar innri mál, en það eru biskup. kirkj urá' og kirkjuþing. Skálholt var upphaflega eða á 11. öld af- hent Gissuri biskup ísleifssyni sem biskupsstóll. Að vísu var ráðgert, að þar skyldi vera bisk upsstóll þaðan í frá, en þeirri skipan var löglega breytt með konungstilskipan á 18. öld. Sum- ir vilja breyta því á ný. Frum- varpið tæki enga afstöðu til ?ess deilumáls, það sé látið opið, hvað sem samþykkt frumvarps- ins liði. Skálholt afhent þjókirkjunni. f frumvarpinu er ráðgert, að afhenda þjóðkirkju íslands end- urgjaldlaust til eignar og um- sjár jörðina Skálholt í Biskups- tungum ásamt öllum mannvirkj- um og lausafé. sem nú er í eign ríkisins á staðnum, enda veiti biskup íslands og Kirkjuráð eign þessari viðtöku fyrir hönd þjóðkirkjunnar og hafi þar for- ræði um framkvæmdir og starf- rækslu. Að sjálfsögðu þó innan þeirra marka, sem löggjöf og fyrirmæli æðri stjórnvalda segja til um. Enn hafa hin kirkjulegu yfir- völd ekki komið sér saman um að óska eftir biskupsstóli í Skál- holti og því ekki ástæða til að taka afstöðu til þess að svo komnu máli án slíkrar óskar frá þjóðkirkjunni. Hins vegar eru uppi háværar raddir um kirkju- legan skóla. er kirkjan ræki sjálf fyrir fé, er hún sjálf aflaði. — Kvaðst ráðherrann hyggja, að þær bollaleggingar væru þess eðlis. að slíkur skóli yrði utan við fræðslukerfið, þar yrði um að ræða fræðslu, er bættist ofan á lögboðna skólagöngu. Þess vegna væru ekki uppi óskir um fjárframlag frá rikissjóði um- fram þá einu milljón, sem í frum varpinu fælist. Einnar milljónar árlegt framlag. En í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að ríkiss.' I rr greiði árlega eina milljón i sjóð, sem vera skal til áframhaldandi uppbygg- ingar í Skálholti og rekstrarfé þeirrar starfrækslu, sem biskup og kirkjuráð koma þar upp. En það kostar eitthvað fé að full- gera kirkjuna þar á staðnum, þótt byggingu hennar sé svo langt komið. að vígsla fari fram í sumar og einnig kvaðst ráðherr ann hyggja, að endurbæta þyrfti embættisbústaðinn. Er þeim framkvæmdum verður lokið, er á valdi kirkjunnar til hverra framkvæi I la fénu verður varið. Ef ofan á verður að koma þar upp kirkjulegum skóla, er það heimilt að verja fénu til þess og síðan til rekstrar hans, en ekki er gert ráð fyrir frekari fram- lögum frá ríkissjóði. Þess verð- ur kirkjan að afla með öðrum hætti, eftir því sem hún telur sér samboðið og mögulegt. Loks kvaðst ráðherrann telja mjög vel fara á, að við vígslu Skálholtskirkju verði afhending staðarins á ný formlega tilkynnt. Endurreisn biskupsstól í Skálholti. Sigurður Bjarnason (S) kvaddi sér næst hljóðs. Kvaðst hann ekki mótfallinn þvi, að þjóð- kirkjunni verði fenginn eignar- og umráðaréttur yfir Skálholti og hún studd til þess að hagnýta staðinn sem bezt í þágu sína og kristnihalds í landinu. Þess vegna kvaðst hann geta fylgt frumvarpi því. sem kirkjumála- ráðherra hefði fyrir mælt. Þetta frumvarp felur i sér merkileg nýmæli og stuðning við íslenzka kirkju. Það veitir henni færi til þess að sækja nýjan styrk og nýtt líf til þess stað- ar, sem í rúm 700 ár var í senn höfuðstaður og mesta mennta setur þjóðarinn- ar. En ég get ekki, sagði þingmaðurinn, komizt hjá þvi að láta í Ijós vonbrigði min vegna þess, að svo virðist nú komið, að for- ystumenn kirkjunnar hafi varp- að fyrir róða hugmyndnni um raunverulega endurreisn biskups stóls í Skálholti a.m.k. enn um sinn. Þegar endurreisn Skál- holtsstaðar var hafin, eftir langa og niðurlægjandi niðurníðslu, vakti það mikinn og almennan áhuga um land allt. Þori ég að fullyrða, að a.m.k. stór hluti þjóðarinnar ætlaðist til þess að biskupstóll yrði endurreistur á hinu forna biskupssetri. í Skól- holti var biskupssetur frá því biskupsdæmi var fyrst sett hér á stofn 1056 fram undir alda- mótin 1800, er stóllinn var flutt ur til Reykjavikur, þegar ófrelsi og fátækt svarf sem fastast að islenzku þjóðinni. Skálholtsstaður hefur nú ver- ið endurreistur og húsaður þann- ig, að hann gæti innan skamms tíma tekið við æðsta kirkju- höfðingja þjóðarinnar til bú- setu. Samgöngur við staðinn eru svo góðar að þangað er að- eins 1% klst. ferð frá Reykja- vik og simasamband við stað- inn er einnig öruggt. Biskupinn yfir íslandi gæti því auðveld- lega unnið þar öll sín störf í þágu kirkjunnar og embættisins. Ýmis umboðsstörf sem biskup og skrifstofa hans vinna nú, væri hægt að fela kirkjumálaráðu neytinu. Auk þess myndi biskup eins og áður hafa skrifstofu í höfuðborginni. Raddir hafa verið uppi um það á undanförnum áratugum, að æskilegt væri að biskupar væri tveir. Hefur þá jafnframt verið rætt um að annar þéirra hefði búsetu á Hólum í Hjalta- dal. hinu forna biskupssetri Norðlendinga. f frumvarpi, sem Magnús heitinn Jónsson prófes- sor flutti hér á Alþingi fyrir nokkrum árum, var gert ráð fyr ir því að biskupar yrðu tveir. Mjög líklegt er, að þegar þjóð- inni hefur fjölgað verulega verði talið nauðsynlegt að biskupar verði fleiri en einn. Mundi þá ekki talið óeðlilegt að biskup sæti á Hólum. Hins vegar virðist í bili vera nægilegt að einn aðal- biskup sé yfir íslandi og tveir vígslubiskupar eins og nú er. Tengslin treyst milli fortíðar og nútíðar. Það hefur alltaf verið mín skoðun, að vel færi á því að æðsti kirkjuhöfðingi þjóðarinnar væri búsettur í Skálholti, hinu forna biskupssetri. Með slíkri ráðstöfun væru tengslin á ný treyst milli fortíðar og nútíðar, forn arfleifð sögu og hefðar vak- in til nýs vegs og virðingar. Biskupsembættið fengi þá nýj- an og traustari grundvöll í skjóli minninga merkilegra sögu Skál- holtsstaðar. Þjóðlegasta og elzta embætti landsins fengi nýtt gildi og aukið sjálfsæði í hugum ís- lendinga. Því miður virðist íslenzka kirkjan og leiðtogar hennar ekki vera reiðubúnir til þess að hverfa að þessu ráði. og margt virðist á huldu um það, hvernig hagnýta eigi Skálholtstað. Radd- ir hafa verið uppi um það, að þar skyldi settur á stofn lýðhá- skóli að norrænni fyrirmynd. Ég játa hreinskilnislega, að mig tækl- orestur sannfæringu fyrir nauð- syn slíkrar stofnunar á þessum sögufrægasta stað íslenzkrar kirkju. Sannleikurinn er líka sá, að okkur vantar ekki fyrst og fremst fleiri bóknómsskóla hér á landi í dag, allra sízt skóla sem margt bendir til að lítil eða engin þörf sé fyrir, og samhæf- ist alls ekki þjóðarþörfum. þótt þeir hafi að ýmsu leyti rækt merkilegt hlutverk meðal stærri þjóða. En þrátt fyrir það að hug- myndin um biskupsstól í Ekál- holti virðist í bili eiga erfitt upp- dráttar, er það ósk mín og von að sú ráðstöfun, sem þetta frum- varp, sem hér er til umræðu felur í sér á Skálholtsstað, megi verða kirkju og kristnihaldi í landinu til eflingar í framtíð- inni. Svipuð ffrvörðun tekin varðandi Hóla Gunnar Gíslason (S) kvaðst fagna þeirri ákvörðun, að Skál- holtsstaður, sem um aldir var önnur af miðstöðvum menningar og trúarlífs, og raunar mætti segja einnig athafnalífsins, skuli aftur lagður til kirkjunni og fal- inn umsjá hennar. Hvorki komi fram í frumvarpinu né greinar- gerð, hvert skuli vera fram.tiðar- hlutverk staðarins, en sem fram hafi komið, séu skoðanir mjög skiptar um það, og ekki aðeins meðal þjóðarinnar, heldur og einnig meðal prestastéttarinnar. Kvaðst h a n n e k k i mundu fara út í þau mál, en vænta þess fastlega, eins og við gerð um öll, að frum varpið stuðlaði að því, að þessi verðmæta alþjóð areign mætti á- vaxtast til sem mestra nytja í andlegu og menningarlegu tilliti. Sagði hann, að ekki mætti skjlja orð sín svo, að hann vildi spilla fyrir þessu frumvarpi, enginn reipdráttur mætti verða milli Skálholts og Hóla. En það væri nú einu sinni svo, og ætti það ekki sizt við þá Norðlendinga, að um leið og Skálholt er nefnt, koma þeim Hólar í hug. Kvaðst hann vænta þess, að þegar það þætti tímabært yrði svipuð á- kvörðun tekin varðandi Hóla. Sín skoðun væri, að þjóðkirkjan ætti að fá þessa staði tvo til eign ar og umsjár. Aukinn skriður á endurreisn Skálholts Eysteinn Jónsson (F) kvaðst fagna því, að með frumvarpi þessu væri aftur kominn aukinn skriður á endurreisn Skálholts. Taldi hann mjög vel við eiga, að þjóðkirkjunni yrði afhent Skál- holt til eignar og umsjár og tryggði það í raun réttri, að þær einar stofnanir komi í Skálholt, sem þjóðkirkjan vill hafa þar, sem væri laukrétt stefna. Tók hann undir þau orð, að þetta mætti verða til að lyfta þjóð- kirkjunni og örva h e n n a r starf. Oft væri talað um daufa kirkj ustarfsemi og kirkjusókn, En er ekki hinu sama ti’l að dreifa um almenna stjórnmálafundi? Og vill nokkur draga þá ályktun af því, að á hrif þjóðmálaflokkanna séu sára lítil? Sannleikurinn væri sá, að kirkjan er mjklu sterkari þáttur í þjóðlífi landsins en kirkju9Ókn in gefur tilefni til, og það er sú stofnun, sem mest samband hef. ur við heimilin og fólkið yfir leitt. Unnar Stefánsson (A) kvaðst vænta þess, að þessi ráðstöfun mætti verða til þess að efla Skál- holtsstað. Boðað hefði verið til Skálholtsfundr 25. jan. sl., og þar gerð sú ályktun, að endurreisn Skálholts væri ekki lokið, fyrr en biskupsstóll þar hefði einnig verið endurreistur. Kvaðst hann sammála því, að biskupsstóll fengi aukið sjálfstæði í Skálholti. Varpaði hann loks fram þeirri hugmynd, að guðfræðideildin yrði flutt til Skálholts. Gísli Guðmundsson (F) kvaðst ekki telja ólíklegt, að afhendinig Skálholts væri vel ráðin. Hins vegar tadi hann, að ýmsum hefði orðið vonbrigði, að ekki var einnig fjallað um aðsetur biskups í Skálholti í frumvarp- inu, og spurðist hann fyrir um það, hvort slíkra tillagná væri að vænta. Spillir ekki fyrir hugmyndinri um biskupsstól Bjarni Benediktsson, kirkju- málaráðherra, lét þess getið, að ekki væri ráðgert að flytja annað frumvarp um endurreisn Skál- holts. Sér hefði virzt EJ gera rétta grein fyrir frumvarpinu í meginefnum, að héðan í frá verð ur engin starfræksla ákveðin í Skálholti, nema með samþykki kirkjulegra yfirvalda. Alveg eins sé ljóst, að óráðlegt er að fytja biskupsstól að Skálholti, þótt það sé á valdi Alþingis, nema að fengnu samþykki og að fengnura tillögum kirkjulegra yfirvalda. Kvaðst hann hyggja, að út frá kirkjulegu ' sjónarmiði stefni frumvarpið í rétta átt, en spilli að engu fyrir hugmyndinni um biskupsstól í Skálholti, greiði fremur fyrir hennL Endalaust megi mæla með og móti því, að endurreisa biskups- stóla í Skálholti og á Hólum. Slíkar umræður byggjast sem um svo mörg önnur mál meir á tilfinningum en rökum. Þeir, sem festa sig við aðra hvora hug- myndina, láta ekki haggast. Biskup er fyrst og fremst sá env- bættismaður, sem á að hafa sam- band við prestastéttina og mikill hluti af starfi hans er fólgið í margs konar viðtölum og milli- göngu við ríkisstjórnina, sem ráð herrann kvað að sínu viti helzta röksemdina á móti því að biskups stóll verði fluttur í Skálholt, þar sem þar yrði þetta allt mýku erfiðara. SBj hefði að vísu getið um, að hann skyldi hafa skrif- stofu í Reykjavík. Þá færi nú munurinn að verða lítill og með því raunar viðurkennt, að biskup landsins verður að hafa aðsetur hér. En mergurinn málsins sé sá, að ekki er gerlegt að flytja bisk- upsstól í Skálholt nema að fengnu samþykki prestastéttarinnar og hinna kirkjulegra yfirvalda, bisk ups, kirkjuráðs og kirkjuþings, og eftir þeirra tillögum. Ef það lægi fyrir, kvaðst ráðherrann reiðubúinn að endurskoða sína afstöðu. Því hefði verið hreyft, að bisk up hefði aðsetur á báðum stöð- unum. Hér sina skrifstofu og væntanl. eitthvert húsaskjól eu eins konar tignarsetur í Skál- holti, þar sem hann gæti betur gefið sig að sínum andlegu hugð- arefnum. Kvað ráðherrann vel geta farið svo, að biskup fengj einnig embættisbústað í Skál- holti og mundi þá reynslau skera úr um, hvort hentugra þætti, hin eðlilega abburðanna rás. Björn Fr. Björnsson (F) tók mjög undir hugmyndina uru endurreisn biskupsstóls í Skál- holti og varpaði fram þeirri spurningu, hvort við gæturn ekki hugsað okkur Skálholt sena okkar Kantaraborg, okkar Upp- salj. Vissulega væri þetta til finningamál. en það væri ekki nema gleðiefni, að fleiri mál skuli bera á góma á Alþingi eu fjármál. Þórarinn Þórarinsson (F) varp aði fram þeirri hugmynd, hvort eina lausnin á þessu máli fengist ekki með því að hafa biskupa þrjá, einn í Reykjavík, einn í ISkálholti og einn á Hólum. —■ Kirkjuna skorti aukna starfs- Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.