Morgunblaðið - 15.02.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 15.02.1963, Síða 10
10 r M OP CT' \ n r 4 fíl Ð Fostudagur 15. febrúar 1963 ákvörðun um að kaupa það. Ég hef síður enn svo orð- ið fyrir vonbrigðum af þeim kaupum og ég held, að þetta sé mesti bókafengur einstakl- ings í íslandssögunni. — Þekktir þú Þorstein sýslumann? — Nei, ekki persónulega. Harrn var mikill bókamaður og jafnframt því var hann mikiil hirðumaður um bækur sínar. Hann vildi eiga bækur í góðu bandi og láta fara vel um þær. Bækur voru hans skóli, áhugamál og tómstunda iðja. Þorsteinn var maður, sem kunni að lesa, enda eru bækurnar landnám í öðrum skilningi. Það mat hann mik- ils. Safnið er ekki mitt verk, það er verk Þorsteins. Mér þykir vænt um hann og konu hans fyrir þann mikia tíma og fyrirhöfn, sem þau lögðu í safnið. Það var aðstaða mín pen- ingalega, sem gerði mér kleift að eignast þetta mikla safn. 2 menn vinna við að skipu- leggja safnið — Er búið að koma bóka- safninu fyrir? Þeir eru mjög samvaldir tii starfsins. — Hverir eru þeir? — Helgi Tryggvason, bók- bindari, sem er mjög vel þekktur meðal bókamanna, einkum fyrir tímaritasöfnun sína, og hinn er Böðvar Kvar- an, sem á eitt stærsta tíma- ritasafn í einstaklingseigu. — í hverju er starf þeirra fólgið? — Böðvar fléttir öllurh blöð- um og tímaritum fyrir mig til að athuga, hvort nokkuð vantar inn í. Það er óhemju starf, sem hann hefur unnið af mikilli nákvæmni. Það hef ur komið í ljós, að sums stað- ar vantar blöð inn í, einkum gömlu dagblöðin. Helgi hefur að mestu get- að útvegað það sem vamar og fyllt þannig í skörðin. Annars vinnur hann aðallega að því, að númera bækurnar, flokka og skrásetja. Báðir þessir menn hafa lagt mikla alúð í verkið og er ég þeim mjög þakklátur fyrir. — Hvernig var frágangur- inn á bókum Þorsteins? — Hann var til fyrirmyndar á öllu safninu. Þorsteinn hef- Kári Borgfjörð Helgason í safni sínu. Hann heldur á bumuuua. Mesti bókafengur einstak- lings í íslandssðgunni — segir Kári Helgason, eigandi Þorsteinssafns KÁRI Borgfjörð Helgason, kaupmaður, sem keypti í fyrra hið mikla bókasafn Þorsteins heitins Þorsteinssonar, sýslu- anns, hefur unnið að því und- anfarna rnánuði að skrásetja bækurnar og koma þeim fyr- ir, m.a. hefur hann látið smíða stálskápa fyrir dýr- mætasta hluta safnsins. Morgunbiaðið hefur heim- sótt Kára til að sjá hvernig hann hefur komið bókunum fyrir og ræða við hann um safn hans: — Hversu margar bækur eru í safni þínu, Kári? — Það hef ég ekki hug- mynd um, en lengdarmetrar þess eru rúmir 200 metrar, þ.e. Þorsteinssafns og mín- um bókum og tómaritum við- bættum. — Þú hefur látið smíða stál- skápa fyrir safnið, er það ekki? — Jú, en ekki fyrir það allt. Aliar fágætustu bækurn- ar eru geymdar í stálskápum, sem smíöaðir voru í Ofna- smiðjunni. Þeir eru alveg eins og skáparnir sem eru í Þjóð- skjalasafninu. Ég fékk að skoða þá og varð mjög hrif- ínn. — Eru skáparnir eldtraust- ir? — Nei, en þeir eru alveg rykþéttir og eru um 120 hillu- metrar. Þeir eru á sleða, svo hægt er að renna þeim tiL Mikið pláss sparast, 40% eða meira. Öryggið er líka miklu meira, heldur en að hafa bæk urnar á venjulegum opnum bókahillum. — Eru skápar eins og þess- ir ekki rándýrir? — Ég læt það allt vera. Mið- að við hina miklu vinnu sem í þeim liggur, og allt efnið, eru þeir ekki dýrir. Ofna- smiðjan hefur vandað mjög til verksins. Einn kosturinn er só t.d. að hægt er að læsa skápunum með einu hand- taki. — Hafa fleiri bókasafnar- ar svona stálskápa? — Ekki svo mér sé kunn- ugt um. Þetta er fyrsta einka- bókasafmð sem tekur þá í notkun. Hins vegar er senni- legt, að fleiri safnarar láti smíða stálskápa fyrir sig. Kost ir þeirra eru yfirgnæfandi. Ætti að vera þjóðareign — Hvenær tókst þú ákvörð un um að kaupa Þorsteins- safn? — Þegar ég vissi að safn- ið ætti að seljast datt mér aldrei annað i hug, en að rik- ið eða bærinn keypti það. Eg er þeirar skoðunar, að safnið eigi ekki að vera í eigu einstaklings. í því eru slík fágæti, að þau ættu að vera þjóðareign. Þegar ég sá, að skilning vantaði hjá ríkinu og bæn- um til að kaupa safnið, og hafði séð bókaskrána, tók ég Dýrasta bókin í safninu, Summaria, sem fyrrum kostaði 10 aura. — — Nei, ekki ennþá, en ég vonast til að svo verði með vorinu. Tveir menn hafa unn- ið að því frá mánaðamótum september — október í haust að fara yfir það með mér. Bókahjónin Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumaður, og Áslaug Lárusdóttir. Bœkurnar eru tryggðar tyrir 3 miSljónir króna ur verið mjög vandlátur með val á eintökum í safnið og er með ólíkindum, hversu góð og heiileg eintök hann hefur t.d. getað útvegað af gömlum bókum. Bandið á þeim er yfirleitt mjög gott. Tryggt fyrir 3 milljónir króna. — Hvar ætlar þú að hafa bókasafnið? — Stór hluti þess, allar fágætustu bækurnar, verða hér í skrifstofu minni að Njála götu 49. Eg reyni að koma eins miklu fyrir og hægt er af öðrum bókum í hinum her- bergjum íbúðarinnar. Svo er stálskápnum fyrir að þakka, að liklega komast þær allar hér fyrir. — Hversu mikils virði ec safnið allt?. — Það hef ég ekki hugmynd um. Eg fékk það á mjög hag stæðu verði að miínu áliti, eft ir að hið opinbera var geogið kaupunum. — Þú hefur þó safnið vá- tryggt? — Jú, ég hef það tryggt fyr ir 3 milljónir króna hjá Sam- vinnutryggingum. — Eru iðgjöldin ekki mikil af svona hárri tryggingu? — Það er óhætt að segja, að svona trygging er dýr. Hins vegar hafa iðgjöldin lækkað vemlega eftir að ég

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.