Morgunblaðið - 15.02.1963, Qupperneq 22
22
MOK cr V V T 4fíl Ð
Föstudagur 15. febrúar 1963
Ötbreiðsluför
og þrekmæling
/Jbróf/omenn á Akureyri þrekmældir
i fyrsta sinn
18. janúar s.l. fóru þeir Bene-
dikt Jakobsson og Höskuldur
Goði íþróttakennara.r til Akux-
eyrar á vegum F.R.Í.
Var ferð þessi farin fyrst og
Æreonst til þess að reyna að glseða
álhuga, meðal skólaæ-skunnar í
Ihöfuðstað norðurlands, á auk-
inni líkamsmennt og hvetja
Ihana til dáða við þær greinar
ílþrótta ,sem taldar eru göfug- |
astar, ekkd einungis vegna þess
að þær eru elztar, heldur vegna
þess, að þæ-r eru megin undir-
staða annarra íþrótta — hinar
frjálsu íþróttir — hlaup, stökk
og köst.
Með í för þessa var þoihjólið
svokallaða tekið.
Haldnir voru 4 fræðslufund-
ir með skólanemendum fram-
Ihaldsskólanna og íþróttamönn-
um. Erindi voru flutt, filmræmur
sýndar og skýrðar. Þá voru í-
þróttamenn og þrekmældir. Um
skipulag á þessari heimsókn sá
hinn nýkjörni framkvæmda-
stjóri íþróttaráðs Akureyrar, Her
mann Sigtryggsscn.
Skilningur forráðamanna fram
haldsskólanna var lofsverður.
Skólastjóri Gagnfræðhskólans
gaf nemendum sínum frí til þess
að sækja fund, sem haldinn var
í Nýja bíói en þar komu sam-
an vel flestir nemendur skólans
og hlýddu á erindi um „Gildi
íþrótta“ og nauðsyn einstaklings
ins til þess að viðhalda likama
sínum og líffærum með skyn-
samlegri áreynslu. Auk þess var
nemendum sýnt hvernig þolhjól-
ið er notað við þrekmælingar og
hvernig no-ta má ýmsar æfingar
til mælingar á þreki og þoli.
Skov-
bakken
móti
Dinamo
DREGIÐ hefur verið um það
hvaða lið leiki saman í undan-
úrslitum Evrópukeppninnar í
handknattleik. Á danska liðið
Skovbakken að mæta liðinu
Dinamo í Búkarest. Dinamo er
mjög sterkt lið og telja Danir að
Skovbakken hafi lítið að gera í
keppni við það, en Skovbakken
er mjög hrósað fyrir að hafa
komizt svona langt í keppninni
sem raun er á orðið. Fjögur lið
eru þar eftir.
Danir fá að sjá Rúmenana tví-
vegis áður en til leiksins kemur
milli Dinamo og Skovbakken.
Átta af liðsmönnum Dinamo eru
í landsliði Rúmeníu, sem leikur
landsleik við Dani nk. fimmtu-
dag.
Þá kallaði skólameistari
Menntaskólans nemend-ur sína á
sal og hélt Benedikt Jakobsson
þar erindi um „fþróttalegt upp-
eldi I menntaskólum frá lífeðlis-
fræðilegu sjónarmiði“.
Tveir fræðslufundir voru haldn
ir með íþróttamönnum, þar sýndi
og skýrði Benedikt Jakobsson
filmræmur er sýndu m.a. stjörnur
eins og Wilmu Rudolph og
sovézka meistarann Brummel.
Þá voru 40 fþróttamenn þrek-
mældir og læknisskoðaðir.
Ákveðið er að halda fleiri slíka
fundi. Og mun sá næsti verða
haldinn á Akranesi í sambandi
við Sveinameistaramót íslands.
Mótið sjálft hefst kl. 4 á sunnu-
dag (en ekki á mánudag eins og
áður hefur verið auglýst). Keppt
verður í hástökki án atrennu,
Xangstökki án atrennu, þrístökki
án atrennu og hástökki með at-
rennu. Auk þess verður keppt
í hástofcki með atrennu sem auka
grein, og hefur öllum beztu há-
stökksmönnum okkar verið boð-
ið að_ taka þátt í mótinu m.a.
Jóni Ólafasyni. Um kvöldið held-
ur Benedifct Jakobsson erindi
fyrir íþróttamenn staðarins. Og
á mánudagsmorgun mun hann
einnig flytja erindi í Gagnfræða
skólanum.
Allar nánari upplýsingar er að
fá hjá Herði Pálssyni í síma 4
Afcranesi.
Um aðra helgi verður Ungl-
ingameistaramót íslands (innan-
húss) haldið að Selfossi. Og er
þá í ráði að Höskuldur Goði
Karlsson flytji þar erindi um
frjálsar iþróttir en frá því verður
nánar skýrt seinna.
FINNSKI heimsmethafinn í
stangarstökki, Pennti Nikula,
sem á dögunum fyrstur
manna sigraði 5 metra mark-
ið — með því reyndar að
Hínverginn Yang ótjnar Þlikula
stökkva 5.10 m — hefur eign-
azt harðan keppinaut. Það
kom öllum á óvart er For-
mósumaðurinn Yang Chuan-
kwang stökk 4.959 m á innan-
hússmóti í Bandaríkjunum.
Yang, sem verið hefur í
fremstu röð tugþrautarmanna
hefur náð fullkomnu valdi á
trefj aglerstönginni.
Áhorfendur að mótinu
göptu af undrun þegar Yang
stökk og undruðust allir vald
hans á stönginni og leikni
hans. Ljósmyndari á staðnum
sýndi nánast jafn mikla full-
komnun í sínu starfi er hann
klifraði upp í rjáfur hússins
og tók myndina sem hér fylg-
ir. Engmn getur eftir að hafa
athugað þessa mynd, verið í
vafa um hversu geysilega
hjálp trefjaglerstöngin veitir
stökkmanninum.
Eýr farraur í
mikilli hæftu
JAPANIR hafa boðið beztu
skautamönnum allra þjóða til
John Madsen og fjölskylda.
heimsmeistaramótsins í Japan.
Fóru allir skautamennirnir —
utan Rússa sem fóru í sérflug-
vél — í japanskri leiguflugvél
frá Ósló til Tókíó. Vélin hafði
viðkomu í Alaska og þar mun-
aði litlu að iíla færi. í lending-
unni sprungu 6 hjólbarðar vél-
arinnar og hefði ekki til komið
sérstakt snarræði flugmannsins,
hefði vélin ekki haldist á braut-
inni.
Er talið sérstakt lán að svona
vel skyldi til takast. Farmurinn
var nokkuð dýr, þar sem voru
allir beztu skautamenn Evrópu
—. utan Rússa.
Donir og
Sómenoi ésáttír
DÖNUM og Rúmenum gengur
illa að semja um leiki sína í 1.
umferð undankeppni knatt-
spyrnu Tókíóleikanna, en þessi
lönd voru nýlega dregin saman.
Danir stungu upp á að fyrri leik-
urinn yrði í Kaupmannahöfn 23.
júní. Það var þegar í stað sam-
þykkt. Síðari leikinn vildu Dan-
ir fá á miðvikudegi í september
eða október, en Rúmenar krefj-
ast þess að sá leikur verði 3.
nóvember. Það er mikill keppnis
dagur í Danmörku í deildakeppn
inni og verður að umskipuleggja
hana til mikilla erfiðleika.
Kveður landsliðið - verður heima
DANIR telja það hafið yfir
allan vafa, að John Madsen,
miðvörður Esbjerg, sé einn
þeirra beztu knattspyrnu-
manna. Hann var einn aðalás
landsliðs Dana á sl. ári og
hann var sá sem Danir bundu
hvað mestar vonir við í von-
lítilli baráttu Dana til að
komast i lokakeppni knatt-
spyrnu á Ólympíuleikunum í
Tókíó 1964.
Það kom því eins og reið-
arslag yfir danska knatt-
spyrnu er John Madsen til-
kynnti á dögunum að hann
hætti öllum afskiptum og æf-
ingum með landsliði, tæki
ekki að sér að leika lands-
leiki, eða aðra úrslitaleiki.
Héðan í frá leik ég aðeiná
með mínu félagi — annað
ekki.
Ég hef yfirvegað þetta mál
mjög, segir Madsen í viðtali
við B.T. Ég ætlaði reyndar að
gera þetta fyrr og þetta er
svo staðföst ætlun að um-
skipti þar frá koma ekki til
greina. Það er margt sem or-
sakar þessa ákvörðun, m.a.
það að taka tillit til fjöl-
skyldunnar.
John Madsen hefur alls
ekki í huga að hætta knatt-
spyrnuiðkun, en segir að leik-
ir með félaginu séu alveg nóg
fyrir sig. Hann hefur æft
mjög vel undanfarið og stend-
ur á hátindi frægðar og frama.
„Það verður kannski erfitt
fyrst að fylgjast með lands-
liðinu úr fjarlægð — það kitl-
ar kannski fæturna. En ég
hef jafn mikla ánægju af
knattspyrnu þó ég leiki með
lakara liði en landsliðið — og
fyrir félagið verð ég alveg
eins og áður“.
Liston er snnþá
stóroraur
ÞAÐ hefur verið endanlega S-
kveðið og undirskrifað að síðari
leikur Sonny Listons og Floyd
Pattersons um heimsmeistara-
tign í hnefaleikum verði 4. apríl
og fari fram í Miami Beach. —
Floyd hefur dregið sig í hlé og
æfir fyrir luktum dyrum.
Sonny Liston fer hins vegar
ekki dult og er ennþá ófeiminn
við stór orð og yfirlýsingar og
gerir óspart grín að því að hann
skyldi vinna heimsmeistaratitil-
inn í tveggja mín. bardaga.
— Ég er ennþá dálítið gramur
yfir því, segir hann m.a., að ég
skyldi misnota fyrstu höggin
mín í fyrri leiknum og það
skyldi taka 2 mín. að vinna leik-
inn. En ég hugga mig við það að
ég fæ að mæta Fatterson aftur
4. apríl.
Firmekeppni
á skíðum
REYKVÍKINGAR munið að
firmakeppni Skíðaráðs Reykja-
víkur hefst í Jósefsdal kl. 2 á
sunnudag.
Veitingar á staðnum.
Bílferðir eru frá BSR.
Ef veður er gott verður hik-
laust margt um manninn í Jósefa
dal. Margir gamlir Ármenningar
munu starfa við mótið. Mótsstjóri
verður Ólafur Þorsteinsson, sem
ennfremur afhendir verðlaun að
móti loknu.
Reykvíkingar hittumst í Jós-
efsdal.
Trúlofunarhringar
Hjálmar Torfason
gullsmiður