Morgunblaðið - 15.02.1963, Page 12

Morgunblaðið - 15.02.1963, Page 12
YZ MORCl’ N R1 4 fílÐ Föstudagur 15. febrúar 1963 fHínrgtitjM&Mlr TJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: ’Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbrejðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði ínnanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiu. KOMMUNISMINN OG FRAMTÍÐ ÍSLANDS Tslenzka þjóðin er framtaks- söm og stórhuga. — Hún vinnur mikið en gerir líka miklar kröfur til lífsins. Framleiðsla okkar af sjávar- afurðum er meiri á hvern sjómann en tíðkast meðal nokkurrar annarrar fisk- veiðiþjóðar. Við höfum tekið tæknina í þjónustu okkar, af- köst og framleiðsla eykst ár frá ári og þjóðin ætti því að eiga bjarta framtíð í vænd- um. En einn dimmur skuggi grúfir yfir hinu íslenzka þjóðfélagi. Það eru hin miklu áhrif og sterku tök, sem um- boðsmenn hins alþjóðlega kommúnisma hafa í landi okkar. Reynslan hefur sýnt, að hinn Moskvustýrði komm- únistaflokkur á íslandi, völd hans og áhrif innan félags- samtaka og stofnana fela í sér stórkostlega ógnun við efnahagslega uppbyggingu og framþróun í landinu. Kommúnistar leggja á hverjum tíma höfuðkapp á að grafa undan meginmáttar- viðum þjóðfélagsihs. Þessir máttarviðir eru bjargræðis- vegir landsmanna. Það er. á arðinum af, þeim, sem af- koma fólksins veltur og fram- tíðarmöguleikarnir til upp- byggingar og framþróunar. Þess vegna reyna kommún- istar að veikja þessa máttar- viði, skapa hailarekstur hjá framleiðslutækjunum, upp- lausn og erfiðleika. Þennan leik hafa kommún- istar leikið um langt skeið. Þess vegna hefur oftar ríkt hér á landi verðbólguástand en í flestum öðrum lýðræðis- löndum. — Skemmdarverka- mönnum kommúnista hefur tekizt að raska efnahagsjafn- vægi þjóðfélagsins hvað eft- ir annað. Ríkisstjórnir und- anfarinna áratuga hafa gert einarðar tilraunir til þess að stöðva verðbólguflóðið, tryggja grundvöll íslenzkrar krónu og örugga þróun og umbætur á lífskjörum fólks- ins frá ári til árs. En verð- bólgubarátta kommúnista, sem stundum hefur notið stuðnings Framsóknarmanna, hefur orðið of mikið ágengt. Þessu verður íslenzka þjóðin nú að gefa gaum, ef hún ekki vill glata þeim glæsilega árangri, sem náðst hefur af viðreisrjarstefnu nú- verandi ríkisstjómar. íslend- ingar mega ekki loka augun- um fyrir þeirri staðreynd að hinn alþjóðlegi kommúnismi er níðhöggur, sem nagar ræt- ur þjóðarmeiðs þeirra. Okk- ar litla þjóð getur átt glæsi- lega framtíð fyrir höndum. En hennar getur einnig beð- ið hrun og kyrrstaða, ef hún ekki þekkir sinn vitjúnar- tíma. TAKMARK FRAMSÓKNAR Uver er tilgangur Fram- sóknarflokksins með þjónkun hans við umboðs- menn Moskvuvaldsins og bar- áttunni gegn efnahagslegri viðreisn á íslandi? Hann er enginn annar en sá að tryggja sér sjálfum valdaað- stöðu að nýju. Framsóknar- flokkurinn hefur lengstum verið þátttakandi í ríkisstjórn sl. 30 ár. Hann er orðinn svo vanur valdaaðstöðu, að ef hann er ekki í ríkisstjóm á einhverju tímabili finnst hon- um sem einhver, rangindi hafi verið höfð í frammi við hann! Hann varðar í raun og vem ekkert um þjóðarvilja. Hermanni Jónassyni og Ey- steini Jónssyni finnst, að sú ríkisstjórn, sem þeir sjálfir eiga ekki sæti í sé engin ríkis stjóm. Hún sé „ómark“! En reynslan hefur sýnt, að það hefur tekizt ágætlega að stjórna landinu án Framsókn arflokksins. Á því kjörtíma- bili sem nú er að Ijúka hefur t.d. ríkt meiri festa og öryggi í stjómarfarinu en oftast áð- ur, síðan samsteypustjórnir tóku að tíðkast hér á landi. Framsóknarflokkurinn og íslenzka þjóðin hefði því mjög gott af því, að þessi hentistefnuflokkur yrði utan ríkisstjórnar næsta kjörtíma- bil. Virðist og svo sem traust hans meðal þjóðarinnar fari þverrandi, nema þá einna helzt í hópi kommúnista. Kjörorð kosninganna í sum- ar verður því: Áframhald- andi viðreisn, uppbygging og framfarir í landinu, heilbrigt og öruggt stjórnarfar með Framsóknarflokkinn og kommúnista í stjórnarand- stöðu. FRAMTAK BJÖRNS PÁLSSONAR Ojöm Pálsson, flugmaður, hefur unnið ómetanlegt starf með sjúkraflugi síriu á undanförnum árum. Er óhætt að fullyrða, að sjúkraflugið hafi bjargað tugum ef ekki hundruðum mannslífa. Það 4 UTAN l)R HEIMI ,Ætluðum að taka de Gaulle tíi fanga* segir foringi tilræðismanna EINS og skýrt hefur verið frá í fréUum fara nú fram í París réttarhöld yfir mönn- unum 15, sem sakaðir eru um þátttöku í tilræði við de Gaulle Frakklandsforseta 22. ágúst s.l. Foringri tilræðismannánna, Jean-Marie Bastien-Thiry, hef ur skýrt frá því fyrir réttin- um, að tilræöismennirnir hafi ekki ætlað að skjóta de Gaulle til bana heldur taka hann til fanga og draga hann fyrir dómstól andspyrnuhreyfing- arinnar, sem starfar gegn for- setanum. Sagði Bastien-Thiry að dómstóll þessi hefði þegar dæmt de Gaulle til dauða „in absentia". ★ Ejns og kunnugt er skutu tilræðismennirnir úr vélbyss- um á bifreið de Gaulles, er hann var á leið til sveita- seturs síns í Colomby-L.es- Deux-Eglise 22. ágúst s.l. Ákærendurnir í máli til- ræðismannanna eru þeirrar skoðunar, að þeir hafi ætíað að skjóta forsetann til bana þegar í stað, en ekki taka hann til fanga. Bastien-Thiry segir hins vegar, að tilgangurinn með skothríðinni hafi verið að sprengja alla hjólbarða bif- reiðar forsetans og taka hann til fanga áður en lögreglan kæmi á vettvahg. Ætluðu til- ræðismennirnir að flytja for setann til húss eins í nágrenni staðarins þar sem þeir skutu á bifreiðina og taka mál hans upp að nýju. „Ef við hefðum ætlað að myrða forsetann áður en dóm stóll okkar hafði fjallað um mál hans að honum viðstödd- um, hefðum við getað fram- kvæmt áform okkar með minni fyrirhöfn", sagði Basti- en-Thiry. Hann benti á að gott tækifæri De Gaulle Frakklandsforseti. Bastien-Thiry, foringi til- ræðismannanna. hefði gefizt til þess að ráða forsetann af dögum í brúð- kaupsveizlu 23. júní og einnig 8. ágúst við önnur hátíðahöld. ★ Bastien-Thiry skýrði frá því, að nokkurra sekúnda töf hefði valdið því að tilraunin til þess að handsama forset- ann misheppnaðist. Sagðist hann sjálfur hafa verið í um 300 metra fjarlægð frá fé- lögum sínum, sem áttu að skjóta á bifreið forsetans. Höfðu þeir komið sér saman um það, að Bastien-Thiry gæfi félögunum merki uim að skjóta þegar bifreiðin nálgað ist. Gerði hann það með því að lyfta dagblaði í brjósthæð eins og talað hafði verið um, en félagarnir sáu merkið ekki nægilega fljótt og hófu því skothríðina 6—7 sekúnd- um of seint. Tókst þeim ek:ki að sprengja nema tvo hjól- barða bifreiðar forsetans og gat hún haldið áfram ferð- inni með miklum hraða. Bastien-Thiry skýrði auk þess frá því, að andspyrnu- hreyfingin hefði ákveðið, að fjármálaráðherra Frakka, Gis card d’Estang, yrði eftir- maður de G’aulle. Hélt Thiry því fram, að d’Estange hefði verið meðlimur leynihreyfing arinnar OAS. Þess má geta, að d’Estange gegnir enn embætti fjármála ráðherra Frakklands. Eins og áður segir telja ákærendur í máli tilræðis- mannanna, að þeir hafi skotið á bifreið de Gaulles með það fyrir augum, að ráða hann af dögum, en ekki að taka hann til fanga. Segir lögreglu foringinn, sem hafði yf'rum- sjón með rannsókn tilræðis- ins, Maurice Bouvier, engan vafa leika á því, að skotunum hafi verið beint að forsetan- um sjálfum en ekki hjóibörð- um bifreiðar hans. efur bætt verulega úr því ryggisleysi, sem ófullkomin eknisþjónusta víðsvegar úti m land hefur haft í för með ;r. Ennfremur hefur það erið mikil stoð fyrir lækna y almenning, þegar um jeiriháttar slys eða veikindi efur verið að ræða. "D óle cnn hans batna flugsamgöngur j um og öllum þeim, sem við við Vestfirði að miklum mun. skipti eiga við þá, til mikiila Muri það verða Vestfirðing- | hagsbóta. V-jDýzk kynningarvika á vegum Æskulýðsráðs Sendiráð Þjóðverja hefir annast undirbúni ig ákveðið að færa út kvíarnar með flugþjónustu sinni. Hann er í þann mund að kaupa flugvél, sem flutt getur 16 farþega, og hyggst hefja á- ætlunarflugferðir með henni til Vestfjarða, og ef til vill fleiri landshluta, og þá fyrst og fremst til þeirra staða, þar sem flugvélar Flugfélags ís- lands geta ekki lent. Flugfé- lagið hefur eins og kunnugt er haldið uppi flugsamgöng- um til Isafjarðar með góðum árangri, en aðrir staðir á Vestfjörðum hafa setið við mjög þröngan kost, að því er flugsamgöngur snertir. Með áætlunarflugi Bjöms Páls- sonar og hinni nýju flugvél ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykja- víkur hefir fyrir nokkru á- kveðið að efna til kynningar- viku í Tjamarbæ fyrir ýms þjóðlönd. Hefir sendiráðum landaniffe hér í Reykjavík ver ið skýrt frá málinu og hafa þau tekið því vinsamlega. Eitt landanna er þegar reiðu- búið að halda slíka kynningar- viku, en það er Vestur-Þýzka- land. Hefir sendiráðið þegar und irbúið dagskrá vikunnar í sam- ráði við Æskulýðsráð. Kynning- arvikan mun verða um miðjan marzmánuð. Á þessari kynningarviku verð- ur bókrnenntakjmning, hljóm- listarkynning margháttuð, fjöl- breyttar kvikmyndasýningar og og leiksýningar. Þess má t. d. geta að kór 30 þýzkra kvenna, sem starfar hér á landi, hefir ver ið æfður óg mun hann flytja þýzk þjóðlög. í tilefni þessarar kynningar- viku kemur hingað til lands full- trúi frá vestur-þýzku æskulýðs- samtök"r"im o® flytur hér er- indi. Maður fyrir bíl NOKKRU fyrir kl. 7 sl. laugar- diagskvöld var ekið á fótgang- andd uuxnn, Gu nníir Jónsson* Leifsgötu 11, á Snorrabraiu*. Gunnar var fluttur í slysavairð- stofuna, en mun hafa verið iáfct meiddiur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.