Morgunblaðið - 15.02.1963, Síða 11

Morgunblaðið - 15.02.1963, Síða 11
Föstudagur 15. febrúar 1963 MORCUIS BLAÐIÐ 11 Verðmætasti hluti bókasafnsins er nú geymdur í stálskápum. Hillunum er rennt til og frá á sleða. .Dásamiegt safn, hreint dásamlesl1 fékk stálskiápana. Öryggið er miklu meira. Summaria á 10 aura. — Hvaða bók er verðmæt- ust í safninu? — Það er Sumimaria Guð- brands biskups. Fulluir titill bókarinnar er ,Su,mmaria yfer það Nýja Testamentið á is- lendsku útlagdar af Guð- brande Thorlaks syne Núpu- felli 1589.“ Á saiurblaði bólkarinnar •tend'ur: „Þessi bók er til lialls hjá mér þar til kirkju- reikningur er staðinn, (svo tneð annari hendi:) Var þessi bók goldin í kirkjureikning til Goddala af örfum síra þor- kels heitins Ólafssonar Anno 1605 í 10 aura“. Verðið var ekki hátt í þá daga. Nú er talið að Sum.maria tnyndd kosta yfir 100 þús- und krónur, ef hún væri til sölu. Hún er hvergi til annars staðar, en mér er sagt, að eirahver slitur séu til af henni í L<a ndsbók asa f n inu. — Hvaða fleiri dýrgripi vilt þú nefna úr safninu? ■— Eg hef mikinn hug á að auka við safnið og completera“ á að M eldri bæ-kur og það sem fágsetara er. f dag er mjög erfitt að M fá,gaetar bækur. það er allt annað en þegar Þorsteinn heit inn tóik til við að safraa bók um u,pp úr aldamótum. Þá var lítið um bókasafnara. Að því leyti naut Þorsteinn sérstöðu — hann byrjaði svo snemma að safna, einmitt þegar hægt var að ná í manga fágæta hluti. Þorsteinn áitti ómetanlegit timaritasafn, einkum af tíma ritum tiil aldamóta. Eg átti sjálfur gott timaritasaxn, mest megnis eftir aldamót. Þannig bættist við í safnið. Þegar skráningu og endur- Skjpulagningu þess lýkur sé ég betur hvar og með hverju þarf að bæta í það. Þá mun ég hefjast handa, sagði Kári Helgiason að lokiuim. ÁNÆSTU hæð fyrir neðan íbúð Kára Helgasonar að Njálsgötu 49 er önnur, sem hann hefur. Þar flóir alit í bókum, bæklingum, tímarit- um og blöðum úr Þorsteins- safni. f litlu berbergi í þessari í- búð sat roskinn maður við borð, niðursokkinn við grúsk sitt. Hann hafði ekki einu sinni tekið eftir því að rökkur var komið og því varla les- ljóst. Þetta var Helgi Tryggva son, bókbindari, bókamaður. Þegar við höfðum vakið at- hygli Helga á okkur tók hann til við að tala um Þorsteins- safn og eftir því sem á leið varð grúskaragleðin ljósari og ljósari í svipbrigðum hans: — Dásamlegt safn, hreint dásamlegt. Hér sé ég margt, sem ég hef ekki séð áður eða vitað til að hafi komið út. Merkilegt safn. — Enginn efi er á því, að þetta er mesta safn í ein- staklingseigu. — Við getum tekið ljóðin sem dæmi. Ég hef skráð á 14. hundrað Ijóðabækur. Auk þess eru allar sálmabækurn- ar, sálmar, tvfblöðungar og slíkt, sem hefur verið ort við hátíðleg tækifæri. — Já, hér úir allt og grúir í veraldlegum og andlegum kveðskap. — Ég er búinn að vinna lengi við skrásetningu safns- ins. Það er bara verst hvað maður hefur lítinn tíma, en ég vonast til að ljúka þessu um næstu ~ mánaðamót. — Ýmislegt vantar í safn- ið að vísu. Margt af því út- vega ég. Þorsteinn lagði mesta áherzlu á það sem sjald gæfara var og gamalt. — Þið hafið séð skápana uppi? Ég fyrir mitt leyti er mjög hrifinn af þessu. í þeim rykfellur ekki. — Sumir tala um, áð það sé ekki heimilislegt að hafa stál- skápana svona inni hjá sér. Ég gef ekkert fyrir það. Auð- velt er að komast að bókun- um, það fer ekkert fyrir skáp- unum. Verðmætin eru svo mikil í bókunum, að þær mega ekki vera í opnum hill- um. — Mér finnst ákaflega senni legt, að bókamenn fái sér slíka skápa er frá líður. Dá- samleg smíði. — Kári á mikinn heiður skilið fyrir meðferð sína á safninu. Bækur eru viðkvæm ar, segir Helgi og horfir star- andi augnaráði á bókahlað- ana. Að svo búnu kvöddum við Helga Tryggvason. Áður en við vorum komnir út að dyr- unum var hann á ný niður- sokkinn við að rýna í gulnuð blöðin — án þess að hafa kveikt ljós. Myndimar tók Sveinn Þor- móússon Guðrún Oskars- dóttir Kveðja F. 9. júni 1943. D. 10. febr. 1963 Þ A Ð er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvert vegir Guðs liggja. Glöð og reif í gær, horfin í dag. Þeim mun torskildara er það, þegar aldurinn er ekki nema 19 ár. Dauðinn hefur kannski virzt fjarlægur, en svo gerir hann allt í einu vart við sig, og örvænting fylgir. Síðan tómleiki. Hún er horfin úr hópnum. Án þess, að við verði ráðið, er spurt, hvers vegna það hafi einmitt ver- ið hún, sem einkenndist af lífs- gleði og fjöri, hún, sem var hrók- ur alls fagnaðar, er kölluð var á brott. Söknuðurinn verður því jnikill, en minningin björt.' Við geymum í hug okkar mynd af einlægri vinkonu, góðri og indælli, alltaf fjörugri, sem var eins og sólskinsblettur í skamm- deginu. í trausti þess, að okkur megi alltaf haldast á þessari björtu mynd, sendum við þér, Gunna mín, okkar hinztu kveðju. Foreldrunum, Óskari Þ. Þórð- arsyni, yfirlækni, Inger, konu hans, og sonum þeirra, sendum við samúðarkveðju okkar. Vinkonur. — GuðbraindiSbibliiU, sjáilft orginalið frá 1584 með rit- hönd Guðbrands Þorlákssonar sj'átfs á titilblaði. Þetta forna eintak er skínandi gott og vel mieð farið, Hér eru liíka 'Lögtþingsbækur frá 1713 — 1800. Þær voru prentaðar að (Hóluim, í Hrappsey og Leirár görðuim og eru hveirgi til íiem,a i þessu safni. Þá vil ég líka nefna Island ííke Maaneds Tidender, sem voru prentuð í Hrappsey og Kaupmaranahöifn 1773 — 1776, ritið hans Maignúsar Stephen een, Skammitileg Viraa*glelS«|, •em prentað var í Leirárgörð uim 1797. ljómandi faUegt ein tak. | Annars er af svo miklu að taika og það yirði of löng upp talning að rekja bókatitlaraa að nokkru ráði. I saifnimu eru margar bækiur frá Hóluim og Skállholti, t.d. Gralilarúran og Passíusálmarnir frá upphafi, 1666 og síðan, að undantekraum 4 útgáfum. i Loks má geta þess að hér eru Allþinigistóðindin allt frá 1845. Éer einraa iraest fyrir Iþeim í safnirau. Safnið aukið og bætt \ — Hvað hefiur þú haigsað þé.r með saifnið í framtiðirani Kári? Ilelgi Tryggvason, bókbindari, kannar Þorsteinssafn. Aðalfundur Kven- fél Háteigssóknar AÐALFUNDUR Kvenfélags Há- teigssóknar var haldinn í Sjó- mannaskólanum 5. þ.m., en fé- lagið á 10 ára afmæli um þessar mundir. Það var stofnað 17. febr. 1953. Félagið hefur á umliðnum ár- um unnið fjölþætt störf og á nú álitlega fjárupphæð í sjóði, sem varið verður aðallega til fegrun- ar Háteigskirkju og kaupa á kirkjumunum, eftir nánari á- kvörðun síðar. Á aðalfundinum voru rædd ýmis félagsmál, var m. a. ákveð- ið, að félagið minntist 10 ára af- mælis síns með afmælisfagnaði á Hótel Borg n. k. sunnudag. A fundinum var samþykkt eft- irfarandi tillaga: „Aðalfundur Kvenfélags Há- teigssóknar 5. febrúar 1963, lýsir ánægju sinni yfir áfengislausum skemmtunum ungs fólks í Lídó og styður eindregið þær óskir, að nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til þess að þeim verði fram haldið.“ Stjórn félagsins skipa: Laufey Eiríksdóttir, formaður, Halldóra Sigfúsdóttir, varaform., Agústa Jóhannsdóttir, gjalkeri, Sigríður Benónýsdóttir, ritari. — Meðstjórnendur: Guðbjörg Birk- is, Sesselja Konráðsdóttir, Sig- ríður Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.