Morgunblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 2
*
MORGVlSBLAÐIb
Miðvikudagur 6. marz 1963
Baldur Óskarsson
„Daghlað",
ný skáldsaga eftir
r -
Baldur Oskarsson
KOMIN er út á vegum Bókaút-
gáfuanar Fróða fyrsta skáldsaga
Baildiurs Óskarssonar, blaða-
raanns. Nefnist hún „Dagblað“
og fjallar, eins og nafnið bendir
til, uim dagleg störf blaðamannia
í höfuðstaðnum. Bókin skiptist
í 11. kafla og er 125 bls., prenit-
uð í Prentsmiðju Jóns Helgason-
ar og er mjög smekleg að öll-
um frágangi.
Baldiur Óskarsson hefur áður
gefið út eina bók, smásagnasafn-
ið „Hitabylgja“, sem kom út árið
1960 og vaikti taisverða athygli.
Afmælis-
sýning At-
vinnudeildai
í TILEFNI af 25 ára afmæli At-
vinnudeildar Háskólans hafa
starfsmenn í hinum ýmsu deild-
um komið upp sýningu á tækj-
um .línuritum og öðru sem sýnir
starfsemina í skrifstofum og
vinnustofum. Hefur alþingis-
mönnum og ýmsum öðrum starfs
hópum verið boðið að skoða
þetta og vegna fjölda áskorana
verður almenningi gefinn kost-
ur á að sjá einnig þessa sýningu
kl. 2—7 í dag.
Fiskideild Atvinnudeildarinn-
ar er til húsa í nýja Fiskifélags-
húsinu við Skúlagötu og er þar
sýnd starfsemi deildarinnar. Á
Lækjarteig 2 eru Byggingarefna
deild og jarðfræðideild til húsa
og hafa sýningu á verkefnum
sínum og verkfærum. Og í gamla
Atvinnudeildarhúsinu á Háskóla
lóðinni hafa Iðnaðardeild og
Búnaðardeild sýningar í húsa-
kynnum sínum.
Fengu 25 tonn
í þorskanót
Sumtal viö Þorleif, skip-
stjóra, á Gullfaxa
MORGUNBLAÐIÐ hafði í
. gær fréttir af því, að vél-
báturinn Gullfaxi frá Norð
firði hefði fengið góðan
afla í þorskanót út af
Hornafirði. l»að er því víð-
ar en við Reykjanesið, sem
þorskanótin gefur góða
raun, og í gær náðum við
tali af Þorleifi Jónassyni,
skipstjóra á Gullfaxa,
austur á Hornafirði, þar
sem báturinn lagði upp.
— Hvað komuð þið inn með
mikinn afla?
— Við fengtím 25 tonn í
þremur köstum hjá Hrollaugs
eyjum. Við vórum að byrja
með þorskanótina í g*r, en
vorum áður á síld fyrir sunn
an.
— Voru fleiri bátar þama?
— í>arna voru nokkrir neta
bátar, en það var bræla svo
færabátarnir komust ekki út.
— Hvað eruð þið með stóra
nót?
inn af þvi að við höfðum
ekki tunnur með okkur undir
meiri gotu eða lifur.
— ísið þið fiskinn?
— Við ísuðum átján tonn,
sem við fengum í tveimur
köstum í fyrradag, en afgang
inn, sem við köstuðum á í
dag ísuðum við ekki, því það
var fyrirsjáanlegt að við urð
um að fara inn.
— Hvað fenguð þið þetta-
á miklu dýpi?
— bað voru um fjörutíu
faðmar þama, en loðnan er
uppi um allan sjó og þorsk-
urinn eltir hana. Við köstum
bara á sílistórfurnar.
— Ert þú einn með þórsk
mót fyTiir austan?
— Þráinn frá Neskaupstað
er að fara af stað líka. beir
fóru út í gær en urðu að fara
inn aftur til að grynna nót
ina, því hún var of djúp. ebir
festu hana í botni. Við urðum.
Varir við að hún snerti botn-
inn hjá okkur líka, en það sak
aði ekkert.
— Er fiskurinn á stóru
svæði?
— Hún er 166 faðmar á
lengd og 44 faðmar á dýpt.
—Hver er möskvastærðin
hjá ykkur?
—- Það er ekki gott að segja
Við týndum saman druslur í
flýti og drifum okkur svo út.
— Og þessi samtíningur
hefur gefizt vel?
— Já, en þarna er líka feikn
armikill fiskur, og væri mjög
gott ef veðrið væri skárra, en
það hefur hamlað veiðum.
— Var þetta ekki prýðis-
góður fiskur, sem þið fenguð
— Það held ég hljóti að
vera, þvi það er ekki háfað
meira en þeir hafa við að
blóðga. Það er ekki einu sinni
blóðgað svona ört á línunni.
Þetta er mjög feitur fiskur og
miki lifur í honum. Við sölt-
uðum 16 tunnur af gotu úr
aflanum í gser, enda mikill
gotfiskur. Við urðum að fara
— Já, hann er á stóru
svæði. Færabátarnir brugðu
sér út héðan frá Hornafirði í
gær en voru ekki nema stutt.
Þeir fengu upp í 7 skippund
hérna beint fyrir utan.
—- Hvernig hefur veiðin
annars verið í vetur?
— Aflinn hefur verið sæmi
legur á línu, eiginlega tóm
ýsa, en aftur á móti léleg í
netin. Netaaflinn glæddist í
dag og þeir fengu allt að
600 fiska í trossu.
— Ætlarðu svo að drífa
þig út strax?
— Það þýðir lítið fyrr en
með birtingu, því þorskurinn
eltir ekki loðnuna nema í
björtu. Annars er spáð hvass
viðri á morgun.
— Ertu ekki bjartsýnn á
veiðarnar?
— Mér lízt vel á þetta er
tíðin verður góð.
RÚGBRAUÐS-
GERÐIN K/ERÐ
BLAÐIÐ hafði af því spurnir
í gær að rannsókn hefði farið
fram í Rúgbrauðsgerðinni
varðandi hreinlæti þar á
staðnum.
Blaðið sneri sér af þeim sök-
um til formanns Neytendasam-
takanna Sveins Árgeirssonar og
spurði hann hvort samtökin
hefðu haft afskipti af þessu
máli.
— Jú, svaraði hann. Neytenda-
•amtökin fóru þess á leit við
borgarlæknisembættið með bréfi
dags. sl. föstudag að skyndirann-
sókn yrði framkvæmd eins fljótt
og unnt yrði á húsakynnum Rúg-
brauðsgerðarinnar við Borgar-
tún, en verulegur hluti brauðs
þess, sem Reykvíkingar neyta
daglega, er bakaður þar.
Til þessa skrefs höfðu samtök-
in vissulega fyllstu ástæðu, sagði
Sveinn, enda reyndist grunur
þeirra hafa við slík rök að styðj-
ast að þegar að aflokinni hinni
umbeðnu rannsókn, sem fram-
kvæmd var f gær (mánudag)
ákvað borgarlæknir að kæra
málið til yfirsakadómara, sem
hann mun hafa gert í dag.
Blaðið spurði Svein á hverju
þau hefðu byggt grun sinn, en
hann kvaðst ekki sjá ástæðu til
að skýra nánar frá því á þessu
stigi málsins, á hvaða gögnum
kæran hefði verið byggð, en þau
hefðu reynzt fullnægjandi. Hins
vegar var þetta ekki í fyrsta
sinn, sem kvartanir hefðu verið
bornar fram á hendur þessu fyr-
irtæki til Neytendasamtakanna.
Eins og málum var háttað hlutu
samtökin að láta til skarar skríða
og afgreiddi borgarlæknisembætt
ið mál þetta af röggsemi, sagði
Sveinn Ásgeirsson að lokum.
Sylvia Stahlman og William Strickland virða fyrir sér út-
sýnið frá 8. hæð á Hótel Sögu. Striikland bendir söngkon-
unni á Keili.
Bandarísk sungkona syngur mel
Sinfóníuhijómsveitinni
ANNAÐ kvöld syngur bandar-
íska óperusöngkonan Sylvia
Stahlman með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands í Háskólabiói. Syng
ur söngkonan tvö lög úr Egmont-
forleik Beethovens, sjö ljóðlög eft
ir Allban Berg og tvær aríur
eiftir Puccini. Auk þess flytur sin-
fóníuihljómsveitin sinfóníu nr. 4
í a-dúr eftir Mendelsohn (ítölsku
sinfóniuna). Stjórnandi er Will-
iam Striokland.
Blaðaimenn rseddu við Sylviu
Stafhlman og William Striokland
á Hótel Sögu í gser, en þau hafa
f j óruim sinnum áður komið opin-
berlega fram saman, m.'a. með
RIAS-hljómsveitinni í Berlín.
Stahlman hefur undanfarin fjög-
ur ár unnið við óperuna í Franik-
furt og er samningsbundin þar
næstu tvö árin. Hún sagði, að
margir bandariskir söngvarar
d'veldust niú í Þýzkalandi, enda
sönglíf þar með amiklum blóma
og óperulhúsin mörg. Við óper-
una í Frankfurt væru t.d. fjór-
ir Bandaríkjamenn starfandi, og
einnig fjölmargir frá öðrum þjóð
uim, svo sem Júgóslavar, Austur-
ríkismenn, írar, Englendingar og
Norðmenn — að ógleymdum
Þjóðverjunum sjálfum. Allar
óperur væiru flluttar á þýzkri
tungu.
Sylivia Staihtonan er fædd 1
Tennesse-fyiki í Bandarikju.nuim
en stundaði söngnám í New
York. Að námi lokniu söng ihún
um tvegigja ára skeið í Briissel,
en fevarf til Bandaríkjanna aftur
og söng þá í helztu óperum þar,
bæði í San Fransisoo, Ohicago
og New York City Opera. Húa
hefur ferðast víða um Evrópu
og sungið í mörgum borgum,
svo sem Paris, Briissel, London,
Berlín og Vín. Hún hefur einnig
sungið inn á Decca-íhljómiplötur.
Sylvia Staihlman syn.gur og 1
Ríkisútvarpið hér og flytur þac
fimrn ný Ipg eftir bandaríska
tónskáldið Rober.t Ward. Héðan
fer hún n.k. laugardag tjl Þýzka
lands og syngur í Wiesbaden á
sunnudaginn kemuir.
William Strickland er nýkom-
inrí aftur til landisinis frá Florida.
Hann stjómar hér tvennum tón-
leikum, en fer síðan til Berlínar.
Stokkhótons, Kaupmannahafnar
og Gautaborgar til hljómsveitair-
stjómar. Stricklanid er væntan-
legur aftur 15. april og mun
diveljast hór til 1. júli.
Bók um Japan
og ensk metsöluskáldsaga
utkomnar mánaðabækur - AB
TVÆR af mánaðarbókum Al-
menna bókafélagsins, fyrir febrú-
ar og marz, eru komnar út. —
Febrúarbókin er ensk metsölu-
skáldsaga eftir Constantine Fitz
Gibbon og nefnist hún „Það ger-
ist aldrei hér?“ í þýðingu Her-
steins Pálssonar. Marzbókin er
5. bókin í bókaflokknum Lönd
og þjóðir og er um Japan. Höf-
undurinn, Edward Seidensticker,
er ritstjóri tímaritsins Life, en
þýðandi er Gísli Ólafsson.
„Það gerist aldrei hér?“
„Það gerist aldrei hér?“ er
spennandi og áhrifamikil skáld-
saga um fagurmæli og fláræði,
andvaralausan og skilningsvana
almenning, sem voðinn vofir yf-
ir og hremmir. Á frummálinu
heitir bókin „When the Kissing
had to Stop“, „Þegar kossarnir
urðu að hætta“, og gefur það
nafn allvel til kynna efnið. Þetta
er ástarsaga, fléttuð inn í viðsjál
veðrabrigði dagsins í dag, þegar
hið skelfilegasta getur gerzt hve-
nær sem er, án þess að almenn-
ingur geri sér þess nokkra grein.
Bókin kom fyrst út í apríl og
varð strax metsðlusaga f ensku-
mælandi löndum. Síðan hefur
hún verið gefin út víða um lönd
og hvarvetna ýtt óþægilega við
lesendum sínum. Spurninginí
„Þetta gerist aldrei hér — eða
hvað?“ sækir stöðugt á við lest-
urinn. En ef til vill gæti það
gerzL
Bókin nm Japan ....
Bókin Japan er með sama sniðl
og áður útkomnar bækur í bóka-
flokkinum Lönd og þjóðir, ei»
það eru Frakkland, Rússland,
ítalía og Bretland. Hún er hin
fegursta að öllum frágangi, hátt
á annað hundrað mynda af hlut-
aðeigandi landi og þjóð og textl
sem mun svara til um 160 blað-
síðna í venjulegu broti.
Japan er einna fjarlægast
þeirra landa, sem við íslending-
ar höfum einhver viðskipti við.
Þjóðina þekkjum við lítið, enda
hefur okkur löngum gengið illa
að skilja ýmislegt í fari hennar,
Úr því skilningsleysi mun þessl
bók vissulega að einhverju leyti
bæta. Hún kynnir okkur meu
Framhald á bls. 23,