Morgunblaðið - 15.02.1963, Qupperneq 17
Föstudagur 15. febrúar 1963
M OR nvrnir tniÐ
17
Brynjólfur Sigurðsson fyrrv.
gasstöðvarstjóri — Minning
F. 31. jan. 1889. — D. 9. febr. 1963.
VÆRI litið yfir sögu tækninnar
hér á íslandi yrði ekki margt,
sem hefði vakið almennari
ánægju og um leið undrun en
sá ylur og það ljós, sem gasið
veitti Reykjavík á sínum tíma.
I í>að var hrein bylting frá fyrr-
verandi aðstæðum. Hér var þá
eldað við kol og mó í hverju
húsi með öllum þeim annmörk-
um og erfiði sem af því stafaði
og steinolíuljós og lýsistýrur voru
ljósgjafar og birtuberar bæjar-
búa um allar jarðir bæði í höll
og hreysi.
í Það var því ekkert smáspor
í átt til menningar og tækni, sem
stigið var með því að taka gasið
í notkun til matseldar og ljósa.
I Samt eru margir, sem virðast
nær því hafa gléymt þessu þrepi,
sem svo mikilsvert reyndist milli
kolunnar og neonljósanna.
I Sá maður, sem jafnan verður
allra íslendinga tengdastur þess-
um þætti í sögu Ijóssins á íslandi
er Brynjólfur Sigurðsson frá
Flatey á Breiðafirði.
Hann lærði sín fræði á þessu
sviði í Noregi og dvaldi lengst
við nám við Vaterland tekniske
skole í Oslo, en hafði verið við
verklegt nám við þrjár gasstöðv-
ar í Noregi og var því vel mennt
aður á þessu tæknisviði.
Fyrir atbeina Knud Zimsen
borgarstjóra sótti hann um starf
gasstöðvarstjóra hér í borginni og
tók við því starfi í marzmánuði
1919. En fyrstu þrír stjórnendur
gasstöðvarinnar frá því að hún
var stofnuð og til þess tíma, voru
þjóðverjar. En hún var sett á
stofn um 1910 og fyrstu ljósin
kveikt 1. sept. það ár.
Alla tíð eftir það meðan stöð
in starfaði eða til ársins 1955
hafði hann stjórn þessa merka
fyrirtækis með höndum og sinnti
því starfi af árvekni og trú-
mennsku.
} En Knud Zimsen hefur um það
eftirfarandi orð í bókinni: Úr bæ
í borg:
t „Alla tíð hefur verið hljótt um
Brynjólf og starf hans, en vel má
ég dæma um það af kunnugleik,
að misbresta minna væri í okkar
þjóðfélagi, ef svo væru öll rúm
skipuð sem hans“.
Það munu allir, sem þekktu
telja þetta sannmæli og segja
Brynjólf hafa verið ágætan starfs
mann í þessu víðtæka og ábyrgð-
armikla lífsstarfi sínu.
j Mátti segja um tíma, að varla
væri svo mátur soðinn eða kaffi
hitað í borginni, að hann ætti
ekki beint eða óbeint þátt í því
ásamt starfsliði sínu og svipað
mátti segja um ljósin og birtuna
eftir að dimma tók að kvöldi.
Hann var vörðurinn við upp-
sprettu ljóssins í borginni, Prome
þevs Reykjavíkur um marga ára-
tugi, og veitti fyrirtæki það, er
hann stjórnaði auk þess drjúgan
arð í sameiginlegan sjóð borgar-
anna.
Brynjólfur Sigurðsson var
fæddur í Flatey á Breiðafirði 31.
jan. 1889, einn af börnum hjón-
anna sr. Sigurðar Jenssonar
prófasts þar og frú Guðrúnar
konu hans. En vart mun ofmælt
að það héimili hafi verið eitt
hið kunnasta við Breiðafjörð á
þeim tíma.
Frúin fögur og ástsæl með af-
brigðum og prófasturinn þekktur
að gáfum og glæsibrag. Voru þau
bæði af hinum merkustu ættum
íslands. Hann sonur Jens háyfir-
dómara í Reykjavík, en hún af
sett Brynjólfs Benediiktsen frá
Staðarfelli eins mesta virðingar-
manns byggðarlagsins á sínum
itíma.
Það var almæli að Brynjólfur
hefði erft í ríkum mæli gáfur og
gjörvuleik feðra sinna. Hann var
höfðinglegur á velli og þó ekki
síður að ásýnd með hátt og virðu
legt enni, brúnu augun fögru,
sem voru aðalsmerki föðurættár-
innar bjart bros, en annars ákveð
inn, þungur tignarblær yfir öllu
fasi hans og framkomu, hann
virtist jafnan í stöðugu jafnvægi
fyrir sjónum almennings, hæg-
látur, dulur og fálátur hversdags-
lega. En kunnugir vissu og fundu
að undir sló eldheitt hjarta með
ódauðlegri glóð tryggðar og vin-
áttu, ef þær kenndir vöknuðu á
annað borð.
Hann unni jafnan æskustöðv-
um sínum í Flatey og var sem
birti yfir svip hans, ef minnzt var
á fornar slóðir þar, bátsferðir á
bláum sundum og víðsýnið til
fjallanna eða fjöruangan og
gömul vinakynni.
Brynjólfur giftist nokkuð seint
ævinni Hólmfríði Jónsdóttur,
ættaðri að norðan. Hún hefur
verið fyrirhyggjusöm húsfreyja
og áttu þau myndarlegt heimili
og eiga það enn. >au eignuðust
tvo sonu, gáfaða og vel gefna
menn, en urðu fyrir þeim sára
harmi að missa þann yngri þeirra
við hörmulegt atvik fynr tveim
árum.
>etta urðu Brynjólfi og þeim
hjónum báðum nær óbærilegir
harmar. En hann mælti jafnan
fátt um af virðuleika og karl-
mennsku, sem honum var lagið.
Heilsa hans var á þrotum og
hann var þrey,ttur og þráði hvíld
og frið.
Við sem þekiktum hann og
fólkið hans að vestan vottum ást-
vinum hans, ættingjum og vin-
um innilega hluttekningu.
Systkini hans tvö, sem eftir
lifa, frú Ólöf hér í Reykjavík og
Jens í Noregi hafa margs að
minnast í skini og skúrum örlag-
anna á liðnum tímum.
En björtust verður þó móður-
minningin að heiman, og fáar
mæður hafa verið betri en frú
Guðrún í prófastshúsinu í Flatey.
Og Ijúf er sú trú, vermandi sú
von, að það verði hún, sem fagn-
ar drengnum sínum að lokinni
göngu hér, er hann nú tekur land
í ljósheimum æðri veraldar.
Við þökkum öll fyrir vel unn
in störf við uppsprettu ljóssins
hér í borginni um áratugi.
Á.
8. FEBRÚAR lézt Brynjólfur Sig-
urðsson í Landakotsspítala eftir
skamma legu. Hann var fæddur
á Flatey á Breiðafirði 31. jan
1889. Foreldrar hans voru Guð-
rún Sigurðardóttir og Sigurður
prófastur Jensson. Eru þau bæði
látin fyrir allmörgum árum. Ólst
Brynjólfur þar upp í hópi syst-
kina sinna, sem voru Haraldur,
lengi 1. meistari á Gullfossi, Jens,
var aðstoðar gasstöðvarstjóri hér
við gasstöðina, Jón rafmagns
fræðingur, Jón, sem bjó allan
sinn aldur í Flatey á Breiðafirði
og Ólöf ekkja hér í borg.
>etta var friður og mannvæn-
legur hóur. Nú eru aðeins tvö
eftir lifandi, Jens og Ólöf.
Brynjólfur kvæntist eftirlif-
andi konu sinni 10. október 1934
>au eignuðust 2 börn, Brynjólf
og Sigurð, sem látinn er fyrir
tveimur árum.
Brynjólfur kom að Gasstöðinni
1919. Hafði hann þá um nokkurt
skeið kynnt sér gastækni og rekst
ur gasstöðva í Noregi. Vann hann
þar í þremur gasstöðvum þar á
meðal hjá Jens bróður sínum,
sem þá var gasstöðvarstjóri
Tönsberg í Noregi.
>egar Brynjólfur tók við stjórn
Gasstöðvar Reykjavíkur, var hún
í niðurníðslu, gasofnar mjög úr
sér gengnir og varla nokkur rúða
heil í ofnhúsinu, en þar voru
gluggar gríðar stórir, eins og þeir
mega muna, sem sáu gömlu stöð
ina. Svo að ekki var aðkoman
glæsileg hjá þessum unga manni,
þegar hann tók við þessu ábyrgð
armikla starfi, sem varð þó lífs
tíðarstarf hans. Mun honum hafa
verið um og ó að taka við því,
en brátt tókst honum þó að koma
því mest aðkallandi í sæmilegt
horf með stjórnsemi, hagsýni og
harðfylgi.
Um Brynjólf, sem stjórnanda
má segja að hann hafi verið af
gamla skólanum, traustur og á-
kveðinn, já, það gömlum skóla,
að undirmönnum hans þótti jafn
vel nóg um. >að sem gera þurfti
varð að gerast fljótt og vel. Ef
það tókst vel var ekki meira um
það rætt, það var svo sjálf-
sagður hlutur að ekki var um
talsvert. Menn urðu að búa að
þeirri hamingju sjálfir útaf fyrir
sig að hafa leyst starf vel af
hendi. Fljótlega vöndust menn
þessu og létu sér vel líka þó þakk
læti væri ekki á hverju strái.
Sem maður var Brynjólfur við
kynningargóður, hæglátur og
traustur. >ar eins og í verkstjórn
inni nokkuð ómannblendinn svo
að erfitt var að komast í náin
kynni við hann eða hans hugar
heima, en þeir sem komust svo
langt áttu vinskap hans allan.
Eg, sem þessar línur rita, verð
að játa að mér tókst aldrei að
kynnast honum til fulls, þrátt
fyrir 38 ára samstarf, en frá þeim
árum er þó margra góðra stunda
að mjnnast, en í þessari grein er
ekki staður til að rifja þær upp.
I endurminningum sínum, segir
Knud Zimsen um Brynjólf Sig-
urðsson: „Alla tíð hefur verið
hljótt um Brynjólf og starf hans,
en vel má ég dæma um það af
kunnugleik, að misbrestaminna
væri í okkar þjóðfélagi, ef svo
væru öll rúm skipuð, sem hans“.
>essi ummæli hins fyrrverandi
borgarstjóra eru sannarlega rétt
Framhald á bls. 14.
MYNDIN, sem hér fylgir af
Robert Kennedy, dómsmála-
ráðherra Bandaríkjanna, var
tekin 9. febrúar sl. að Camp
David í Maryland. Hann var
nýkominn þangað eftir að
hafa gengið 80 km leið frá
Washington. Er hann lagol
upp frá Washington voru í
för með honum þrir nánir sam
starfsmenn hans úr dómsmála
ráðuneytinu, en þeir gáfust
upp eftir að hafa farið nær 50
kílómetra.
Tilefni þessarar myndarlegu
gönguferðar ráðherrans er, að
bróðir hans, forsetinn, mæltist
til þess fyrir nokkrum dög-
Ráðherra gekk, sjóliðar ganga,
allir ganga — nema Salinger
um, að hermenn yrðu látnir
ganga þessa vegalengd til þess
að athuga gönguþol þeirra.
Skyldi þeim ætlaður hámarks
tími 20 klst. Robert Kennedy
gekk leiðina á 17 klst.
( Sjóliðar urðu fyrstir við til-
mælum forsetans og gekk einn
úr þeirra hópi, Donald L.
Bernath, liðþjálfi á 11 klst. og
44 mín. En hugmyndin hefur
náð til fleiri en hermanna og
ráðherra. í AP-frétt um göng-
una í gær segir í upphafi:
Bandarískir sjóliðar ganga,
stúlkur ganga. Næstum allir
virðast ætla að ganga — en
Pierre Salinger ætlar ekki að
ganga. Tilefni síðustu athuga-
semdarinnar er, að Pierre
Salinger blaðafulltrúi Kenne-
dys, forseta, hafði ætlað í 80
km göngu ásamt nofekrum
samstarfsmönnum sínum og
raunar hvatt mjög til farar-
innar, en svo runnu á hann
tvær grímur — Salinger er
maður mjög feitlaginn — og
hann hætti við. Varð margur
maðurinn feginn ákvörðun
hans — en þegar blaðamenn
spurðu hann hvers vegna hann
hefði hætt við ferðina svaraði
hann og benti á holdarfar sitt:
„Ég kann að eiga það til að
vera fífldjarfur — en ekki svo
það gangi út í hreina fíflsku".
En fjöldi fólk hefur gengið
80 kílómetrana. Skólar kepp-
ast um að sigra á tíma, en al-
gengt virðist að fólk fari þetta
á 16—19 klst.
Guðrún Ingimunckardóftir - Kveðju
f. 11/4 1929 d. 6/2 1963.
KVEÐJA FRÁ ÁSTVINUM HENNAR.
Far vel,. far vel þín gæti englar góðir.
Oss gleðin virðist hverfa burt með þér.
Varst eiginkona og átta barna móðir
og enginn gleymir því sem kærast er.
Sem hlýir geislar verma viðkvæm blómin
og veita nýjan þroska, bjarta stund
svo mildar tregann minninganna ljóminn
og mýkja hverja sára hjartans und.
Við þölkkum fyrir liðnu æviárin
Ó elsku mamma — segja börnin smá
hver þerrar nú af vöngum tregatárin
og tendrast lætur brosin okkur hjá-
>ig kveður vinur hlýtt í hinzta sinni
og honurn finnst sér blæða ólífs sár
og hverja stund hann mun þig hafa í minni
þín minning vekur bros í gegnum tár.
Hann þakkar Drottni unaðsríku árin
og alla gleði á förnum ævistig.
Svo vill hann brosa gegnum trega-tárin
og treysta því að Drottinn annist sig.
>ig kveður móðir tregatárin falla
en tign Guðr styrkir hrygga og dapra lund.
>ig kveðja vinir, og þú kveður alla
með ástarþökkum fyrir liðna stund.
>ín minning vermir eins og geislaglóðir
það gladdi margan hlýja brosið þitt j
og hverja stund þig man þín tengdamóðir
og mildum huga kveður barnið sitt. >
Far vel, far vel á ljóssins fögru leiðir ^
þig leiði Drottinn helgri kærleiks mund.
Far vel, far vel það öllum sorgum eyðir >
að eiga voh um sælan endurfund. ,
Guð'rún Guðmund-sdóttir
frá Melgerði. A